Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 37
;ÞRÍEMTOAGÖR^8?mi^L
r$7
Forsætisráðherra:
Nefnd stjórnarflokka endur-
skoðar sj ávarútvegsstefnuna
Hvað kosta vaxtahækkanir ríkissjóð, spyr Halldór Asgrímsson (F-Al)
STEFNURÆÐA Davíðs Odds-
sonar var í þriðja sinn til um-
ræðu í sameinuðu þingi í gær.
Enn sem fyrr þótti stjórnarand-
stæðingum margt þarfnast-skýr-
inga og sögðu ríkisstjórnina ekki
tala einum rómi. Forsætisráðher-
rann taldi hins vegar að „blæ-
brigðamunur" milli stjórnarlið-
anna væri hátíð samanborið við
sundurlyndi stjórnarandstöðunn-
ar og fyrri stjórnarflokka.
Halldór Asgrímsson (F-Al) vildi
fá skýringar á ýmsu í stefnu ríkis-
stjórnarinnar, taldi að ráðherrar
ríkisstjórnarinnar hefðu ekki talað
alveg einum rómi í sumum málum.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
talaði um þörf á breytingum í stjóm
fiskveiða og að gera þyrfti ákvæðið
um sameign þjóðarinnar á fiski-
stofnunum virkt. Ráðherrann hefði
sagt að þessi mál væra í öngstræti
en það hefði ekki heyrst á máli sjáv--
arútvegsráðherra að svo væri. Hall-
dór sagði að allir væru sammála
um sameign þjóðarinnar á físki-
stofnunum, en við hvað væri átt
með því að gera ákvæðið virkt?
Forsætisráðherrann hefði sagt að
ekki stæði til að þjóðnýta íslenskan
sjávarútveg, og fagnaði Halldór
þeirri yfirlýsingu. En forsætisráð-
herrann hefði líka talað í stefnu-
ræðu sinni um sérstaka nefnd sem
starfaði með fullu jafnræði stjómar-
flokkanna. Hvað ætti þessi nefnd
að vera fjölmenn? Hver ætti að
gegna formennsku? Bæri að skilja
það svo verið væri að taka málið
úr höndum sjávarútvegsráðherra?
Hingað til hefði verið unnið að þessu
máli í nánu samstarfí við ýmsa
hagsmunaaðila í landinu en Halldór
sagðist skilja orðalagið þannig að
nú ætluðu stjórnarflokkarnir að
skipa einir í þessa nefnd og aðrir
kæmu ekki þar að.
Halldór gerði nýlegar vaxta-
hækkanir að umtalsefni. Ríkis-
stjórnin segði tilganginn vera að
auka spamað og draga úr þenslu.
Halldór efaðist um að þessar hækk-
anir næðu tilgangi sínum, vafasamt
væri að heildarspamaður í þjóðfé-
laginu ykist verulega. 7,5% raun-
vextir hefðu þótt háir en ekki dug-
að til. Afleiðingin af þessum vaxta-
hækkunum væri að vextirnir væm
hærri hér en erlendis. Atvinnufyrir-
tæki myndu leita á erlendan lána-
markað, það yrði baráttumál að fá
erlent lánsfé. Halldór Ásgrímsson
taldi affarasælast að halda jafn-
vægi í samfélaginu og stöðugleika
í efnahagsmálum og vaxtastefna
Endurskoðun
sjávarútvegsstefnunar
í stefnræðu Davíðs Oddssonar
forsætisætisráðherra kom fram að
stjórnarflokkarnir hyggjast mynda
nefnd með fullu jafnræði beggja
stjórnarflokkanna til að móta sjáv-
arútvegsstefnu sem nái jafnt til
veiða og vinnslu, hamli gegn of-
veiði, efli fiskmarkaði, treysti byggð
og stuðli að ■ hagræðingu. Og þar
sem stjórnskipuleg staða sameign-
arákvæðis laga um stjórn fiskveiða
yrði tryggð.
Forsætisráðherra upplýsti í um-
ræðum um stefnuræðuna í gær að
í ráði er að þessi nefnd verði skipuð
sjö mönnum. Stjórnarflokkarnir
tilnefna hvor um sig þrjá menn.
Sjávarútvegsráðherra leitar sam-
ráðs um skipan formanns milli
stjórnarflokkanna og skipar svo
nefndina í framhaldi af því.
