Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 266. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stríðið í Króatíu: Saka Króata um morð á börnum Belgrad. Reuter. STJORN Króatíu hvatti til þess í gær að skipuð yrði alþjóðleg nefnd til að rannsaka hvað hæft væri í ásökunum júgóslavneskra her- manna um að króatískir þjóðvarðliðar hefðu myrt rúmlega 40 serb- nesk börn og fjölda fullorðinna er þeir flýðu frá bænum Vukovar. Erlendur ljósmyndari sá lík rúm- lega 40 serbneskra barna á aldrin- um 5-7 ára í bænum Borovo Na- selje, skammt frá Vukovar, en her- menn meinuðu honum að taka myndir af þeim. Júgóslavneskir hermenn sögðu að króatískir þjóð- varðliðar hefðu myrt börnin við skóla þeirra er þeir fiýðu frá Vuko- var á mánudag. Þeir hefðu skorið börnin á háls og einnig höggvið fullorðna Serba til bana. „Þar sem við höfum ekki getað sent menn á svæðið höfum við ekki upplýsingar um þetta en Serbar eru vanir að kenna Króötum um glæp- ina í áróðursskyni,” sagði Branko Salaj, upplýsingamálaráðherra Kró- atíu, um þessar ásakanir. „Króa- tíska stjórnin krefst þess að Rauði krossinn og Evrópubandalagið sendi nefnd til að rannsaka hvað gerðist þama í raun og einnig í Vukovar.” Lík Króata liggja enn á götum Vukovar eftir árásir júgó- slavneskra hermanna og Serba á borgina. Her Júgóslavíu flutti í gær um 300 sjúklinga, þar á meðal börn, frá sjúkrahúsi í Vukovar. Ætlunin var að fara með þá á yfirráðasvæði Króata en hætt var við það vegna hættu á árásum. Þess í stað var ákveðið í samráði við eftirlitsmenn Evrópubandalagsins að áð yrði í nótt í Sremska Mitrovica í Serbíu. Einnig var reynt að flytja króa- tíska flóttamenn með bílum frá Vukovar á yfirráðasvæði Króata en þeir komust ekki þangað vegna jarðsprengna. Ljósmyndari Reut- ers, sem var með flóttamönnunum, sagði að gerð hefði verið stórskota- árás á bílanna en greindi ekki frá mannfalli. Króatar sökuðu Serba um árásina. Herinn hélt uppi hörðum stór- skotaárásum á bæi og þorp í Króa- tíu og fregnir herma að króatísku þjóðvarðliðarnir megi sín æ minna gegn júgóslavnesku hersveitunum, sem hafa yfir herþotum og mun öflugri vopnum að ráða. Baráttu- vilji þjóðvarðliðanna hafi minnkað til muna vegna ósigursins í bardög- unum um Vukovar. Forseti Bosníu-Herzegovínu, Alia Izetbegovic, kvaðst ætla að fara þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar að þær sendu friðargæslusveitir til að annast eftirlit við landamæri lýðveldisins að Serbíu til að koma í veg fyrir að stríðið breiddist út. Cyrus Vance, sendimaður Samein- uðu þjóðanna í Júgóslavíu, sagði að samtökin myndi bráðlega taka ákvörðun um hvort hersveitir yrðu sendar til að stilla til friðar milli Króata og Serba. Reuter Hermenn júgóslavneska sambandshersins ráða nú króatísku borginni Vukovar en hún er að mestu í rústum eftir stanslausar árásir í þijá mánuði. Talið er, að herinn ætli að leggja undir sig austurhluta Króatíu en þar voru áður nokkuð fjölmennar, serbneskar byggðir. Iðnríkin ákveða tillögur um neyðaraðstoð við Sovétríkin Gorbatsjov segir efnahagslegt og pólitískt hrun blasa við Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR Sjö-ríkja-hópsins, helstu iðnríkja heims, hafa lagt fram ákveðnar tillögur um efnahagsaðstoð við Sovétríkin og voru þær kynntar á fundi með Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, í gær. Er hún sögð jafngilda sjö milljörðum dollara og hef- ur verið fagnað í Moskvu þótt fulltrúar lýðveldanna vilji ræða nánar einstök atriði. Gorbatsjov sagði á sovéska þinginu í gær, að efnahagskerfi Sovétríkjanna væri að hryiy'a, útflutningur hefði dregist saman um 31%, innflutningur um 42% og í raun stefndi í 300 milljarða rúblna halla á fjárlögum ríkjanna. Samkvæmt tillögunum, sem aðstoðarfjármálaráðherrar Sjö- ríkjanna, Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bret- lands, Kanada og Ítalíu, lögðu Austurríki og EES: Lítill áhugi á þjóð- aratkvæðagreiðslu ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNINGJAR í Austurríki hafa að undanförnu safnað undirskrift- um með þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Austurríkis að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Rúmlega 127.000, eða 2,25% kjósenda, skrif- uðu undir. 