Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 42

Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1991 Studentar frá Mennta- skólanum að Laugarvatni LaugarvatnL LAUGARDAGINN fyrir hvíta- sunnu voru brautskráðir 34 stúdentar frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Mikið fjölmenni var viðstatt brautskráningu nýstúdenta frá ML, sem fór fram á sal skólans. Kristinn Kristmundsson skóla- meistari brautskráði nú í 20. sinn en alls hafa 37 hópar verið braut- skráðir frá upphafi. Fjöldi eldri stúdenta voru viðstaddir athöfn- ina. 10 ára stúdentar færðu skó- lanum nýju útgáfuna af Britanicu, 32 bækur, að gjöf og 20 ára stúd- entar færðu skólanum plöntur í tijálund sem jafnframt var til minningar um látinn skólafélaga þeirra. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut að þessu sinni Jórunn Svav- arsdóttir með einkunnina 8,53. - Kári. 34 brautskráðir nýstúdentar frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Morgunblaðið/Kári Jónsson Tónlistarskólinn í Keflavík: Léttsveitin spilar "í Disney World LÉTTSVEIT Tónlistarskólans í Keflavík hélt miðvikudaginn 22. maí í tónleikaferð til Bandaríkj- anna. Ferðinni er fyrst heitið til Boston þar sem hljómsveitin mun halda tónieika og síðan verður flogið til Orlando og dvalið þar í tíu daga. Á þeim tíma mun hljómsveitin halda tvenna tónleika, spila á þjóð- hátíðarfagnaði fyrir íslendingafélag- ið í Orlando og hápunktur ferðarinn- ar verða tónleikar Léttsveitarinnar í skemmtigarðinum Disney World. Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið yfir í tvö ár og hafa meðlimir hljómsveitarinnar aflað fjár til farar- innar með öllum hugsanlegum að- ferðum, m.a. með því að leika jóla- sveina, flytja búslóðir o.fl. Fjáröflun- Rakarastofa í Grímsbæ RAKARASTOFA hefur verið opnuð í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg. Eig- andi stofunnar er Grímur Þóris- son, hárskeri. Boðið er upp á klippingar, skeggsnyrtingu, rakstur, hárþvott og strípur. Opnunartími er kl. 9-18 virka daga og 10-14 laugardaga. in hefur gengið vel og þurfa hljóm- sveitarmeðlimir nú einungis að greiða uppihaldskostnað í ferðinni. Alls fara rúmlega 30 manns í ferð- ina sem stendur í tvær vikur eða til miðvikudagsins 5. júní. Stjórnandi Léttsveitar Tónlistar- skólans í Keflavík er Karen Stur- laugsson. Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík. Fjórða deild leikarafélagsins: Hreyfanleiki á að vera í stöðum við Þjóðleikhúsið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun fundar 4. deildar Félags íslcnskra leikara: „Vegna einhliða blaðaskrifa að undanförnu um þær aðgerðir sem átt hafa sér stað í Þjóðleikhúsinu viljum við að þetta komi fram: Samningar Félags íslenskra leik- ara við Þjóðleikhús um kaup og kjör fastráðinna leikara kveða á um eftirfarandi: „1.1.1 Fastráðinn leikari skal ráðinn til a.m.k. eins árs í senn. Heimilt er aðilum þó að gera ráðn- ingarsamning til lengri tíma, þ.e. til 2ja eða 3ja ára takist um það samkomulag. Ef ráðningu leikara er ekki sagt upp með 6 mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót framlengist hún um 1 ár í senn. 1.1.2 Hafi leikari starfað í 8 ár eða lengur hjá Þjóðleikhúsinu á hann rétt á að gerður sé við hann ótímabundinn ráðningarsamningur Viðbygging Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Hjalti og Andrés með lægsta tilboðið KeDavík. O með gagnkvæmum 3ja mánaða uppsagnarfresti." (Tilvitnun lýkur.) Þarna er þess hvergi getið að leikarar þeir, sem á hveijum tíma eru ráðnir til starfa við stofnunina, hljóti sjálfkrafa æviráðningu. Samt sem áður hefur af einhveijum or- sökum skapast sú hefð í Þjóðleik- húsinu að hrófla sem minnst við þessum „hreyfanlegu“ samningum sem hefur alið á þeirri tilhneigingu að skoða þá sem óuppsegjanlega. Fyrir bragðið hefur ískyggilega lítil tilfærsla eða endurnýjun átt sér stað í leikaraliðið Þjóðleikhússins mörg undanfarin ár. Að þessu hefur löngum verið fundið, bæði af aðilum innan leikarastéttarinnar og utan hennar, en því miður enginn séð ástæðu til að aðhafast neitt fyrr en nú að nýráðinn Þjóðleikhússtjóri virðist ætla að taka af skarið. í FÍL eru 225 leikarar, þar af erum við sem skipum 4. deild, þ.e. leikarar sem ekki hafa fasta at- vinnu, 150 talsins. Við (viðstaddir á fundi 4. deildar 14. maí 1991) erum ekki á móti þessum breyting- um í Þjóðleikhúsinu, við viljum hreyfanleika á samningum og hljót- um því að styðja aðgerðir Þjóðleik- hússtjóra. Nú á dögunum, þegar þessar stöður voru auglýstar, sóttu 78 leikarar um. Við viljum taka það skýrt fram að við erum ekki að leggja nokkurt mat á einstakar uppsagnir, einungis að styðja þá viðleitni að hafa hreyfanleika á stöðugildum við Leikhús