Morgunblaðið - 01.06.1991, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JUNI 1991
Evrópuviðræður:
Utanríkisráðherra segir stöðu
samninganna nánast óbreytta
EVRÓPUBANDALAGIÐ hefur enn ekki farið fram á tvíhliða viðræð-
ur við Islendinga en Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
segir að við séum reiðubúnir til viðræðnanna ef bandalagið óskar
eftir. En við værum ekki reiðubúnir að veita veiðiheimildir í skiptum
fyrir tollfrjálsan aðgang sjávarafurða. Evrópska efnahagssvæðið og
hugsanlegar tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið voru ræddar í
utandagskrárumræði í gær að beiðni Halidórs Ásgrímssonar (F-Al).
Halldór Ásgrímsson (F-Al)
sagði tilefni þessarar umræðu vera
frétt og viðtal við utanríkisráðherra
um að Evrópubandalagið væri
reiðubúið að hefja tvíhliða viðræður
um rammasamning, jafnhliða
samningaviðræðum um evrópskt
efnahagssvæði. Halldór vildi fá að
vita hvort þarna væri aðeins um
að ræða framhald þeirra viðræðna
sem staðið hefðu allar götur síðan
1976. Hvort verið væri að flytja
deiluna um að veiðiheimildir kæmu
i stað tollaívilnana yfir í formlegrar
tvíhliða viðræður? Við hveija yrði
rætt? Yrði það eingöngu sjávarút-
vegsdeildin eða utanríkismáladeild-
in?
Halldór var þeirrar skoðunar að
mjög varhugavert væri að flytja
ágreiningsmálin yfir í tvíhliða við-
ræður, þótt hann gæti fallist á að
áfram yrði kannað hvort mögulegt
væri að ná rammasamningi um
sjávarútvegsmál og að því loknu,
tekin ákvörðun um hvort gengið
skyldi til tvíhliðna viðræðna. Það
myndi fyrst og fremst ráðast af því
hvort krafan um veiðiheimildir væri
á borðinu af hálfu Evrópubanda-
lagsins.
Óbreytt staða
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra sagði að samnings-
staðan væri nánast óbreytt. Samn-
ingarnir væru áfram á borðum
EES-samninganna, þ.e. um evr-
ópskt efnahagssvæði. Kröfur Evr-
ópubandalagsins um veiðiheimildir
væru óbreyttar. Og við höfnuðum
þeim kröfum og settum fram óskir
um tollfijálsan, hindrunarlausan
aðgang fyrir okkar sjávarafurðir
að markaði evrópska efnahags-
svæðisins. Horst Krenzler aðal-
samningamaður Evrópubandalags-
ins hefði skýrt frá því að bandalag-
ið myndi leita tvíhliða viðræðna við
þær þjóðir sem þessi mál helst vörð-
uðu. Hvað okkur Islendinga snerti,
táknaði þetta að við værum við því
búnir að taka upp tvíhliða viðræður
um einhvers konar samstarfs- eða
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra telur það sína embætt-
isskyldu að framfylgja viðaukuni
búvörusamnings en bendir á að
það sé á valdi Alþingis að sam-
þykkja nauðsynlegar lagabreyt-
'ingar til að þeir komist til fram-
kvæmda.
I gær var umræða utan dagskrár
um búvörusamning þann sem gerð-
ur var milli ríkisins og Stéttarsam-
bands bænda. Steingrímur J. Sig-
fússon (Ab-Ne) vildi fá skýr svör
um hvort staðið yrði við samning-
inn. Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra sagði að það sem sig varð-
aði sem fjármálaráðherra væri sá
hluti búvörusamningsins sem fyrir-
rennari hans hefði skrifað undir.
Það væru viðaukarnir með þeim
fyrirvörum sem væru um samþykkt
Alþingis. Nauðsynlegar lagaheim-
iidir hefðu nú þegar fengist til að
hrinda í framkvæmd þeim skyldum
sem fælust í fyrsta viðauka. Það
rammasamning af því tagi sem
áður hefðu farið fram. Evrópu-
bandalagið hefði enn ekki farið
formlega fram á viðræður en við
værum hins vegar við því búnir.
