Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 i- Til vamar breyttu áfangakerfi við MH eftir Björn Bergsson A: Hvers vegna að svara? Mér hefur oft dottið í hug að blanda mér í umræðuna um fyrir- hugaðar breytingar á áfangakerfi MH að undanförnu. Það sem endan- lega varð til þess er sú staðreynd að Hrafn Sveinbjarnarson, nemandi í MH, hefur í tvígang ruglað saman óskyldum hlutum í greinum sínum um málefni MH í Mbl. Hann beinir auk þess orðum sínum ekki til mín og því þykir mér rétt, sem einn af þeim sem unnu að kerfisbreyting- unum, að gera grein fyrir því sem hann minnist á og kemur þeim breytingum ekki við. B: Hvað kemur breytingunum ekki við? 1. Niðurfelling á fornmálabraut. Hrafn getur þess reyndar að í Námsvísi, sem var endurútgefínn vegna þess að fyrirhugaðar breyt- ingar á áfangakerfinu voru stöðvað- ar, er fornmálabrautar ekki getið. Auk þess getur hann þess að stjórn- endur skólans hafi undanfarin ár kynnt skólann í grunnskólum skóla- hverfisins þannig að þar sé ekki fommálabraut. Þessi breyting á námsframboði í MH átti sér því stað áður en við fórum að huga að breytingunum á áfangakerfinu. Auk þess að vera ákvörðun sem stjórnendur skólans taka er þetta í raun ákvarðað af menntamálaráðu- neytinu. Þar á bæ eru reiknimeist- arar sem ákvarða hve miklum fjár- munum skuli varið ár hvert til MH. Þeir byggja ákvörðun sína á nem- endaíjölda skólans á hveijum tíma. Þess vegna er það ekki gerlegt fyr- ir MH að halda uppi kennslu á til- tekinni námsbraut fyrir aðeins fjóra nemendur. Það er m.a. vegna þess- arar reiknireglu sem áfangar eru svo fjölmennir í MH. Stjórnendur skólans eru að reyna að hagræða FORSTOFU- HÚSGÖGN Forstofan er andlit heimilisins, vandaðu til hennar. Funahöfða 19 sími685680 og nýta sem best það fjármagn sem hann fær. Vissulega eru flestir kennarar þeirrar skoðunar að stórir áfangar séu mjög óæskilegir. Ég tek per- sónulega ekki svo eindregna af- stöðu. Mér finnst stundum koma til greina að hafa áfanga fjölmenna (sjá síðar). 2. Lög um framhaldsskóla. Hrafn getur þess að nemendur í MH þurfi að vera í leikfimi í átta annir. Þetta er ákvarðað í lögunum um framhaldsskóla og hvorki stjórnendur MH né þeir sem unnu að breytingum á áfangakerfinu hafa neitt um það að segja. Þá segir hann það furðulegt að markmið laga um leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla séu keim- lík. Þeim finnst mér reyndar ekki. Á öllum þessum skólastigum eru nemendur sem eru að þroskast. Það er mikilvægt þar sem foreldrar þessara barna og unglinga eru vinnuþjakaðir er skólinn að mínu mati sá aðili sem best er til þess hæfur að leggja rækt við þennan þroska. Þroski í þessum skilningi er eitthvað sem á sér stað vegna náms og/eða uppeldis en ekki vegna aldurs eða líkamlegs vaxtar. Þá tel ég að menntaskóli í dag gegni fleiri hlutverkum en að búa nemendur sína undir háskólanám, eins og Latínuskólinn gerði fyrr á öldum. Hann stuðlar að því að nem- endur hans verði menntaðir. Til að nemendur MH teljist menntaðir að mínu mati þurfa þeir að geta m.a. aflað sér upplýsinga sjálfstætt, ver- ið læsir á þær, verið læsir á tölvur og fjölmiðla. Þeir þurfa að geta greint aðalatriðin frá aukaatriðun- um í þeim upplýsingum sem þeir eru að vinna með. Þeir þurfa að geta dregið rökréttar ályktanir af þessum upplýsingum. Þeir þurfa að geta tjáð sig á skýran og skipuleg- an hátt. Við þetta starf tel ég að þeir þroskist vitsmunalega, tilfinninga- lega, félagslega og líkamlega. Þess- ir nemendur eru ekki búnir að ná endanlegum þroska þótt þeir ljúki námi sínu t.d. við MH með