Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
31
30
Jtfotnguuftlftfrt
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Stuðningur almennings
forsenda árangurs
Með þeim aðgerðum í ríkisfjár-
málum og efnahagsmálum,
sem kynntar voru á dögunum tók
Friðrik Sophusson, fjármáláráð-
herra, fyrsta skrefið til að snúa við
þeirri þróun, sem verið hefur í ríkis-
fjármálum í mörg undanfarin ár.
Þetta var lítið skref en það skipti
verulegu máli, að hin nýja ríkis-
stjórn sýndi strax á fyrstu vikum
valdaferils síns að hverju hún
stefnir. Það á eftir að koma í Ijós,
hvort þessi niðurskurður tekst í
reynd. Margir efast t.d. um, að það
takist að draga úr útgjöldum til
heilbrigðismála um 500 milljónir á
þessu ári. En takist ríkisstjórninni
ekki að framkvæma minniháttar
samdrátt í ríkisútgjöldum það sem
eftir er af þessu ári, er auðvitað
engin von til þess, að hún ráði við
meiriháttar átök á næstu árum.
Margar ríkisstjórnir hafa boðað
samdrátt í ríkisútgjöldum eða
a.m.k. stöðvun á aukningu ríkisút-
gjalda á undanfömum ámm og
raunar áratugum. Segja má, að
engri ríkisstjóm hafi tekizt að ná
markverðum árangri að þessu leyti
síðustu tvo áratugi. Sumar þeirra
hafa haft vilja til að framkvæma
þetta verk en ekki haft pólitískt
bolmagn til þess. Það er mikil-
vægt, að fjármálaráðherra og sam-
starfsmenn hans geri sér grein fyr-
ir því strax í upphafi, að hér er
um gífurlega erfitt verkefni að
ræða og jafnframt, að þeir leitist
við að skilgreina þann vanda, sem
forverar þeirra í starfí hafa staðið
frammi fyrir.
í hvert sinn, sem gerð er tilraun
til að hemja útgjöld ríkisins rísa
upp hagsmunasamtök, talsmenn
einstakra landshluta eða byggða,
alþingismenn, fagráðherrar og
fleiri og segja, að ekki komi til
greina að skera niður þennan út-
gjaldalið eða hinn. Fjölmiðlar sýna
mótmælunum stundum meiri
áhuga en verkinu sjálfu. Ein helzta
forsenda þess, að takast megi að
ná árangri er að íjármálaráðherra
fái almenning í landinu til liðs við
sig. Þess vegna þarf Friðrik Soph-
usson að veija verulegum tíma á
fyrstu mánuðum ráðherraferils síns
til þess að kynna fyrir fólki sjónar-
mið sín og skoðanir og afla þeim
fylgis meðal almennings. Hags-
munasamtökin og aðrir andmæl-
endur niðurskurðar þurfa að fínna,
að fólkið stendur með fjármálaráð-
herra og ríkisstjórninni en ekki á
móti þeim, þegar um er að ræða
að hemja eyðsluna í opinbera kerf-
inu.
Með sama hætti og stuðningur
almennings er forsenda árangurs
er nauðsynlegt, að fjármálaráð-
herrann og ríkisstjómin átti sig á,
að þetta verk verður ekki unnið í
einu áhlaupi. Það skiptir meira
j máli, að mikill árangur hafi náðst
við lok kjörtímabils en hversu langt
verður gengið í upphafí. Þess vegna
er skynsamlegt að líta svo á í fyrstu
atrennu, að um sé að ræða niður-
skurð á fjárlögum fjögurra ára og
að ríkisstjórnin setji sér ákveðin
markmið fyrir hvert ár fyrir sig.
í fjárlagafrumvarpi því, sem
Friðrik Sophusson leggur fyrir Al-
þingi í haust þurfa að vera sann-
færandi tillögur um niðurskurð á
næsta ári en jafnframt vísbending
um, hvert ríkisstjórnin stefnir á
kjörtímabilinu í heild. Þetta þýðir,
að mikilvægar ákvarðanir þarf að
taka á næstu þremur mánuðum
vegna þess, að meginlínur fjárlaga-
frumvarps fyrir næsta ár þurfa að
liggja fyrir síðla sumars. Og til
þess að slíkar tillögur liggi fyrir í
haust þarf mikið verk að vinna í
sumar, einmitt á þeim tíma, þegar
embættismenn og stjórnmálamenn,
eins og aðrir þjóðfélagsþegnar taka
sér sumarfrí. Hins vegar má full-
yrða, að liggi slíkar tillögur ekki
fyrir í haust hafi þessi ríkisstjóm
misst af strætisvagninum varðandi
ríkisútgjöldin, sem eru kjarni þess
efnahagsvanda, sem þjóðin stendur
frammi fyrir nú.
