Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 23

Morgunblaðið - 01.06.1991, Side 23
Sigurður Karlsson „í öllum þeim umræð- um sem fram hafa farið um uppsagnir Þjóðleik- hússtjóra, bæði manna á meðal og í fjölmiðlum, hefur verið þyrlað upp slíku moldviðri að menn virðist löngu hættir að sjá kjarna málsins.“ menn sem nú eru að störfum í Þjóð- leikhúsinu við undirbúning og æf- ingar fyrstu verkefna næsta leik- árs? En þó að þetta séu atriði sem full þörf gæti verið að ræða þá eru þau ekki grundvallaratriði málsins. Grundvallaratriðið er hvort leik- hússtjóri hafi rétt — og jafnvel skyldu — til að gera þær breytingar á starfsliði leikhússins sem hann telur nauðsynlegar og leikhúsinu og leiklistai-starfsemi þess fyrir bestu. Rétt og skyldu sem aðrir Stjórnendur, bæði í Þjóðleikhúsinu og öðrum leikhúsum, hafa kannski ekki viljað eða treyst sér til að fram- fylgja þó þeir teldu þörf á. í því tilfelli mætti þá segja að um sé að ræða uppsafnaðan vanda sem þarf verulegan kjark og sterka sannfær- ingu til að taka á. Ég hygg að fáir muni treysta sér til að mæla gegn þessum rétti stjórnenda leikhúss „í prinsippinu" þó margir vilji hafa þar ýmsa fyrir- vara á. Má í því sambandi benda á að þau samtök leiklistarfólks sem hafa látið í sér heyra um málið hafa lýst stuðningi við það sjónar- mið nýs Þjóðleikhússtjóra að eðli- legt og jafnvel nauðsynlegt geti verið að gera breytingar á hópi fastráðinna listamanna. Undantekning þar á er ályktun frá hluta stjórnarmanna Bandalags íslenskra listamanna, undir forsæti eins þeirra listamanna sem í hlut eiga, svo og e.t.v. ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags ís- lenskra leikara. í ályktun FIL er aðeins harmað að til uppsagna skyldi þurfa að koma en hvorki harmað né mómælt að þær skyldu framkvæmdar. Enda getur stéttar- félag varla mótmælt því að til- teknum félagsmönnum sé sagt upp starfi og aðrir félagsmenn ráðnir í þeirra stað — að því tilskyldu að ekki séu brotin á þeim lög eða samningsbundin réttindi. Með því væri félagið á vissan hátt að gera upp á milli félagsmanna sinna og mér vitanlega hefur það ekki ve- fengt lögmæti uppsagnanna eða haldið því fram að verið væri að brjóta samninga á fólki. Og hafa ber í huga að hér er aðeins um það að ræða að fólki er sagt upp fastráðningú sem þarf ekki að þýða að þar með séu starfs- kraftar þess endanlega afþakkaðir. ^SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR jÆk_ PLÖTUR í LESTAR J I I SERVANTPLÖTUR 3 I ■ I E I SALERNISHÓLF PJ ‘ * BAÐÞIUUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR LAGER -NORSK HÁGÆÐA VARA Þ.ÞDBGHÍMSSOW&CO Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1991 23 Tiltölulega lítill hluti þein-a leikara sem starfa við atvinnuleikhúsin er fastráðinn og mörg undanfarin ár hafa aðeins tveir verið fastráðnir af þeim mikla fjölda leikstjóra sem starfandi er á landinu. Þó skal alls ekki gert lítið úr þeim umskiptum sem fylgja því að missa starfsör- yggið sem í fastráðningu felst og fara út í þá hörðu lífsbaráttu sem lausamennskan er — og að auki með uppsögn frá Þjóðleikhúsinu á bakinu. Hvaða álit sem menn kunna að hafa á aðgerðum og aðferðum Stef- áns Baldurssonar og mati hans á listamönnum Þjóðleikhússins þá mun það trúlega standa upp úr að leikslokum að hann hafði kjark til að hafa skoðanir á því hvaða ljsta- mönnum Þjóðleikhúsið þarf á að halda til að sinna listrænu ætlunar- verki sínu og manndóm til að fram- fylgja sannfæringu sinni þó óvin- sælt kynni að verða. En hvernig sem þessu máli lýkur yrði það mikill skaði ef leiklistar- fólk ber ekki gæfu til að nota tæki- færið til að ræða og reyna að kom- ast að niðurstöðu um það grundvall- aratriði málsins hvort stjórnendur leikhúsa eigi að hafa rétt til að gera þær breytingar á starfsiiði sem þeir telja nauðsynlegar hveiju sinni. Og þá jafnframt hvort og hvaða hömlur rétt sé að setja þar á með tilliti til nauðsynlegs