Morgunblaðið - 28.05.1991, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
>
Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
Halldór Gunnarsson útibússtjóri og Sóley Vilhjálmsdóttir gjaldkeri.
Króksfjarðarnes:
Samvinnubankinn
breytir um nafn
Miðhúsum, Reykhólasveit.
BREYTT var um nafn á Samvinnubankanum í Króksfjarðarnesi
á dögunum og sett upp nýtt skilti með nafni Landsbankans.
Sama starfsfólk þjónar þessu útibúi og áður en það eru þau
Halldór Dalkvist Gunnarsson útibússtjóri og Sóley Vilhjálmsdótt-
ir gjaldkeri.
Halidór er búinn að vera úti-
bússtjóri Samvinnubankans frá
því að útibúið var stofnað.
Fyrst var stofnuð umboðs-
skrifstofa frá Samvinnubankan-
um á Patreksfirði 1972 og 1982
kom skrásetningavél og þá varð
umboðsskrifstofan að sjálfstæðu
útibúi frá Samvinnubankanum í
Reykjavík.
I Króksfjarðarnesi var mikið
um dýrðir og gátu þeir sem í
bankanum komið smakkað á
góðri ijómatertu. Einnig er búið
að halda upp á stórafmæli Kaup-
félags Króksfjarðar en það varð
80 ára nú á dögunum. Kaupfé-
lagið og Samvinnubankinn eru
tvær greinar af sama meiði, þó
að nú séu skildar leiðir á yfirborð-
inu.
- Sveinn.
Biskup vísiterar Skaga-
fiarðarprófastsdæmi
Sauðárkróki.
BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun nú um mánaðamót-
in vísitera Skagafjarðarprófastsdæmi og hófst heimsóknin með
kirkjuskoðun á Sauðárkróki sunnudaginn 26. maí kl. 11 árdegis,
og hádegisverði með sóknarnefnd og sóknarpresti að henni lokinni.
Ein af embættisskyldum bisk-
ups er að vísitera söfnuðina og
kynnast þannig hverri sókn og
samfélagi. Kannar biskup ástand
kirkna, lítur yfir embættisfærslur
presta og sóknamefnda og áritar
gjörðabækur, embættisbækur,
legstaðaskrá kirkjugarða o.fl.
Megintilgangur heimsóknar bisk-
ups til safnaða kirkjunnar er að
hitta fólkið bæði í kirkjunum og á
samkomum þeim tengdum. Við-
staddir kirkjUskoðun eru sóknar-
nefnd, safnaðarfulltrúi og sóknar-
prestur hverrar kirkju.
Að lokinni messu í Sauðár-
krókskirkju kl. 14.00 sunnudaginn
26. maí og kirkjukaffi í safnaðar-
heimilinu fór fram kirkjuskoðun
og messa í dómkirkjunni á Hólum,
en einnig snæddi biskup og föru-
neyti hans kvöldverð á hinu forna
biskupssetri.
Mánudaginn 27. maí var mess-
að í Viðvíkurkirkju kl. 14.00 og
kvöldmessa fór fram í Rípurkirkju
kl. 21.00 en að kvöldi þriðjudags-
ins 28. maí fer fram kirkjuskoðun
og helgistund í Sjávarborgarkirkju
kl. 20.00. Þann dag situr biskup
líka fund með Héraðsnefnd próf-
astsdæmisins og prestum, en einn-
ig heimsækir hann á þriðjudegin-
um Sjúkrahús Skagfirðinga og
dvalarheimili aldraðra á Sauðár-
króki.
Á stærri myndinni eru, auk skip-
stjórans, stjórnarmenn í togara-
félaginu og fulltrúar seljenda bún-
aðarins. Á innfelldu myndinni sést
togarinn i höfn á Isafirði. 15 manna
áhöfn er um borð.
Nýi búnaðurinn reyndist vel:
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Skutull úr fyrsta túrnum
Hét áður Baldur og var þá í eigu Hafrannsóknar
ísafirði.
SKUTTOGARINN Skutull ÍS er nýkominn úr fyrsta rækjutúrnum
eftir gagngerar breytingar á spilbúnaði og aðrar lagfæringar. Toga-
raútgerð Isafjarðar hf. keypti skipið af Rikissjóði á síðasta ári, og
stóðu yfir ýmsar breytingar á því þar til í lok apríl er það fór í
fyrsta túrinn.
. Mikilvægustu breytingarnar voru
á spilbúnaði skipsins, en í það voru
sett ný togspil frá Ibercisa á Spáni
ásamt sjálfvirkum stjórn- og drif-
búnaði frá ABB/Rafboða og skjá-
myndakerfi frá Tæknivali.
Að sögn skipstjórans Rafns
Svanssonar reyndist búnaðurinn
mjög vel eftir stillingar og lagfær-
ingar, sem tók fyrstu fjóra sólar-
hringana.
Sjálfvirknibúnaðurinn frá Raf-
boða er nú í 43 íslenskum togurum,
en búnaðurinn í Skutli er sá fyrsti
þar sem fyrirtækið leggur til ailan
búnaðinn. Skipasmíðastöð Marzel-
íusar á ísafirði sá um niðursetningu
spilanna.
Aflinn í fyrstu veiðiferðinni var
82 tonn af rækju. Af því fór tæpur
helmingur á markað erlendis, en
afgangurinn verður unninn hjá
rækjuverksmiðjunum á ísafirði, en
þær eiga allar hlut í skipinu. Að
Miðvikudaginn 29. maí er mess-
að kl. 11.00 árdegis í Glaumbæjar-
kirkju en kl. 14.00 síðdegis í Reyn-
istaðarkirkju. Þá er messað í Víði-
mýrarkirkju kl. 14.00 á fímmtu-
deginum 30. maí og helgistund
verður í Löngumýrarskóla þann
dag kl. 17.00 en á föstudeginum
31. maí er mes§að í Goðdalakirkju
kl. 14.00.
