Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Guðbjörg Erlends- dóttir — Minning Fædd 17. nóvember 1901 Dáin 17. nóvember 1991 Með örfáum orðum viljum við systkinin minnast ömmu okkar, feem borin verður til grafar í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún lést 17. nóvember síðastliðinn í Borgarspítalanum, en þann dag varð hún níræð. Foreldrar ömmu voru Sigur- björg Þorsteinsdóttir frá Grund í Svínadal í Húnavatnssýslu og Er- lendur Erlendsson frá Miklaholti í Biskupstungum. Eiginmaður hennar var Magnús Pálmason bankaritari í Reykjavík f. 15. júní 1897, en hann lést 28. nóvember 1985. Áttu þau fjórar dætur. Elst er Kristín Jórunn, f. 16. maí 1925, gift Andrési Guðmundssyni lyf- sala. Næst er Sigurbjörg, f. 1. ágúst 1926, og hennar maður er Bjami Pétursson, fyrrum bóndi á Fosshóli í Suður-Þingeyjarsýslu. Þriðja dóttirin er Erla, f. 27. sept- ember 1927, ekkja Theodórs 01- afssonar veitingamanns. Yngst er svo Hrafnhildur,' mamma okkar, f. 18. febrúar 1938, gift Páli Guðmundssyni innanhússarkitekt. Amma var alin upp í Húna- vatnssýslu, en fluttist til Reykja- víkur um tvítugt. Á Hnausum í -Austur-Húnavatnssýslu var tví- býli. Á öðru býlinu bjuggu foreldr- ar ömmu en á hinu býlinu bjó syst- ir afa og þar lágu leiðir þeirra saman. Gengu þau í hjónaband 24. maí 1924 og voru gift í rúm- lega sextíu ár. Allan sinn búskap bjuggu þau í Reykjavík og ólu upp dætur sínar íjórar á hlýlegu og vistlegu heimili. Hjónaband þeirra var gott og ástríkt enda leið öllum ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Eldhúsgluggatjöld í úrvali. Ódýr spönsk glugga- tjaldaefni í breiddinni 270 sm. Mikiö úrval af glugga- tjaldaefnum. Rekum eigin saumastofu. Ráöleggingar, máltökur og uppsetningar ef óskaö er. Sendum í póstkröfu um land allt. <0 Einkaumboð á fslandi Síöumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870 -688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 [Grænt númer: 99-6770 vel, sem í kringum þau voru og umgengust. Amma var yndisleg og kærleiksrík kona sem hugsaði um börn sín og bú með miklum myndarskap og sóma. Hún lifði kyrrlátu lífi sem miðaði að því að standa við bakið á sínum sem hún og gerði með staðfestu og úrræða- semi. Það er minnisstætt að þótt amma væri fædd rétt um síðustu aldamót og alin upp við þá erfið- leika sem fylgdu búskaparlífi í þá daga, var hún skilningsrík og vin- ur okkar unga fólksins. Hún skildi okkur í okkar aðstæðum og hafði endalausan áhuga á því sem við vorum að gera og læra. Hún var umburðarlynd og bar virðingu fyrir skoðunum okkar þótt sjálf væri hún oft á öndverð- um meiði. Þannig gat hún gefið okkur ráð og veitt okkur leiðsögn sem hefur veist okkur gott vega- nesti. Hún elskaði manninn sinn og böm og ekki minna þau tíu barnabörn sem nú eru öll komin yfir 25 ára aldur. En hjarta henn- ar rúmaði meira en það, því öllum tók hún opnum ömium. Það þekkja tengdasynir, makar barnabarn- anna og aðrir fjölskyldumeðlimir mjög vel. Hvað félagsstörf varðar tók amma virkan þátt í _ starfi Thorvaldsenfélagsins og vann þar mikið og þakklátt starf. Ef nefna ætti allt hið góða sem amma lét af sér leiða yrði það langt mál. Við minnumst hennar sem göfuglyndrar konu sem ávallt vildi okkur vel og í kærleika agaði okkur svo við mættum verða okk- ur sjálfum og okkar fólki til sóma. Við söknum hennar af öllu hjarta og þykir missirinn sár þótt