Enda hefði allar götur síðan 1972
verið ráð fyrir því gert. Núverandi
ríkisstjórn væri tilbúin til, eins og
fyrri ríkisstjórn, að taka upp
tvíhliða viðræður ef Evrópubanda-
lagið óskaði eftir. En hann lagði
áherslu á og ítrekaði að samnings-
staða okkar væri óbreytt. Samn-
ingsstaða Fríverslunarbandalags
Evrópu, EFTA, væri óbreytt og
tvíhliða viðræður táknuðu ekki und-
ir neinum kringumstæðum það að
við værum fallnir frá þeirri grund-
vallarstefnu að veita ekki veiðiheim-
ildir til EB í íslenskri fiskveiðilög-
sögu.
Hjörleifur Guttormsson (Ab-
Ai) sagði „kröfu“ EB um sérstakar
viðræður vera tíðindi. Honum virt-
ust EFTA-ríkin ekki tala lengur
einni röddu. Hluti af EFTA-ríkjun-
um beindi nú EB til sérviðræðna
við íslendinga og að því sem upp-
lýst hefði verið einnig Norðmenn
til að ræða stöðuna. Og á morgun
færu þrír ráðherrar til Noregs. Nú
væri komið að því, að fá skrifað
uppá fórnarkostnaðinn sem ut-
anríkisráðherra hefði verið svo
tíðrætt um í fyrravetur. Kristín
Einarsdóttir (SK-Rv) sagði m.a.
að það væri nú farið að renna upp
fyrir mönnum að EES-viðræðurnar
snerust ekki um fisk heldur fjór-
frelsið svonefnda. Nú bærust af því
fregnir að EFTA væri að hlaupa
frá stuðningi við kröfur Islendinga,
jafnvel heyrst óljósar fréttir um að
samið yrði um evrópskt efnahags-
svæði án þess að ljóst væri hvort
íslendingar fengju að flytja toll-
fijálst inn á markaði EB. Ræðu-
maður sagði kvennalistakonur hafa
bent á að í stað samninga um EES
hefðum við átt að taka upp tvíhliða
viðræður við EB um viðskiptamál
og fara fram á endurbætur á gild-
andi samningi.
gerðir í viðauka nr. 2. Það væri
embættisskylda fjármálaráðherra
að fylgja fram þeim samningi eins
og öðrum þeim samningum sem
fjármálaráðherra hefði skrifað und-
ir. Fyrirvarinn sem gerður væri,
væri um samþykkt Alþingis um
fjárveitingar til þeirra verkefna sem
þar væru nefnd. Fjármálaráðherra
benti á að stundum hefði það gerst
að fjárveitingar hefðu breyst þrátt
fyrir fyrirliggjandi samning. Ráð-
herrann vildi taka það skýrt fram
að með þeim orðum væri hann ekki
að lýsa því yfir að ekki yrði staðið
við samninginn, heldur einungjs að
svara eins skýrt og mögulegt væri
spurningu um embættisskyldu fjár-
málaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon (Ab-
Ne) þakkaði fjármálaráðherra skýrt
svar. Hann liti á það sem sína
skyldu að fullnusta samninginn og
undirbúa þar með nauðsynlegar
lagabreytingar.
Eyjólfur Konráð Jónsson
(S-Rv) greindi frá því að utanríkis-
málanefnd væri um þessar mundir
að fjalla um þessi mál með aðal-
samningamanni okkar. Þessi mál
væru í deiglunni. Allir vissu að þrír
ráðherrar væru á leiðinni til Nor-
egs. En meginatriðið væri að enginn
hefði léð máls á því að veita Evrópu-
bandalagsþjóðum neinar veiðiheim-
ildir innan íslenskrar fiskveiðilög-
sögu. Það væri líka alveg fast að
við krefðumst tollfrelsis fyrir okkar
afurðir. Aðalatriðið væri að við
værum sameinuð um þessi meginat-
riði.