þjóðarinn- Keflavík. FEÐGARNIR Hjalti Guðmunds- son og Andrés Hjaltason áttu lægsta tilboðið i nýja viðbygg- ingu Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Tilboð þeirra Hjalta og Andrésar hljóðaði uppá 131.836.100 kr. en alls buðu Keppni í ökuleikni hafin BINDINDISFÉLAG ökumanna heldur í sumar, eins og endranær, > keppni í ökuleikni. Þetta er 14. árið sem keppni í ökuleikni er hald- in og hafa til þessa um 5.000 ökumenn tekið þátt í henni. I ár verður keppt á. 36 stöðum víðsvegar um landið. Ökuleikninni er skipt í karla- og kvennariðil auk riðils fyrir ökumenn með bráða- birgðaskírteini. Reiðhjólakeppni er skipt í riðla eftir aldri, 9-11 ára og 12 ára og eldri. Ökuleikni ’91 hefur fengið eftir- talda aðila til liðs við sig: Hekla hf. gefur vegleg verðlaun í íslands- meistarakeppni ökuleikninnar. Það eru: Verðlaunabikarar fyrir þijú efstu sætin í hvorum riðli í úrslita- keppni og MMC Lancer árgerð 1991 fyrir villulausan akstur aðra um- ferðina í úrslitakeppni, sé viðkom- *andi í 12. sæti eða ofar. Einnig lánar umboðið bíla til úrslitakeppn- innar og veitir henni fjárhagslegan stuðning. Reiðhjólaverslunin Fálkinn gefur verðlaunapeninga í reiðhjólakeppn- inni og verða þeir veittir fyrir þijú efstu sætin í hvorum riðli á hveijum keppnisstað á hringferðinni um- hverfís landið. Einnig fá þátttak- endur happdrættismiða þar sem verðlaunin eru tvö DBS-fjallareið- hjól frá Fálkanum. Fyrsta almenna keppnin var haldin í Reykjavík sunnudaginn 25. maí og síðan koll af kolli. Ökuleiknin skiptist í tvo þætti, umferðarspurningar og þrautaakst- ur. í þrautaakstrinum er það sam- spil leikni og hraða sem máli skipt- ir. Allir sem hafa ökuleyfi og skoð- unarhæfan bíl geta tekið þátt í keppninni. (Frcttatilkynning) þrír aöilar í verkið. Um er að ræða liðlega 3.000 fermetra hús sem á að skila fullbúnu eftir 15 mánuði. Utboðið var lokað og var það gert í samráði við Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum og bárust 3 tilboð. Næstlægsta boðið átti Húsagerðin hf., 148.500.000 kr., og Húsanes sf. bauð 149.588.650 kr. Öll tilboðin gera ráð fyrir að taka húsæði verknámsdeildar skólans við Iða- velli 1 upp í byggingarkostnaðinn. Hjálmar Árnason skólameistari sagði að á næstu dögum yrði far- ið yfir tilboðsgögnin af óháðum aðilum og þess yrði ekki langt að bíða að bygginganefnd kæmi sam- an til að taka ákvörðun um fram- haldið. Nýja viðbyggingin á að rísa við skólann vestanverðan og sagði Hjálmar að með tilkomu hennar væri húsnæðisþörfínni væntanlega fullnægt næstu 20-25 árin en allt frá stofnun skólans árið 1976 hefði hann búið við afar þröngan húsa- kost. I nýju viðbyggingunni verða 10-12 skólastofur, mötuneyti, samkomusalur og aðstaða fyrir allar verknámsdeildir sem eru í 3 húsum við Iðavelli. BB Félag leikstjóra á íslandi: Ráðning leikstjóra til skamms tíma studd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun Félags leik- stjóra á Islandi: „Aðalfundur Félags leikstjóra á íslandi haldinn 21. maí 1991 telur það ekki í verkahring félagsins að skipta sér af því hveijir af félögum þess, sem skipta tugum, eru ráðnir til starfa við Þjóðleikhúsið. Fundur- inn lýsir stuðningi við þá stefnu nýkjörins Þjóðleikhússtjóra að ráða leikstjóra einungis til skamms tíma, eins eða tveggja ára í senn, enda hefur það verið og er skoðun félags- manna að endurnýjun sé æskileg í þessum störfum. Fundurinn bendir á að nú er liðinn áratugur frá því að leikhúsfólki tókst að knýja það fram að Þjóðleikhússtjóri og aðrir leikhússtjórar atvinnuleikhúsanna væru aðeins ráðnir til fjögurra ára í senn og aldrei lengur en í átta ár. Vildum við með því tryggja að breyttir tímar og breytt viðhorf endurspegluðust ætíð í listrænni forystu húsanna og sú sífellda end- umýjun sem er nauðsyn öllum list- um mætti eiga sér stað. Leikstjórum hefur aldrei dottið í hug að sú end- umýjun ætti aðeins að ná til eins manns þ.e. leikhússtjórans. Breyt- ing á listrænni forystu hlýtur ætíð að kalla á aðrar breytingar á skipu- lagi og starfsliði hússins. Enda gert ráð fýrir því svigrúmi í lögum um Þjóðleikhús og í ráðningarsamning- um hússins. Fundurinn hvetur leikhúsfólk til að taka afstöðu til deilnanna á grundvelli hagsmuna alls leikhús- fólks og leiklistarinnar í landinu. Og fundurinn minnir á að Stefán Baldursson hefur verið skipaður Þjóðleikhússtjóri. Honum ber sam- kvæmt lögum skylda til að móta listræna stefnu Þjóðleikhússins. Honum ber einnig samkvæmt lög- um að ráða sér samstarfsmenn til að hrinda þeirri stefnu í fram- kvæmd. Okkur getur greint á um ákvarðarnir hans í einstökum mál- um, en aðalatriðið er að það er hans og einskis annars að axla þessa ábyrgð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.