Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 Tríunifih VORLINAN H-BÚÐIN HRÍSMÓUM 2, GARÐABÆ BORGARTUNI28, SIMI622901. L Lmó 4 stoppar vlA dymar Kveðjuorð: Helga Gunnarsdóttir tónmenntafræðingur Það var fyrir tveimur árum að leiðir okkar Helgu Gunnarsdóttur lágu saman í starfi fyrir Nordisk Pedagogisk Union (Samtök nor- rænna tónlistar- og tónmennta- kennara). Helga hafði verið fulltrúi Tón- menntakennarafélags íslands frá árinu 1985 í þessum samtökum og tekið mjög virkan þátt í starfi þeirra og ráðstefnum sem haldnar eru annað hvert ár. Ráðstefnan 1989 var haldin í Svíþjóð og vorum við fulltrúar íslands í stjórn NMPU þar. Fyrir mig, nýgræðinginn í þessu samstarfi, var það ómetan- legur styrkur að fá að fylgjast með Helgu og kynnast samtökunum með hennar hjálp. í lok ráðstefnunnar tók Helga við embætti forseta NMPU, og var hún þá búin að kynna hugmynd sína um þema næstu ráðstefnu, sem haldin yrði á íslandi 1991, og staðsetningu henn- ar, Laugarvatn. Það var með til- hlökkun og nokkrum kvíða um fyr- irsjáanlega mikla vinnu, sem við héldum síðan áfram að hittast ásamt starfssystkinum okkar og byija undirbúning fyrir sumarið 1991. En bjartsýnin og óskin um góðan árangur var aldrei langt und- an og var hlutur Helgu þar ekki sístur. Hún fann okkur fallega mynd, sem nú prýðir auglýsingu ráðstefnunnar. A þeirri mynd er langafi Helgu, Helgi Helgason, ásamt félögum í Lúðurþeytarafé- lagi íslands með hljóðfæri sín við Öxarárfoss á Þingvöílum. Með þess- ari mynd tengdi hún saman þema ráðstefnunnar, en það er: Tónlist og náttúra, — við okkar fallega landslag. Félag tónlistarkennara vill þakka Helgu hennar mikla framlag og ein- lægan áhuga, sem hún sýndi öllu því sem að tónlistarmenntun og tónlistarmálum snýr. Fyrir hönd félaga okkar í stjóm NMPU, frá Finnlandi, Svíþjóð, Nor- egi, Danmörku, Færeyjum og ís- landi eru fjölskyldu Helgu færðar innilegar samúðarkveðjur og þakk- ir. Ég vil þakka Helgu þau góðu kynni sem við áttum og bið Guð að styrkja Sigurgeir, Emblu, Sól- veigu, Gunni og Steingrím í þeirra miklu sorg. Sigríður Sveinsdóttir, formaður Félags tónlistarkennara. Það eru nú senn 17 ár síðan ég kynntist henni Helgu Gunnarsdótt- ur, frænku minni og vinkonu. Leiðir okkar lágu saman í tónmenntakenn- aradeildinni í Tónlistarskólanum í Reykjavík, hún sprenglærð á loka- ári, ég lítill busi. Frá fyrstu tíð þótti mér mikið til þessarar frænku minnar koma. Hún var aðsópsmikil í fasi, talaði jafnan skörulega, var föst fyrir og fylgin sér, söng eins og engill og hló sérkennilegum, dill- andi hlátri sem lét engan ósnortinn. Það var aldrei lognmolla í kringum Helgu í Brekku. Gilti þá einu hvort starfsvettvangur hennár væri við kennslu í Kennaraháskólanum. Tón- listarskólanum eða Leiklistarskólan- um, á fundum í tónmenntakennara- félaginu, á bamakóramótum eða á kóræfingum - alltaf var áhuginn jafn brennandi og alltaf átti hún jafn auðvelt með að hrífa fólk með sér. Auk þess átti hún stórt hjarta og hús sem rúmaði fjölda vina; stóra og yndislega fjölskyldu, að ógleymd- um Qölda ferfættra heimilisvina. Ötullega lét hún félagsmál okkar tónmenntakennara til sín taka og síðustu árin var hún fulltrúi okkar í samtökum norrænna tónlistar- og tónmenntakennara, NMPU, og var forseti stjómar félagsins þegar hún lést. Það var einmitt á stjórnarfundi Hallfríður Guðjóns- dóttir, Akureyri Það er rétt ár liðið frá því ég drakk síðast kaffi í litla húsinu hjá Fríðu á Geislagötu 1 á Akureyri. Hún var þá áttræð orðín, en ung og falleg eins og hún hefur alla tíð verið. Ég hafði orð á því að hún breyttist ekkert þrátt fyrir aldurinn. Hún mótmælti og sagði heilsuna á förum og kvaðst vona að hún fengi að fara fljótt. Gamal- menni vildi hún ekki verða. Ég tók þetta ekki alvarlega, enda bar hún þessa engin merki, og við ræddum um gamla tíma. Þegar ég var strákur bjuggu þau í lítilli risíbúð í Búlandi, sem er nýbýli byggt úr Pálmholtslandi, Hallfríður og maður hennar, Sig- urður