Morgunblaðið - 13.08.1991, Síða 42

Morgunblaðið - 13.08.1991, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 Minning: Þórarínn Guðmundsson menntaskólakennarí í dag verður til moldar fluttur föð- urbróðir minn, Þórarinn Guðmunds- son menntaskólakennari, sá maður, sem ég hvað mestar mætur haft á, allt frá því ég fyrst man eftir mér. Ekki svo að skilja, að mér þyki sem þar hafi verið á ferðinni eitt- hvert ofurmenni, sem allt gat og allt vissi. Að minnsta kosti orkaði hann ekki þannig á mig nema ef vera skyldu þau tvö ár, er ég sat í tíma hjá honum í eðlis- og stjörnu- fræði. Þá var Þórarinn vitaskuld á heimavelli og ekki laust við, að mér hafi, a.m.k. á stundum, fundist, sem hann hefði þvílík tök á þeim fræð- um, að honum væru allir vegir fær- ir. Nei, þær minningar, sem mér eru efstar í huga af þessum óvenjulega frænda mínum, eru af talsvert öðrum toga. Fyrir mér var þessi fyrrum lærifaðir minn fyrst og fremst fádæma skemmtilegur maður, en jafnframt ögn sérkenni- legur, fluggáfaður í ýmsar áttir, en gloppóttur í aðrar. Eg hygg, að Þórarinn hafi af samferðarmönnum sínum verið tal- inn ákaflega vel gefinn maður. Honum gekk alla tíð vel í skóla, tók góð próf og lauk meistaragráðu i erfiðri raunvísindagrein við virtan háskóla vestur í Bandaríkjunum. Honum var alla ævi mjög létt um að hugsa og sérlega liðugt um mál. Þá var hann með afbrigðum þægilegur og lipur í öllum samskipt- um jafnt við kunnuga sem ókunn- uga, háa sem lága. En af öllum þeim mannkostum, sem prýddu Þórarin, þótti mér kímnigáfan einna athyglisverðust. Hún ásamt framúrskarandi frá- sagnarhæfileika féllu einkar vel að mínum smekk. Kom þá ýmislegt til Hann hafði æfar næmt auga fyrir hinu broslega í fari annarra sem og sínu eigin. Þá var hann glettinn mjög og oft sniðugur í til- svörum. Einnig fannst mér mikið til hinna sérsmíðuðu og spaklegu frasa hans koma, sem hann við- hafði ótt og títt við ýmis tækifæri. Eins voru sögurnar hans sérdeilis að mínu skapi. Þær voru jafnan fremur stuttar og hnitmiðaðar, en ekki langar og þreytandi. Hið sama átti við um brandara hans. Þeir votu yfirleitt einfaldir og auðskilj- anlegir, alls óskyldir þessum hvim- leiðu „einu sinni voru Frakki, Þjóð- veiji, ítali og Breti,, spaugsögum, sem svo mjög eru í hávegum hafðar af ýmsum grínurum. En það var önnur hlið á mann- gerð Þórarins, að hann var á ýmsa lund eilítið sérstakur í háttum og viðhorfum. Hann virtist t.d. hafa kýjandi þörf á að koma skemmti- legri sögu áleiðis til þeirra er kunnu að meta góða kímni. Ég varð t.a.m. oftsinnis vitni að því, að Þórarinn kom í heimsókn ti! föður míns í þeim eina tilgangi að segja ein- hveija gamansögu eða brandara, sem nýlega hafði rekið á fjörur Blómastofa FriÖfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Simi 31099 Opiðötlkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. hans. Að því loknu fór hann aftur til síns heima. Tilefni heimsóknar- innar var þá ekki annað. Þá var smekkur Þórarins á veð- urfari mér ávallt undrunarefni. Hann var alsæll í sudda og dumb- ungi, en léttskýjaður himinn var í hans huga teikn um, að óveður væri í aðsigi, hugsanlega hitabylgja með tilheyrandi sól og heiðríkju. Ef gerði slíkt vonskuveður, var að- eins eitt til ráða að mati Þórarins: að leggjast undir feld og sofna uns hrakviðrinu slotaði. Einnig þótti mér sæta furðu, hve óræður Þórarinn var í stjórnmálum. Sjálfur kvaðst hann vera viðrini á þeim vettvangi, a.m.k. hvað hina rammíslensku og lífsseigu flokka- pólitík snerti. í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að greina frá þeim orðaskiptum, sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum milli þeirra bræðra, föður míns og Þórar- ins. Dag einn, þegar kosningar fóru fram til Alþingis, hitti Þórarinn föð- ur minn að máli og spurði hvort hann væri búinn að gera upp hug sinn. Faðir minn svaraði hróðugur eitthvað á þá leið, að sem rótfastur og gallharður sjálfstæðismaður síðan í móðurkviði væri hann ekki í neinum vafa hveijum hann greiddi atkvæði sitt. Ekki nú frekar en endranær. „En þú?