Sumir spyija, hvort of mikið sé
hugsanlega gert úr vanda ríkisfjár-
mála. Svarið við slíkum athuga-
semdum er einfalt. Ef ekki væri
um að ræða mikinn hallarekstur á
ríkissjóði o g mikla fjárþörf húsnæð-
islánakerfísins væru vextir ekki að
hækka eins og nú er að gerast.
Yaxtahækkanir þýða kjaraskerð-
ingu fyrir einstaklinga vegna hús-
næðislána og aukin útgjöld fyrir
fyrirtæki, sem kunna að hyggja á
fjárfestingar eftir samdráttarskeið
síðustu ára.
Margir hafa takmarkaða trú á
því, að þessari ríkisstjóm takist að
ná tökum á vanda ríkisfjármál-
anna. Ástæðan fyrir þeirri vantrú
er hvorki þeir flokkar sem að
stjórninni standa né þeir menn, sem
skipa ráðherraembætti heldur ein-
faldlega, að þetta hefur ekki tekizt
að nokkru ráði síðustu tuttugu ár.
En sennilega hefur vandi ríkisfjár-
mála ekki verið jafn augljós og nú
og fáar ríkisstjórnir, sem hafa
komizt til valda á þessu tímabili,
hafa verið jafn staðráðnar í að taka
á þessum vanda og núverandi ríkis-
stjórn.
Þá ber að hafa í huga, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er siðferðilega
skuldbundinn til þess að tryggja
skattalækkun á kjörtímabilinu og
slík skattalækkun getur ekki náð
fram að ganga nema ríkisstjórninni
takist að hemja ríkisútgjöldin. Það
er því til mikils að vinna fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að sýna, að hann
geti staðið við orð sín bæði að því
er varðar niðurskurð ríkisútgjalda
og skattalækkanir.
Þessum árangri er hægt að ná,
ef fólkið í landinu veitir ríkisstjórn-
inni og fjármálaráðherra öflugan
stuðning til þess að vinna þetta
verk. Eftir þeim stuðningi eiga fjár-
málaráðherra og ríkisstjórnin í
heild að leita.
Arsfunclur Alþjóðahvalveiðiráðsins hófst í gær í Reykjavík:
Ákvarðanir á þessum
fundi hafa djúpstæð
áhrif á framtíð ráðsins
- sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í setnignarræðu
Morgnblaðið/Bjarni
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra við opnun 43. ársfundar Al-
þjóðahvalveiðiráðsins, ásamt Sture Irberger forseta ráðsins og Ray
Gambell framkvæmdastjóra þess.
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra gaf sterklega í
skyn, við upphaf ársfundar Al-
þjóðahvalveiðiráðsins í
Reykjavík, að Islendingar myndu
segja sig úr ráðinu, ef það ynni
ekki í samræmi við stofnsamning
sinn og heimilaði veiðar á hvölum
úr stofnum sem þyldu nýtingu.
„Ríkisstjórn íslands tekur að þær
ákvarðanir sem ráðið tekur á þess-
um fundi muni hafa djúpstæð áhrif
á framtíð stofnunarinnar. Á þessum
fundi mun ráðið fá til umfjöllunar
tillögur aðildarríkja um framhald
frumbyggjahvalveiða og um að
hefja á ný hvalveiðar í vísinda-
skyni. Það sem úrslitum ræður
verður hvort ráðið metur þessar til-
lögur í samræmi við ákvæði stofn-
samningsins og viðauka við hann
að teknu tilliti til ráðgjafar vísinda-
nefndarinanr og niðurstöðu mats
um stofnstærðir," sagði Þorsteinn
Pálsson í opnunarræðu sinni.
