Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 15 Breytingar á hegningar- lögum um kynferðisbrot eftir Sólveigu Pétursdóttur Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingu á hegningar- lögum hvað snertir kynferðisbrot. Það var samið með hliðsjón af tillög- um svonefndrar nauðgunarmála- nefndar, sem skilaði áliti til dóms- málaráðherra í nóvember 1988 og frumvarpi, sem undirrituð flutti og vísað var til ríkisstjórnar sama ár. A þessum tíma átti sér einmitt stað mikil umræða í þjóðfélaginu um kynferðisbrot, ekki síst gagnvart börnum og unglingum. Þessi um- ræða var að mínu mati nokkurs konar ákall til íslenska réttarkerfís- ins og löggjafans um að bregðast ekki hlutverki sínu, þegar slík af- brot væru annars vegar. Ljóst var að almenningur leit þessi mál mjög alvarlegum augum enda voru þess jafnvel dæmi að menn hefðu haft tækifæri til að fremja fjölda kyn- ferðisbrota á löngu tímabili. Kynferðisbrot nái jafnt til kvenna sem karla Fjöldi alvarlegra mála hefur komið upp nú síðustu árin þar sem brotaþolar eru einatt ungir drengir og afbrotamaðurinn karlkyns. Hegningarlögin hafa falið í sér miklu lakari vernd þegar um hefur verið að ræða kynferðismök við persónu af sama kyni, því að ákvæði þeirra eru kynbundin, t.d. er nauðg- unarákvæði 194. gr. einungis bund- ið við konur sem þolendur. Þessi mismunun er aflögð í hinu nýja frumvarpi, sem ókynbundið, þ.e. ákvæði þess ná jafnt til karla sem kvenna og er það í samræmi við réttarþróun í öðrum löndum. „Önnur kynferðisbrot” verði lögð að jöfnu við samræði í dag horfir það til refsilækkunar ef kynferðisbrot felur í sér önnur kynferðismök en samræði, þ.e. hefðbundnar samfarir karls og konu. Það er hins vegar ekkert skilgreint, hvorki í hegningarlögun- um sjálfum né greinargerð, og eng- inn refsirammi tilgreindur. Það er því algerlejp á valdi dómstóla að ákveða viðurlög við brotum sem þessum. Hlýtur þó að teljast ljóst að slík brot geta haft mjög alvarleg- ar afleiðingar í för með sér. Réttar- þróun hefur víða hnigið í þá átt að endurmeta refsinæmi kynferðis- brota og þá ekki síður ýmsar kyn- ferðisathafnir aðrar en samræði. í frumvarpinu er komið til móts við þessa þróun og lagt er til að svokölluð „önnur kynferðismök” verði lögð að jöfnu við samræði. Ennfremur er lögð meiri áhersla á kynferðislega áreitni og tekið harð- ar á brotum sem fela slíkt í sér. Mismunun á réttarstöðu barna Hið nýja frumvarp felur þannig í sér mörg merkileg nýmæli en þó eru þar atriði sem athuga þyrfti nánar. Þannig er gert ráð fyrir þyngri refsingu þegar um er að ræða foreldri sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn sitt heldur en þegar um er að ræða kjörbarn þess, stjúpbarn, fóstur- barn eða sambúðarbarn. Eg á erfitt með að sjá hvaða rök geta legið á bak við slíka mismunun á réttar- stöðu barna. Þessir aðilar hafa sömu skyldur gagnvart barninu og kynforeldrar og 'oft gerir barnið heldur engan greinarmun þar á. Því hefur e.t.v. verið komið í fóstur á unga aldri, kannski af félagsleg- um ástæðum, og þykir mér ástæðu- laust að ætla að samfélagið eða löggjafinn vilji gera upp á milli barna, nánast efir því við hvaða aðstæður þau búa. í þessu sam- bandi má m.a. benda á nýútkomna skýrslu Aðalsteins Sigfússonar, sál- fræðings, er hann vann fyrir Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur og fjallar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og unglingum. Rann- sóknin er byggð á málum sem bár- ust Fjölskyldudeild FR á árunum 1983-1990. Á bls. 22 er tafla sem sýnir hveijir eru gerendur í slíkum málum. Um hana segir m.a.: „Eins og fram kemur í töflu 11 er algeng- ast að kynfeður séu gerendur. Stjúpar koma næstir og verður að hafa í huga að þeir eru hlutfallslega mun færri í þjóðfélaginu. Sam- Sólveig Pétursdóttir „Þetta nýja frumvarp um breytingu í hegningarlög- um hefur verið lagt fram á þremur löggjafarþing- um en aldrei verið útrætt. E.t.v. hefur mál sem þetta ekki haft nægilegt póli- tískt vægi eða það hefur sætt slíkum ágreiningi að ekki varð samkomulag úr.” kvæmt þéssu má því ætla að al- gengara sé að stjúpar misnoti börn innan fjölskyldu en kynfeður.” Af þessum upplýsingum má sjá að þessi atriði í frumvarpinu þurfa nánari athugunar við enda vafalítið í samræmi við réttarvitund almenn- ings. Varnaðaráhrif hegningarlaga Fleiri nýmæli eru í þessu frum- varpi en þau verða ekki rakin nán- ar hér. Þó er rétt að geta þess að það virðist hafa vakið sérstaka at- hýgli manna að áfram er gert ráð fyrir því að vændi sem atvinna sé refsivert og því hefur verið