Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 47

Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 Minning: Jóna S. Guðmunds- dóttirfrá Hesteyri Mánudaginn 20. maí lést á sjúkra- húsi í Hafnarfirði Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir, húsmóðir, Lækjar- götu 10 í Hafnarfirði, frá Hesteyri í Jökulíjörðum, Sléttuhreppi N-ís, eiginkona Guðmundar Þorgeirssonar frá Miðhúsum í Garði. Heimilið á Lækjargötu 10 var sérstakt um marga hluti. Gestrisnin og hjartahlýj- an, sem stafaði frá heimilisfólkinu, var svo mikil, að ekki gleymist. Jóna var Norður-ísfirðingur í báð- ar ættir úr Grunnavíkur- og Sléttu- hreppum. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Þeófílusson, bóndi frá Látrum í Aðalvík, og Ket- ilríður Guðrún Veturliðadóttir, hús- móðir frá Dynjanda í Jökulíjörðum. Þau hjón bjuggu á þremur stöðum mislangan tíma, Atlastöðum í Fljóta- vík, Nesi í Grunnavík og á Hesteyri. Guðmundur féll út af vélbáti á Látra- lagi og drukknaði 24. mars 1917. Ketilríður hélt heimili sitt á Hesteyri til 1943 og stjórnaði með skörungs- skap og festu og ríkri umhyggju fyrir velferð þess og hagsæld. Hún var hin mesta dugnaðarkona, ósér- hlífin, fórnfús, prýðilega verki farin og vel að sér í öllu því, sem húsmóð- urstörfunum heyrði til. Hún var ástrík móðir, skilningsgóð á þarfir barnanna og vildi á allan hátt búa þau sem best undir lífið og lífsstarf- ið. Ketilríður andaðist 1959, nær 80 ára gömul. Þau hjón, Guðmundur og hún, eignuðust 9 börn, sem talin eru eftir aldri: Veturliði Jakob, bóndi á Hesteyri, fæddur 27. janúar 1899, d. 24. ágúst 1942, átti Petólínu Oddnýju Þorbergsdóttur úr Efri-Mið- vík; Bjarni, fæddur 26. júní 1900, verkstjóri v/Togaraafgreiðsluna' í Reykjavík, nú á Hrafnistu, átti Svan- hildi Vatle; Sigurlína, fædd 9. desem- ber 1901, lést í desember 1990, síð- ast húsmóðir í Keflavík, átti Sölva Þorbergsson, bónda í Efri-Miðvík; Margrét, fædd 2j9. maí 1904, búsett á Isafirði, ógift; Ólafur Helgi, fæddur 5. mars 1906, dáinn 15. ágúst 1956, ókvæntur og barnlaus; Jóna Sigur- veig, sem hér er minnst; Mikael, fæddur 12. september 1912, látinn, barnlaus og ókvæntur; Kristján El- ías, fæddur 13. febrúar 1916, dáinn á síðasta ári; Guðmundur Elías, fæddur 16. maí 1917, látinn, fram- kvæmdastjóri á ísafirði, átti Lilju Halldórsdóttur. Auk þess ól Ketilríð- ur upp tvö bamabörn sín, Ragnheiði og Gústaf. Jóna stundaði nám við Húsmæðra- skólann á ísafirði, sem reyndist henni mjög dijúgur skóli. Hún var heima- elsk og hugur hennar, líf og störf snerist mest um ástvinina, eiginmann og börn. Áttu þó margir fleiri hauk í horni þar sem Jóna var. Hún var sívinnandi í höndum þegar heilsan leyfði, t.d. útsaum, var hún listelsk hannyrðakona. Eru margir fallegir munir eftir hana á heimilinu og hjá börnunum. Jóna bar tígullegt yfir- bragð, hún var vinsæl kona í allri umgengni, trygglynd, frændrækin og vinföst, góðgjörn og hjálpsöm og vildi hvers manns vandræði leysa. Hún var glaðlynd í eðli sínu og fé- lagslynd. Hún var alls staðar ósér- hlífin og góður liðsmaður. Ung að árum kynntist hún Sæmundi Alberts- syni á ísafirði og áttu þau satnan þijú börn: Gústaf, starfsmann á Ála- fossi, búsettur í Reykjavík; Laufey, húsmóðir í Bandaríkjunum; Gunnar, kennari í Reykjavík. Þau slitu sam- vistir. Árið 1941 urðu þáttaskil í lífi Jónu Sigurveigar er hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Þor- geirssyni. Þarna