Síðar í ræðunni sagði hann, að
ef hvalveiðiráðið væri ekki reiðu-
búið að taka hlutverk sitt alvarlega
myndu aðildarríki Hafréttarsátt-
málans neyðast til að leita annað
til að fullnægja skyldum sínum til
að vinna saman á vettvangi viðeig-
andi alþjóðlegrar stofnunar til að
stjórna nýtingu hvala.
Rætt hefur verið í þessu sam-
bandi um Alþjóðahafrannsóknar-
ráðið, ICES, og hafa svonefnd Sam-
tök um nýtingu og rannsóknar á
sjávarspendýr í Norður-Atlantshafi,
sem stofnuð voru á síðasta ári, átt
nokkuð samstarf við ICES. Þegar
Morgunblaðið spurði Þorstein hvort
líklegt væri að önnur samtök en
hvalveiðiráðið fengju alþjóðlega við-
urkenningu sem hvalveiðistjómun-
arsamtök, sagði hann að allt of
snemmt væri að vera með getgátur
um slíkt.
í ræðu sinni sagði Þorsteinn, að
það hefði valdið sér vonbrigðum að
frétta, að lagt hefði verið að ríkis-
stjórnum nokkurra aðildarríkja að
leggjast gegn því að hvalveiðar í
atvinnuskyni hæfist á ný um ófyrir-
sjáanlega framtíð, og beita til þess
ýmsum aðferðum sem ekki gætu
talist ábyrg stjórnun á grundvelli
stofnsamningsins. Slíkt myndi leiða
til þess að ráðið þyrfti í störfum
sínum að fást við atriði sem ætlað
væri að koma í veg fyrir vísindalega
stjórnun hvalveiða. „Ég get aðeins
fullyrt, að ef þetta verður ofaná
muni líkur á samvinnu innan Al-
þjóðahvalveiðiráðsins hverfa með
öllu jafnhliða því sem von um virka
vernd og stjórnun á grundvelli
stofnsamningsins brygðist,“ sagði
Þorsteinn.
Samstaða í vísindanefnd um
veiðistjórnunartillögu
Undanfarin ár hefur vísinda-
nefnd hvalveiðiráðsins endurskoðað
veiðistjórnunarreglur. Nefndin á-
kvað á fundi sínum í síðustu viku
að mæla með einni ákveðinni tillögu
að stjórnunarkerfí við ráðið, en
fimm mismunandi tillögur hafa ver-
ið prófaðar af undirnefndum. Ef
hvalveiðiráðið fellst á tillöguna á
fundi sínum nú, gæti vísindanefndin
hugsanlega á grundvelli hennar lagt
til hrefnuveiðikvóta fyrir ísland á
næsta ári.
Jóhann Siguijónsson fulltrúi ís-
lands í vísindanefndinni sagði við
Morgunblaðið að það hefði komið
verulega á óvart, að nefndin hefði
náð nokkuð góðri einingu um eina
tiltekna aðferð, þar sem venjulega
væru margar skoðanir uppi innan
nefndarinnar í mikilvægum málum.
„Okkur finnst þessi aðferð viðun-
andi þótt við sjáum á henni galla,“
sagði Jóhann. Hann bætti við, að
samkvæmt henni myndi ísland
væntanlega fá hrefnukvóta en óljóst
væri með langreyði.
ísland hefur óskað eftir því að
hvalveiðiráðið úthluti á yfirstand-
andi fundi veiðkvóta á 92 langreið-
um og 192 hrefnum á grundvelli
bráðabirgðatillögu um stjórnunar-
aðferðir. Þorsteinn Pálsson sagði
raunar að í ræðu sinni, að af Is-
lands hálfu væri enn talið að núgild-
andi stjórnunaraðferðir ætti að nota
þar til ráðið hefði gert á þeim breyt-
ingar, en lagði um leið áherslu á
þörfína á að ljúka vinnu við endur-
skoðun stjórnunaraðferðanna án
tafar.
Vísindanefnd hvalveiðiráðsins
fjallaði um ofangreindar tillögur
Islendinga á fundi sínum fyrir viku;
en tók ekki afstöðu til þeirra. I
skýrslu nefndarinnar kemur fram,
að verulegur ágreiningur hafí verið
í nefndinni hvort ræða ætti íslensku
áætlunina og skoðanir hafi verið
skiptar.