Halldór Ásgrímsson (F-Al)
sagðist skilja það svo, að hér væri
um það að ræða að halda áfram
þeim viðræðum sem hefðu staðið
allt frá 1976. Mikilvægt væri að
sameiginlegur skilningur væri milli
EB og okkar um form viðræðn-
anna. Hann innti nánar eftir því
hvort þessar viðræður yrðu við ut-
anríkismáladeildina eða sjávarút-
vegsdeildina. Ef eingöngu væri um
að ræða framhald á því sem áður
hefði farið fram væri eðlilegt að
þær yrðu við sjávarútvegsdeildina.
Matthías Bjarnason aldursfor-
seti þingmanna setti fyrsta fund
í Alþingi í gær samkvæmt nýjum
þingsköpum og breyttri stjórnar-
skrá. Að aflokinni kosningu kjör-
bréfanefndar var Salóme Þor-
kelsdóttir valin forseti Alþingis.
Að lokinni kosningu forseta
þingsins óskaði Matthías Bjarnason
hinum nýkjörna forseta til ham-
ingju með kjörið og bað hana að
taka við fundarstjórn. Þingforseti
þakkaði aldursforseta fyrir góðar
óskir og þingmönnum fyrir það
traust að kjósa hana til þessa emb-
ættis. Forseti Alþingis vonaði og
vænti þess að þingmenn legðust á
eitt um að veita hinni nýju skipan
brautargengi svo hún mætti verða
þingi og þjóð til framdráttar og
gæfu.
Næst á dagskrá var kjör fögurra
varaforseta þingsins. Geir H. Ha-
arde upplýsti að tekist hefði sam-
komulag milli þingflokkanna um
kjör varforsetanna sem ásamt for-
seta þingsins mynduðu forsætis-
nefnd þingsins. Sjálfstæðisflokkur-
inn gæfi eftir það varaforsetaemb-
ætti sem hann hefði fengið í sinn
hlut ef hann hefði beitt þingstyrk
sínum. Geir sagði þetta vera gert
til að undirstrika þá samstöðu sem
verið hefði um þær breytingar sem
gerðar hefðu verið um daginn og í
þeirri von að samstarf yrði með
sama hætti í hinni nýju forsætis-
nefnd. Þeir vildu láta á það reyna
hvort samstarf allra þingflokka í
forsætisnefnd um þingstörfin gæti
orðið farsælt. En hann lét þess
getið að þessi ákvörðun nú hefði
ekki sjálfstætt fordæmisgildi,
hvorki þegar nýir varaforsetar yrðu
kosnir í haust né síðar.
.Samkvæmt samkomulaginu voru
Jón Helgason (F- Sl), Gunnlaugur
Stefánsson (A-Al), Hjörleifur Gutt-
ormsson (Ab-Al) og Kristín Einars-
dóttir (SK-Rv) kjörin varaforsetar
Alþingis. Forseti Alþingis óskaði
þeim til hamingju með kjörið og
minnti á að sín og þeirra biði mikið
verkefni við að undirbúa þingstarfið
sem hæfist í haust eftir hinum nýju
þingsköpum. Að svo búnu var geng-
ið til kosninga í fastanefndir Al-
þingis.
Ef um eitthvað annað væri að ræða,
yrðu þær væntanlega við utanríkis-
deildina.
Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra áréttaði að ekki
væri verið að flytja samninga okkar
við Evrópubandalagið yfir í tvíhliða
viðræður. Ef formleg ósk bærist frá
Evrópubandalaginu um að taka upp
þráðinn um rammasamning þá
hefðum við lýst því yfir af okkar
hálfu að þær viðræður ættu að fara
fram við utanríkisdeildina þótt það
væri hennar mál hvort hún kallaði
sjávarútvegsdeildina til þeirra við-
ræðna.
