Morgunblaðið - 13.08.1991, Side 45

Morgunblaðið - 13.08.1991, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 45 GÆLUDÝR Tók hrafnsunga í fóstur Grétar Hannesson varð heldur en ekki undrandi þegar hann var á gönguferð með föður sínum um Svartagil í Þingvallasveit í maí síð- astliðnum og þeir feðgar gengu fram á lifandi hrafnsunga. Unginn hafði greinilega orðið viðskila við foreldra sína, hann var kaldur, horaður og tísti ámátlega. Grétar vissi að ef hrafnsunginn yrði skilinn eftir myndi hann innan skamms deyja úr hungri og vosbúð. Hann spurði því pabba sinn hvort hann fengi ekki að taka hann heim og hlúa að honum þar. Leyfið var veitt og síðan fluttu þeir ungann til heimilis þeirra í aust- urhluta Reykjavíkur. í borginni var hrafninn fljótur að ná sér enda var hvergi sparað við hann í mat. Þrátt fyrir að hann hafi vaxið og dafnað í sumar og sé nú orðinn að myndarlegasta hrafni er ekkert far- arsnið á honum. Grétar hefur því eignast fremur óvenjulegt gæludýr sem er hefur til þessa ekki fengist í gæludýraverslunum í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagðist Grétar hafa langað í gæludýr en ekki hafa grunað að það yrði með þessum hætti. „Það hefur verið mjög gaman að hafa krumma í fóstri. Við pabbi smíðuðum búr handa honum inni í bílskúr og þar sefur hann. Við geymum hann líka í búr- inu þegar nágrannarnir grilla því annars stelur hann öllu kjötinu frá þeim. Að öðru leyti er hann úti mestallan daginn en þegar hann þreytist vill hann komast inn í búrið og hvíla sig. Hann fer sjaldan langt frá húsinu og aldrei lengi í einu. Hann er af- skaplega gæfur og hræðist yfirleitt ekki ókunnuga. Ég veit reyndar ekki hvers kyns hann er en við skírðum hann ígor. Nafnið var valið vegna þess að hjálp- armaður Frankensteins hét ígor en einnig er það fornafn Sikorskys, hins kunna þyrlusmiðs." Grétar segir að fá vandamál fylgi því að hafa hrafn sem gæludýr. „Hann fær ekki að koma inn í íbúð- arhúsið og búrið geymum við inni í bílskúr. Hann getur verið stríðinn en börnunum í götunni finnst samt mjög gaman að leika við hann. Honum finnst líka mjög gaman að leika sér en ef þau gerast of ágeng, getur hann orðið smeykur. Þá hleypur hann undir bíl og kemur ekki aftur fyrr en látunum hefur linnt. Hundar og kettir hér í ná- grenninu hafa yfirleitt látið hann í friði. ígor er þó á varðbergi gagnvart þeim og ef honum finnst þeir vera komnir fullnærri sér, reisir hann upp kambinn og krunkat' reiðilega. Þá eru dýrin ekki lengi að forða sér.“ Það þarf að sinna Igori eins og öðrum gæludýrum. Grétar hreinsar búrið hans reglulega og veitir honum félagsskap. „Mig langar til að kenna honum einhveijar listir en slíkt er örugglega tímafrekt og ég hef aldr- ei tamið _dýr áður. Svo getur það gerst að ígor fljúgi frá okkur einn góðan veðurdag. Ennþá er hann bara ungi en þeg- ar hann verður kynþroska getur vel verið að hann fljúgi í buríu í maka- leit eða þá að einhver maki finni hann. Gerist slíkt viljum við alls ekki hindra það. ígor ræður því sjálfur hvort liann fer eða verður um kyrrt enda gæti ég ekki hugsað mér að lialda honum hér nauðugum," sagði Grétar Hann- esson að lokum Grétar Hannesson og Þórir Reynir Þórisson ásamt hrafninum Igor. Morgunbladið/Árni