Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 60

Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 60
Verðbréfaþing íslands: Ávöxtunar- krafa spari- ” skírteina hækkar AV OXTUNARKRAFA á spari- skírteinum ríkissjóðs hækkaði í gær á Verðbréfaþingi íslands úr 8,15% í 8,65-8,85%. Krafan á við viðskipti með skírteinin, ekki kaup á nýjum bréfum. Avöxtunarkrafan er mismunandi eftir flokkum skírteinanna, þannig eru skírteini til skemmri tíma nú á 8,65% ávöxtunarkröfu, en lengri tíma skírteini, svokaliaður A-flokk- ur, sem er til 10 ára og með upp- sagnarákvæðum, er með 8,85% ávöxtunarkröfu. Stórkaupendum eru boðin spari- skírteini með ávöxtunarkröfunni 8,45% á skammtímaskírteinum, 8,65% á lengri tíma skírteinum. Gæslan fylgist með vegumá hálendinu FORMLEGT eftirlit Landhelg- isgæsiunnar með þeim svæð- um á hálendi landsins sem lok- uð eru umferð hefst í dag, en eftirlitið verður viðhaft í sam- vinnu við Vegagerð ríkisins og Náttúruverndarráð. Að sögn Helga Hallvarðsson- ar, aðstoðarforstjóra Landhelgis- gæslunnar, munu flugvélar Gæslunnar hafa eftirlit með lok- uðum svæðum á hálendinu þegar þær eiga leið yfir'þau. Vegagerð- inni verður tilkynnt ef um óvið- komandi umferð þar er að ræða, en Vegagerðin hefur síðan sam- band við viðkomandi yfirvöid ef ástæða þykir til. Landhelgisgæslan hefur ann- ast eftirlit af þessu tagi undan- farin sumur, en að sögn Helga verður það aukið talsvert nú í sumar. Hann sagði að alltaf væri eitthvað um óviðkomandi umferð um lokuð svæði á hálend- inu, og sérstaklega ætti það við um útlendinga sem kæmu til landsins á eigin bílum með Norr- ænu. Hvítu kollarnir settir upp Hvítar stúdentshúfur voru áberandi í bæjarlífinu um helgina enda útskrifuðu flestir framhaldsskólanna nemendur sína á föstudag og laugardag. Þessir stúdentar í Verzlunarskólanum höfðu ástæðu til að brosa breitt því mikill áfangi var að baki og framundan ferðalag til sólareyjar í Miðjarðarhafí. Sjá fréttir af skólauppsögnum á bls. 24, 36 og 42. Tillaga um að leggja niður lífeyrissjóði BSRB Skyldubundnir einkareikningar verði stofnaðir í staðinn TILLAGA um að leggja niður lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd var flutt á 36. þingi Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, sem hófst í gærmorgun. I staðinn er lagt til að stofnaðir verði eftir- launareikningar hvers launþcga um sig hjá viðurkenndum banka- stofnunum eða sambærilegum sjóðum. Snarpar umræður spunnust um lífeyrismál i kjölfar- ið og urðu margir til þess að lýsa yfir stuðningi við hugmyndir um breytingar. Margir urðu einnig til þess að vara við breytingum og var flutt tillaga þar sem lýst er yfir stuðningi við núverandi lífeyrissjóðakerfi og öllum hug- myndum hafnað um að skerða það eða leggja það niður. Tillög- •Bólusetning gegn lungna- bólgubakteríum hefst í haust LANDLÆKNIR hefur í samráði við Farsóttanefnd ríkisins ákveð- ið að ráðleggja bólusetningu gegn lungnabólgubakteríum og eiga þær að hefjast í haust samkvæmt upplýsingum frá embætti land- læknis. Lungnabólgubakteríur eru algengur og oft alvarlegur sjúk- dómsvaldur. Valda þær einkum lungnabólgu, blóðsýkingu og heila- himnubólgu með hárri dánartíðni hjá þeim sem eru eldri en 65 ára og miðeyrnabólgu hjá börnum innan þriggja ára. Rannsóknir á lungnabólgum á sjúkrahúsum í Reykjavík á árun- um 1983 til 1984 sýna að búast má við allt að 500 lungnabólgu- tilfellum á landinu öllu sem leiða til sjúkrahúsvistar. Má gera ráð fyrir að þriðjungur þeirra stafi af lungnabólgubakteríum. Mælst er