Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 12
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Margt er líkt með mönnum og bílum Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Stefán Steinsson: Ástarljóð bíl- anna. Norðan niður 1991. Þetta virðist dálítið mikil bók þegar á henni er tekið, 118 blaðsíð- ur, prentuð á grófan pappír. En hér eins og oft áður er töluvert misvægi milli inntaks og umgjörð- ar. Höfundurinn segist á einum stað hafa „ljóðskriftarfíkn á efsta stigi”. Það er úf af fyrir sig gott. Hitt er verra ef fíknin leiðir til þess að fleira er látið flakka en beinlínis markvert getur talist. Viðfangsefni ljóðanna eru harla margbreytileg sem sést m.a. af heiti bókarhlutanna: 1. Myndir á kvöldi til næsta dags, 2. Frásagnir frá morgni til kvölds, 3. Hugsað mál, 4. Um ástir bíia, 5. Allra átta veður og 6. Reykjavík — Aþena. í 4. og 6. hluta hefur höfundur einna mest að segja, hér er kveikja ljóð- anna með frumlegasta móti. Sé spurt um markmið bókarinn- ar virðist það fyrst og fremst vera að skemmta, að hífa upp hýru- hána. Bestu ljóðin ná einmitt því að kalla fram alveg fyrirvaralaus- an hlátur. Og það er ekki svo lítils virði. Sjónarhorn höfundar getur sums staðar verið frumlegt, alveg í anda óvenjulegra viðfangsefna. Þeir eru t.d. ekki margir sem yrkja um bíla, eða láta fjórhjólatæki mynda uppistöðu í Ijóðmálinu. Eitt ljóðið heitir Mér tekst ekki að sclja mig. Ég var lítill, blár Fólksvagen, sem snáfaði burt af bílasölunni síðdegis gráan, slabbsaman nóvemberdaginn. Engin leit við mér á mínum mjóum fótum. A vetuma er svo lítil söluvon - kannski bætir vorið úr. Ég held að þessa dagana vilji þær bara stóra jeppa í leistarbrókum með uppháa svarta skúa. Tja — margt er líkt með mönn- um og bílum. Annað verður ekki sagt. Þetta litla ljóð er dæmigert fyrir margt í þessari bók, mann- eskjan tekur flestu létt og lítur misfarir sínar gegnum pollíönnu- gleraugun. Höfundurinn er naskur Stefán Steinsson á fyndnar samlíkingar en orðalag virðist yfirleitt lítt unnið: Of mörg orð um augljósa, hversdagslega hluti. Undantekning frá slíku eru fá- ein bundin kvæði. í þeim tekst höfundi að þétta textann en áfram má deila um inntakið. Ég nefni sem dæmi ljóðið um bóndann Steinólf i Fagradal sem í undirtitli er sagt vera þrennrímuð fimmskeytla: Búdapest er bestra mest, býður gestum nesti flest. Hafi prestur hest á sest, hef ég sést í vesturlest; heyrði gnest og festabrest. -------------------- I FRIÐRÍKUR opnar málverka- sýningu Úr hinu óræða djúpi í Menningarstofnun Bandaríkj- anna laugardaginn 16. nóvember. Friðríkur er íslendingur í aðra ætt- ina og Bandaríkjamaður í hina og er um þessar mundir búsettur á íslandi. Hann hefur áður sýnt í Menningarstofnun Bandaríkjanna, árið 1987 og hefur auk þess haldið einkasýningar í Kaupmannahöfn, Hamborg og Reykjavík. Sýningin stendur til 1. desember og er opin alla virka daga frá kl. 11.30-17.45 og um helgar frá kl. 14.00-17.00. Nafn: Helga Guðrún Hallgrímsdóttir Starf: Hjúkrunarfræðingur Aldur: 28 Heimili: Hús 1, Vífilsstöðum Bifreið: Fiat Uno 1988 Ahugamál: Kvikmyndir, leikhús og líkamsrækt Mitt álit: JÞab er nauðsynlegt að eiga varasjóð og ná sem bestri ávöxtun. Mér hefur reynst vel að kaupa Kjarabréf í hverjum mánuði fyrir ákveðna upphæð á greiðslukorti. Það er þægilegt fyrirkomulag, sjóðurinn vex stöðugt ogþannig næ ég líka hámarksávöxtun.“ Q2> VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESFINGARFÉLAGSINS HF. HAFNARSTRÆTI 7,101 REYKJAVÍK, S. (91) 28566 KRIN6LUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 • RÁÐHÚST0RGI3,600 AKUREYRI S. (96) 11100 --- --- . IJT---J l:il'l )r-i -li-rrlrf f ■ 1 Teirrnii.od t.[: ur.fnfnii ;uim ’i.iil ilíni.bmtíi.r" tiutiniiutibÚBn v.msfcmv/Al mublijWinuímu rnuíiu JOLAUOS Eigum fyrirliggjandi hin eftirspurðu sænsku aðventuljós og Ijósastjaka fró KONST SMIDE. Verð fró 2.450 - Sendum í póstkröfu. RAMMA GERÐIN JI4JiÍíÁÍ-t i innoJ^ uriinnuw fw'.úmun aiuujHniii TTÍT^ HAFNARSTRÆTI 19, SÍMI 17910, KRINGLUNNI SÍMI, 689960 ; 7s,aibíiibiijmuíi6fn ants inoH ■mtHffi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.