100.000 undirskriftir nægja til að hægt sé að skora á þingið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál í Aust- urríki. Þingið er óbundið af undirskriftasöfnunum og talið er víst að það samþykki aðild að EES án þess að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi. Stjórnarflokkarnir, Jafnaðar- mannaflokkurinn (SPÖ) og Þjóðar- flokkurinn (ÖVP), eru ánægðir með takmarkaðan áhuga á undirskrifta- söfnun græningjanna. Þeir telja hann sýna, að þjóðin styðji stefnu stjórnarinnar en hún er hlynnt EES og stefnir að aðild að Evrópubanda- laginu (EB). Flokksritari SPÖ sagði að þjóðaratkvæðagreiðsla um EES væri óþörf og aðeins yrði kosið um aðild að EB. Græningjar telja undirskrifta- söfnunina hafa tekist vel þrátt fyr- ir erfíð skilyrði. Þeir segja hana upphaf víðtækrar baráttu gegn að- ild Austurríkis að EES og EB. fram, verður afborgunum af er- lendum skuldum Sovétríkjanna, 70 milljörðum dollara, frestað til loka næsta árs og greiðslustaðan bætt með eins milljarðs dollara láni. Eru þessar ráðstafanir taldar koma í veg fyrir, að Vneshe- konombank, sem annast af- borganir af erlendum skuldum, komist í greiðsluþrot og losar um leið um fé, sem getur þá farið til matarkaupa. Þessar tillögur þýða, að Þjóðverjar og nokkrar aðrar Evrópuþjóðir hafa látið af and- stöðu við frestun afborgana en bróðurparturinn af erlendum skuldum Sovétríkjanna er við Þýskaland. Leiðtogar sovésku lýðveldanna hafa tekið tillögunum vel en hafa þó sett fram nokkrar gagntillögur. Meðal annars gera þeir athuga- semdir við þá tillögu iðnríkjanna, að gullforðinn verði notaður til að bæta greiðslustöðu lýðveldanna en til hans vilja þeir ekki grípa nema í ýtrustu neyð. Þá vilja þeir einnig fá fyrirheit um aðstoð við að nýta auðlindir eins og olíu og málma. Þijú af 12 lýðveldum Sovétríkj- anna, Úkraína, Úzbekístan og Azerbajdzhan, hafa ekki enn sam- þykkt að greiða sinn hluta af er- Gorbatsjov á sovéska þinginu. lendu skuldunum en helsti hag- fræðingur Sovétstjórnarinnar, Grígoríj Javlínskíj, sagði í gær, að iðnríkin hótuðu að beita þau „hörðum refsiaðgerðum” öxluðu þau ekki sína ábyrgð. Viðræðum um tillögu iðnríkjanna verður haldið áfram í dag Gorbatsjov bað í gær sovéska þingið um 30 milljarða rúblna til að unnt væri að standa við út- gjöld ríkisins síðustu þijá mánuði ársins og sagði jafnframt, að eins og nú horfði blöstu við efnahags- legar og pólitískar hörmungar. Útflutningur og innflutningur hefðu hrunið saman, iðnfram- leiðsla yrði 7% minni á þessu ári en í fyrra og landbúnaðarfram- leiðsla 9% minni. Sagði hann, að fjárlagahallinn yrði 205 milljarðar rúblna og 300 milljarðar ef tekið væri tillit til fjárlaga lýðveldanna. Væri eina leiðin út úr vandanum tafarlausar umbætur og pólitísk samstaða lýðveldanna. Þá kom það fram hjá ívan Sílajev, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, að tekj- ur alríkisins yrðu aðeins 113 millj- arðar rúblna á árinu í stað 250 milljarða eins og gert hafði verið ráð fyrir. Gorbatsjov skýrði einnig frá því á þinginu, að fulltrúar lýðveldanna hefðu samþykkt, að forseti Sovét- ríkjanna yrði kosinn í almennum kosningum. Kvaðst Gorbatsjov hafa fallist á það en hann hefur til þessa verið því andvígur. Boða frelsi annars gísls Teheran, Beirut. Reuter. ÍRANSKA fréttastofan IRNA skýrði frá því í gær, að líklega yrði Bandaríkjamanninum Joseph Cicippio sleppt úr gíslingu mannræn- ingja í Líbanon fyrir lok næstu viku. IRNA hefur áður spáð rétt fyrir um lausn einstakra gísla en Cicippio var aðstoðarfjármálastjóri banda- ríska háskólans í Beirút þegar hon- um var rænt í september 1986. Abbas Musawi, helsti forystumaður Hizbollah-hreyfingarinnar í Líban- on, sagði í gær, að mál gíslanna og arabísku fanganna í ísrael ættu ekkert skylt og hann kvaðst hafa vitneskju um, að öllum gíslum yrði sleppt á næstu vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.