Morgunblaðið - 13.08.1991, Síða 52
ffgmtfrlafrife
SYKURLAUSfMf^
ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
A
Alsamningur í öllum meginatriðum frágenginn:
Forsvarsmenn Atlantsáls
telja byggingu álvers vísa
Frá fundi álviðræðuað-
ila með fréttamönnum í
gær. Frá vinstri eru dr.
Jóhannes Nordal for-
maður álviðræðunefnd-
ar, Jón Sigurðsson iðn-
aðarráðherra, Paul
Drack stjórnarformað-
ur Alumax og Per Olaf
Aronsson forstjóri
Granges.
ísinn brotinn fyrir frekari samninga
um stóriðju hér á landi, segir formað-
ur íslensku álviðræðunefndarinnar
EFNISLEGT samkomulag hefur tekist um öll meginatriði samning-
anna milli Islands og Atlantsálsfyrirtækjanna um nýtt álver á
Keilisnesi. Þetta var staðfest á fundi forstjóra álfyrirtækjanna
Þr*g83a sem niynda Atlantsál og íslenskra viðræðuaðila í gær. í
kjölfar þess fundar var greint frá þessu samkomulagi á fundi
með fréttamönnum. Jóhannes Nordal, formaður islensku álvið-
ræðunefndarinnar, segir að samkomulagið bijóti ísinn fyrir frek--
ari samninga um stóriðju hér á landi.
Þeir Paul Drack, stjómarfor-
maður Aiumax, Bond Evans for-
stjóri Alumax, Max Koker for-
stjóri Hoogovens og Per Olaf Ar-
onsson forstjóri Gránges sögðu
allir að þótt fjármögnunarviðræð-
um væri ólokið og endanlegir
samningar yrðu ekki lagðir fyrir
stjórnir fyrirtækjanna fyrr en í
byijun næsta árs, teldu þeir að
Atlantsál myndi reisa nýtt álver á
Keilisnesi.
Paul Drack stjórnarformaður
Alumax og Jón Sigurðsson iðnað-
arráðherra sögðu að í kjölfar þess-
arar staðfestingar gætu Atlant-
sálsaðilamir nú snúið sér alfarið
að því að semja við bankastofnan-
ir og lánveitendur á hinum alþjóð-
lega fjármagnsmarkaði um fjár-
mögnun framkvæmdanna.
Drack sagði að bankar í tveimur
löndum á meginlandi Evrópu
hefðu þegar sýnt áhuga, en meiri
óvissu gætti hvað varðar áhuga
bandarískra banka. Ráðherra
sagði að heimildarlagafrumvarp
<*^yrði lagt fram á Alþingi á þeim
grundvelli sem staðfestur hefði
verið í gær.
Dr. Jóhannes Nordal formaður
íslensku álviðræðunefndarinnar
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær að hann teldi það samkomu-
lag sem nú lægi fyrir mjög vel
ásættanlegt, en það væri að sjálf-
sögðu ekki gott að segja nákvæm-
lega til um hvernig heildarútkom-
an yrði. „Þessu fylgir náttúrlega
afskaplega margt annað, og
margvíslegar aðrar tekjur sem við
komum til með að hafa af raforku-
samningnum," sagði Jóhannes.
„Þá tel ég það ekki síður mikil-
vægt að með þessum samningum
btjótum við að mörgu leyti ísinn
að nýju. Það hefur verið stöðnun
í uppbyggingu orkufreks iðnaðar
hér og ég tel afar mikilvægt að
samningar þessir leiði til fram-
kvæmda, og opni þannig fyrir
áframhaldandi fjárfestingum í
þessum greinum á íslandi."
Jóhannes sagði jafnframt: „Ég
tel að þróun efnahagslífsins geti
ekki orðið nema upp á við á næstu
sex til níu mánuðum, sem er jú
sá tími sem þarna skiptir máli.
En það er bara spumingin um
hversu hratt batinn á sér stað. Því
hraðar sem hann kemur, þess mik-
ilvægara, því tímaáætlunin er
þröng fyrir okkur. Við þurfum að
geta byijað framkvæmdir næsta
vor.“
Sjá frásögn af fundi álvið-
ræðuaðila með fréttamönn-
um í gær á bls. 13.
Morgunblaðið/Bjarni
Ósk þjóðþings Litháen vegna atburða þar:
Island fjalli um valdbeit-
ingu fyrir Oryggisráðinu
ÞJÓÐÞING Litháen hefur beðið ríkisstjórnir íslands og Danmerkur
að fjalla í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um valdbeitingu af hálfu
Sovétríkjanna og leita sjálfstæði Litháens vemdar. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra segir upplýsingar vanta um atburði
undangenginna vikna í Litháen. Erfitt sé að bregðast við erindinu
meðan engar sannanir liggi fyrir um ábyrgð á morðum landamæra-
varða þar. Litháísk stjórnvöld þurfi að láta í té niðurstöður hlutlægr-
ar rannsóknar svo unnt sé að fara með málið fyrir Öryggisráðið.
Jón Baldvin segist telja stutt í
formlegt stjómmálasamband við
Litháen, hann geti þó ekki sagt
Forsætisráðherrar Norðurlanda:
Sameiginlegnr vilji til
•að ljúka EES-samningi
FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna lýstu í gær yfir sameigin-
legum vilja sínum til að leggja sitt af mörkum til að ljúka megi
samningum um Evrópskt efnahagssvæði í næstu samningalotu Evr-
ópubandalagsins og EFTA, sem fram fer í september. Ráðherrarnir
gáfu út yfirlýsinguna í lok fundar síns, sem haldinn var í Reykjavík
í gær.