Laugardaginn 1. júní heldur
biskup áfram heimsókn í kirkjur
Skagfírðinga, og þann dag messar
hann kl. 14.00 í Mælifellskirkju
og kl. 16.00 í Reykjakirkju.
Á sjómannadaginn, sunnudag-
inn 2. júní, heimsækir biskup Sigl-
fírðinga, tekur þátt í hátíðarsigl-
ingu og minningarathöfn um
drukknaða sjómenn, en kl. 11.00
árdegis er messað í Siglufjarðar-
kirkju en síðdegis þann dag heim-
sækir hann sjúkrahúsið og dvalar-
heimili aldraðra.
Elsta timburkirkja landsins,
Knappstaðakirkja, sem byggð var
1838, verður svo skoðuð kl. 18.00
á sjómannadaginn og um kvöldið
kl. 21.00 Barðskirkja í Fljótum.
Mánudaginn 3. júní er messað
í Hofsstaðakirkju kl. 13.00 og í
Flugumýrarkirkju kl. 16.00 en
þriðjudaginn 4. júní er messað
í kirkjum fram Blönduhlíðar,
kl. 14.00 á Silfrastöðum og kl.
17.00 að Miklabæ. Miðvikudag-
inn 5. júní er messað í Fells-
kirkju kl. 14.00 og kl. 21.00 i
Hofsóskirkju og á fímmtudegin-
um 6. júní kl. 14.00 í Hofskirkju
en kl. 17.30 fer fram skoðun og
helgistund í bænhúsinu í Gröf,
en þessi litla kirkja er elsta
guðshús að stofni til í Skaga-
firði, reist árið 1671.
Vísitasíu biskups í Skagafjarð-
arprófastsdæmi lýkur svo með
messum í Hvamms- og Ketukirkj-
um í Skefílsstaðahreppi á Skaga,
kl. 14.00 og 17.00 föstudaginn 7.
júní.
Með biskupi íslands, herra Ólafí
Skúlasyni, ferðast eiginkona hans,
frú Ebba Sigurðardóttir, svo og
prófastur Skagafjarðarprófasts-
dæmis, sr. Hjálmar Jónsson og
eiginkona hans, frú Signý Bjarna-
dóttir.
Síðast var Skagafjarðarpró-
fastsdæmi vísiterað árið 1967, í
biskupstíð herra Sigurbjörns Ein-
arssonar.
- BB.
staðaldri er Japani um borð til að
flokka bestu rækjuna sem fer öll
til Japan. Verðið á henni getur ver-
ið um 900 krónur kílóið á móti um
80 krónum sem fæst fyrir það sem
fer til vinnslu heima. Áflinn fékkst
á svæðinu frá norðurkanti Stranda-
grunns að Kolbeinseyjarhrygg.
Það óhapp varð meðan skipið lá
í höfn að loft fór af skiptibúnaði
við aðalvél sem var í gangi með
þeim afleiðingum að skipið sleit af
sér allar landfestar og var á leið
upp í fjöru. Vegna snarræði skips-
hafnarmanna sem nálægir voru
tókst að drepa á vél með neyðar-
stoppi og láta ankeri falla jiður en
skipið kenndi grunns. - Ulfar
Morgunblaðið/Hilmar Amason
Þúfneyrin á Patreksfirði.
Patreksfj örður:
Þúfneyrin er orðin
að einu svöðusári
Patreksfirði.
LENGI hefur verið barist við hafið hér. í seinni tíð hefur
baráttan meðal annars staðið um það, hver á að halda Vatn-
smýrinni, sjórinn sem eitt sinn skóp hana, eða við sem byggj-
um þetta þorp.
Sjávarstraumur um eyrina
hafa breyst eitthvað við gerð
hafnarinnar, eða þegar opnað
var inn í vatnið, sem nú er okk-
ar góða höfn. Sjórinn reynir að
halda því sköpulagi á eyrinni,
sem náttúran hafði sjálf gert.
Til að koma í veg fyrir það og
bjarga mannvirkjum ganga
menn á náttúruna annars staðar
og nú er svo komið að hlíðin
fyrir ofan Þúfneyrina er eitt
svöðusár, sem blasir sérlega vel
við séð frá flugvellinum á Sand-
odda. Maður sem undirritaður
mætti á fömum vegi sagðist
búast við að innan fárra ára
yrði Geirseyrarmúlinn með öllu
horfinn. Hann sagðist raunar
vita af stórgrýtisnámu sem
myndi duga til langs tíma án
þess að valda slíkri sjónmengum
sem verkin í Geirseyrarmúla.
Hann skildi ekki í hvers vegna
enginn hafði komið auga á þenn-
an stað, sem er gilið þar sem
sorpbrennslan er nú og heitir
Fjósadalur.
En svona frétt verður að
fylgja eitthvað jákvætt. Hér
vinna bæði opinberir aðilar, ein-
staklingar og félög að fegmn
staðarins. Tiltö'ulega nýstofnað
trjáræktarfélag hefur falleg
áform á pijónunum og hefur
þegar hafist handa. Mörg plant-
an hefur fyrir þess tilverknað
fengið sinn fasta samanstað.
Einstaklingar hafa tekið upp á
því að planta út afklippum úr
görðum sínum og sveitarfélagið
sinnir sínum þætti, sem er mest
tyrfíng ógróinna svæða. Það
horfir til betri tíma en víst er
betra að rasa ekki um ráð fram.
- Hilmar.