Sæberg ígor er mjög gæfur og hér leyfir hann Grétari að halda á sér. Stefán Halldórsson, sæbarinn Austfirðingur kominn í höfn. AUSTFIRÐIR Aldamótabarn Hann er á dvalarheimilinu — Stebbi á Höskuldsey, eins og við köllum hann. „Ég er Austfirðing- ur. Það má segja aldainótabarn. Fæddur 9. júní 1903 í Sandvík. Til- heyrir Norðfjarðarhreppi. Þar voru 7 býii eða fleiri þá en nú auðn. Þar var stutt í sjóinn. Foreldrar mínir, Elísabet Bi-ynjóifsdóttir og Halldór Halldórsson. Ég man ekkert eftir mér þar. Þá lá leiðin til Fáskrúðs- íjarðar að Fögruey. Þar stofnaði pabbi verslunarfélag. Það stóð stutt. Síðan í Hafnarnes. Þegar hvalstöðin á Fögruey lagðist niður fór eigand- inn, kafteinn Bovl til Suður-Afríku. Hann gaf pabba timbur í lítið hús. Við vorum 6 systkinin. Ég er einn eftir. Byijaði snemma á sjó. Við bræðurnir fengum að fara í skekt- unni til að afla til matar. Mörg býli voru á Hafnarnesi. Það var verstöð. Komst í nær 100 íbúa. Öll björg var úr sjónum. Mannlífið gott, en ekki mikið um skemmtanir. Það var sótt stutt á mið, en svo komu trillurnar og þá var lengra sótt. Það þótti sjálfsagt fyrir unga menn að fara til Vestmannaeyja á vertíð. Ég fór þangað ungur maður. Þá voru bátarnir ekki stórir, svona 8 tonna. Ég var fyrst með Árna Finnboga á útveg Gísla J. Johnsen. Það var fínn maður, já báðir. Ég var einnig hjá Þórði á Bergi. Hann var kraftajötunn og mér óskiljanlegt hveiju hann gat lyft. Hann var allt- af ljúfur. Ekki liefði verið gott að hafa hann reiðan móti sér með alla þessa krafta. Ég var lengst hjá hon- um. Við fiskuðum vel að þeirra tíma hætti. Já, ég kom víða við. Ég kvæntist ungur Ástu Þorbjarnar- dóttur. Við eignuðumst einn son, Halldór. Missti hana eftir stutta sambúð, en var svo heppinn að eign- ast aðra konu, Gyðu Jónsdóttur frá Breiðafirði. Það var til þess að ég flutti mig um set. Fékk ábúð í Bílds- ey hjá Olafi Hvanndal, þá eiganda hennar. Það var 1940. Og með eyja- gangi fór ég á vertíð. Við gátum ekki lifað á því sem eyjan gaf. Égv var með Markúsi Þórðarsyni. Svo náði ég í Höskuldsey, þar var viti, og mikið af fugli og dún og sára- stutt á miðin. Þar leið okkur Gyðu vel. Ég frétti af því að Höskuldsey væri laus og fór strax til Reykjavík- ur og ræddi við vitamál og það var auðsótt. Við vorum seinast í Elliða- ey, en svo urðum við að flytja í land, það gerði léleg heilsa konunnar. Og í Stykkishólmi hefi ég verið síðan og nú eftir lát Gyðu, á dvalarheimil- inu og líður vel. Vissulega var gott að búa á eyjun- um og þar var oft gestkvæmt á þeirra tíma vísu. Svo kom talstpðin og ekki spillti það, en hún var ekki ofbrúkuð. Nei, það ar farið vel með allt en á eyjunum skildi ég talið frá í gamla daga um matarkistuna á Breiðafirði. En eyjarnar fóru í eyði hver af annarri. Það gerði fólksfæð- in. Eyjarnar krefjast mannafla. En hann var ekkhfyrir hendi. En ég hefí verið lánsamur um dagana og í æsku var mér gefin létt lund,“ segir Stebbi að lokum. ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 9 -105 Reykjavík Sfmar 624631 /624699 HERRASK0R Kr. 1.995.- Útsalan er hafín Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212. BORGARTÚN 29, SÍMI 20640 t r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.