Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 28.05.1991, Qupperneq 53
iMÖRÖUÍ'ÍBlÍAÖÍÍ)'MÍÖftÍÖÁCfMívlAÍ-K9^1 DAUÐSFALL Steve Marriott lést í eldsvoða Rokkarinn Steve Marriott, sem var upp á sitt besta á sjöunda áratugnum, lést í eldsvoða á heim- ili sínu fyrir skömmu. Talið er að hann hafi sofnað út frá logandi sígarettu. Slökkviliðsmenn voru á annan klukkutíma að ráða niður- lögum eldsins sem var mikill og húsið er illa farið eftir brunann. Toni, fjórða eiginkona Marriotts kenndi sjálfri sér um. Marriot var nýkominn frá Bandaríkjunum og þreyttur er þau hjónin heimsóttu vinafólk og snæddu með því kvöld- verð. Síðan fór Marriott heim, en Toni varð eftir hjá vinum þeirra. „Við höfum ekki oft verið aðskilin síðustu fjögur árin og sorglegt að þetta skuli einmitt gerast er svo ber undir. Steve var alltaf að sofna með logandi sígarettur í höndunum eða í öskubökkum, þetta var mik- ill ósiður hjá honum. En ég var alltaf til staðar til að drepa í þeim. Nema þegar mest reið á,“ sagði Toni harmi slegin nokkrum dögum eftir brunann. Marriott var einn stofnenda hinn- ar þekktu hljómsveitar Small Faces á sínum tíma og síðar meir stofn- aði hann sveitina Hunble Pie ásamt öðrum þekktum rokkara, Peter Frampton. Fi’egnir herma að Marriott og Framton hafi verið með áform á pijónunum að endur- reisa Hunble Pie, en hún naut gíf- urlegra vinsælda á sínum tíma. Rod Stewart, sem hóf sinn feril sem söngvari Small Faces var einn af bestu vinum Marriotts og hann sagði er hann frétti lát vinar síns: „Þetta eru hörmuleg tíðindi, Marri- ott var gull af manni og sannur vinur vina sinna. OHAPP John Hurt ók á staur og háspennubox Breski leikarinn kunni John Hurt lenti í klóm réttvísinnar fyrir nokkru er dómstóll í Dyflinni dæmdi hann í umtalsverða ijársekt vegna ógætilegs aksturs, en Hurt ók jeppabifreið sinni á miklum hraða á ljósastaur og þótti mildi að hann skyldi ekki skadda sjálfan sig eða aðra. Ökuferðin endaði síð- an á háspennuboxi og þeyttist nei- staflug í allar áttir og straumur fór af heilli götu. Hurt hafði tekið að sér að opna formelga myndlistasýingu skammt frá heimili sínu í County Leith í írska lýðveldinu og að henni lok- inni Ök hann sem greiðast hann mátti til síns heima, en með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á jeppanum með fyrrgreindum af- leiðingum. Hurt hafði sig ekkert í frammi er sóknarlýsingin var lesin og dómur felldur. Reiddi hann fram sektina eins og sönnum löghlýðn- um borgara sæmir. John Hurt gengur út úr réttar- salnum. Sálfræðistöðin Námskeið Sjálf sþekking - Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. imihim Innritun og nanari uppiýsingar V/SA® í símum SállræðistOðvarinnar: E wmmmm 62 30 75 00 2 11 10 kl. 11-12. Glóóarsteiktur lax aó hætti hússins Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 689888 Þannig leit Toyota-jeppi leikarans út eftir óhappið. COSPER -- Þjófurinn hefur tekið allt nema skartgripina, sem þú gafst mér. Fyrstar íremstar Hann er fallegur og rennilegur, lætur vel að stjóm og þýðist þig á allan hátt. Rúmgóður, ríkulega búinn og ótrúlega spameytinn. Hann er HONDA CIVIC. Greiðsluskilmálar fyrir alla. Verð frá kr. 815.000,- stgr. 03)1 gipagasw, „ a HONOA A ÍSLANDI, VATNAGORÐUM 24, S-8aW00 UHONDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.