Raktar eru þær skoðanir sumra
nefndarmanna, að þessar bráða-
birgðaaðferðir íslendinga hafí ekki
verið prófaðar nægilega og brjóti
jafnframt í bága við markmið hval-
veiðiráðsins um stjórnun. Á hinn
bóginn héldu aðrir nefndarmenn því
fram, að fyrirhuguð veiði myndi
engin áhrif hafa á hvalastofnana
og því hefði enginn mótmælt. Þá
' væri nefndinni skylt að taka afstöðu
til tillagna Islands þar sem ljóst
væri að endurskoðaðar stjórnunar-
reglur tækju ekki gildi fyrir en
1992-93. í skýrslunni kemur fram
að nefndin vísar í raun málinu til
ráðsins, og í dag er fyrirhugað að
halda sérstakan fund íslenskra
vísindamanna með formönnum
sendinefnda ráðsins þar sem tillög-
ur íslendinga verða útskýrðar.
Mismunandi upplýsingar um
stöðu hvalastofna
Þorsteinn Pálsson sagði í ræðu
sinni, að mat á hvalastofnunum
hefði leitt í ljós að sumir stofnanna,
þar á meðal hrefnur í SuðurÚshafi
og á hafsvæðinu umhverfís ísland,
væru í góðu ástandi og stofnstærð-
araaukning hefði verið a.m.k. 3-4%
á ári, jafnvel þótt stofnarnir hefðu
verið nýttir að einhveiju marki.
Á blaðamannafundi, sem sam-
tökin Worldwide Fund for Nature
héldu í gær, var þessu hins vegar
mótmælt. Nokkrir meðlimir vísinda-
nefndar hvalveiðiráðsins, voru
frummælendur á fundinum og sagði
Sidney Holt, einn þeirra, að upplýs-
ingar um stærð hvalstofna við ís-
land væru allt of ófullkomnar til
að hægt væri að nota þær sem rétt-
lætingu fyrir hrefnuveiðum í at-
vinnuskyni. Á fundinum kom fram,
að Worldwide Fund telur að hval-
veiðibannið eigi að vara að minnsta
kosti þangað til samþykktar hefðu
verið öruggar stjórnunaraðferðir og
mannúðlegar aðferðir við veiðarnar.
Það er greinilegt á fundargögn-
um að síaukin áhersla er lögð á
umræðu um veiðiaðferðir. John
Gummer landbúnaðarráðherra
Bretlands, leggur til dæmis áherslu
á það í skriflegri stefnuyfirlýsingu
á fundinum að ráðið fjalli gaum-
gæfilega um aðferðir við að drepa
hvali. Hvalveiðiþjóðirnar líta á þetta
sem enn eina aðferð hvalfriðunar-
sinna til að koma hvalveiðiráðinu
hjá því að taka afstöðu til hval-
veiða, nú þegar hylli undir lok á
mótun nýrra veiðistjómunarreglna.
í fréttatilkynningu frá japanska
hvaleiðisambandinu segir, að þetta
mál sé þegar afgreitt eftir að hval-
veiðiráðið lögleiddi notkun sprengi-
skutla fyrir nokkrum árum.
Japanir og Norðmenn Jeggja
mikla áherslu á það, eins og íslend-
ingar, að ráðið samþykki sem fyrst
nýjar veiðistjómunarreglur og út-
hluti veiðikvótum úr nýtanlegum
stofnum. Ef marka má það sem
áhrifamiklar þjóðir í hvalveiðiráð-
inu, eins og Bandaríkjamenn, Bret-
ar og Ástralir hafa sagt opinber-
lega, er það þó ólíkleg niðurstaða
af þessum ársfundi, í stefnuyfirlýs-
ingu Bandaríkjanna segir til dæmis,
að enginn tími hefði verið fyurír-
fram ákveðinn til að aflétta hval-
veiðibanninu, enda gæti það grafið
undan því vísindastarfi sem þegar
hafi verið unnið hjá ráðinu. Um
leið óska Bandaríkin eftir endurnýj-
un á sléttbaksveiðikvóta fyrir Esk-
imóa í Alaska, en þær veiðar falla
undir skilgreininguna frumbyggja-
veiðar. Hafa Alaskaeskimótar feng-
ið að veiða 44 sléttbaka árlega.
