Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 51
MQR(fU|NBLAEW£} i&flJWffiíAQVPi 28* RfAÍ 1991
51 '
SveinnH. Valdemars-
son - Kveðjuorð
Látinn er Sveinn H. Valdemars-
son skipstjóri. Hann fæddist 16.
maí 1930 í Kollugerði í Vindhælis-
hreppi, A-Húnavatnssýslu, en átti
sín bernsku- og unglingsár heima
á Svansgrund og síðar Neðstabæ í
Norðurárdal í sömu sýslu. 21 árs
lagði hann á sjóinn og sjómennska
varð hans lífsstarf upp frá því, þar
til yfír lauk.
Hann tók gagnfræðapróf frá
Reykjaskóla í Hrútafirði, fiski-
mannapróf frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík 1955 og farmanna-
prófi frá sama skóla 1958. Fyrir
og eftir fiskimannapróf stundaði
Sveinn störf á ýmsum fiskiskipum,
bátum og togurum, en á miðju ári
1956 hélt hann út til Noregs í sigl-
ingar. Hugur hans stefndi til far-
mennsku, en siglingatími á far-
skipi, sem er skilyrði til farmanna-
náms við Stýrimannaskólann í
Reykjavík, var ekki auðfenginn í
þá daga á íslenskum farskipum.
Haustið 1957 settist hann í far-
mannadeild Stýrimannaskólans,
eftir að hafa aflað sér tilskilins sigl-
ingatíma, og laúk farmannaprófi
um vorið.
Strax að prófi loknu hóf hann
störf á ms. Kötlu, skipi Eimskipafé-
lags Reykjavíkur, og var þar rúmt
ár. 1960 réðst hann til Landhelgis-
gæslunnar og starfaði á ýmsum
skipum þeirrar stofnunar til ársins
1962 er honum bauðst starf hjá
Hafskipum hf. Skipstjóri varð hann
á ms. Laxá og síðar á ms. Skaftá
og hefur af sjómönnum jafnan ver-
ið kenndur við annað hvort þeirra
skipa. Allir vita hver endalok Haf-
skipa hf. urðu og réði Sveinn sig
þá til Skipadeildar SÍS þar sem
hann lauk sínu lífshlaupi.
Leiðir okkar Sveins lágu fýrst
saman 1952 um borð í togaranum
Gylli frá Flateyri og entust þau
kynni allar götur síðan án þess að
þar félli nokkru sinni skuggi á. Við
leigðum saman, sigldum saman,
lærðum saman báða vetuma sem
við vorum í Stýrimannaskólanum
og margar stundirnar unnum við
saman að félagsmálum.
Þrátt fyrir að vitað var að Sveinn
gengi ekki heill til skógar kom lát
hans mér á óvart og ég er ósáttur
og sár. Því hvað sem má um það
segja að þessi sé vegur okkar allra,
þá fínnst mér rúm sextíu ár ekki
hár aldur. Sveinn átti svo ótalmargt
eftir ógert og fjörutíu ár til sjós
tóku dijúgan toll af starfsþreki
hans.
Ég fullyrði að Sveinn var með
mætari skipstjómm sem siglt hafa
á kaupskipaflotanum, góður sjó-
maður, kappsfullur með forsjá og
greindur vel. Hann var alvörumað-
ur, lagði alúð við hvert það starf
sem hann tókst á hendur og skilaði
ríkum árangri. Það varð honum
mikið áfall þegar Hafskip hf., það
félag sem hann hafði starfað af
kostgæfni fyrir í yfír tuttugu ár,
fór á hausinn. Aldrei verður honum
kennt um það, en það hlýtur engu
að síður að ýera flestum ljóst, að
það hefur verið erfiður biti að
kyngja. Samt var seigla hans það
mikil að aftur lagði hann á brattann
og hóf störf sem stýrimaður að
nýju.
