Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 48
 ■48 Minning: Geir Amesen fyrrver- andi efnafræðingur Fæddur 14. maí 1919 Dáinn 16. maí 1991 I dag verður jarðsunginn Geir Ar- nesen, efnaverkfræðingur. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum sem gamals sam- starfsmanns og vinnufélaga. Fyrir stúdent í námi og síðar nýbakaðan efnafræðing var Geir ímynd vísind- amannsins. Orðstír hans fyrir að hafa leyst milljarðavandamál fisk- iðnaðarins vegna svokallaðrar „saltfiskgulu", barst víða og var fyrir marga sönnun þess að unnt væri að leysa „praktísk" vandamál atvinnuvega með rannsóknum og vísindalegum vinnubrögðum. Menn voru í þá daga ekkert sannfærðir um að það þyrfti yfirleitt að rann- saka fisk. Fyrir okkur sem á eftir komu var það ómetanlegt að menn eins og Geir, dr. Þórður Þorbjamar- son og Páll Ólafsson höfðu rutt brautina, áunnið sér traust og virð- ingu forystumanna í fiskiðnaði, sýnt fram á það að rannsóknir voru ómissandi fyrir vöxt og viðgang aðalútflutningsgreinar Islendinga. Sú samvinna og sá skilningur sem myndaðist milli fiskiðnaðarins og starfsmanna Rannsóknastofu Fiskifélags íslands og síðar Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins verða aldrei metin til fjár. Geir var afskaplega vandvirkur efnafræðingur. Orðið sérfræðingur er misnotað nú á tímum, en um Geir má með sanni segja að hann var sérfróður um allt sem viðkom efnainnihaldi fisks. Ég tel það bera vott um trú hans á því sem hann var að gera að bæði sonur hans og dóttir lögðu stund á sömu fræði. Það þótti sjálfsagt í ein 30-40 ár að fela honum öll flókin efnafræði- leg vandamál, sem fiskiðnaði á ís- landi mættu og fram á síðasta dag var hann að glíma við slík viðfangs- efni. Þau verkefni sem Geir var að fást við á hverjum tíma áttu hug hans allan. Hann var að vísu alltaf reiðubúinn að sjá um flóknar og vandasamar mælingar til að bæta úr bráðri þörf. Það var þó hið nýja og óþekkta í efnafræðinni sem heillaði hann. Til hins síðasta var hann að velta fyrir sér nýjum gát- um og nýjum spurningum sem enn er ósvarað. Geir var sérstaklega þægilegur samstarfsmaður og vinnufélagi. Hann var prúðmenni en þó glað- sinna með næmt auga fyrir skop- legum hliðum tilverunnar. Hann kunni vel að gera að gamni sínu og taka gamni. Sumum fannst hann stríðinn en það var ávallt græskulaus stríðni. Innilegur hlát- ur hans létti oft lund okkar sam- starfsfólksins. En Geir var líka til- finninganæmur og fullur ábyrgðar. Ég minnist þess tvisvar að ég bað hann að taka fyrirvaralaust að sér verkefni sem ég' þó vissi að voru honum ekki að skapi, en það voru stjórnunarstörf. i bæði skiptin brást hann drengilega við af því að hann af sinni skynsemi sá að ekki voru betri lausnir fyrir hendi. Fyrir það þakka ég nú. Atvikin höguðu því þannig að við Geir höfðum lítið saman að sælda síðustu 7-8 árin eftir nær tveggja áratuga samstarf. Ég var oft með áform um að hafa sam- band, riíja upp gömul kynni og spjalla um sameiginleg áhugamál og kunningja. Einhvern veginn varð ekki af því og nú er það of seint, aðeins eftir að fylgja honum Geir síðasta spölinn. Ég sendi Ástu og börnum hennar Geirs mínar samúðarkveðjur. Björn Dagbjartsson í dag er til moldar borinn Geir Amesen yfirverkfræðingur á Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Með honum er genginn einn af frum- kvöðlunum í íslenskum atvinnu- rannsóknum sem hann helgaði óskipta krafta sína allt til æviloka. Geir Arnesen fæddist á Eskifirði árið 1919, en ólst að mestu upp á Akureyri. Að loknu stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri hélt hann utan til náms og lauk prófi í efnaverkfræði við Tækniháskólann í Kaupmannahöfn árið 1947. Að námi loknu réð hann sig til Síldar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði þar sem hann vann í eitt ár við gæðaeft- irlit og vinnslutilraunir. Það er svo 1948 sem Geir ræðst til Rannsókna- stofu Fiskifélags íslands, sem var forveri Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins, og vann hann hjá þeirri stofnun til dauðadags. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvemig aðkoman var að íslenskum fiskiðnaði fyrir ungan efnaverkfræðing á árunum eftir stríð. En þeir sem numið höfðu við erlenda háskóla skynjuðu vel þær breytingar í atvinnuháttum sem koma skyldu. Rannsóknir yrðu lyk- illinn að eflingu atvinnulífs framtíð- arinnar. Þegar Geir Amesen kom til starfa við rannsóknastofuna voru verkefnin fjölmörg. Þa þegar hafði verið lagður góður grunnur að ýmsum rannsóknum fyrir fiskiðnað- inn. Mest áhersla var lögð á fisk- lýsið en fram á fjórða áratuginn var íslenska lýsið að mestu flutt út óunnið. Vítamínsrannsóknir á hinum ýmsu lýsistegundum höfðu verið hvað ríkastur þáttur í starf- semi rannsóknastofunnar. Á þess- um tíma var ekki farið að framleiða vítamín með þeim aðferðum sem nú tíðkast og því var lýsið mjög verðmæt og eftirsótt vara. Áuk þess sáu menn fram á að unnt yrði að framleiða úr fiskfitu ýmis hrá- efni til iðnaðarframleiðslu. Árið 1956 veitti því Útvégsbanki sérstakan styrk til rannsóknastof- unnar til að efla rannsóknir á fisk- lýsi. Var Geir Arnesen sendur utan til Bandaríkjanna til árs dvalar til að stunda fiturannsóknir og kynna sér helstu nýjungar á því sviði. Það segir e.t.v. nokkra sögu um eðli rannsókna, að þegar niðurstöð- ur um hollustu fiskfitu fóru að koma fram á síðasta áratug og stofnunin vann að verkefnum við að framleiða sérstakt heilsulýsi, þá gat Geir Arnesen byggt á grunni rannsókna sem hann gerði í Bandaríkjunum 1958-’59. Eitt af mörgum verkefnum sem Geir var falið að vinna skömmu eftir að hann kom til starfa var að leita orsakanna fyrir alvarlegum galla í saltfiski, sem einkum fór að bera á eftir heimsstyrjöldina. Lysti þetta sér í því að fiskurinn gat orð- ið gulur eða rauðgulur á lit. Olli þetta vinnslunni gífurlegu tjóni. Þrátt fyrir víðtækar rannsóknir er- lendis voru menn engu nær um orsakir þessa fyrirbæris, en helst var þó talið að um væri að kenna gerlavexti. Með snjöllum tilraunum tókst Geir á tiltölulega skömmum tíma að sýna fram á að litabreyting- amar stöfuðu af örlitlum af kopar, sem borist hefði í saltið. Með heim- sókn í saltstöðvarnar á Spáni og Italíu fékk hann síðan staðfestingu á niðurstöðum sínum, því fljótlega eftir stríð höfðu saltframleiðendur farið að nota koparblandaða málma í ýmis flutningatæki fyrir saltið. Þessar niðurstöður Geirs vöktu að vonum mikla athygli hérlendis sem erlendis enda tókst að leysa þetta vandamál á skömmum tíma og byggja upp eftirlit með innfluttu fisksalti. Eins og kunnugt er nýtur íslensk- ur saltfiskur mikils álits sem gæða- vara. Þetta er ekki hvað síst því að þakka hve hvítur og blæfallegur íslenski fískurinn er. Geir Arnesen hóf snemma rannsóknir á áhrifum samsetningar saltsins á litblæ og stinnleika saltfisks og gerði tilraun- ir með mismunandi söltunaraðferð- ir. Sýndi hann fram á að fiskurinn fengi hvítan lit og æskilegan stinn- leika væru kalsíum sölt til staðar innan þröngra marka í fisksaltinu. Þá sýndi hann fram á gildi pækil- söltunar við að bæta þyngdarnýt- ingu og vinnsluhagræðingu við salt- fiskverkun. Þannig lögðu rannsókn- ir hans grunn sem saltfiskvinnslan byggir enn á. Hér hefur aðeins verið tínt til fátt eitt af því sem Geir Arnesen lagði til íslenskra fiskiðnaðarrann- sókna. Það er óhætt að fullyrða að hann hafi ávallt verið kallaður til þegar leysa þurfti vandasöm verkefni á stofnuninni og segir það nokkuð um hvert traust menn báru til hans. Geir var skipaður deildarverkfræð- ingur á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins 1967 og