til að öllum sem náð hafa 60 ára aldri verði boðin bólu- setning svo og öllum sem fengið hafa lungnabólgu og eru í sér- stakri áhættu á að fá sjúkdóma af völdum lungnabólgubaktería vegna langvinnra sjúkdóma, svo sem hjarta-, æða- og iungnasjúk- dóma, sykursýki, áfengissýki, skorpuiifrar og mænuvökvaleka. Enn fremur HlV-smituðum með eða án einkenna auk allra með skert ónæmiskerfi vegna ónæmis- bælandi meðferðar, miltisleysis og nýrnabilunar. Mikilvægt er að bólusetning verði skráð og sjúklingi sé gert ljóst að slík bólusetning hafi verið framkvæmd, þar sem óráðlegt er talið að endurtaka bólusetninguna innan fimm ára frá frumbólusetn- ingu. Einstaklingum í áhættuhóp- um verði boðin bólusetning á fimm ára fresti og öllum boðin bólusetn- ing á tíu ára fresti. Bent er á að ákjósanlegt sé að bjóða fólki bólu- setningu um leið og það kemur til inflúensubólusetningar. urnar voru ræddar í lífeyris- nefnd þingsins í gærkvöldi. Benedikt Vilhjálmsson frá Egils- stöðum er flutningsmaður tillög- unnar um að leggja lífeyrissjóða- kerfið niður. Hann vísaði til tillagna Guðna Ágústssonar, alþingis- manns, á þingi um að stofna bundna bankareikninga á nafni hvers laun- þega, sem verði lausir til útborgun- ar þegar fólk kemst á eftirlaun. Jón Pétursson, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, fagnaði tillögu Benedikts og sagðist hafa ætlað sér að flytja tillögu svipaðs efnis. Mikil umræða væri um lífeyr- ismál meðal venjulegra launamanna og það væri mjög stór hópur sem vildi breytingar á þessu kerfi. Það væri að verða til verulegur vandi vegna opinberra framlaga í Lífeyr- issjóð opinberra starfsmanna og það gæti farið svo innan fárra ára að bagginn yrði svo þungur að þjóð- in stæði ekki undir honum. „Það er þessi umræða sem ég vil fá á þessu þingi og við, nokkrir áhuga- menn um þessi mál. Stöndum við frammi fyrir því eftir 5-10 ár að lífeyrissjóðurinn verður þurrkaður út hvort sem við viljum eða ekki?“ sagði Jón. Hann sagði að lífeyris- sjóðurinn væri fyrst og fremst fyrir hálaunamenn. Fólkið í lægstu launaflokkum BSRB næði ekki þeim launum úr lífeyrissjóðum sem þeir sem aldrei hefðu greitt í lífeyr- issjóð fengju frá tryggingunum. „Mér finnst þetta vera sérstakur skattur á okkur og það er ljóst að okkur er haldið niðri í launum um 10% vegna þessa lífeyrissjóðs." Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, lýsti sig algerlega andvíga því að leggja niður lífeyrissjóð opinberra starfsmanna; þvert á móti ætti að stórefla hann. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Félags íslenskra síma- manna, varaði við breytingum á lífeyrissjóðakerfinu. Lífeyrissjóður- inn tryggði til dæmis örorkubætur og það væri hættulégt og skamm- góður vermir að selj a lífey risréttindi fyrir iaun. Einar Emilsson, fulltrúi Starfs- mannafélags Dalvíkurbæjar, tók í sama streng og Jón Pétursson. Þetta væri ekki hugarfóstur örfárra manna. Það væru 84 félagar í hans féiagi og almennt hefði lífeyris- sjóðskerfið ekki tiltrú. Þessa um- ræðu væri ekki hægt að leggja til hliðar. Hvað kostaði það til dæmis fyrir lífeyrisgreiðendur á Dalvík að gera samninga við tryggingafélög um ekki síðri bætur en lífeyrissjóð- irnir veittu? Yfirbygging sjóðanna væri mikil. Hann hefði rætt þetta mál við sparisjóðsstjórann á Dalvík. Lífeyrissjóðsgreiðslur Dalvíkinga næmu 100 milljónum og það myndi kosta hálft stöðugildi fyrir spari- sjóðinn að sjá um þetta. Og það væri hægt að gera margt á Dalvík fyrir 100 milijónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.