“ spurði faðir minn á móti. „Ja, ég fer alltaf eins að, þegar ég kem í kjörklefann," sagði Þórarinn sposkur á svip og hélt svo áfram: „Ég tek upp blýant- inn, lyfti honum upp þar til ég hef staðar numið í um það bil hálfs metra hæð beint fyrir ofan kosn- ingaseðilinn. Þá lygni ég aftur aug- unum og sleppi blýantinum og merki svo við þann bókstaf, sem blýantsoddurinn lendir á. Nema hann lendi á D. Þá geri ég aftur!“ Svp hló hann ógurlega. I minningu minni um Þórarin kemur mér að síðustu í hug saga, sem mér finnst við hæfi að gera að Iokaorðum. Þórarinn hafði verið við nám í borginni Superior í Banda- ríkjunum. Eitt sinn er hann var í leyfi hér heima á íslandi, vatt sé að honum maður, sem spurði: „Hvort ert þú Þórarinn Guðmunds- son seníor eða Þórarinn Guðmunds- son júníor?“ Þá svaraði Þórarinn að bragði: „Ég er Þórarinn Guð- mundsson súperíor!“ Blessuð sé minning Þórarins Guðmundssonar súperíor. Guðmundur Edgarsson Enn er skarð höggvið í röð okkar Laugarvatnsstúdenta frá 1957. Þórarinn Guðmundsson er nú kvaddur langt um aldur fram hinn fimmti af 27 manna hópi. Hann kom í bekkinn haustið 1955 þegar við vonim að byija í 3.bekk og dró að sér athygli hinna heimavönu með sérstæðu fasi og glaðlegu viðmóti. Okkur hafði bæst góður liðsmaður í fremur lokað samfélag, skemmt- inn og glaðsinna en í raun hlédræg- ur og fullkomlega laus við hvers kyns ágengni. Þessum fríða og gló- hærða Reykjavíkurdreng af Vestur- götunni fylgdi einhver heimsborg- arablær. Hann var náskyldur og handgeginn landsfrægum lista- mönnum, hafði m.a. setið við fót- skör fremstu manna skáklistarinnar og var meiri skákmaður sjálfur en við höfðum áður kynnst í okkar hópi. Yfirlætið var honum þó fjarri skapi, hann naut þess að laða fólk að sér og miðla því af góðri lund sinni og léttu geði. í Reykjavíkur- ferðum stóð heimili hans okkur opið, hvort sem var á nóttu eða' degi, og virtust mér þær heimsókn- ir gleðja hans góðu foreldra því meir sem þær urðu fjölmennari og gestir þaulsætnari. Alls þessa og ótals margs fleira er gott að minn- ast á kveðjustund. Þórarinn var fæddur í Reykjavík 4. maí 1936, sonur hjónanna Guð- mundar Ágústssonar skákmeistara og Þuríðar Þórinsdóttur tónskálds Guðmundssonar. Hann lauk B.A. prófi í stærðfræði og eðlisfræði við Háskóla íslands 1962 og M.S. prófí í eðlisfræði við Wisconsin háskóla í Bandaríkjunum 1969. Kennslu stundaði hann meðfram námi allt frá 1959 m.a.við Flesborgarskóla 1960-62 og við Menntaskólann að Laugarvatni 1962-64. Kennari og lengst af deildarstjóri við Mennta- skólann í Reykjavík var hann frá 1964 til æviloka. Á síðari árum fékkst hann allmikið við ritstörf m.a. námsefnisgerð og þýðingar. Við Þórarinn urðum samkennarar við Menntaskólann í Reykjavík um árabil og er allt okkar starfsbræðra- lag þar einkar ljúft í minningu. Fyrrnefndir eiginleikar hans: að draga að sér athygli án nokkurrar ágengni nutu sín afar vel í kennslu að sögn nemehda hans og hafa líklega átt mestan þátt i vinsældum hans sem kennara og óumdeildum afburða árangri á því sviði. Þórarinn var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Sólveigu Magnús- dóttur, eignaðist hann tvær dætur, Þuríði og Kristínu. Eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigríði Steingríms- dóttur, kvæntist hann 1968, dætur þeirra eru Agla Huld og Helga Dröfn. Snemma á sl. vetri kenndi Þórar- inn þess sjúkdóms sem nú hefur orðið honum yfirsterkari. í desem- ber gekkst hann undir hættuiega skuraðgerð og lá milli heims og heljar vikum saman. Hann náði sér þó furðuvel og um skeið virtist um góða batavon að ræða. Sú von reyndist þó aðeins reist á hörku hans sjálfs og öflugu þreki í bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Enda