yfirverkfræðingur 1976 og var hann jafnframt stað- gengill forstjóra. Hann var félagi í Vísindafélagi íslendinga og hand- hafi riddarakross Fálkaorðunnar. Því er eins farið með sanna lista- menn og sanna vísindamenn. Þeir verða aldrei „gamlir" í verkum sín- um. Þetta sannaðist vel á Geir. Hann fylgdist það vel með í sinni grein að milli hans og nýbakaðra doktora í greininni var ekkert kyn- ■slóðabil. Hann naut þess að heyra um nýjustu „abstraktíónir" í efna- fræðinni og hann kunni þá list að hlusta. Það var því mikill fengur fyrir stofnunina að hann var fús til þess að halda rannsóknum áfram eftir að lög gerðu ráð fyrir því að hann léti af störfum fyrir aldurs sakir. Hann naut þess að geta helg- að sig „g!-úskinu“ óskiptur. Þar skilur hann við niðurstöður sem aðrir eiga eftir að byggja á og kom- ið geta að miklu gagni fyrir fiskiðn- aðinn. Með Geir Arnesen er ekki aðeins genginn einn af okkur merkustu vísindamönnum. Við samstarfs- menn hans söknum góðs vinnufé- laga og vinar. Geir var einstakt ljúf- menni í umgengni og kímni hans var við brugðið. Hann var jafnan fyrstur til að sjá spaugilegu hliðarn- ar á málunum og þar undanskildi hann ekki sjálfan sig. Hann fylgd- ist vel með þjóðmálaumræðunni og ekki síður alþjóðapólítík. Þar komu vísindaleg vinnubrögð hans vel fram. Hann var vandfýsinn á það hvaðan upplýsingar komu og hann hafði mjög ákveðna skoðun á því hvaða alþjóðlegum tímaritum væii nokkurn veginn treystandi til að fara með rétt mál. Þannig var Geir mjög heilsteyptur maður. Hann kvað ekki upp palladóma yfir mönnum og málefnum. Hann vildi brjóta hlutina til mergjar og kynna sér málin áður en hann léti skoðun sína í ljós. Við kveðjum góðan starfsfélaga og vin með trega og þakklæti í huga. Eftirlifandi eiginkonu hans, Ásu Jónasdóttur, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Grímur Valdimarsson Fjóla Ag. Agústs- dóttir - Minning Fædd 27. október 1931 Dáin 19. maí 1991 Elskuleg tengdamóðir mín, Fjóla Ágústa Agústsdóttir, Langholts- vegi 114, lést að morgni hvíta- sunnudags, 59 ára að aldri eftir erfið veikindi síðustu fimm mán- uði. Fram að þeim tíma hafði Fjóla verið mjög heilsuhraust og virtist í blóma lífsins. Að leiðarlokum er margs að minnast. Fyrir tæpum 40 árum giftist hún Sigurði Runólfssyni hárskerameist- ara og eignuðust þau 5 börn. Þau eru Reynir, var kvæntur Jóhönnu Jóhannesdóttur sem er látin, Vil- borg gift undirrituðum, Jón kvænt- ur Ástu Maríu Þorkelsdóttur, Ágústa gift Guðmundi Óskarssyni og Emu sem enn er í foreldrahús- um. Sigurður og Fjóla voru alla tíð mjög samrýnd og eyddu öllum frí- stundum saman. Veiðiferðir og ferðalög voru meðal fjölmargra áhugamála þeirra. Fjóla gaf bestu veiðimönnum ekkert eftir og marg- an stórlaxinn dró hún á iand. Fastur liður í lífí þeirra hjóna sl. 15 ár voru ferðir til Kanaríeyja. Tvívegis höfum við hjónin orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja með þeim ásamt börnum okkar þar. Þessar ferðir eru okkur ógleymanlegar enda ekki hægt að hugsa sér betri leiðsögumenn um eyjuna. Daglega var farið í göngu- ferðir og stundum í skoðunarferðir í bílaleigubíl sem Siggi ók af mik- illi snilld. Alltaf var okkur tekið, þá sem endranær, opnum örmum ekki hvað síst börnunum sem áttu ríkan þátt í þeirra lífi. Þetta var gagnkvæmt. Fjóla hugsaði mikið um barna- börnin sem nú eru 12. Alltaf þegar farið var í búðarferðir var fyrsta hugsunin að kaupa fatnað eða ann- að fyrir þau. Fjóla hafði mjög gam- an af allri garðrækt og ber garður- inn að Langholtsvegi þess glöggt vitni sakir snyrtimennsku og góðr- ar umgengni. Kartöflur og aðra jarðávexti hafði hún unun af að rækta. Þegar ég kom inn í fjölskylduna tók ég strax eftir því hve samhent hún var. Ég held að á engan sé hallað þó að ég segi að þar hafi Fjóla verið kjölfestan