Morgunblaðið - 28.09.1991, Side 15

Morgunblaðið - 28.09.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 15 Steyptur bílskúr í Gijótaþorpi? eftir Guðrúnu Jónsdóttur Fyrirhuguð bílskúrsbygging á mótum Mjóstrætis og Fischer- sunds hefur vakið óvenjulega and- stöðu. Nágrannar hafa mótmælt og núverandi og fyrrverandi stjömir íbúasamtaka Gijótaþorps hafa mótmælt breytingum á upp- haflega samþykktum teikningum. Byggingamefnd hefur stöðvað framkvæmdir og málið er til um- fjöllunar í borgarkerfinu. Enn ein leiðinleg nágranna- deila? Nei: Hér er um að ræða grundvallardeilu milli húsvemdar- manna og skipulágsleysis skipu- lagsaðila. í byijun aldarinnar biðu hestar eftir járningu í garði Hildibrands- húss efst í Fischersundi. Gamalt hesthús var rifíð í sumar þar sém fyrirhugaður bílskúr á nú að rísa. Aður fóm íbúar í Gijótaþorpi allra sinna ferða fótgangandi eða ríð- andi. Þannig er Gijótaþorpið. Fullt af minningum. Ekki bara hús byggð á ákveðnu tímabili heldur byggingarstíll (húsagerð, efnisval, breidd gatna) sem endurspeglar ákveðinn lífsmáta. Ætti aftur að hafa hesta í Gijótaþorpinu? Auðvitað ekki. En húsvemdarmenn og aðrir geta vonandi sameinast um einfalda hugmynd: Að Gijótaþorpið varð- veiti áfram svipmót aldamótanna án þess að hafnað sé lágmarkskr- öfum um nútíma lífsþægindi. Þetta er hægt án þess að glata uppruna- legu yfírbragði þorpsins eins og sannast hefur í ótalmörgum borg- um í Evrópu. Range Rover er glæsilegur bíll. En þarf að skemma það sem íbúar Gijótaþorps og við hin viljum ein- mitt varðveita til þess að veita honum skjól í þessu rótgróna hverfí. Á að byggja yfír hann á þann veg að aldargömul götulína sé rofín? Á að byggja steinsteypu- hús í rótgrónu bárujárnshverft? Auðvitað eiga íbúarnir í Gijóta- þorpi bíla rétt eins og aðrir Reyk- víkingar. Eðlilegt væri að þeir hefðu aðgang að nýbyggðri bílag- eymslu við Vesturgötu, sem er tóm á kvöldin og um nætur. íbúasam- tök Gijótaþorps fóru fram á það en borgaryfirvöld virðast frekar vilja að húsið standi autt en bjóða íbúum slíka þjónustu á hóflegu verði. Undanfarin ár hefur margt gott verið gert í Gijótaþorpinu en einn- ig margt slæmt. Til að forðast slys þarf að setja fram ákveðnar stílkr- öfur fyrir nýbyggingar á slíkum stað. I grónum hverfum ætti að vera skylda að virða m.a. það Starfsmenn RÚV: Guðrún Jónsdóttir „Range Rover er glæsi- legur bíll. En þarf að skemma það sem íbúar Grjótaþorps og við hin viljum einmitt varð- veita til þess að veita honum skjól í þessu rót- gróna hverfi.“ efnisval og yfirbragð sem fyrir er í hverfinu. Þannig væri hægt að forða fagurfræðilegum slysum eins og því miður eru of mörg í borginni. Þýðir það að öll hús ættu að vera eins? Alls ekki. Horf- ið á gömlu timburhúsin: Það eru varla til tvö eins timburhús. Frum- leiki og ímyndunarafl njóta sín í þeirri húsagerð samkvæmt reglum sem virða einingu heildarinnar. Án slíkra reglna getur bygging- arnefnd áframhaldandi samþykkt steinsteypta bílskúrsbyggingu mitt í sögulegu hverfí eins og Gijótaþorpi. Skipulagsnefnd Reykjavíkur er á förum til Vínarborgar, Búdapest og Prag til að kynna sér varð- veislu gamalla borgarhluta. Það er slæmt að þetta mál skuli hafa komið upp fyrir þessa ferð. Skipu- lagsmenn Reykjavíkurborgar afla sér vonandi í þessari för þeirrar þekkingar sem þarf til að fjalla fagmannlega um slík mál. Von- andi er það ekki um seinan fyrir Gijótaþorpið. Höfundur er arkitekt og fulltrúi Nýs vettvangs í Skipulagsnefnd Reykjavíkur. Stjórn starfsmannasam- takanna umboðslaus Ekki áhugi meðal starfsliðsins á að kaupa fyrirtækið MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi ályktun af fundi stjórna og trúnaðarmanna að- ildarfélaga Starfsmannasam- taka Ríkisútvarpsins: „Vegna frétta um að starfs- menn Ríkisútvarpsins hafí óskað eftir viðræðum við menntamála- ráðherra um hugsanleg kaup á stofnuninni vilja stjórnar- og trún- aðarmenn aðildarfélaga SSR taka fram: Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa EKKI óskað eftir slíkum við- ræðum. Af bréfi stjórnar samtak- anna til menntamálaráðherra má ráða að starfsmenn séu tilbúnir að ræða hvort þeir geti hugsanlega keypt Ríkisútvarpið. Hugmyndir um að gera stofnunina að hlutafé- lagi hafa hvorki verið ræddar á þingi samtakanna, né á almennum félagsfundum, sem eru eini rétti vettvangurinn til þess að ræða jafnmikilvægt mál. Fundurinn tel- ur að stjórn SSR hafí ekki umboð til yfírlýsinga af því tagi, sem fram koma í bréfí til menntamálaráð- herra og í fréttum.“ PARKETgólf hf. Skútuvogi 11, 104 Reykjavík, sími: 91-67 17 17 iiausuiiijou á fyrsta flokks parketi! Parhet er gólfefni frá náttúr- unnar hendi, -endingargott, -auðvelt í þrifum og hentugt á allar tegundir gólfa. Við hjá Parketgólf bjóðum nú "Upofloor borðaparket á sérstöku haust- tilboðsverði meðan að byrgðir endast. "Upofloor parketið er finnskt borðaparket í hœsta gœðaflokki, j gjjgj j þurrkað eins og j þarf fyrir okkar aðstœður, með þykkum harðviðar slitfleti. "Upofloor" parketið er lakkað fimm umferðir með innbrennu lakki og þarf ekki að lakk eftir lögn. "Upofloor" parketið má leggja beint úr pökkunum. "Upofloor" parketið er lagt fljót- andi eðalímt niður. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.