stúdents- prófí. Þess má geta hér að eftir að hafa kennt m.a. í MH bæði stærð- fræði og félagsfræði fullyrði ég að latína og stærðfræði hafa engan einkarétt á því að temja nemendum rökhugsun. Ég tel að allar náms- greinar í menntaskóla geti það, því ég gef mér að allar vísindagreinar hins vestræna heims byggi á rök- hugsun. Það skiptir hér höfuðmáli hverjum tökum nemandinn nær á því námsefni sem hann. leggur stund á. , í ljósi umræðu um háa sjálfs- morðstíðni ungra karlmanna hér á landi tel ég það mjög mikilvægt verkefni menntaskóla sem og ann- arra framhaldsskóla hér á landi að leggja rækt við tilfínningaþroska nemenda sinna. 3. Skólastefnan undanfarin ár. „Ríkjandi” skólastefna á fram- haldsskólastiginu er málamiðlun eins og þeir vita sem fylgst hafa með skólapólitískri umræðu sl. fimmtán til tuttugu ár. Vafalaust hefur þessi skólastefna mótað við- horf okkar sem unnum að breyting- unum í MH. Við erum ekki einlitur skoðanahópur varðandi skólapóli- tík. 0g þó sum okkar hafi tekið virkan þátt í umræðunni og e.t.v. iagt eitthvað af mörkum í mótun þeirrar stefnu bera kennarar í MH ekki ábyrgð á henni. Það eiga menntamáiaráðuneytið og alþingi að gera. 4. Áhugasviðspróf. Námsráðgjafar voru farnir að nota þessi próf áður eri við fórum að ræða fyrirhugaðar breytingar á MH. Hrafn telur að þau gefi svo nákvæma niðurstöðu að nemandan- um sé sagt að hann eigi t.d. að gerast söðlasmiður eða útfarar- stjóri. Mér eru það nýjar fréttir ef þessi próf gefa svo nákvæma niður- stöðu. Ég hef hingað til talið að þau segi til um áhugasvið þess sem prófið þreytir á því augnabliki og gefi þar með vísbendingu um hugs- anleg störf í framtíðinni en ekki að útkoman verði eitthvað bingó sem leysi nemandann undan þeirri kvöð að ákvarða sjálfur sitt ævistarf. 5. Islenskukennslan í MH. Umræðan um íslenskukennslu í MH og um stöðu hennar innan skól- ans er allrar athygli verð. En hún á lítið skylt við fyrirhugaðar breyt- ingar á áfangakerfinu nema þá í ljósi þeirra breytinga sem aðrar deildir skólans hugðust gera á kennslufyrirkomulagi sínu í kjölfar breytinganna. Er því vandséð hvaða tilgangi rangfærslur Hrafns um niðurfellingu skylduáfanga og reyf- aralestur eiga að þjóna. 6. Framhaldsskóli fyrir alla. Hrafn skammar reyndar Svavar Gestsson, fv. menntamálaráðherra, fyrir að nú skulu allir þeir sem lok- ið hafa grunnskóla eiga rétt á námi á framhaldsskólastigi. Þar með er honum ljóst að ytri rammi þeirrar ákvörðunar er í reglugerð sem menntamáfaráðherra setur. Auk þess er það í lögum um framhalds- skóla að skólameistari tekur ákvörðun fyrir sinn skóla um hvern- ig inntöku nemenda er háttað. Reyndin er sú að þrátt fyrir þessa breytingu á inntöku í framhalds- skóla hefur MH ekki breytt sínum inntökureglum vegna þess hve að- sókn að skólanum er mikil. Fyrir- hugaðar breytingar á áfangakerfi MH voru hugsaðar til að veita þeim breiða getuhópi sem er nú þegar í skólanypi betri þjónustu, en ekki fyrir enn breiðari getuhóp. Umræða Hrafns um námsgjöld og einkaskóla er einnig óviðkom- andi fyrirhuguðum breytingum á áfangakerfi MH. Ég er þó þeirrar skoðunar að vegna þeirrar miklu aðsóknar sem er að MH yrði hann fjárhagslega betur settur sem eink- askóli og gæti þar með rekið forn- málabraut fyrir t.d. aðeins fimm nemendur. Áð öðru leyti get ég verið sammála Hrafni varðandi þessi atriði. C: Hvað kemur fyrirhuguðum breytingum við? Ég tel að við sem unnum að fyrir- huguðum breytingum á áfangakerfi MH höfum reiknað með því að vinna innan ramma laga og reglugerða um framhaldsskólastigið. Við báð- um að vísu um undanþágu