sjálf hafi hún verið hvíldinni fegin. Þökkum við öllum þeim sem önn- uðust hana í þeim veikindum sem hún átti við að stríða undir lokin. Með þá fullvissu í huga að Guð geymi ömmu og afa á þeim stað, sem hann hefur lofað að búa okk- ur eftir lífið hér á jörðinni, þökkum við ömmu samfylgdina og biðjum almáttugan Guð að styrkja dætur hennar og fjölskyldur þeirra í sorg- inni. Auður, Guðbjörg og Guðmundur. Mig langar að kveðja hinstu kveðju mikla ágætis- og sóma- konu, Guðbjörgu Erlendsdóttur, sem andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 17. nóvember síðastlið- inn. Kynni mín af Guðbjörgu og eiginmanni hennar, Magnúsi Pálmasyni, bankaritara, hófust fyrir 16 árum, er ég kynntist dótt- urdóttur þeirra Guðbjörgu Erlu Andrésdóttur. Ég kom oft inn á hlýlegt heim- ili þeirra í Safamýrinni, og var heimilisbragurinn þar afar sér- stakur. Þau voru afar samrýnd, nánast sem ein manneskja, og báru greiriilega ómælda virðingu hvort fyrir öðru. Lítið dæmi um þetta var t.d. að Magnús las oft fyrir Guðbjörgu bæði sögur og blöð, meðan hún sat við hannyrðir. Alla ævi voru þau ráðdeildarsöm en rausnarleg, og nýttu vel allt sem til féll. Bæði voru þau glað- lynd og nutu lífsins alla ævi. Guðbjörg missti mann sinn árið 1985, og var af honum mikill sjón- arsviptir. Þó lífsförunautur hennar væri allur bugaðist hún ekki, held- ur hafði þá sem ævinlega bjart- sýni og jákvætt hugarfar að leiðar- ljósi. Uppgjöf þekkti hún ekki, það var aðeins ein leið: Áfram. Haustið 1989 flytur hún í þjón- ustuíbúðir aldraðra í Furugerði 1. Þar með var hún komin í næsta hús við fjölskyldu mína. Það jók mjög á allan samgang, og styrkti tengsl okkar við hana. Oft hlupu barnabörnin yfir götuna að hitta langömmu sína, og spjalla um lífið og tilveruna öllum til ánægju. Guðbjörg fór allra sinna ferða ýmist gangandi eða í strætis- vagni. Hún notaði strætisvagnana óspart til útsýnisferða og að fylgj- ast með mannlífinu. Guðbjörg var einstaklega hress og ern fram undir það síðasta, og fýlgdist vel með þjóðmálum og pólitík. Raunsæi hennar og áhugi á öll- um málum hafði það í för með sér að skoðanir hennar voru ákveðn- ar, og lét hún þær í ljós tæpitungu- laust ef eftir þeim var leitað. En heimur barnanna var líka hennar heimur. Hún fylgdist með hugðarefnum þeirra og gat hlegið dátt með þeim að skrýtlum og spaugi. Að leiðarlokum staldra ég við og lít yfir farinn veg. Ég er þakk- látur að hafa átt kynni og vináttu þessarar góðu konu. Guð blessi minningu hennar. F.h. íjölskyldunnar, Friðgeir Sveinn Kristinsson. Kveðja frá Thorvaldsens- félaginu I dag kveðja Thoivaldsenskonur heiðursfélaga sinn Guðbjörgu Er- lendsdóttur. Einnig sinn elsta fé- Ágústína Halldórs- dóttir — Minning Fædd 12. ágúst 1896 Dáin 28. október 1991 Nýlátin er kona, sem var orðin rúmlega hálf tíræð. Þó fannst mér hún aldrei gömul. Olli því meðfætt glaðlyndi hennar og lifandi áhugi á menntun og menningu almennt tal- að. Mér fínnst mér skylt að mæla eftir þessa öldnu vinkonu mína til langs tíma. Á útfarardegi hennar, þriðjudaginn 12. nóvember sl., sást hennar hvergi getið. Finnst mér rétt að bæta úr þessu með minning- argrein í víðlesnu dagblaði, þar sem æviatriði hinnar látnu konu er getið og mynd hennar birtist. Hún fæddist á Leirá í Leirár- sveit, fornu höfuðbóli, hinn 12. ág- úst árið 1896. Var hún skírð Ágúst- ína, víst að nokkru eftir fæðingar- mánuðinum. Faðir