Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 57

Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 57
VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iiUtfUUA. Ég hef undanfarið verið að lesa Dagrenningu, rit sem Jónas Guð- mundsson hinn ritsnjalli og hrein- skilni maður hélt úti um 12 ára skeið og fékk svo mikla útbreiðslu að hún seldist upp í hvert skipti sem hún kom út. Þar er m.a. hin hreinskilna og sérstaka grein hans Leyndardómur ofdrykkjunnar, þar sem hann segir frá baráttu sinni við áfengissýkina og hvernig hann að lokum sigraði á þeim vett- vangi, fyrir bæn til Jesú Krists. Þett,a er stórkostlegt játning sem mönnum nú á tímum væri hollt að lesa og það með alvöru. Drott- inn einn er fær um að frelsa. Þeir eru margir í dag og þeim fjölgar óðum sem verða undir í baráttunni við Bakkus, menn sem fóru með svo glæstar vonir inn í framtíðina, ætluðu að verða landi og þjóð til uppbyggingar og bless- unar, en stóðust ekki freistingam- ar, tískuna sem segir: Það gerir þér ekkert þótt þú verðir með, takir eitt staup. Og áður en varði vom komnir inn í svartnætti það sem Kristur varar við. Það eru nógir til að bjóða og selja hinn görótta drykk. Það eru nógir til að vísa fólki inn á breiða veginn, og fjandinn á sterka hersveit sem skipuleggur freistingarnar og kemur að úr öllúm áttum. Vamað- arorð þurrkast út, því óvinurinn hefir alltaf næga sjálfboðaliða. Hugsa sér allar þessar veislur sem hið opinbera stendur að og ég hefi leyft mér að kalla: Drykkju- skóla samfélagsins. Og það er hann svo sannarlega. Það er sáð í saklaus hjörtu og þó vita ráða- menn þjóðarinnar að við höfum ekki efni á að fóma öllum þessum hóp á altari Bakkusar. En það eru nógir til að halda hlífiskildi yfir svona verknaði. Þetta þykir fínt, og svo segir samtíðin: Eg á ekki að gæta bróður míns. Sjáandi sjá menn ekki, því miður. Benda á að margir hafí sloppið. Já, svona er nú þetta. Drykkjumannaheimilum fjölgar ógeðslega sem samfélagið verður að fjármagna, en það er samt ekkert móti því að sjá þenn- an hóp sem gistir þessi heimili há vonlausa baráttu fyrir heilbrigðu lífí. Baráttu sem almenningur reynir í lengstu lög að loka augun- um fyrir og þar ganga ráðamenn þjóðarinnar með fána í stöng í broddi fylkingar. Þetta þykir fínt - og sjálfsagt. Það er talað um að fjarlægja hættumar og oft sjá menn það að seint er að byrgja brunninn þegar slysið er orðið. Þetta em sannindi í lífínu. En hvernig er svo háttað með vímuefnin. Það er reynt að koma þeim eins nálægt börnunum og frekast er unnt. Menn em sporléttir að safna undir- skriftum til að færa þetta eitur nær. Blindir af ákafanum og sjá ekki til framtíðarinnar. Koma hættunum sem næst fólkinu og þá er ekkert sparað. Og freisting- arnar láta ekki standa á sér. Þetta er staðreynd. Og svo. Hvernig tekst til? Það segja þeir kaupstaðir sem hafa fengið Þessir hringdu .. Ódrengileg skrif Dísa hringdi: „Ég er sammála Guðrúnu Jacobsen sem skrifar greinina „Ódrengilega vegið að Gísla á Gmnd“ fímmtudaginn 23. mars. Ég hef sjálf unnið á Gmnd og séð afkomendur hans ganga þar í hvaða störf sem er. Þótti mér mjög leiðinlegt að sjá þessi ódrengilegu skrif í Pressunni.“ Rafmagnsleysi Guðni Jónsson, Keflavík- hringdi: „ Ég ætla að koma á framfæri umvöndun við stjóm Hitaveitu Suðumesja um það hvernig kom- ið hefur verið fram við okkur Suðumesjamenn upp á síðkastið. Hitaveita Suðurnesja stendur sig ágætilega með heita vatnið en eins og allir á Suðurnesjum vita sér Hitaveitan líka um dreifínu rafmagns hér. Hvað rafmagnið varðar hafa þeir ekki staðið sig eins vel því það hefur stundum verið tekið af fyrirvaralaust að undanförnu. Fyrir skömmu tóku þeir rafmagnið af milli kl. 24 og kl. 3 um nótt. Þetta var á þeim tíma sem Stöð 2 var með útsend- ingar og reyndar var ég líka að vinna með tölvu sem auðvitað datt út í miðjum klíðum. Þetta hefur gerst aftur og aftur og stundum án nokkurra tilkynn- inga. Svona framkoma samræm- ist ekki nútímanum." Heilsuhælið ekki spítali Velunnari Heilsuhælisins í Hveragerði hringdi: „Mér er illa við að Heiluhælið í Hveragerði eigi að kallast ríkisspítli. Mér finnst sjálfsagt að dvalargestir borgi eitthvað uppí kostnaðinn við dvölina á hælinu og myndi ekki vilja fá endurgreiðslu þó mér væri boðin hún.“ Kettlingar Þrír kassavandir kettlingar, einn grábröndóttur og tveir svartir og hvítir, fást gefins. Upplýsingar gefur Þóra í síma 670729. Hjól Nýlegt fjallahjól, af unglinga- stærð, fannst annan í hvítasunnu í austurhluta borgarinnar. Upp- lýsingar í síma 73831 Kettlingar Tveir gullfallegir 10 vikna kassavandir kettlingar fást gef- ins, annar grár en hinn svartur og hvítur. Upplýsingar í síma 666330. Hjól Svörtu Evertonhjóli, 27 tommu með hrútstýri, var stolið fyrstu helgina í maí. Vinsamleg- ast hringið í síma 39845 ef það hefur fundist. Metsölublad á hverjum degii Reiðskólinn Hrauni Grímsnesi - sími 623020 Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga Utreidar og bókleg kennsla um hesta og hestamennsku. 9 daga námskeið með fullu fæði. Reiðskólinn Hrauni Þar sem hestamennskan hefst! SÉ DREPINU HLÚÐ þessar áfengisveitur. Það er sagt: Þetta er allt í lagi. Menn geta farið í meðferð. Og 'síðan ekki söguna meir. En reynslan sýnir að það er ekki nóg. Kristur og bæn til hans er eina meðferðin sem dugar og ennþá erum við að hlúa að drepinu. Við sjáum daglega mismun góðs og ills, en það virð- ist ekki nægja til að opna augun. Það er haldið áfram. Hvenær verð- ur þjóðin alvarlega hugsandi. Það eru sannmæli sem Einar Ben. seg- ir: „Sé drepinu hlúð, visnar heil- brigt líf. Og hefndin grær á þess leiði.“ Athugum_ það alvarlega. Arni Helgason Viltu Hafa Það Gott UMINU HSf Það er þægilegra að sofa hja Isbirni en á vondri dýnu. Hvað heldur þú og hvernig er dýnan þín? Það er ekki dýrt að sofa vel og við eigum allar rúmdýnugerðir og geysilegt úrval af fallegum rúmum. Þú þarft ekki að fara annað. BILDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVlK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511 Rósarkrossreglan AMORC heldur almennan kynningarfund um starfsemi reglunnar í kvöld, þriðjudagskvöldið 28. maí kl. 20.30 í Bolholti 4, 4. hæð. Ailir velkomnir. <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.