þótt Þórarinn væri manna ræðnastur í félgsskap, einlægur og opinskár, var hann jafnan fátalaður um eigin hagi. Þó gat hann átt það til að tjá fyrir vinum sínum ánægju yfir velfarnaði sínum og sinna. En á það sem mótdrægt var minntist hann ekki og fór þó síður en svo varhluta af slíku: elsta dóttir hans lést um tvítugt eftir langvarandi vanheilsu. Ég kom að sjúkrabeði hans viku áður en hann lést. Hann var þá farinn að kröftum og vissi greinilega að hvetju dró. Samt tókst honum að sýna mér bros sitt og glettni í augum, og enn var það hann sem miðlaði hinum sem ekk- ert amaði að. Stephan G. Stephansson kvað um látinn samferðarmann sinn: Hreifur frara á hinstu stund hann um mein sitt þagði, faldi sína opnu und undir glöðu bragði. Þessi hittna og hraustlega mannlýs- ing þykir mér fullkomlega hæfa fornvini mínum Þórarni Guðmunds- syni. Ég kveð hann með þakklæti og bið um styrk og æðruleysi handa ástvinum hans. Kristinn Kristmundsson Að kveðja elskulegan bróður hinsta sinni er sárara en tárum taki. í samheldinni fjölskyldu hang- ir lífsþráður allra meðlima saman á einn eða annan hátt. Þannig var það og er hjá okkur. Þórarinn var fumburður foreldra okkar, Þuríðar Þórarinsdóttur og Guðmundar Ágústssonar. Hann var alnafni og eftirlæti afa og dvaldi langtímum saman á heimili hans og ömmu Önnu'á Laugavegi 13. Sumrunum eyddu báðar fjölskyld- umar í unaðsreitnum í kvosinni milli Grafarholts og Keldna. Þar stóðu tvö lítil hvít sumarhús með rauðum þökum og biðu komu okkar á hveiju vori. í maí var hafist handa við að mála allt eða betrekkja, gróð- ursetja og síðan voru heilu búslóð- imar fluttar í bakarísbílnum. Þarna vom svo fjölskyldunar tvær samn sem ein á hveiju sumri í meira en áratug, mamma og pabbi, við systk- inin, Ivar móðurbróðir og þijú börn hans auk ömmu og afa. Mjög gestkvæmt var á báðum heimilum öllum til mikillar ánægju. I okkar hús komu ungir sem aldnir skákmenn og var ýmist teflt inni eða úti, en þess á milli var spilaður borðtennis eða farið í leiki. í húsi ömmu og afa komu tónlistarmenn auk fjölmargra vina og kunningja. Þar var gjarnan tekið í spil eða leik- in tónlist. Andrúmsloftið á báðum heimilum einkenndist af glaðværð og mannkærleika. Við börnin töld- um okkur vera ómissandi í hveijum leik, enda aldrei látin finna annað. Á kvöldin söfnuðumst við börnin saman í herbergi ívars móðurbróður og hlýddum á magnþrungna frum- samda framhaldssögu hans, sem á hveiju kvöldi lauk er spennan var í hámarki. Þetta er í hnotskum sá jarðvegur sem Þórarinn og við hin erum sprottin úr. Hver var hann svo hann Þórarinn bróðir? Gagnvart okkur systrunum var hann fyrst og fremst umhyggju- samur. Hann hafði góða nærvem, var þolinmóður og hjálpsamur, en mjög stríðinn. Sjaldan gekk hann svo framhjá okkur að hann gæfi ekki klapp á koll eða kinn. Að eðlisf- ari var hann hægur og yfirvegaður húmoristi, sem þó lagði jafnvel á sig ómælt erfiði til að geta strítt eða hlegið að okkur. Allt var þetta þó græskulaust gaman. Mörg atvik koma upp í hugann. Sem dæmi má nefna er ein systr- anna lá í rúminu í leti sinni á sunnu- dagi eftir hádegi og hann kallaði upp og spurði hvort hún vildi súpu. Já takk kom úr efra. Síðan heyrð- ist hægt fótatak í stiganum, svo hægt að það var farið að bera á óþolinmæði hjá viðkomandi eftir súpunni. Lokst kom þó Þórarinn inn í herbergið með súpudiskinn rétt eins og hann væri að brenná gat á fingur sér, gekk hægt eftir herberg- isgólfinu og að rúminu. Með sárs- aukasvip skellti hann súpudiskinum yfir sængina og ein okkar fann fyrir brunatilfinningu. En auðvitað hafði diskurinn verið tómur allan tímann. Hlátur sá sem fylgdi í kjölf- arið er ógleymanlegur. Margt svip- aðra atvika er að minnast. Þórarinn lagði á sig mikið erfiði Erfídrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um eriidrykkjur fyrir allt að 300 manns. f boði eru