hennar hét Hall- dór Halldórsson, ættaður úr Andak- íl, en fór til Kanada 1902. Móðir Ágústínu var Þrúður Grímsdóttir, fædd í Melasveit. Hún ólst upp hjá móðurafa og ömmu, Margréti Jóns- dóttur og Grími Gíslasyni á Akra- nesi, til 7 ára aldurs, en þá lést afi hennar fyrrnefndur. Hún var síðan á framfæri móður sinnar, hjá Þórunni Sveinbjöms- dóttur og Magnúsi Ásbergssyni á Beitistöðum í Borgarfirði. Voru þau henni mjög góð. Ágústína þráði að læra, en þá var ekki títt að stúlkur gengju menntaveginn. Þeim var ekki ætlað annað en að sinna búi og börnum. Ágústína var raunar á kvöldskóla á Akranesi um skamman tíma. Hún þótti efnilegur nemandi. Á sama tíma var hún látin kenna börnum. Menntun í tungumálum hlaut hún af sjálfsnámi. Var mér kunnugt um að hún las dönsku ágæta vel. Ensku skildi hún og gat bjargað sér á því máli. Hún átti dálítið af erlendum bókum, en bókasafn átti hún tals- vert, og það sem mest var um vert: vandað að innihaldi. Margar bæk- umar batt ég fyrir hana. Raunar hófust kynni okkar Ágústínu víst um 1970, með því að hún kom til mín og bað mig að binda nokkrar bækur fyrir sig. Þá bjó hún og lengi síðan á Öldugötu 32 hér í borg, uppi á hanabjálka. Eitt lítið her- bergi hafði hún þar fyrir sig, í norð- laga og aldursforseta. Guðbjörg gekk til liðs við Thorvaldsensfélag- ið 4. nóvember 1930. Störf hennar fyrir félagið í 61 ár verður hvergi hægt að skrá nema í ijársjóði minninganna og í hugum félags- kvenna og þeim verkum mannúðar og framfaramála sem félagið hef- ur staðið að. Þar verður Guðbjarg- ar ætíð minnst sem góðs liðs- manns og trausts félaga. Ef lýsa á Guðbjörgu Erlends- dóttur kemur fyrst í hugann hvað hún samsvaraði sér vel til líkama og sálar. Hún var glæsileg kona í sjón, vel gefin og hafði skemmti- lega kímnigáfu. I návist hennar varð allt svo hlýtt og eðlilegt. Það sem mér er kannski dýrmætara en annað í minningunni um Guð- björgu er hversu góður og jákvæð- ur leiðbeinandi hún var. Þessa eiginleika hennar fékk ég að njóta á fyrstu árum mínum í Thorvalds- ensfélaginu. Einhvem veginn hélt ég að þetta væri félag sem einung- is væri nóg að mæta á fundum hjá og borga sín félagsgjöld, en annað kom á daginn. Skylda var að vera við afgreiðslustörf í versl- un félagsins, selja jólamerki og happdrættismiða. Allt voru þetta störf sem ég hafði enga reynslu af og leist alls ekki á. Voru spor mín því létt fyrir félagið í fýrstu en þung fyrir mig. Sá ég að við svo búið mátti ekki standa og fór, að kanna hveijar væru duglegast- ar af félagskonum við sölu á happ- drættismiðum. Var mér þá bent á að fara í læri til Guðbjargar Er- lendsdóttur. Guðbjörg tók mér vel og taldi það ekki mikið mál að selja happdrættismiða. Sagðist hún standa alla daga við inngang Vöramarkaðarins í Ármúla og selja grimmt. Nú væri tækifærið fyrir mig að fara daginn eftir og selja mína miða þar sem hún kæm- urenda. Eldunarplássið var á gang- inum, undir súð. í suðurherbergi, einnig undir súð, bjó sonur Ágúst- ínu, Magnús Þórarinn Magnússon (1922-1985). Hann var sjúkur mað- ur lengi og algjör öryrki. Magnús var með móður sinni, einkum að Hóli í Hörðudal í Dalasýslu, þar sem Ágústína var oft á sumrin. Magnús var kvæntur, en skildi og eignaðist dótturina Helgu, sem býr í Suður- Kaliforníu, gift Karli Torfa Esra- syni lækni. Hún kom heim til að vera viðstödd jarðarför ömmu sinn- ar. Vel man ég hvað Ágústína