Stjórnarskrárbreytingar
Stjórnskipunar- og þingskapar-
nefnd efri deildar hefur skilað áliti
ríkisstjórnarinnar væri síst til þess
fallin.
Ræðumaður kvaðst oft hafa átt
erfitt með að skilja aðgerðir í hús-
næðismálum undanfarin ár og ekki
verið sáttur við hvernig að þeim
hefði verið unnið. Hann sagði ljóst
að vextimir í gamla kerfínu hefðu
ekki fengið staðist og var hann því
sammála að nauðsynlegt hefði verið
að hækka vextina á lánum síðan
1984, en hann átti erfitt með að
skilja hvers vegna þetta hefði ekki
verið hægt fyrir 2 mánuðum en þá
hefði félagsmálaráðherrann fullyrt
að það væri ekki hægt. Halldór
sagði ljóst að fjármögnun í hús-
bréfakerfínu væri mjög dýr. Menn
væru að taka á sig byrðar sem
þeir yrðu að bera næstu 25 árin.
Ef vextir lækkuðu — eins og hann
hefði trú á myndu þeir sem nú
tækju lán ekki njóta þess. Halldór
sagði sanngjarnara að lána til hús-
næðismála úr almennum sjóðum
eins og gert hefði verið hingað til
þá væri frekar von til að lánþegar
nytu þess þegar vextir lækkuðu.
Ræðumaður taldi að vaxtabótakerf-
ið gagnaðist húsbyggjendum og
íbúðarkaupendum í takmörkuðum
mæli. Rætt hefði verið um að taka
á frumvarpinu til stjómskipunar-
laga um breytingu á stjórnarskrá
lýðveldisins íslands. Frumvarpið er
flutt til staðfestingar á stjórnar-
skrárbreytingu sem samþykkt var
á síðasta þingi og miðar að því að
Alþingi starfí framvegis í einni
deild. Fullur einhugur er í nefndinni
um samþykkt frumvarpsins og
verður það væntanlega til annarrar
umræðu í efri deild í dag.
Þinglok?
Enn er allt óljóst um hvenær
þessu vorþingi lýkur; 114. löggjaf-
arþinginu. Vonir standa þó til að
takast megi að ljúka þinghaldi jafn-
vel í lok þessarar viku eða fyrri
hluta þeirrar næstu.
Að afloknu þessu þingi verður
115. löggjafarþingið kallað saman
til fundar og verður það haldið í
einni málstofu. Þacfþing mun vænt-
anlega ekki starfa heldur verður
því frestað til hausts en unnt verð-
ur að kalla það saman til funda-
halda i sumar ef ástæða þykir til.
afföll húsbréfanna inn í útreikning
vaxtabóta en á það yrði að benda
að það væri ákveðið hámark sem
hver og einn gæti fengið í vaxtaaf-
slátt — ef hann myndi rétt — innan
við 200 þús. fyrir hjón. Að taka
afföllin með í reikninginn nýttist
ekki þeim sem þegar hefðu náð
hámarkinu. Hann benti einnig á að
vaxtabæturnar kostuðu ríkissjóð
umtalsverðar ljárhæðir og taldi að
þyrfti að upplýsa hvað síðustu
vaxtahækkanir myndu kosta ríkis-
sjóð í auknum vaxtabótum. Halldór
Ásgrímsson innti forsætisráðherra
eftir því hvað menn hygðust gera
með húsbréfakerfið. Það væri ljóst
að við hefðum takmarkað fjármagn
til að veija í þennan málaflokk,
væri ætlunin að takmarka útgáfu
bréfanna? Félagsmálaráðherrann
virtist telja slíkt óframkvæmanlegt
og vildi athuga með að selja þessa
pappíra erlendis. Halldór tók sterk-
lega undir þá vanþóknun sem fram
hefur komið, m.a. frá framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambandsins,
á þeim áformum.
Ósamræmi
Einar Kr. Guðfinnsson (S-Vf)
taldi að í þessum umræðum hefði
gætt ósamræmis í fullyrðingum og
gagnrýni fyrrum stjórnarliða; nú-
verandi stjómarandstæðinga.