Engin breyting hefði orðið á því
að EFTA talaði einni röddu. Afstað-
an væri enn sameiginleg. Hann taldi
þá stund vera að nálgast að fram-
kvæmdastjórn Evrópubandalagsins
gerði sér grein fyrir því að synjun
Islendinga á einhliða veiðiheimild-
um væri pólitísk alvara sem yrði
ekki breytt. Spurningin væri um
jafnvægi í þessum samningum, við
íslendingar héldum því fram að við
þyrftum ekki að taka á okkur ein-
hvern fórnarkostnað sem aðgöngu-
miða að þessu svæði.
Á dagskrá annars fundar Alþing-
is var einungis eitt dagskrármál.
Tillaga um frestun á fundum Al-
þingis. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra mælti fyrir tillögu til þings-
ályktunar um samþykki til frestun-
ar á fundum Alþingis til september- '
loka, nema kalla þyrfti það saman
samkvæmt 23. gr. stjórnarskrár-
innar. Tillagan var samþykkt sam-
hljóða en Salóme Þorkelsdóttir
þingforseti frestaði fundi í hálfa
klukkustund svo fastanefndum Al-
þingis gæfist færi á að velja sér
formenn og varaformenn.
Skilin eftir
Hjörleifi Guttormssyni (Ab-Al)
sagði sérkennilegt að tvö EFTA-ríki
væru að ræða sín á milli hvernig
ætti að ,jafna á merinni", ná jafn-
vægi í heildarsamningum. Hjörleif-
ur taldi að tvíhliða viðræður myndu
veita öðrum EFTA-ríkum færi á að
skilja okkur eftir. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
taldi naunsylegt að taka skýrt fram
að viðræðufundur sá, sem væri fyr-
irhugaður í Ósló að beiðni norska
forsætisráðherrans, væri samráðs-
fundur en alls ekki samningafundur
af neinu tagi. Kristín Einarsdóttir
taldi ljóst að ESS-viðræðurnar væru
komnar í hið mesta óefni og hún
ítrekaði að við hefðum strax átt að
fara í tvíhliða viðræður um allt
samningssviðið, bæði sjávarútvegs-
mál og önnur mál. Ólafur Ragnar
Grímsson (Ab-Rn) sagði að ut-
anríkisráðherra hefði ekki svarað
til um það, ef Evrópubandalagið
færi formlega fram á viðræður,
hvort ekki yrði ítrekað að þær yrðu
eingöngu á grundvelli þeirra við-
ræðna sem fram hefðu farið síðan
1976. Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra sagði þessari
spurningu þegar svarað en vildi
gjarnan endurtaka að engin breyt-
ing hefði orðið; ekki væri verið að
taka þessa samninga um evrópskt
efnahagssvæði og færa yfir í
tvíhliða viðræður. Það eina sem
breyst hefði væri að aðalsamninga-
maður EB hefði loks svarað já-
kvætt áður framkomnum óskum
íslendinga um tvíhliða viðræður;
taka þráðinn upp aftur.
Eftir fundarhléið gerði þingfor-
seti grein fyrir úrslitum af nefndar-
fundunum; hveijir væru nú formenn
og varaformenn fastanefnda þings-
ins. í fundarlok þakkaði þingforseti
öllum þeim sem unnið hefðu að því
að koma hinni nýju skipan Alþingis
á og óskaði þingmönnum og starfs-
fólki Alþingis gleðilegs sumars. Að
svo búnu las Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra forsetabréf sem veitti
forsætisráðherra umboð til að
fresta fundum Alþingis fram til
septemberloka. Samkvæmt þessu
umboði var Alþingi síðan frestað.
Friðrik Sophusson:
Embættisskylda ráð-
herra að framfylgja við-
aukum búvörusamnings
sem eítir stæði væru stuðningsað-
Salome Þorkelsdóttir
kjörin forseti Alþingis
Alþingi frestað
Alþingi var frestað á fimmta tímanum eftir hádegi í gær. Form-
lega verður þessu þingi ekki slitið fyrr en um mánaðamót septemb-
er og október. Þar sem þinginu hefur ekki verið slitið heldur það
enn umboði sínu og er unnt að kalla það saman til aukafundar ef
þörf krefur.