hófst sambúð og samhjálp er síðan hefur staðið í hálfa öld báðum til gagns og gleði. Þau studdu hvort annað. Börn þeirra eru: Guðmundur Elías, húsasmiður í Hafnarfirði, Elísabet, húsmóðir í Kópavogi. Jóna dvaldi á sjúkrahúsi á annað ár og naut hjúkrunar og umönnunar hjúkrunarliðs og lækna St. Jósefss- pítala í Hafnarfirði. Eru hér færðar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Eiginmaður hennar, Guðmundur, sýndi henni fagurlega hugarfar traustsins og kærleikans með reglu- legum heimsóknum á sjúkrahúsið, ásamt börnunum. Það gaf Jónu hug- rekki og rósemi, yl og birtu að finna hin_ traustu kærleiksbönd. Ástvinum hennar, eiginmanni, systkinum, börnum og öðrum nánum vinum votta ég alúðarfyllstu samúð og bið almættið að græða sárin. Ég bið henni Guðs blessunar á Sumarl- andinu. Helgi Falur Vigfússon Minninga- tónleikar um Sigurð Ágústsson Syðra-Langholti. TÓNLEIKAR til minningar um Sigurð Ágústsson, bónda og tón- skáld frá Birtingaholti er lést nú í maímánuði, verða haldnir tónleikar að Flúðum miðviku- daginn 29. maí kl. 21.00. Þar verður flutt tónlist eftir hinn merka listamann. Kór Langholtskirkju syngur Þjóðhátíðarkantötu sem samin var í tilefni 1100 ára afmælis íslands- byggðar. Stjórnandi er Jón Stef- ánsson og einsöngvarar eru Signý Sæmundsdóttir og Þorgeir Andrés- son. M-hátíðarkór Uppsveitar Ár- nesssýslu vestan Hvítár syngur undir stjóm Jónínu Kristinsdóttur. Sigurður Ágústsson Kiwaniskórinn svo og kirkjukórar Hruna- og Hrepphólasóknar syngja undir stjórn Heiðmars Jónssonar. Einnig syngur Samkór Selfoss. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortes. Eftir Sigurð Ágústsson liggja fjölmörg tónlistarverk sem munu varðveita minningu listamannsins um ókomna tíma. - Sig.Sigm. Koffein- skert kaffi frá Merrild DANSKA fyrirtækið Merrild Kaffe A/S hefur sett nýtt kaffi á markað hér á landi, Merrild Light. Merrild Light er koffeinskert kaffi sem inniheldur aðeins helming koff- einmagns á við venjulegt kaffi. Kaffi- bragðið helst þó hið sama eftir sem áður, því að koffeinið er fjarlægt á náttúrulegan hátt með hreinu vatni svo að ekkert af hinu góða bragði tapast. Merrild Light inniheldur að- eins 0,7% koffein, en hefðbundið kaffi inniheldur 1,2-2,3% koffein. Nákvæmar rannsóknir á kaffi og markaðskannanir á Norðurlöndum hafa leitt í ljós að mikill markaður er fyrir koffeinskert kaffi sem að öllu leyti hefur eiginleika hefðbund- ins kaffis. Merrild Light er því góður kostur fyrir þá, sem að jafnaði neita sér um að drekka kaffi, segir í frétt frá fyrirtækinu. Triiimjih VORLINAN SAUÐÁRKRÓKI Vinningstölur laugardaginn 25. maí 1991 m VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.433.385 4. 4 af 5 84.502 3. 4af 5 134 5.439 4. 3af 5 4.636 366 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.281.497 kr. Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. Þol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujám og aðra utanhússfleti sem þarfnast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í //// OJt. UKWiWUSS MtKtomtmní notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er _____fjölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- , inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. Næst þegar þú sérð fallega málað hús — kynntu þér þá hvaðan málningin er Imálning'f -það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.