Oljóst umboð dönsku fulltrúanna
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaösins.
SENDINEFND Danmerkur, þar með einnig Færeyja og Grænlands,
á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hafinn er í Reykjavík gengur
klofin til leiks. Stjórnvöld í Kaupmannahöfn álíta að aðalfulltrúinn,
Henrik Fischer, eigi að vera fulltrúi alls konungsríkisins - en það
er hins vegar danska þjóðþingið sem ákveður hvaða stefnu hann
skuli fylgja á fundi ráðsins. Danir fara með utanríkis- og varnarmál
Færeyinga og Grænlendinga sem hafa að öðru leyti sjálfstjórn í
málefnum sínum.
Eining er sögð ríkja í sendinefnd-
inni um að styðja þá ósk Grænlend-
inga að fá að veiða sem svarar 670
tonnum á ári til innanlandsneyslu.
Er það um 200 tonnum meira en
núgildandi kvóti þeirra leyfir.
Meirihluti á danska þjóðþinginu,
þingmenn jafnaðarmanna, Só-
síalíska þjóðarflokksins og Radikale
venstre sem er miðjuflokkur, hefur
á hinn bóginn ákveðið að Danir
skuli styðja þau öfl sem vilja friða
hvali og því krefjast þess að bann
við veiðum í atvinnuskyni verði
framlengt um eitt ár. Grænlending-
ar og Færeyingar eru á öndverðum
meiði við Dani í málinu. Undanfarn-
ar vikur hafa fulltrúar þeirra í Dan-
fnörku reynt að fá samþykkt nýtt
hugtak, „small-type whaling", er
nefna mætti til hagræðis „minni-
háttarveiðar". Landstjórnirnar í
Færeyjum jafnt sem Grænlandi eru
sammála dönsku stjórninni um það
hvaða skilyrði slíkar veiðar skuli
uppfylla o g minnihlutastjórn íhalds-
manna og Venstre vildi koma til
móts við Færeyinga og Grænlend-
inga og leggja hugmyndina fram á
fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. Rétt
áður en sendinefndin lagði af stað
til íslands snerist áðurnefndur
meirihluti í þjóðþinginu gegn þess-
ari tillögu stjórnarinnar.
Minniháttarveiðum er ætlað að
verða mitt á milli raunverulegra
veiða í atvinnuskyni og veiða Grfen-
lendinga eins og þær voru uppruna-
lega [strandveiða frumbyggja]. Þær
voru til innanlandsneyslu eingöngu.
Minniháttarveiðarnar verða að full-
nægja fimm skilyrðum.
l.Sanna verður að umrædd þjóð
hafi stundað hvalveiðar lengi, frá
því fyrir seinni heimsstyijöld.
2. Veiðarnar má aðeins stunda á
litlum bátum er geta veitt einn til
tvo hvali í hverri ferð og hvalina
skal flytja í land.
3. Ekki má veiða meira en 1%
af stofninum og umfangið má ekki
verða meira en einn af hundraði
veiðanna eins og þær voru að jafn-
aði 1966-1986.
4. I stofninum sem veitt er úr
skulu vera minnst 2.500 dýr.
5. Aðildarríkin sætta sig við að
afurðirnar séu seldar en það verður
að gera í samræmi við ákvæði
Washington-sáttmálans um slík við-
skipti.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR ;28. MAÍ 1991
Heilsuhælið 1 Hveragerði:
Heilbrigðisráðherra gefur mánað-
arfrest til að ráða nýja yfirlækna
REKSTRARSTJÓRN Heilsuhæl-
is Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði vék yfirlæknum hæl-
isins, Snorra Ingimarssyni og
Gísla Einarssyni, frá störfum á
laugardaginn. í fréttatilkynn-
ingu frá stjórninni segir, að
ástæða uppsagnar þeirra sé sú,
að þeir hafi farið út fyrir verk-
svið sitt á hælinu og jafnframt
unnið markvisst að því að rekstur
þess verði tekinn úr höndum
Náttúrulækningafélagsins. Sam-
kvæmt tillögum Ólafs Ólafsson-
ar, landlæknis, hefur Sighvatur
Björgvinsson, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, gefið rekstr-
arstjórninni mánaðarfrest til að
ráða í stöður læknanna, með því
skilyrði að ekki verði teknir inn
nýir sjúklingar á meðan.