Ríkisstjórnin væri gagnrýnd fyrir
stefnuleysi eða óljósa stefnu. En á
hinn bóginn hefði t.a.m. Jóhannes
Geir Sigurgeirsson skilgreint stefnu
ríkisstjórnarinnar sem breska
fijálshyggju. Hefði sú stefna hingað
til verið talin í skýrara lagi. En
Einar sagði að stefna ríkisstjómar-
innar væri nú að koma fram með
skýrum hætti, m.a. í efnahagsráð-
stöfunum sem miðuðu að auknum
efnahagslegum stöðugleika.
Einar tók undir þá skoðun að
vaxtahækkun ein og sér dygði ekki
enda hefði ríkisstjórnin gert tillögur
um ráðstafanir til að draga úr láns-
íjárþörf opinberra aðila.
Olafur Þ. Þórðarson (F-Vf)
gerði að umtalsefni sögu- eða sagn-
fræðilegar tilvitnanir og samlíking-
ar utanríkisráðherra á stjórnarsátt-
málanum við ræðu Þorgeirs Há-
varssonar. Þingmenn hefðu sumir
talið að hér væri átt við annan
Þorgeir, Ljósvetningagoða. Ólafur
taldi hins vegar að utanríkisráð-
herrann hefði því sem næst gert
Þorgeir Hávarsson að leiðtoga lífs
síns í þinglegum vopnaburði. Ólafur
rakti hvernig Þorgeir þessi hefði
hangið á einni hvönn í fuglabjargi
en frá þvi greinir í Fóstbræðrasögu.
Ólafur minntist einnig á að forsæt-
isráðherra hefði gert að umtalsefni
að Persakeisari hefði látið flengja
sjóinn með svipum í vanmætti
sínum gagnvart máttarvöldunum.
Ólafur sagði vanda Persakeisara
hafa verið að hann hefði haft her
sem hefði verið aðgerðarlaus og
þurfti keisarinn að koma í veg fyr-
ir að liðsmennimir dræpu hver ann-
an._
Ólafí var áhyggjuefni að ríkis-
stjómin ætlar að kanna að tengjast
evrópska myntkerfínu. Það væri
ekki á valdi stjórnmálamanna að
fastbinda gengi gjaldmiðla, mark-
aðurinn hlyti að ráða einn. Ræðu-
maður sagði að vísað væri til þess
að danska krónan væri nú bundin.
„Hvers vegna? Af því að Danmörk
er ekki lengur sjálfstætt land.“
Danmörk væri bara eitt hérað í
hinu nýja stóra ríki Evrópu. Ólafur
hvatti menn til að íhuga vel stefn-
una í þessum málum og varast að
logsjóða stýrið fast; hætta að stýra
skútunni í efnahagsmálum.
Blæbrigðamunur
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra taldi þann blæbrigðamun sem
fram hefði komið hjá stuðnings-
mönnum núverandi ríkisstjórnar
vera hátíð í samanburði við ágrein-
ing og sundurlyndi stjórnarand-
stæðinga.
Forsætisráðherrann greindi frá
því að hin sérstaka nefnd sem end-
urskoða ætti og móta sjávarútvegs-
stefnuna yrði skipuð sjö mönnum
þrem frá hvomm stjórnarflokki.
Formaður yrði eins og nefndin skip-
aður af sjávarútvegsráðherra. En
gert væri ráð fyrir því að samráð
yrði milli stjórnarflokkanna um for-
manninn. Það kæmi í hlut sjávarút-
vegsráðherra að leita þess samráðs
og skipa síðan nefndina í framhaldi
af því. Forsætisráðherra sagði ljóst
að nefndin myndi eiga náið og gott
samstarf við alla aðila sem að þessu
máli kæmu. Einsýnt væri einnig að
náið samstarf yrði haft við stjórnar-
andstöðu þegar málið kæmi til
kasta þingsins.
Forsætisráðherra sagði að und-
anfarið hefðu Framsóknarflokkur
og Alþýðubandalag verið að hlaupa
frá verkum sínum. Ráðherrann
nefndi t.a.m. í þessu sambandi að
fyrirrennari sinn í embættinu hefði
lýst húsbréfakerfinu sem mistök-
um, einnig hefði sá hinn sami talað
um fleiri mistök, varðandi álver og
evrópskt efnahagssvæði. Það mætti
því meta feril síðustu ríkisstjórnar
sem mistakaferil.
