Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991
19
Hvað er heilbrigð-
isþjónustan ekki?
eftir Benjamín
H.J. Eiríksson
Heilbrigðisþjónustan, hún er
læknisþjónusta, hjúkrun og lyf. Þai;
sem ekki er hagkvæmt að heim-
sækja hvern sjúkling, þá er aug-
ljóst að til þjónustunnar þarf hús-
næði, spítala. Þetta er þá hin eigin-
lega heilbrigðisþjónusta.
Af þessu sjáum vér, að heilbrigð-
isþjónustan er í eðli sínu ekki hótel-
þjónusta, því að í heilbrigðisþjón-
ustunni er ekkert fæði nema sem
algjör undantekning. Heilbrigðir
jafnt og sjúkir þurfa að borða.
Maturinn er því ekki einkenni heil-
brigðisþjónustnnar. Á elliheimilun-
um greiða vistmennirnir með sér,
einnig hinir sjúku þeirra.
Þegar sjúklingurinn fer á spítala
sparar hann sér fæðiskostnaðinn
heima, eins og fyrirkomulagið er
núna. Honum er áreiðanlega ekki
ætlað að græða á heilbrigðisþjón-
ustunni sem hann fær, en það
gerir hann fái hann ókeypis fæði
á spítalanum, sem hann og gerir
við núverandi fyrirkomulag. Sjúkl-
ingurinn er þar með orðinn ríkari
þegar hann kemur aftur heim, rík-
ari en þegar hann fór á spítalann.
Skattgreiðendur hafa „tapað“ til-
svarandi upphæð. Hin' almenna
skattbyrði hefir þyngst sem þessu
nemur. Að réttu lagi á sjúklingur-
inn að greiða að minnsta kosti ef-
nið í matinn sem hann borðar. Það
„Eigi sjúklingurinn
ekki beinlínis að hagn-
ast á sjúkrahússvist-
inni, þá verður hann að
greiða fæðið, að
minnsta kosti efnið í
það. Það verður hann
að gera hvort sem er
þegar hann er heima.“
yrði hann að gera, væri hann enn
heima.
Hin svokallaða ókeypis heil-
brigðisþjónusta er alls ekki ókeyp-
is, þvert á móti, hún er dýr. Og
hana verður skattgreiðandinn að
borga. Hún byggist á vinnu hóps
iangmenntaðs og langþjálfaðs
starfsfólks og dýrum lyfjum og
tækjum. Hún er sjúklingum ókeyp-
is. En þar sem hann er eins líklega
einn af skattgreiðendunum, þá
borgar hann kostnaðinn sem skatt-
greiðandi. Greiði hann sjúkrahús-
inu fæðiskostnaðinn, þá lækkar
þar með hin almenna skattbyrði.
Þetta mál er því fýrst og fremst
spurning um hagkvæmni, skyn-
samlegt fyrirkomulag greiðslu
kostnaðar hinna sameiginlegu
þarfa, sameiginlegu byrða, og hvað
skuli með nokkurri sanngirni telj-
ast til þeirra. Er skynsamlegt að
greiða fæðiskostnaðinn úr sameig-
inlegum sjóði, aðeins fyrir suma,
Benjamín H.J. Eiríksson
þegar allir þurfa að borða og greiða
þann kostnað yfirleitt beint úr eig-
in vasa, auk skattanna?
Eigi sjúklingurinn ekki beinlínis
að hagnast á sjúkrahússvistinni,
þá verður hann að greiða fæðið,
að minnsta kosti efnið í það. Það
verður hann að gera hvort sem er
þegar hann er heima.
Höfundur var áður um árabil
ráðunautur ríkisstjórnarinnar og
síðar bankastjóri
Framkvæmdabanka Islands.
Innilegt þakklœti til allrn þeirrn, sem glöddu
migá lOOára afmœli mínu 16. september 1991.
GuÖ blessi ykkur öll.
Sigurjóna Jakobsdóttir.
Hjartans þakkir til allra hinna mörgu, vina
og vandamanna, sem glöddu mig meÖ skeyt-
um, blómum, gjöfum og heimsóknum á áttrœö-
isafmœli mínu þann 23. september sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
KristínÁ. Gunnlaugsdóttir,
Framnesvegi 57.
GEFÐU DOS TIL HJALPAR!
A laugardögum söfnum við einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum.
ÞJOÐÞRIF
UX*1M iSUKSUU OUTA
Dósakúlur um allan bæ.
\ p 4KypMtiG
§ Meim en þú geturímyndað þér!
loksins, loksins
langþráða
Það fer vel á því að Teppalandsútsalan sé f kjallaranum þvf verðið fer niður
úr öllu valdi. Teppi, gólfdúkar, flfsar og parket í góðu úrvali og á enn betra verði.
Útsalan stendur yfir um allt land því eftirtaldir aðilar halda gólfefnaútsölur
um þessar mundir og þar færðu gólfefni frá Teppalandi.
Byggingavöruverslunin Núpur, ísafirði
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi
Kaupfélag Hunvetninga, Blönduósi
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík
Litabúðin, Ólafsvík
S.G. búðin, Selfossi
Verslunin Brimnes,Vestmannaeyjum
Verslunin Dropinn,Keflavík
m
VISA raðgreiðslur
og Euro kredit
Opið laugardaga
frá kl. 10:00 til 16:00
Teppaland
Grensásvegi 13 Sími 81 35 77 81 34 30