í fréttatilkynningu, sem er undir-
rituð af Gunnlaugi K. Jónssyni, fyr-
ir hönd rekstrarstjórnar Heilsuhæl-
isins, segir að fljótlega eftir að yfír-
læknarnir voru ráðnir hafi tekið að
bera á því að þeir hafí farið út fyr-
ir verksvið sitt til stjórnunar á
rekstri hælisins.
Vísað er til bréfs læknanna frá
2. maí síðastliðnum til heilbrigðis-
ráðuneytisins, þar sem lagt er til
að Heilsuhælinu verði breytt í sjálfs-
eignarstofnun, þar sem félagasam-
tök á borð við Krabbameinsfélagið,
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
Gigtarfélagið og fleiri ættu fulltrúa
í stjórn. Enn fremur að tryggja
verði að einn aðili nái aldrei framar
þeim heljartökum á starfseminni
og Ijármögnun hennar, svo sem
raunin hafi orðið á með Náttúru-
lækningasamtökin.
I fréttatilkynningu rekstrar-
stjórnarinnar segir að það sé aug-
Ijóst, að vinnuveitandi geti ekki
haft í þjónustu sinni launþega, sem
vinni markvisst að því að atvinnu-
reksturinn verði tekinn úr höndum
vinnuveitandans. Rekstrarstjórnin
hefði því á fundi sínum samþykkt
að víkja yfírlæknunum þegar úr
starfí hjá Heilsuhælinu. Hælið muni
hins vegar starfa áfram eins og það
hefur gert um áratugaskeið. Einn
læknir sé þar við störf og standi
vonir stjórnarinnar til að fleiri lækn-
ar bætist við bráðlega.
Stjórn Læknafélags íslands sam-
þykkti á sunnudaginn ályktun
vegna brottvikningar yfirlæknanna.
Þar segir að ekki sé forsvaranlegt
að á Heilsuhælinu dvelji veikt fólk
og stjórnin beini þeim eindregnu
tilmælum til lækna, að þeir sendi
ekki sjúklinga til innlagnar þar, að
óbreyttum aðstæðum. Samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu sé
skylt að við allar sjúkrastofnanir
starfi yfirlæknar til þess að þær
megi starfa sem slíkar.
Stjórn Læknafélagsins sagði
jafnframt í ályktun sinni, að hún
bæri fyllsta traust til yfirlæknanna,
sem þarna hefði verið vikið úr starfi,
bæði að því er varði faglega og
stjórnunarlega hæfni. Stjórnin lýsi
ábyrgð á hendur stjórnendum hæl-
isins og hvetur heilbrigðisyfirvöld
til tafarlausra aðgerða þannig að
tryggð verði nauðsynleg umönnun
þeirra sjúklinga, sem nú eru á hæl-
inu.
Ólafur Ólafsson, landlæknir, átti
í gær, að beiðni heilbrigðisráðherra,
bæði viðræður við stjórnendur
Heilsuhælisins, starfandi lækni og
hjúkrunarfoystjóra og fyrrverandi
yfirlækna. í samtali við Morgun-
blaðið sagðist hann hafa lagt frai i
tillögu til ráðherra um þá lausr
málsins, að gefa rekstrarstjóru
hælisins mánaðarfrest til að ráða í
stöður yfirlækna, með því skilyrði
að ekki verði lagðir inn neinir nýir
sjúklingar á þeim tíma.
„Varðandi þær deilur sem átt
hafa sér stað milli faglegra stjórn-
enda og þeirra, sem reka stofnun-
ina, þá gerum við þá kröfu, að fag-
legt forræði verði í höndum lækna,
eins og á öðrum stofnunum, sem
falla undir lög um heilbrigðisþjón-
ustu,“ segir Olafur Ólafsson.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst Morgunblaðinu ekki að ná
sambandi við læknana tvo sem sagt
var upp störfum um helgina.