starfsöryggis listamanna. Slík tækifæri hafa gefist áður því verðandi Þjóðleikhússtjóri er ekki sá fyrsti sem segir upp fólki; það hafa raunar allir fyrirrennarar hans gert í einhveijum mæli, á misjafnan hátt og með misjöfnum árarngri. En umræður um þær upp- sagnir hafa verið sama marki brenndar og þessi umræða nú að þær hafa farið út um víðan völl og síðan koðnuðu þær niður án þess að niðurstaða fengist um aðalatrið- in. í þessari grein var hvorki ætlun- in að svara neinum spumingum sem þetta mál hefur vakið né taka af- stöðu til þessara tilteknu uppsagna. Tilgangurinn með þessum skrifum er fyrst og fremst sá að reyna að beina sjónum manna frá forms- og aukaatriðum og að kjarna málsins í þeirri von og trú að leiklistarfólk vilji leitast við að koma sér saman um niðurstöðu í því sem gæti orðið leiklistinni í landinu til framdráttar. Verði þetta tilefni ekki notað til að finna lausn til frambúðar sem allir geta unað við megum við búast við að fyrr eða síðar komi eitthvað svip- að upp aftur með tilheyrandi illdeil- um og leiðindum sem ekki getur orðið neinum'til góðs. Höfundur er leikari. Hljómdiskur með tón- list Jóns Leifs gefínn út KOMINN er út hljómdiskur með tónlist .Tóns Leifs, „Visions and Images'. Jón Leifs samdi á sjöunda tug tónverka, þar af fjölda verka fyrir sinfóníuhljómsveit með eða án söngs. I bæklingi sem fylgir diskin- um fjallar Hjálmar H. Ragnarsson um Jón Leifs og tónlist hans og segir þar m.a.: „Ómögulegt er að tengja tónlist Jóns Leifs einhveijum ákveðnum straumum í tónlist þessarar aldar eða flokka hana undir einhveija ákveðna tónlistarstefnu. Tónlist Jóns var einfaldlega straumur út af fyrir sig, straumur sem lifði og dafnaði með honum sjálfum án þess að hafa veruleg áhrif á tónskáld- skap annarra manna. Hann fór ein- förum í tónskáldskap sínum og forðaðist áhrif annarra tónskálda." Fjögur hljómsveitarverk eru á hljómdiskinum en þau eru: Geysir op. 51, Þijár myndir op. 44, Land- sýn op. 41 og Hekla op. 52. Flytjendur eru Sinfóníuhljóm- sveit Islands og Karlakór Reykja- Hyómdiskur með tónlist Jóns Leifs gefinn út. víkur undir stjóm Paul Zukofsky. Stjórnandinn Paul Zukofsky (f. 1943 í New York) er þekktastur Tiér á landi sem stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar. Islensk tónverkamiðstöð gefur diskinn út í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit íslands og Ríkisútvarpið, en það var myndarlegur stuðningur Hf. Eimskipafélags íslands sem gerði útgáfuna endanlega að veru- leika. (Fréttatilkynning) FÆKKUH SLYSIKUM! JÖTUNN hf. hefur nú á boðstólum öryggishlffar fyrir allar gerðir drifskafta á landbúnaðarvélum fyrir aðeins 1900 - 3900 krónur! Árlega verða fjölmörg alvarleg vinnuslys í landbúnaði. Á síðasta ári fékk Vinnueftirlit ríkisins tilkynningar um 34 slík slys. Slys af völdum óvarinna drifskafta voru þá önnur algengustu slysin í landbúnaði, samkvæmt slysaflokkun Vinnueftirlitsins. I sumar verða hlífarnar seldar sérlega ódýrt, eða frá 1900 krónum til 3900 króna. Hluti söluverðsins rennur til Slysavarnafélags Islands. DRAGÐU ÚR LÍKUM A ÞVÍ AÐ ÞÚ EÐA ÞÍNIR NÁNUSTU VERÐI FYRIR ALVARLEGU SLYSI. Aflúttak dráttarvélar skal alltaf hafa hlífar í lagi, hvar sem það er á vélinni. Hið sama gildirum reimdrif. Þessi slys kosta bændur og þjóðfélagið allt ómælda fjármuni, auk þeirra miklu mannlegu þjáninga, sem ekki verða metnar til fjár. JÖTUNN hf. hefur nú hafið herferð gegn vinnuslysum í landbúnaði í samráði við Slysavarnafélag íslands, Vinnueftirlit ríkisins, Bændasamtökin, Vátryggingafélag íslands og hollenska fyrirtækið Agritrans, sem framleiðir hlífar fyrir allar gerðir drifskafta. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-67 00 00 SIMI VARAHLUTA OG ÞJONUSTU : 68 65 00 í samráði við: Slysavarnafélag íslands, Vinnueftirlit ríkisins, Bændasamtökin , Vátryggingafélag íslands og Agritrans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.