Sveinn var félagsmaður góður
og ávallt vel meðvitaður um þýð-
ingu stéttarsamheldni. Hann vann
mikið að félagsmálum skipstjóra og
var gott að standa við hlið hans eða
eiga hann að, hvort heldur var við
gerð kjarasamninga eða við almenn
félagsstörf. Hann var stjórnarmað-
ur í SKFÍ um árabil og formaður
þess frá 1979 til 1983. I samninga-
nefnd félagsins var hann mörg ár
og vann öðrum fremur að lífeyris-
málum skipstjóra, en þau eru, væg-
ast sagt, í skötulíki ef undan eru
skilin lífeyrisréttindi þeirra skip-
stjóra sem unnið hafa hjá ríkinu
og þeirra sem eiga réttindi sín í
Lífeyrissjóði sjómanna. Það er sorg-
legt til þess að vita hvað litlum
skilningi þessi mál hafa mætt og
staðreynd sé að skipstjórar skuli
neyddir til að halda áfram störfum
frám á sjötugt svo að þeir geti öðl-
ast full lífeyrisréttindi. Ekki síst
þegar haft er í huga hið gífurlega
álag sem í dag fylgir fækkun í
áhöfnum, auknum afköstum og
harðri sjósókn kaupskipaflotans.
En ef skilningur á þessum málum
skyldi breytast með betri tíð og
barátta Sveins skila árangri, þá
mætti minnast ljóðlínanna góðu:
„Fáir njóta eldanna sem fyrstir
kveikja þá.“
Sveinn kvæntist Elísabetu Jóns-
dóttur árið 1961 og eignuðust þau
fímm börn en son hafði hann eign-
ast áður, 1956.
Um leið og ég sendi Elísabetu,
börnum hans og barnabörnum, svo
og öðrum aðstandendum mínar
innilegustu samúðarkveðjur, vil ég
endurtaka að genginn er góður
drengur og engum vandalausum
manni á ég jafn mikið að þakka
og Sveini H. Valdemarssyni.
Höskuldur Skarphéðinsson
Kveðja frá Skipstjórafélagi
íslands
Aðfaranótt 18. maí sl. lést á
sjúkrahúsi í Moss, Noregi, Sveinn
H. Valdemarsson stýrimaður og
fyrrverandi skipstjóri. Sveinn byijaði
ungur að stunda sjómennsku sem
varð hans ævistarf. Fyrst á hinum
ýmsu togurum frá 1951, síðan sem
stýrimaður frá 1958 til 1965 er hann
varð fastráðinn skipstjóri hjá Haf-
skip hf. þar til það skipafélag hætti
störfum. 4. júní 1965 gekk Sveinn
í Skipstjórafélag íslands og var hann
meðstjórnandi í stjóm félagsins
1978 og formaður 1979 til 1984.
Þann rúma aidarfjórðung sem
Sveinn var félagi í Skipstjórafélagi
íslands kom hann víða við og er
vart til sú nefnd sem hann starfaði
ekki í. Sveinn starfaði að samninga-
málum fyrirfélagið frá 1978, mennt-
amálanefnd frá 1985, stjóm Styrkt-
arsjóðs frá 1985 og formaður lífeyr-
ismálanefndar frá 1990 til dauða-
dags. Samningamál og lífeyrismál
voru Sveini afar hugleikin og var
hann ávallt boðinn og búinn til starfa
í þeim málum, þótt oft og tíðum
væru stoppin stutt á milli ferða en
síðustu árin starfaði hann sem stýri-
maður hjá Skipadeild Sambandsins,
nú Samskip hf. Á engan félagsmann
Skipstjórafélagsins er hallað þótt
sagt sé að Sveinn hafi verið einn
starfsamasti og ötulasti félaginn í
þeim málum. Sveini sveið sárt það
misrétti sem farmenn búa við í lífeyr-
ismálum þegar að starfslokum kem-
ur og barðist hann ásamt öðrum
félögum Skipstjórafélags íslands
fyrir leiðréttingu þeirra mála. Sveinn
var alltaf fullur bjartsýni og þess
fullviss alla tíð að réttlæti myndi
nást í lífeyrismálum farmanna.