Þjóðleikhússljóri ómerkír uppsagnir arftaka síns:
„Býst við að fá annað upp-
sagnarbréf 1. september“
- segir Benedikt Árnason leikstjóri
GISLI Alfreðsson, þjóðleikhússtjóri, hefur sent bréf til þeirra tíu ein-
staklinga sem nýskipaður þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldursson, sagði
upp. I bréfinu dregur Gísli uppsagnirnar til baka og segir þær ómerk-
ar í samræmi við skoðun menntamálaráðuneytisins og ríkislögmanns.
Gísli neitaði að skrifa undir uppsagnarbréfin á sinum tíma og segir
að Stefán hafi leynt sig því hverjum og hversu mörgum ætti að segja
upp. Stefán segir að uppsagnirnar hafi verið gerðar í samráði við
Gísla og að það hafi verið fyrir hans milligöngu að staðið var að
þeim eins og gert var. Benedikt Árnason, einn þeirra sem sagt var
upp, segist alltaf hafa verið viss um að uppsagnirnar væru ólögmæt-
ar, en hann býst við að fá annað uppsagnarbréf 1. september þegar
Stefán Baldursson tekur við starfi þjóðleikhússtjóra.
„Ég staðfesti við viðkomandi á
laugardaginn að uppsagnirnar
væru ekki gildar," sagði Gísli í sam-
tali við Morgunblaðið. „Ríkislög-
maður úrskurðaði áður en gripið
var til uppsagnanna að ég þyrfti
að skrifa undir slíkar tilskipanir.
Sá úrskuður kom ekki til mín, hann
fór til Stefáns. Það var túlkað fyrir
mér þannig að Stefán gæti ákveðið
hveijum ætti að segja upp en ég
ætti bara að kvitta undir. Ég neit-
aði hins vegar að skrifa undir bréf-
in,“ sagði Gísli.
Gísli segist ekki hafa vitað
hverjum og hve mörgum átti
að segja upp
„Ég hafði í sjálfu sér ekkert við
það að athuga að Stefán ætlaði að
gera breytingar, en hann hélt því
leyndu fyrir mér hveijum hann
ætlaði að segja upp og hversu mörg-
um. Ég gerði því engar athuga-
semdir við þetta fyrr en nöfn þeirra
og fjöldi sem segja átti upp lá fyrir.
Eg tel að samkvæmt samningum
Starfsmannafélags ríkisstofnana
(SFR) séu menn fastráðnir ef þeir
hafa starfað í átta ár eða lengur.
Þeim á ekki að segja upp nema það
eigi að fækka í starfsliði hússins
eða að þeim verði eitthvað á í starfi
.sem. ekki er í bessu tilfellij“ sagði
Gísli.
Stefán sagði tíu starfsmönnum
upp, sex leikurum, tveimur leik-
stjórum auk markaðsstjóra og tón-
listarastjóra hússins. „Ég vil ekki
lýsa því í gegnum fjölmiðla hvað
verður gert í þessu máli þann 1.
september þegar ég tek við að fullu
sem þjóðleikhússtjóri,“ sagði Stefán
Baldursson í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Hann sagði að flestir teldu það
eðlilegt að nýráðinn leikhússtjóri
hefði með mannahald að gera á
sínu tímabili en hinsvegar hefði það
komið í ljós að lagaákvæðin væru
ekki ótvíræð.
Leitaði fyrst álits
ríkislögmanns
„Því er ekki að leyna að ég leit-
aði álits ríkislögmanns áður en ég
sagði fólkinu upp. í áliti hans kom
fram að Gísli Álfreðsson ætti að
skrifa uppá þessar uppsagnir með
mér, en Gísli neitaði því.
Hann leitaði lögfræðiálits hjá
Sigurði Líndal og ber mér þau boð
frá honum að það sé fyllilega nægi-
legt að ég skrifi einn undir upp-
sagnabréfín. Það er því í samráði
við Gísla og fyrir hans milligöngu
að það ei' gengið svona frá uppsögn-
unum.. Báðir þjóðleikhússtjórarnir
og Þjóðleikhúsráð voru í þeirri trú
að þetta væri allt réttilega gert.
Það að Gísli dregur uppsagnirnar
til baka núna eru hans viðbrögð við
úrskurði ráðherra, þó hann hefði
getað ítrekað uppsagnirnar fyrir
1. júní og þar með leyst málið,“
sagði Stefán.