„Til að samningar um Evrópskt
efnahagssvæði geti gengið í gildi
samhliða stofnun hins innri mark-
aðar Evrópubandalagsins hinn 1.
ianúar 1993 er nauðsynlegt að full-
*gerður samningur verði undirritað-
ur í haust,“ segir í yfirlýsingu ráð-
herranna. Þar segir einnig: „Til að
tryggja að þessi víðtæki og mikil-
vægi samningur geti tekið gildi, er
nauðsynlegt að bæði EFTA-ríkin
og aðildarríki Evrópubandalagsins
leggi sitt af mörkum til að fundin
•'erði lausn á þeim álitamálum, sem
'*enn eru óútkljáð."
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, vísaði því á bug í
gær að hann væri að gæla við hug-
myndir um EES-samning án Is-
lands og Noregs. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að aðeins ef
allt annað þryti, væri hugsanlegur
t.d. tvíhliða samningur Svía við EB
sem millibilsfyrirkomulag þar til
Svíþjóð yrði veitt aðild að bandalag-
inu.
Gro Harlem Brundtland leggur í
viðtali við Morgunblaðið áherslu á
að allir samningsaðilar verði að
leggja eitthvað af mörkum til þess
að EES-samningur megi nást í
haust.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði á blaðamannafundi forsætis-
ráðherranna í gær að ekkert benti
til að ísland sækti um aðild að EB
á þessari öld, og að ef’ EES-samn-
ingarnir færu út um þúfur, myndi
líkurnar á umsókn frekar minnka
en hitt.
Fundur ráðherranna var reglu-
bundinn sumarfundur, en forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna hittast
að jafnaði tvisvar á ári. Auk EES-
viðræðnanna var á dagskrá fundar-
ins skýrsla samstarfsráðherra
Norðurlanda um norrænt samstarf
og þróun þess með hliðsjón af EES-
samningunum. Einnig var rætt um
ástandið í Eystrasaltslöndunum og
Júgóslavíu og fleiri evrópsk málefni.
Sjá fréttir á bls. 22 og viðtal
við Gro Harlem Brundtland á
miðopnu.
nákvæmlega hvenær. Málið sé til
umfjöllunar í ríkisstjórn og einungis
eigi eftir að fullnægja nokkrum
formsatriðum. Landsbergis, forseti
Litháen, hafi í bréfi lýst áhuga á
að Jörundur Hilmarsson málvísinda-
maður verði ræðismaður landsins á
Islandi. Jörundur segist búast við
að svara kalli verði stjórnmáíasam-
band tekið upp og starfíð muni þá
aðallega felast í milligöngu um sam-
skipti landanna.
Beiðni þjóðþings Litháens um
aðstoð barst í upphafi mánaðarins
í ályktunarformi. Eyjólfur Konráð
Jónsson formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis segir málið hafa,
verið rætt í nefndinni og samstaða
ríkt um að taka erindinu af fullri
alvöru. Þó þurfi að athuga það bet-
ur áður en hlaupið sé til.
Paul Schliiter forsætisráðherra
Danmerkur sagðist í gær ekki geta
sagt til um afstöðu stjórnar sinnar.
Utanríkismálanefnd danska þings-
ins hefur enn ekki komist til að
ræða beiðni Litháa, að sögn Þor-
steins Ingólfssonar ráðuneytisstjóra
í utanríkisráðuneyti.
Jón Baldvin Hannibalson segir
ekki hægt að ásaka Sovétstjórn í
Öryggisráði SÞ án frekari sannana,
helst þurfi niðurstöður dómsrann-
sóknar að liggja fyrir.
Formaður utanríkismálanefndar
segist telja að formlegt stjórnmála-
samband við Litháen hljóti nú að
vera skammt undan.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir vilja Alþingis og ríkisstjórnar
liggja fyrir, spurningin sé ekki hvort
heldur hvenær. Menn vilji sjá hvort
samningar Litháens og rússneska
lýðveldisins séu gild viðurkenning
að þjóðarétti og hvort Litháen geti
síðan tryggt sendimönnum aðgang
að landinu og frá því. Svarið við
því hvenær stjórnmálasamband
verði tekið upp grundvallist á því
sem Litháen sé fyrir bestu.
Skaftár-
hlaup tekið
að réna
„HLAUPIÐ virðist vera að
réna,“ sagði Oddný S. Gunn-
arsdóttir húsfreyja í Hvammi
í Skaftárdal í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöld.
„Það er hætt að vaxa hérna
fyrir utan og okkur virðist
það vera að fjara. Það gerist
yfirleitt nokkuð hægt.“
Samkvæmt Snorra Zóphon-
íassyni vatnamælingamanni
hefur Skaftá lækkað verulega
þó áhrif þess hafi rétt verið
farin að sjást í Skaftárdal í
gærkvöld. Hún mun síðan halda
áfram að lækka uns venjulegu
rennsli er náð.
Snorri varð ekki var við að
gos undir eystri Skaftárkatli í
fyrrinótt hefði nein áhrif á
rennsli árinnar. „Hún hélt
áfram að lækka eins og hennar
er háttur. Línuritin sýndu enga
breytingu.“
Sjá bls. 23.