Fyrir hönd stjórnar Skipstjórafé-
lags íslands flyt ég ekkju Sveins, frú
Elísabetu Jónsdóttur, og börnum
þeirra innilegar samúðarkveðjur. Að
leiðarlokum eru Sveini þökkuð mikil
og góð störf í þágu félagsins. Við
minnumst öll góðs drengs, sem nú
er genginn.
Helga Jakobs.
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opiö alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
t
Bróðir okkar,
FRIÐRIK HAFSTEIIMIM RUNÓLFSSOIM
málarameistari
frá Hólmavík,
sem lést 22. maí sl., verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í
Reykjavík fimmtudaginn 30. maí nk. kl. 13.30.
Magna og Vigdfs Runólfsdætur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
vottuðu minningu
ÞÓRÐAR Á. MAGNÚSSONAR,
eiginmanns míns og föður okkar virð-
ingu.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir og börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför bróður okkar,
SIGURÐAR HELGASONAR,
Skólavörðustíg 18.
Sérstakar þakkir til Eimskipafélags íslands og samstarfsmanna
hans.
Systkini hins látna.
t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR, Birtingaholti. Sérstakar þakkir færum við félögum úr karlakórnum Fóstbræðr- um, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Selfoss, sem heiðruðu minn- ingu hins látna við útförina. Ásgeir Sigurðsson, Jóna Simonardóttir, Ásthildur Sigurðardóttir, Guðmundur Ingimarsson, Arndís S. Sigurðardóttir, Skúli Gunnlaugsson, Sigurfinnur Sigurðsson, Ásta Guðmundsdóttir, Ágúst Sigurðsson, Sigrfður Eiriksdóttir, Magnús H. Sigurðsson, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Móeiður Á. Sigurðardóttir, Þorleifur Eiríksson og aðrir afkomendur og tengdafólk. I
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA ÞORSTEINSSONAR, Meistaravöllum 21. Lína Knútsdóttir, Sheila Jensen, Óle Jensen, Jóhanna Finnbogadóttir, Atli Ólafsson, Þorsteinn Finnbogason, Jórunn Finnbogadóttir, Hörður Hjartarson, Þorbjörn Finnbogason, Jackie Finnbogason, Knútur Finnbogason, Mary Cullinane, Inga Finnbogadóttir, Sævar Eiriksson, Bára Finnbogadóttir, Högni Gunnarsson, Heiðrún Finnbogadóttir, Ari Hallgrímsson, Ásdís Finnbogadóttir, Sigurður Ólafsson, Finnbogi Finnbogason, Kolbrún Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför LÁRU LAUFEYJAR SIGURSTEINSDÓTTUR, Heiðmörk 1, Selfossi. Geir Þórðarson, Rut Sigurgrimsdóttir, Oddvar Egeli, Aðalheiður Sigurgrímsdóttir,Halldór Haraldsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Örn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. \
t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför okkar kæra BJÖRNS SIGFÚSSONAR fyrrum Háskólabókavarðar. Sérstakar þakkir færum við þeim mörgu, sem heiðruðu hann lát- inn með minningargjöfum. Læknum og hjúkrunarfólki á deild 12 A, Landspítalanum, eru færðar innilegar þakkir fyrir frábæra hjúkr- un í sjúkdómslegu. Kristín Jónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug og veittu okkur stuðning við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS OTTESENS JÓNSSONAR rakarameistara, Sogaveg 164, Reykjavík. Kristín Elíasdóttir, Elsa Pétursdóttir, Steinarr Guðjónsson, Kristín Steinarsdóttir, Björg Steinarsdóttir, Rakel Steinarsdóttir, Bryndís Steinarsdóttir.
r
+ Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HÁKONARGUÐRÖÐARSONAR bónda i Efri-Miðbæ, Norðfjarðarhreppi. Sigurlaug Bjarnadóttir, Bjarni Hákonarson, Finndís Harðardóttir, Guðröður Hákonarson, Þóra Lind Bjarkadóttir, Halldóra Hákonardóttir, Birgir Ólason, Sigurborg Hákonardóttir, Bjarni Aðalsteinsson, Jón Björn Hákonarson.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.