sem sífellt bar umhyggju og hag fjölskyldunn- ar fyrir bijósti. Oft var komið sam- an t.d. grillað og ávallt var þá glatt á hjalla. Sem dæmi um samheldni fjölskyldunnar get ég nefnt að ég held að varla hafi liðið sá dagur að Vilborg kona mín og móðir hennar spjölluðu ekki saman sím- leiðis um daginn og veginn. Fjóla var alla tíð heimavinnandi húsmóðir. Heimilið bar þess glögg merki. Þangað gátum við alltaf leit- að hvernig sem á stóð. Þetta fund- um við best eftir að við fluttumst að Hellu fyrir þremur árum. Ávallt stóð heimilið opið þegar farið var í bæjarferð fullbúið kræsingum. Elsku Siggi. Viðbrigðin verða mikil og erfitt að sætta sig við örlögin. Trúin á líf eftir þetta auð- veldar okkur að mæta þeim. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar allrar. Björn Sigurðsson Dagurinn hnígur - Hann deyr með bros á vör, því ganga hans í dauðann er dýrleg brúðarfór. Svo fagrar eru sorgir vorsins síðla er sól til viðar hnígur. (Tómas Guðmundsson) Fjóla æskuvinkona mín og mág- kona dó inn í vorið á hvítasunnu- dagsmorgni 19. maí sl. eftir nokk- urra mánaða erfið veikindi, sem hún sýndi mikinn dugnað og sálar- styrk í. Mig langar til að trúa því að hún hafi dáið líkt og dagurinn í ljóðinu hans Tómasar, af því að ég veit hve heittrúuð hún var og efalaus um fagra heima að loknu jarðlífí. Fjóla Ágústa fæddist 26. október 1931 í Reykjavik. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústa Vilhelmína Eyjólfsdóttir húsmóðir og Ágúst Jóhannesson kaupmaður, sem bæði eru látin. Bræður hennar eru tví- burarnir Hjalti og Pétur, er lifa systur sína. Hún gekk í skóla hér í borg barna- og unglingsár sín, en skólaárið 1949-50 nam hún í Húsmæðraskóla Blönduóss, þar sem hún eignaðist ævinlanga vini þar sem skólasystur hennar voru og héldu þær alltaf hópinn eftir því sem efni stóðu til. Eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Runólfssyni rakarameist- ara, giftist Fjóla 26. október 1951 og varð þeim fimm barna auðið sem eru: Vilhjálmur Reynir, var kvænt- ur Jóhönnu Jóhannesdóttur, (d. ágúst 1990), Vilborg, gift Birni Sigurðssyni, Jón, kvæntur Ástu Maríu Þorkelsdóttur, Ágústa gift Guðmundi Óskarssyni og Erna, sem dvelur í heimahúsum. Barna- börnin eru orðin 11. Þau ferðuðust innanlands sem utan að stunda veiðiskap og þar stóðu upp úr veiðiferðirnar í Vatns- dalinn sumar eftir sumar með sama vinahópnum, sem nú eiga eftir að sakna vinar í stað. Lífsstarf Fjólu voru þau göfugu störf að vera móðir og húsmóðir og rækti hún þau með alúð og sóma. Heimilið og fjölskyldan öll báru vitni um hennar listfengu vinnubrögð, allt lék í höndum henn- ar, svo sem saumur alls konar — allt var til fyrirmyndar. Hið fallega heimili hennar og Sigga á Lang- holtsvegi 114 var griðastaður allrar fjölskyldunnar. Ekki síst nutu ömmubörnin umhyggju hennar og elsku. Fjóla las mikið í frístundum sín- um og sérstakt dálæti hafði hún á bókum trúarlegs eðlis og hafði afl- að sér mikils fróðleiks þar um. Á síðastliðnu sumri dró sorgar- ský fyrir sólu í lífi fjölskyldunnar, þegar eiginkona Jóhanns, eldri son- ar Fjólu og Sigga, dó úr þeim sama sjúkdómi og dró íjólu til dauða nú. Má því segja að skammt sé stórra högga á milli hjá þessum góðu vin- um mínum. Þá kom líka vel í ljós hversu samstillt fjölskyldan er, þegar hún varð fyrir þessari miklu sorg. Allir studdu hver annan. Þess vegna veit ég að nú, þegar komið er að skilnaðarstund Fjólu og henn- ar ástkæru fjölskyldu, þá hugga allir hver annan og hugsa um ánægjustundimar þegar allir voru saman. Ég, Hjalti og fjölskylda okkar, sendum okkar kæra vini Sigga, bömum, tengdabömum og barna- bömum þeirra Fjólu, okkar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Megi minning mætrar konu lifa. Guðfinna Jensdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.