„Við Gísli höfum verið sammála
um hvernig verkaskiptingin ætti að
vera, að hann beri alfarið ábyrgð á
því leikári sem er að-líða og ég á
því leikári sem fer í hönd. Allt skipu-
lag fyrir næsta leikár hefur verið á
mínum höndum og hann hefur
hvergi komið þar nærri, en nú þarf
hann að staðfesta þá hluti, t.d.
mannaráðningar og fleira," sagði
Stefán.
Grein Örnólfs talar fyrir sig
sjálf
Varðandi grein Örnólfs Árnason-
ar í Morgunblaðinu á laugardaginn
sagði Stefán: „Ég vil sem allra
minnst segja um þessa grein, ég
held hún tali fyrir sig sjálf. Það eru
ákveðin atriði í henni sem ekki eru
rétt. Eiginkona mín, Þórunn Sigurð-
ardóttir var ráðin hér í vetur af
Gísla Alfreðssyni til að leikstýra .
■ barnaleikriti. Það verk varð að víkja
vegna Söngvaseiðs og Péturs.Gauts
og var flutt yfir á haustið. Ég tók
engar ákvarðanir um þetta.
Varðandi leikritið eftir Þórunni
þá höfðu ákveðnir aðilar í leikhús-
inu lesið verkið áður en ég kom
hingað, til dæmis Ámi Ibsen leik-
listarráðunautur. Ég og leiklistar-
ráðunautur lögðum síðan verkið
fyrir verkefnavalsnefnd. Þar ríkti
algjör einhugur um að reyna að fá
verkið og þetta er athyglisverð yfir-
lýsing sem kemur frá Benedikt
Árnasyni um að svo hafi ekki ver-
ið, en hann sagði sig úr nefndinni
þegar honum var sagt upp,“ sagði
. Stefán. ............
Þeir verkefnavalsnefndarmenn
sem Morgunblaðið ræddi við í gær
staðfestu þessi orð Stefáns. Skoð-
anir hefðu að sjálfsögðu verið skipt-
ar um ágæti verksins, eins og geng-
ur og gerist með mat á leiritum,
en það hefði verið samþykkt ein-
róma að falast eftir verkinu.
Hefði aldrei tekið verkið ef ég
væri að hugsa um persónulega
hagsmuni okkar
Hann var spurður hvort ekki
væri óeðlilegt af nýráðnum leikhús-
stjóra að eiga svona mikil viðskipti
við eiginkonu sína.
„Ef ég væri að gæta persónu-
legra hagsmuna okkar þá hefði ég
aldrei tekið þetta leikrit til sýning-
ar. Maður veit að það, að við skulum
vera gift, býður upp á alls konar
tal og óhróður. Þegar um er að
ræða leikrit sem öllum í verkefnav-
alsnefnd finnst það gott að leikhú-
sið eigi að keppast við að ná því,
þá verður maður að láta svona sjón-
armið víkja og hugsa sem embættis-
maður og leikhússtjóri, að ná í gott
leikrit," sagði_ Stefán.
Benedikt Ámason, einn þeirra
sem sagt var upp störfum sagðist
vera ánægður með að uppsagnirnar
hefðu verið dregnar til baka enda
hafi hann alltaf verið viss um að
það yrði gert.
Á von á að fá annað
uppsagnarbréf 1. september
„Við eigum reyndar von á að
okkur verði aftur sagt upp störfum
1. september þegar Stefán tekur
við stöðu þjóðleikhússtjóra. Hann
hefur lýst því yfir að viðhorf hans
til uppsagnanna hafi ekki breyst.
Ef ekkert annað gerist fyrir þann
tíma þá látum við reyna á það aft-
ur hvort löglega sé að verki verið,
og þá í gegnum samningana," sagði
Benedikt og vísaði þar með í samn-
inga SFR um átta ára starf og fast-
ráðningu.
Benedikt átti sæti í verkefnavals-
nefnd þegar leikrit voru valin fyrir
næsta leikár, m.a. leikrit Þórunnar,
og segir hann að ekki hafi allir
verið sammála um ágæti leikritsins.
Aðspurður um hvort Stefán hefði
komið með umrætt leikrit til nefnd-
arinnat' Aagði..B,en.edikt. gyo. veta..