Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Meiri gauragangur BókmenntSr Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Meiri gauragangur er framhald af Gauragangi þar sem við kynn- umst hinu orðheppna ungskáldi Ormi Óðinssyni sem sveiflast á milli gyðjunnar Lindu og hinnar fijálslega vöxnu Höllu. í Meiri gauragangi segir frá því þegar Ormi tekst að fá Ranúr (Rún- ar) besta vin sinn til þess að dvelja með sér sumarlangt í kóngsins Kaupmannahöfn og yfirvinna þar með þá óumræðilegu bæklun að vera orðinn 17 ára og hafa aldrei komið til útlanda. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikinn_ áhuga á að kynnast þeim Ormi Óðinssyni sem kynntur er til sögunnar á fyrstu síðum bókar- innar og fann til lítillar samúðar með þeim félögum þar sem þeir ráf- uðu slyppir og snauðir um götur stórborgarinnar eftir að hafa látið tvær sænskar stelpur ræna sig öllu nema forkunnar frímerkjabók sem móðir Ranúrs hafði gefið honum að skilnaði á Fróni. Ormur fór satt best að segja töluvert í taugarnar á mér með öllum sínum orðaflaumi og merkikertaframkomu og þrátt fyrir að höfundur geti auðsjánlega skrifað skemmtilega texta gat ég ekki ann- að en tekið undir með Lindu í fyrri bókinni þar sem hún minnir Orm á að hann þurfi ekki alltaf að segja eitthvað (bls. 99) eins og hann virð- ist sannfærður um sjálfur. Öll þessi orð koma í veg fyrir að maður nálgist persónuna og geti hugsanlega líkað vel við hana en það er enn erfiðara ef maður hefur ekki lesið fyrri bókina þar sem kemur fram að Ormur er með hjartað á réttum stað þrátt fyrir allt. Engu að síður ber því ekki að leyna að söguþráður bókarinnar teymir lesandann til að lesa lengra og sjá hvernig þeim félögum reiðir af. Þegar á líður verður Ormur líka ögn meira spennandi. Það glittir í mannlegar tilfinningar þegar hann kynnist Klöru og þar kemur að Orm- ur verður orðlaus. Sviðið er dópbæl- ið Friðarörkin í Kristjaníu og á móti honum stendur rakarinn ógurlegi ásamt hyski sínu og hótar að skera úr honum tunguna. „Ég var að velta því fyrir mér að segja hinum hvílíkt áfall sá tungumissir yrði fyrir ís- lenskar bókmenntir, en komst að þeirri niðurstöðu að fíflið hefði kannski ekki fullan skilning á honum bókmenntalega þætti málsins. Mér sýndist betra ráð að brosa eins og ég væri lukkunnar pamfíll að hitta loksins fyrir ráðhollan, mjmdarleg- an, ungan mann,” (bls. 122). Ormur virðist þrátt fyrir allt hafa lært eitt- hvað um sumarið og hann snýr heim til þess að læra að elska þrinsessuna sína af Hló. Ranúr er ólíkur Ormi. Hann er Ólafur Haukur Símonarson hlédrægur, oft barnslega einfaldur og lætur Orm sem hlustar ekki á möglið í honum um forystuhlutverk- ið. Hann er í raun trúverðugri pers- óna en Ormur en er ekki gerð nægi- lega góð skil af höfundarins hálfu til að öðlast samúð lesendans. Strákarnir komast í kynni við fjöldann allan af fólki um sumarið. Má þar nefna vélhjólagengi, hunda- braskara og hústökulið. Persónumar eru einhliða, meiri týpur en margbrotnar persónur, og fáar þeirra ná að snerta lesandann þó einstaka standi upp úr. Má þar nefna hjónakomin Litla-Jens og Lottu sem eru haldin þeirri þrá- hyggju að safna gosbrunnum, Lísu í Undralandi og barnið hennar, hinn þelkökka Cassíus. Hér að framan hefur verið vikið að persónusköpun sögunnar sem er nokkuð brotakennd en skylt er að geta þess að höfundurinn á góða spretti þar sem hann lýsir pælingum Orms og söguþráðurinn er ekki gal- inn þó hlutirnir gerist stundum held- ur hratt. Eflaust höfðar hann til ein- hverra unglinga og þá sérstaklega þeirra sem hafa lesið fyrri bókina um Orm Óðinsson, þekkja til íjöl- skyldu hans og kunna betri skil á fyrri samskiptum hans við Lindu von Snobber og Ijölskyldu hennar en þeir sem ekki hafa kynni af öðru en Meiri gauragangi. Sagan íjallar um unglinga en gæti alveg eins verið fyrir fullorðna, að minnsta kosti fer lítið fyrir sér- stökum unglingavandamálum í henni. 77/ sölu eða leigu vel staðsett ca 280 fm einbýli + atvinnu- húsnæði (2ja herb. íbúð) í Hólahverfi. Bílskúr. Húsið verður til sýnis föstudag, laugardag og sunnudag. Upplýsingar f símum 73906 og 73499. Fossvogur - raðhús Mjög gott endaraðhús ásamt bílskúr. Húsið stendur neðan við götu. Sérbílastæði heim við hús. Frábært útsýni. Falleg lóð í suður. Afhending í desember 1991. Verð 15,9 millj. 354. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI, DAVlÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR. Dulheimar draumsins Bókmenntir Sigurjón Björnsson Kristján Frímann: Draumar. Fortíð þín, nútíð og framtíð. Hörpuútgáfan 1991, 231 bls. Bók þessi er um drauma eins og nafn hennar segir. Einkennileg er hún á marga lund. Fræðirit getur hún ekki kallast, þó að í henni sé vissulega mikill fróðleikur. Ekki er hún heldur í stíl við hinar mýmörgu alþýðubækur um drauma og draumaráðningar. í henni er heil- mikla sálfræði að finna en sú sál- fræði er lítt skipulögð og engan vegin tengd saman í kenningar. Þá er bókin jöfnum höndum ritverk og myndverk. Margar myndanna eru gerðar af höfundi bókar, sem er myndlistarmaður. Vísa myndirnar til draumefnis. Þá er talsvert af ljóð- mælum í bókinni eftir ýmis ljóð- skáld og einnig eftir bókarhöfund. Texti samanstendur af örstuttum köflum. Þar er fjallað um ótalmörg atriði, en meginþunginn virðist mér hvíla á draumatáknum ýmiss kon- ar. Þá eru einnig birtir draumar og stundum fylgja þeim ráðningar eða greint er frá hvernig þeir hafa kom- ið fram. Það leynir sér naumast að bók þessi er gerð af myndlistarmanni sem er myndmál tamara en ritmál. Ef til vill á það vel við þegar fjallað er um drauma því að myndmálið er einmitt að verulegum hluta tján- ingarmiðill þeirra. Enda þótt svo geti virst á stund- um sem höfundur seilist býsna langt í draumskýringum sínum, svo að erfitt getur orðið að fylgja honum á þessum torgengu slóðum, dylst samt ekki að hann lítur svo á að draumurinn endurspegli sálarlíf dreymandans. En „sálarlíf ’ er raun- ar nokkuð erfítt hugtak og deila má um skilgreiningu þess. Víst er að skilningur höfundar teygir sig lengra en vísindin leyfa sér að fara. En hver veit nema þau séu líka of þröng? En þetta „endurspeglunar” viðhorf er þeim sem þetta ritar vel að skapi. Énda er það áreiðanlega skynsamlegra en margt annáð sem um drauma er sagt og skrifað. Engum vafa er bundið að höfund- ur hefur lagt mikla stund á „draum- afræði” og að hann er orðinn mæta vel kunnugur í þessu undarlega Kristján Frímann völundarhúsi. Án þessa hefði bók hans alls ekki náð þeirri dýpt sem hún óneitanlega hefur. Þetta er sem sagt óvenjuleg bók og er það ekki sagt í niðrandi merk- ingpi. Hún hlýtur að vekja forvitni og íhugnn og bregða ljósi inn í dimma kima. Líklegt þykir mér því að hún geti orðið ýmsum að haldi sem fýsir að skoða þennan óræða innheim sinn. Til sölu eða leigu Skrifstofu- og lagerhúsnæði 160 fm skrifstofuhúsnæði ásamt 80 fm lagerhúsn. á góðum stað í austurborginni. Góð bílastæði og góð vöruaðstaða. Hentar vel heildsöl- um. Söluverð 13 millj. Verslunarhúsnæði 103 fm fallegt verslunarhúsnæði í hornhúsi við Laugaveg. Óvenju mikl- ir og góðir útstillingargluggar. Laust í janúar nk. Verð 12 millj. Verslunarhúsnæði Til sölu eða leigu ca. 200 fm verslunarhúsnæði í áberandi hornhúsi við Ármúla. Gott að koma fyrir auglýsingum á húsinu. Góðir útstillingar- gluggar. Söluverð kr. 19 millj. Leiguverð kr. 175 þús. á mánuði. Skrifstofuhúsnæði Til sölu eða leigu ca. 400 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð í fallegu skrif- stofu- og verslunarhúsi við Ármúla. Húsnæðið er fullinnréttað og er til afhendingar nú þegar. Hægt að leigja út í smærri einingum. Sölu- verð er kr. 25 millj. Leiguverð er kr. 650 á fermetra. Fyrir verktaka Kjörið tækifæri fyrir verktaka, sem vilja eignast húsnæði undir starf- semi sína og njóta hagnaðar af að Ijúka- byggingu húss. Til sölu eru byrjunartramkvæmdir að ca. 200 fm húsi sem er ein hæð og hátt ris sem yrði ca. 120 fm. Búið að steypa upp veggi neðri hæðar og búið að steypa plötu. Töluvert af byggingarefni fylgir. Mikil lofthæð í þeim hluta neðri hæðar sem milliloftið verður ekki yfir. 26600 Q^sieimUómtdii Skúlagölu 30, 3. h. - S. Þorsteinn Steingrímsson, Ig. fs. ft Fyrsta sendingin af ódýru og vönduðu listaverkabókunum frá Benedikt Taschen Verlag er komin Verðið er mjög hagstætt - frá kr. 499,- Bókabúð Steinars - Bergstaðastræti 7 Opið frá fcl. 13 - 18 og á laugardögum fram til jóla jr-iptfi | i iH. m • .1 jú j fiMA } 'f| }* MTr'rF;n,i Hafnarfjarðarkirkja. Hafnarfjarðarkirkja; Fræðslufund- ir um safn- aðarstarf SÉRA Bárður Jónsson, verkefna- stjóri um safnaðaruppbyggingu í Þjóðkirkjunni, heimsaekir söfn- uð Hafnarfjarðarkirkju laugar- dagsmorguninn 23. nóvember og liefur röð fræðslufunda um hlut- verk kirkjunnar í nánust framtíð, mótun og uppbyggingu fjöl- breytts safnaðarlífs. Fundir þessir fara fram í safnað- araðstöðu Hafnarfjarðarsóknar í Dvergi, gengið inn frá Brekkugötu, laugardagana 23. nóvember og 30. nóvember og svo 7. desember. Þeir hefjast kl. 11 og standa fram að hádegi en þá verður þátttakendum boðið upp á spjall og léttan hádegis- verð. (úr Fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.