Forsætisráðherra sagði ekki hafa
verið tekna ákvörðun um frekari
takmörkun á útgáfu húsbréfa, sá
áfangi sem náðst hefði væri afskap-
lega mikilsverður. Ráðherrann
sagðist telja að húsbréfín væru
komin til að vera og þau ættu eftir
að sanna giidi sitt þegar aðstæður
væru eðlilegar orðnar. Davíð Odds-
syni þótti athyglisvert að Persakeis-
ari hefði látið liðsmenn sína flengja
sjóinn til að koma í veg fyrir að
þeir berðu hver á öðrum. Það hefði
e.t.v. verið hugsun Steingríms Her-
mannssonar þótt það ráð hefði ekki
dugað.
Hjörleifur Guttormsson (Ab-
Al). greindi frá efasemdum sínum
og fleiri um að þessi ríkisstjórn
myndi ná háum aldri. En tilurð
hennar gæti orðið afdrifarík. Þetta
væri stjórn hægri aflanna sem boð-
uðu markaðshyggju og væri tæpast
treystandi fyrir því fjöreggi sem
sjálfstæði þjóðarinnar væri. Í sinni
tölu ítrekaði ræðumaður m.a. gagn-
rýni sína á væntanlegt evrópskt
efnahagssvæði. Hjörleifur hvatti
framsóknarmenn til að íhuga vel
skilmerkileg og gagnmerk varnað-
arorð sem skrifuð hefðu verið í leið-
urum dagblaðsins Tímans um þessi
efni.
Hjörleifur vék að fyrirhuguðu
álveri á Keilisnesi og lýsti efasemd-
um um að nægilega vel yrði fyrir
mengunai’vörnum séð. Hann beindi
spurningum til umhverfísráðherra
um þau efni og spurði m.a. hvort
fast og ákveðið væri kveðið á um
það í samningsdrögum að hið fyrir-
hugaða álver skyldi hafa innan við
2% brennisteinsinnihald í rafskaut-
um og þurfi því ekki vothreinsibún-
að. Hann spurði ennfremur iðnaðar-
ráðherra um stöðu orkusölusamn-
inga og lýsti þeirri skoðun sinni að
ekki ætti að fresta þinghaldi nú í
vor fyrr en Alþingi hefði verið gerð
skilmerkiieg grein fyrir stöðu þess-
ara mála.
Finnur Ingólfsson (F-Rv) talaði
næstur og sagði stefnuræðu forsæt-
isráðherra hafa verið betri en hægt
hefði verið að vonast til, miðað við
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi geng-
ið til kosninga án stefnu. Hann
sagði að þó virtist hafa komið í ljós
að ríkisstjórnin ætlaði sér að hafa
sömu stefnu og fyrri ríkisstjórn í
tveimur veigamiklum málaflokkum,
sjávarútvegs- og landbúnaðarmál-
um, og væri það til marks um að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
svínbeygt Alþýðuflokkinn í þessu
stjómarsamstarfí.
Þenslumerki
Guðmundur Bjarnason (F-Ne)
sagðist taka undir orð fyrri ræðu-
manna um að nauðsynlegt sé að
draga úr þenslu í þjóðfélaginu.
Hann kvaðst sjá þenslumerki, eink-
um í húsnæðiskerfinu á höfuðborg-
arsvæðinu, þar sagði hann ákveðin
þenslueinkenni þegar vera komin
fram. Hann lýsti efasemdum um
að réttar væru þær tölur sem fé-
lagsmálaráðherra hefði sett fram
um aukna greiðslubyrði vegna hús-
næðislána og kvaðst ekki sjá hvem-
ig það að leggja niður lánakerfið
frá 1986 ætti að leysa vanda í þess-
um málaflokki. Hann kvaðst óttast
að vaxtahækkunin ætti eftir að
leiða til alvarlegra áfalla, bæði fyr-
ir einstaklinga og fyrirtæki og að
greiðsluerfiðleikalánum muni ör-
ugglega fjölga.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne) sagði orð forsætisráðherra í
upphafi stefnuræðu um að tveggja
flokka ríkisstjórn sé traust ekki eiga
við rök að styðjast, ef reynsla sög-
unnar væri skoðuð. Hann sagði
ennfremur að það væri rangt að
halda því fram að Viðreisnarstjóm-
in á sjöunda áratugnum hafí verið
góð ríkisstjórn, þvert á móti hefði
hún verið einhver versta ríkisstjórn
sem á íslandi hafí verið og skilið
sjávarútveginn eftir í rústum.
Þegar hér var komið umræðum
var þeim frestað til kvölds.
Stuttar þingfréttir