frændi minn Sveinbjömsson. Faðir minn og hann voru systra- synir. í Búlandi bjóð föðurbróðir minn Halldór Ólafsson oddviti og fjölskylda hans. Þarna var einnig Sveinbjöm faðir Sigurðar síðustu ár sín. Þetta var áður en þjóðin fór að græða og breyta gróðanum í hallir. Þá var víða búið þröngt. Á stríðsárunum fluttu Fríða og Siggi til Akureyrar. Keyptu lítið hús á Geislagötu 1 og bjuggu þar meðan bæði lifðu og Fríða eftir lát Sigurðar. Sigurður Sveinbjörnsson var erfíðismaður alla tíð og kona hans gekk líka í ýmsa vinnu. Þetta var þó ekkert venjulegt verka- mannsheimili. Þar vom í öndvegi hannyrðir húsfreyjunnar og bækur húsbóndans. Sigurður las mikið og orti sjálfur, eins og fleiri í þeirri ætt. Á efri ámm gaf hann út tvær ljóðabækur. Þegar ég hafði viðkomu á Akur- eyri leit ég stundum innfyrir á Geislagötu 1 og drakk þar kaffí og át stóra skammta af heimabök- uðum kökum með kaffinu. Og þarna var talað um fleira en veð- rið og skepnuhöldin. Eftir að ég /mH7ÍÐ\H Oliufélagiö hf ÚRVALS bón- og hreinsivörur! í Kaupmannahfífn fyrir rúmu ári, sem hún kenndi sér meins af þeim sjúkdómi sem hefur nú lagt hana að velli. Sá fundur var haldinn til að undirbúa ráðstefnu tónlistarkenn- ara sem verður á Laugarvatni nú í sumar og er mér til efs að af henni hefði orðið ef ekki hefði til komið eldmóður Helgu og trú á því að við gætum staðið fyrir jafn veglegri ráðstefnu og kollegar okkar á hinum Norðurlöndum. Mikið hlakkaði hún til að takast á við þetta verkefni og mikið átti hún erfítt með að sætta sig við að taka sér frí frá stjórnar- störfum þegar heilsan brást. Síðustu vikurnar, þegar hún var orðin fár- sjúk, fylgdist hún engu að síður grannt með öllum undirbúningi, brýndi okkur busana og áminnti okkur um að gleyma nú ekki þessu eða hinu og að sjá til þess að þetta eða hitt yrði nú gert almennilega. Við höfum fylgst með henni beijast hetjulega, full vonar og bjartsýni á að þessum ósköpum færi brátt að linna. Það er sárt til þess að hugsa að hún verði ekki með okkur framar og ósættanlegt gagnvart fjölskyldu hennar, eiginmanni og börnum. Þeirra bíður það erfíða hlutskipti að læra að lifa án hennar. Ég er þess hinsvegar fullviss að hún á eftir að vera með okkur í anda og úr mínu húsi fylgir sú bæn að hugur hennar og kjarkur efli okkur hin sem kveðj- um hana nú með kærri þökk fyrir allt. Tóta var kominn suður, var ég spurður í þaula um skáldskapinn í Reykjavík. Hverslags menn þetta væru Einar Bragi, Jón Óskar, Hannes Sigfússon, eða hvað þeir hétu nú þessir menn sem ortu ný- móðins atómljóð, eins og þá var kallað. Ekki var Sigurður skáld sérlegur aðdáandi slíkrar ljóða- gerðar, en forvitinn var hann. Hallfríður kona hans hafði einnig áhuga, og kanski var hún opnari fyrir nýjungum en maður hennar. Mér koma þau hjón gjarnan í hug, er ég heyri neftida alþýðumenn- ingu. Ekki veit ég með vissu hvar Hallfríður fæddist. Móðir hennar var vestfírsk og dó tveimur árum eftir fæðingu Hallfríðar. Faðirinn Guðjón Hallgrímsson bróðir Þor- láks bónda á Syðri Reistará, kom barninu í fóstur til systur sinnar Kristínar fyrri konu Halldórs föð- urbróður míns. Bjó þetta fólk þá allt í Pálmholti og þar ólst Hallfríð- ur upp, en flutti með Halldóri og Kristínu í Búland er það var reist, og þá nýgift Sigurði. Þar bjó hún í næsta nágrenni við mig á æskuár- unum og mætti skrifa um það Iangt mál, sem ekki verður þó gert hér. Akureyri verður fátækari næst þegar ég kem þar, því litla húsinu á Geislagötu 1 hefur þá verið lok- að, Hallfríður og Sigurður voru bamlaus. Sigurður skáld Svein- björnsson segir í einu ljóða sinna: Þú fagra land með gullna roðageisla ég geng þinn veg. Og angan þina allar lífs míns stundir ég að mér dreg. Þar finn ég þig, sem fjötra marga leysir og fagna þér. Og gamlir draumar anda míns þá yngjast og oma mér. Svo þakka ég kaffíð og allt sem með því hefur fylgt um dagana. Jón frá Pálmholti ov m»6 ,»66VJ\\'3C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.