frá Nám- skrá fyrir framhaldsskóla. í fyrsta lagi er það rangnefni að skýra þetta plagg námskrá. Til þess að geta staðið undir nafni þyrfti að setja í þetta plagg skólapólitíska stefnu- mörkun, umræðu um námsum- hverfi nemenda, um kennsluaðferð- ir og um námsmat svo nokkuð sé nefnt. Auk þess hefur það alltaf vafist fyrir mér, frá því þetta plagg leit dagsins ljós í fyrsta skipti 1986, af hverju þurfi að samræma inni- hald bóknámsbrauta sem ljúka með stúdentsprófi. Ég skil mjög vel nauðsyn þess að samræma þær brautir sem veita, að námi loknu, starfsréttindi. Sérstaklega í ljósi þess frumskógar laga og reglu- gerða sem iðnnámið hér á landi býr við. Vissulega vorum við sem unnum að þessum breytingum ekki alltaf sammála og þurftum að vinna okk- ur, ásamt með nemendum skólans, í gegnum þann ágreining. í ljósi þess leyfi ég mér þó að fullyrða að tilgangur fyrirhugaðra breytinga á áfangakerfi MH var að bæta þjón- ustuna við núverandi nemendahóp MH. Þegar áfangakerfið var tekið upp á sínum tíma þurfti að skera niður nám í ýmsum greinum til að skapa rými fyrir fijálst val. Þá voru þær raddir a.m.k. ekki mjög háværar Björn Bergsson sem hrópðuu „úlfur, úlfur, það er verið að lækka námskröfurnar í MH”. Bréf kennslunefndar HÍ ber það heldur ekki með sér, að kröfur okkar til nemenda hingað til hafi verið slakar. Það getur því engum verið alvara með að halda því fram að fyrirhuguðum breytingum á áfangakerfi MH hafi verið stefnt að því að eyðileggja þann góða árangur skólans. Margir hafa rætt um þennan hóp sem stóð að breytingunni eins og við höfðum verið slegin blindu (ekki séð út fyrir naflann á sjálfum okk- ur), ekki vitað hvað var að gerast í skólamálum fyrir utan MH eða ekki unnið sem fagmenn heldur sem fúskarar. Mér finnst persónulega slíkar dylgjur ekki svara verðar. Ég tei að hægt sé að ræða þessi mál á málefnalegan hátt án þess að vera að dylgja um persónulega eiginleika þeirra sem málið varðar og eru á öndverðum meiði. Við vorum að reyna að koma til móts við a.m.k. tvö sjónarmið með starfi okkar. Sjónarmið þeirra sem töldu að ofuráherslan á meðalnem- andann hefði bitnað á góðum nem- endum. Má þar t.d. nefna raun- greinanemendur sem sögðu að í núverandi útgáfu af áfangakerfi MH gætu þeir ekki sérhæft sig nóg til að teljast nægilega vel undirbún- ir undir nám í raungreinum við HÍ. Þess er vert að geta hér að HÍ hefur um árabil gefið út leiðbein- ingabækling til nemenda er hyggj- ast stunda nám við skólann, hvern- ig best sé að haga undirbúningi sínum m.t.t. einstakra deilda skól- ans. Með þessum breytingum á áfangakerfinu og aukinni náms- ráðgjöf ætluðum við að gera nem- endum við MH fært að gera undir- búning undir háskólanám enn betri en hann er í dag. Af viðtölum mín- um við kennara í HÍ tel ég að þeir hafi ekki verið þeirrar skoðunar að breytingar okkar stefndu í aðra átt. Þeir voru ósammála „tæknileg- um atriðum” varðandi þessar breyt- ingar. Okkur var kunn sú afstaða HI í aðalatriðum. Ég tel því að hefði ráðherra ekki gripið til svo harkalegra aðgerða sem raun varð á, hefðum við og kennslumálanefnd HÍ getað fundið viðunandi lausn á þessari deilu. Hitt sjónarmiðið sem réði ferð- inni í vinnu okkar var að reyna að veita þeim breiða getuhópi sem nú ALMENNUR fundur um skatta- mál einstaklinga verður haldinn á vegum Kaupþings hf. I kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20.30 í Holiday Inn. Fundurinn ber yfirskriftina „Réttur sparn- aður, Iægri skattar”. Markmið fundarins er að efla vitund almennings um mikilvægi sparnaðar og jafnframt að benda á hvaða