Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
27;
Financial Times um Evrópusamstarfið:
Brýnt að EFTA-ríkin
verði ekki homrekur
„MIKIÐ starf þarf enn að inna af hendi til að binda lausa
enda í samningunum um Evrópska efnahagssvæðið en endanleg
tilhögun samstarfsins er nú komin á hreint,“ segir í frétt breska
blaðsins Financial Times um ráðherrafund aðildarríkja Evrópu-
bandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í
Brussel fyrir skömmu. í forystugrein blaðsins er lögð áhersla
á mikilvægi þess að EFTA-ríkin verði ekki hornrekur heldur
virkir þátttakendur í samstarfi Evrópuþjóðanna. Evrópusam-
vinna án þeirra yrði „firra“. Breska vikuritið Economist telur
að leiðtogar EFTA séu á því að EB hagnist að vísu meira á
EES-samstarfinu en það sé þess virði ef samningurinn gegni
hlutverki aðgangseyris EFTA-landa að Evrópubandalaginu.
Fréttamaður blaðsins segir
fundinn hafa afsannað spádóma
um yfirvofandi andlát hugmynd-
arinnar um Evrópska efnahags-
svæðið (EES). Svisslendingar og
Islendingar hyggist að vísu bíða
með lokaákvörðun þar til í júlí
er fullljóst verði hvað sé í boði
af hálfu EB. Um íslendinga seg-
ir að þeir séu staðráðnir í að
láta engar fiskveiðiheimildir af
hendi nema þeir fái veiðiheimild-
ir í staðinn í lögsögu EB-ríkja.
Allt sé nú í baklás í þessari deilu
en víst að hægt verði að liðka
fyrir lausn með fjárframlagi
EFTA-landa í þróunarsjóð fyrir
fátæk aðildarríki Evrópubanda-
lagsins. Svisslendingar séu tregir
í taumi vegna ótta þeirra við að
missa hluta fullveldis síns. Erfitt
geti reynst að finna orðalag sem
fullnægi óskum þeirra. Haft er
eftir svissneskum stjórnarerind-
reka að „óánægja með EES-við-
ræðurnar gæti valdið auknum
áhuga á að ræða aðild Sviss að
EB“.
Samkomulag sé um að Fram-
kvæmdastjórn EB kanni hug
EFTA-þjóðanna áður en sam-
þykkt verði ný lög fyrir banda-
lagið. „EFTA-löndin geta með
þessum hætti haft áhrif á lög-
gjöfina þótt þau taki ekki þátt í
að semja hana“. Einnig er því
haldið fram að löndin fái aðlög-
unartíma áður en þau taki upp
reglur EB um frelsi til jarða-
kaupa, sama gildi um reglur er
kveða á um fullt atvinnufrelsi
einstaklinga í hveiju aðildarríki,
án tillits til þjóðemis.
Hluti arfleifðarinnar
í forystugreininni segir Finan-
cial Times að markmið fram-
kvæmdastjórnar EB með hug-
myndinni um efnahagssvæðið
hafi verið að fresta inngöngu
nýrra ríkja meðan leystar yrðu
flækjur í sambandi við innri
markað bandalagsins og tillögur
um aukið samstarf. Bent er á
að EFTA-ríkin sex eigi mikil-
vægan þátt í pólitískri, efnahags-
legri og menningarlegri arfleifð
álfunnar. EB verði að hafa vænt-
anlega aðild þeirra i huga þegar
bandalagið geri áætlanir um
starfshætti framtíðarinnar. Búa
þurfi í haginn fyrir bandalag þar
sem aðildarríkin verði mun fleiri.
Sviss muni e.t.v. aldrei geta
sætt sig við skyldur samstarfsins
en fyrir önnur EFTA-lönd, Finn-
land ekki undanskilið, hljóti aðild
að virðast óumflýjanleg. Aðlög-
unin verði þó að taka sinn tíma.
EES geti orðið þægilegri „bið-
stofa“ en nokkur önnur stofnun
og gegnt mikilvægu hlutverki
um hríð. Nýir þátttakendur, —
einkum Tékkóslóvakía, Ungverj-
aland og Pólland — gætu fengið
aðild að EES jafnframt því sem
önnur ríki væru á leiðinni þaðan
inn í EB.
Verða Island og Sviss
að lokum ein um EES?
Aðildarríki EFTA, Fríverslun-
arbandalags Evrópu, hafa upp-
götvað þann gamla sannleik, að
sá, sem er staddur miðja vegu
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Eldrid Nordbo,
viðskiptaráðherra Noregs, á blaðamannafundi í Vín, sem haldinn
var í tengslum við leiðtogafund EFTA-ríkjanna í síðustu viku.
milli tveggja staða, er í rauninni
hvergi. Þess vegna eru þau farin
að líta á Evrópska efnahags-
svæðið, EES, sem verið er að
smíða í samvinnu við Evrópu-
bandalagið, fremur sem áfanga
á leið til fullrar aðildar en annan
kost, segir í skrifum fréttaritara
breska vikuritisins Economist í
Brussel í síðustu viku. Hann seg-
ir ennfremur að óformleg niður-
staða EFTA-ráðherranna hafi
raunar verið sú, að EES-samn-
ingurinn eins og hann liti út nú
gagnaðist EB betur en þeim en
það væri þó í lagi svo fremi litið
væri á hann sem aðgangseyri
að bandalaginu.
Þrátt fyrir það eru ekki öll
EFTA-ríkin einhuga um að
sækja um aðild og eru efasemda-
mennirnir í hópnum íslendingar
og Svisslendingar. íslendingar
óttast, að gráðugir Spánverjar
eyðileggi fískimiðin og sviss-
neska stjórnin er ekki viss um,
að EB-aðild verði samþykkt í
þjóðaratkvæðagreiðslu þótt
bankarnir og stórfyrirtækin séu
henni hlynnt.
Niðurstaða Economist er sú
að Svisslendingar og íslendingar
séu enn á báðum áttum en hinar
EFTA-þjóðirnar fjórar séu búnar
að gera það upp við sig að fram-
tíð þeirra verði í Evrópubanda-
laginu.
Paprikufiskfars
lensk fiskipanna
metisfiskipanna^
sígilt og VINSÆLT
Gerið hv
Glæný ýsa, smálúða, kariu
rauðspretta og stembitu
gpriidamll n<jt *3lluiiguí
'/■.yw hpnntyij ötnfyu
í i’ 0-VO i
TII ri'UÐ í OFNINNI
ýsa í sinnepssosu
Ýsa í karrýsósu
Ýsa í aspassosu
Ýsa í sveppasosu
Ýsa í kryddsosu
Ýsa í hvítlaukssosu
KAUPSTADUR
ÍMJÓDD
Spennandi J[fnúanir
í ofninn eða a ponnuna
A1IKLIG4RDUR
ALLAR BÚÐIR