snittur með margvíslegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjöma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl. Með virðingu, FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVlKURFLUGVELLI, 101 RFYKJAVlK SIMI 91-22322 við að koma okkur til mennta. Þær eru ófáar stundirnar, sem hann leið- beindi okkur í stærðfærði, eðlis- færði eða efnafræði og allt var það miklu meira en sjálfsagt. Ein kennslustund hjá Þórarni nægði gjarnan til þess að skilja annars óskiljanlega hluti í þessum fræðum. Honum tókst meira að segja að telja okkur trú um að við gætum staðið okkur með prýði á hvaða sviði sem væri. Að þessu leyti var hann enginn eftirbátur pabba og mömmu, sem trúðu því að það gerði börnum ekkert nema gott að hæla þeim. Þórarinn var einkar hógvær varð- andi allt er viðkom honum sjálfum. Þannig lauk hann BA-prófi í efna- fræði og eðlisfræði frá Háskóla Is- lands árið 1965, án þess að nokkur yrði var við. Með náminu stundaði hann jafnframt fulla kennslu. Þá lauk Þórarinn MS-prófi í eðlisfræði frá Wisconsin State University árið 1969 með afburða námsárangri, án þess að mikið færi fyrir því. Hann var þó óspar á að hæla þeim sem í kringum hann voru fyrir hvers kyns afrek, jafnvel minniháttar. Eiginkona Þórarins er Sigríður Steingrímdóttir, ættuð frá Olafs- firði. Hún hefur veitt honum ómælda umhyggju og þá ekki síst í veikindum hans. Elstu dóttur sína, Þuríði, missti Þórarinn árið 1980 aðeins tvítuga að aldri og var það honum og fjölskyldunni mikið áfall. Eftir standa augasteinarnir hans, dæturnar þijár, Kristín, Agla Huld og Helga Dröfn hver annarri efni- legri. Við viljum fyrir hönd fjölskyld- unnar þakka frábæra umönnun sem Þórarinn hlaut á Landspítalanum, bæði á gjörgæsludeild og deild 11 G. Sérstakar þakkir færum við Herði Alfreðssyni lækni. Megi góður Guð að styrkja okkur öll á erfiðri stund. Anna Þóra, Ágústa og Steinunn Við fráfall Þórarins Guðmunds- sonar leita margar minningar á hugann. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar faðir hans, Guðmund- ur Ágústsson, tók mig, 12 ára snáða, með sér upp í sumarbústað sinn við Grafarholt til þess að tefla við sig. Guðjnundur var þá einn fremsti skákmeistari landsins og helsti máttarstólpinn í skáklífinu. Á heim- ili hans á Vesturgötu 46 vorum við strákarnir í Taflfélaginu heima- gangar á æskuárunum. Þótt átroðn- ingur af völdum okkar skákrolling- anna hafi verið ærinn fundum við aldrei á húsmóðurinni, Þuríði Þórar- insdóttur eða Dóu eins og hún var jafnan kölluð, neitt annað en að við værum hjartanlega velkomnir hvernig sem á stóð. Það sem úr- skeiðis fór af okkar hálfu afgreiddi Dóa með vinsamlegri kímni og inni- legum hlátri. Ungur bast ég Guðmundi og fjöl- skyldu hans vináttuböndum. Eg var tíður gestur á Vesturgötunni á meðan Guðmundur lifði. Tengslin við fjölskylduna hafa aldrei rofnað þótt einkum hafi leiðir okkar Þórar- ins legið saman. Við vorum sam- kennarar við Menntaskólann að Laugarvatni í 2 ár og Menntaskól- ann í Reykjavík í 1 ár. Við tefldum saman í skákklúbbum, fórum í gcnguferðir, spiluðum og spjölluð- um. Þórarinn var miklum mannkost- um búinn. Hann erfði hæfileika foreldra sinna í ríkum mæli, kímnina, sköpunargáfuna, greind- ina, dugnaðinn og velviljann. Þórar- inn hlaut góða menntun. Hann sýndi bæði harðfylgi og metnað þegar hann tók sig upp frá kennara- starfinu og lauk meistaraprófi í eðlisfræði í Bandaríkjunum. Allir þessi kostir hans nýttust honum vel í ævistarfi hans sem kennari og deildarstjóri í eðlisfræði við Menntaskólann í Reykjavík, enda var hann jafnan í miklu áliti sem góður og skemmtilegur kennari. Á síðustu árum lagði Þórarinn mikla rækt við ritstörf. Hann tók saman spilabók og þýddi bækur um skák, brids og eðlisfræði. Öll þessi störf fóru honum einkar vel úr hendi. Þórarinn víkkaði stöðugt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.