áhrif mismunandi sparnaðar- leiðir hafa á skatta. Fundurinn hefst á ræðu aðstoð- armanns fjármálaráðherra, Stein- gríms Ara Arasonar, sem talar um þegar er í skólanum betri þjónustu en núverandi áfangakerfí getur boðið upp á. Það er staðreynd að það eru ekki allir sem útskrifast með stúdents- próf hér á landi sem halda í nám við HÍ. Sumir ætla í háskólanám erlendis. Aðrir ætla að fara í nám af allt öðru tagi. Við vildum koma til móts við þessa nemendur. Sem dæmi má nefna nemendur sem þrátt fyrir ráðleggingar námsráðgjafa og um- sjónarkennara veldu þannig að aug- ljóst yrði að slík nám væri ekki Q góður undirbúningur fyrir háskóla- nám. Áhyggjur HÍ varðandi slíka nem- endur eru réttmætar og ég bind vonir við að viðunandi lausn fáist í starfi nefndar þeirrar sem ráð- herra er að skipa til að endurskil- greina stúdentsprófið. Ef slíkir nemendur hyggjast leggja stund á nám á háskólastigi tel ég að þeir eigi t.d. að koma í Öldungadeild MH til að lagfæra undirbúning sinn. Ég hef heyrt að nemendur t.d. af nýmálabraut geri þetta ef þeir hyggjast leggja stund á læknis- fræði í HÍ. Þeir koma t.d. í Öldunga- deild MH tiil að bæta undirbúning i sinn í þeim greinum (væntanlega raungreinum), þar sem undirbún- ingi þeirra er ábótavant. D: Hvað er til ráða? Ég starfaði í nokkur ár við stjórn- un Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum. Þá horfði ég stundum á nemendur mína reka sig á þá óþægilegu staðreynd að þeir gátu ekki stundað það nám er hugur þeirra stóð til í Eyjum vegna reglna reiknimeistara menntamálaráðu- neytisins. Þess vegna tel ég mig skilja að nokkru leyti óánægju Hrafns Sveinbjarnarsonar með þá ákvörðun stjórnenda MH að fella niður fornmálabraut. Ég sagði áðan að ég teldi stund- um koma til greina að hafa áfanga fjölmenna. Ég gæti hugsað mér það sem lausn til að styrkja stöðu latín- unnar í MH, að sumir áfangar yrðu s stækkaðir frá því sem nú er. Þetta yrði samvinnuverkefni innan skól- ans í anda fjárhagslegs sjálfstæðis . slíkra stofnana hér á landi. Ég tel að það fari hugsanlega eftir kennsl- ugreinum eða a.m.k. eftir efnistök- ^ um námsefnis tiltekins áfanga og þar með kennsluaðferðum hvort nemendur geta verið fleiri en 20 í honum. Ég er a.m.k. tilbúinn að stuðla að þessari umræðu í skólan- um. Þó álít ég að aukinn valkvóti eins og til stóð í nýja skipulaginu auki mjög líkur á að unnt sé að halda úti námi í slíkum greinum. Að iokum vil ég leyfa mér að vona að áframhaldandi umræða um MH mótist af tvennu. í fyrsta lagi því að þótt við séum ósammála um leiðirnar erum við að vinna að sama markinu, þ.e.a.s. því að skólinn haldi áfram að vera göður skóli með því að veita breiðum getuhópi góða þjónustu. í öðru lagi af þeirri forsendu að innan skólans sé enginn sem vísvitandi stefnir að því að rýra það góða starf sem þar hefur verið unnið þau rúmlega tuttugu ár sem MH hefur útskrifað stúd- enta. Höfundur erkennari í félagsfræði við MH og situr í stjórn skólans sem annar af fulltrúuin kennara. stefnu ríkisstjórnarinnar í skattmál- um. Aðrir framsögumenn eru Elvar Guðjónsson viðskiptafræðingur og Frosti Siguijónsson rekstarhag- fræðingur sem tala um sparnaðar- leiðir einstaklinga og áhrif þeirra á skatta. Loks talar Sigurður Jóhann- esson hagfræðingur, ritstjóri Vís- bendingar, um tvísköttun lífeyris og jaðarskatta. Að loknum ræðum frummælenda verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri er Guðmundur Hauksson forstjóri Kaupþings hf. (Frcttatilkynning) Almennur fundur um skattamál einstaklinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.