var ánægð með þessa stúlku sem menntast hefur mjög. Það þráði Ágústína á sínum yngri árum. Var líkast því sem maður fyndi hjá hinni öidnu konu sem menntadraumar herinar sjálfrar væru þarna að ræt- ast. Hún skildi að menntun er mátt- ur hveijum þeim sem hlýtur hana. Ágústína var unnandi ljóða og sagna. Hún var lengi félagi í Kvæð- amannafélaginu Iðunni, sem stofn- að var 1929. Kunni ógnar býsn af ljóðum og fór með þau við þá sem hún vissi að unnu þeim. Um sjötugt hætti Ágústína að vinna úti. Þá gafst henni tími til margs sem lífsönnin leyfði ei. Hún tók að ferðast innanlands og utan. Þannig heimsótti hún nágranna- löndin og fleiri nálæg lönd. Til sólar- landa Iagði hún leið sína. Hrifnust var hún af að skoða safnið mikla í ist ekki fyrr en um fjögurleytið. Þetta varð í sannleika mikill þrautadagur sem enginn skilur nema sá sem stendur í fyrsta sinn á almannafæri við sölu á happ- drættismiðum. Þegar Guðbjörg svo kom sagði ég henni heldur niðurlút að árangur minn væri nánast enginn. Þá leit Guðbjörg á mig og sagði: Ingibjörg mín, þú selur aldrei neitt eða færð þínum málum framgengt ef þú felur þig á bak við stafla af pappakössum. Þú átt að þora að ganga fram og mæta fólki. Þetta varð mér þörf áminning á marga vegu og gott veganesti, sem ég minnist með þakklæti. Þannig hrannast minningamar upp í starfi og leik með Guðbjörgu gegnum árin. Alltaf var hún reiðu- búin til að starfa fyrir félagið. Alltaf mætt á fundi og samkomur félagskvenna og væntumþykja hennar til félagsins lýsir sér best í því að eitt það síðasta sem hún fól dætrum sínum að gera var að skila kveðjum sínum og heillaósk- um á afmælisfagnað félagsins 19. nóvember. Thorvaldsensfélagið þakkar störf húnvetnsku heimasætunnar, sem ung að áram flutti til höfuð- borgárinnar og átti þar sitt lífs- starf við uppeldi barna og umönn- un heimilis en gaf sér jafnframt tíma til að vinna að líknarmálum til heilla fyrir samborgarana. Félagskonur þakka fyrir yfir 60 ára samfylgd og vináttu sem aldr- ei bar skugga á og senda dætrum Guðbjargar og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Ingibjörg Magnúsdóttir Á þessu hausti eru liðin 57 ár frá því að tvær 8 ára gamlar stúlk- ur hófu skólagöngu í Austurbæjar- skóla ReykjavíkdT. Frá fyrsta degi myndaðist sú vinátta sem „staðið hefur af sér veðra gný” án þess að lykkja myndaðist á þráðinn, hvað þá hnútur. Þó skildi stórt úthaf þær af í 5 ár og seinna fjöll og heiðar um margra ára, skeið, tel ég jafnvel að ‘ vináttuböndin hafi orðið enn sterkari fyrir vikið. Sómakonan Guðbjörg Erlends- dóttir, sem við kveðjum í dag, var móðir annarrar telpunnar, Sigur- bjargar Magnúsdóttur, hin er undirrituð. Það má segja að heimili þeirra Guðbjargar Erlendsdóttur og Magnúsar Pálmasonar hafi verið mitt annað heimili öll mín bernsku- og unglingsár, hvort sem það stóð við Þórsgötu, Karlagötu eða á öðrum stöðum í borginni. Karla- Louvre á Signubökkum. Þar kom til meðfæddur áhugi hennar á menningu hvers konar. Já, það er mikils virði að vera við andlega heilsu fram á gamals aldur. Óbyggðaferð fór hún 91 árs og hlaut viðurkenningarskjal skraut- ritað sem nú er varðveitt vel. Hún Ágústína lifði lífinu lifandi langa ævi. Henni var léður ytri glæsileiki jafnt og innri reisn. Þótti með lag- legustu konum, jafnvel á efri árum. Ágústína veikt-ist,^.! okfóbet sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.