varpað fram að slíkt sé e.t.v. ekki í takt við tímann. Eflaust geta ýmis rök hnigið að því, m.a. á þann veg að á slík brot muni sjaldan reyna fyrir dómstólum. En tilgangur hegning- arlaga er ekki einvörðungu sá að refsa mönnum fyrir brot á ákvæð- um þeirra heldur er þeim ætlað að hafa varnaðaráhrif, væntanlega í samræmi við siðferðis- og réttarvit- und almennings á hveijum tíma. Þar við bætist að vændi yrði jafn saknæmt fyrir bæði kynin og að nú á tímum er mun meiri hætta á alvarlegum afleiðingum þess heldur en var árið 1940 er núgildandi hegningarlög voru sett. Verulegar réttarbætur Þetta nýja frumvarp um breyt- ingu í hegningarlögum hefur verið lagt fram á þremur löggjafarþing- um en aldrei verið útrætt. E.t.v. hefur mál sem þetta ekki haft nægi- legt pólitískt vægi eða það hefur sætt slíkum ágreiningi að ekki varð samkomulag úr. Hvort sem er þá vænti ég þess að þingmenn muni nú reyna að ná samkomulagi um mál sem þessi, en láti ekki stjórnar- andstöðu vera sér ijötur um fót. Frumvarpið felur í sér verulegar réttarbætur enda þótt ýmis atriði þurfi nánari athugunar við. Það verður að sjálfsögðu gert í Allsheij- arnefnd Alþingis, þar sem frum- varpið er nú loksins komið til meðferðar. Höfundur er sjötti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. VINNUVERND Iþróttir án meiðsla, heilsu- rækt án tjóns eftir Gauta Grétarsson Inngangur Sífellt fleiri eru farnir að stunda íþróttir og líkamsrækt sér til heilsubótar og skemmtunar. Fólk hefur áttað sig á því að góð heilsa er besta fjárfest- ing sem völ er á og til að viðhalda henni í samfélagi þar sem störf einkennast sífellt meira af ein- hæfni og kyrr- stöðu er mikil- vægt að hreyfa sig. Heilsan er góð þegar líkam- inn starfar eðli- lega bæði andlega og líkamlega án þess að þróa með sér sjúkdóma eða kvilla. Þess vegna er einnig mikilvægt að íþróttaiðkun og önn- ur heilsurækt leiði ekki til tjóns vegna aukins álags og valdi þann- ig slitsjúkdómum. Hvað er mikilvægt að gera áður en farið er að stunda líkamsrækt og íþróttir? Þegar byijað er á líkamsrækt er mikilvægt að setja sér ákveðin markmið. Sem dæmi um markmið er, að koma sér í betra líkams- ástand til að þola daglegt líf, fyrir- byggja sjúkdóma eða sem hluta af leið til að grenna sig. Það þarf að gera sér grein fyrir hvers vegna, hve oft og hvaða tegund líkams- ræktar skal stunduð. Að ákveða að fara í göngutúr tvisvar í viku í 30 mínútur og stunda leikfimi í 50 mínútur tvisvar í viku eru dæmi um aðferðir til að ná markmiði sínu. Of margir fara að stunda íþróttir án þess að gera sér grein fyrir markmiðum sínum eða setja sér jafnvel of háleit markmið og ná þá ekki þeim árangri sem vænst er, eða þróa með sér álagsein- kenni. Aðrir setja sér markmið en nota ekki réttu aðferðina til að ná því. Viðkomandi verður þá fyrir vonbrigðum og hættir iðkuninni. Þá hjálpar að vita í hvaða líkams- ástandi maður er. Spyija: hvað get ég, hve mikið hef ég hreyft mig undanfarnar vikur, mánuði eða ár. Oft er hættan sú að fólk byiji lík- amsrækt of kröftuglega og beinlín- is ofgeri sér. Það er ef til vill lítið mál að hlaupa 4 km einu sinni, en ef stunda á hlaup sem líkamsrækt þá verður að velja viðráðanlega' vegalengd, ekki bara einu sinni, heldur næstu vikurnar og mánuði. Gott ráð er að fara í þrekmælingu til að sjá hvar maður stendur í upphafi og geta fylgst með ár- angri eftir því sem tímar líða. Mik- ilvægt er að gera sér grein fyrir því að til að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst þarf að leggja mikið á sig. Hver eru jákvæð áhrif líkamsræktar? Líkamsrækt hefur mjög víðtæk jákvæð áhrif á líkamann. Þol og styrkur eykst, sem minnkar líkur á kvillum í stoðkerfi, svo sem vöðvabólgum og bakverkjum. Hún minnkar líkur á ýmsum sjúkdóm- um svo sem hjarta- og æðasjúk- dómum og samfara líkamsrækt verst líkaminn betur árásum ýmis konar umgangspesta. Samkvæmt athugunum sem gerðar hafa verið kemur í ljós að í fyrirtækjum þar sem starfsmenn stunda heilsurækt eru forföll frá vinnu mun minni en í fyrirtækjum þar sem starfsmenn stunda ekki heilsurækt. Aukin hreyfing veldur aukinni brennslu sem er gott fyrir þá sem eiga í vandræðum með að halda línunum í lagi. Fyrir þá sem vinna störf sem valda mikilli streitu er mikilvægt að fá útrás fyrir streituna. Útrás má fá í formi líkamsræktar. Ekki má heldur gleyma því að heilsurækt er góð afþreying bæði fyrir unga sem aldna og félags- skapurinn sem fæst í gegnum lík- amsrækt er ómetanlegur. Meiðsli og slys eru einn helsti takmarkandi þáttur í getu afreksíþróttamanna okkar! Ekki er hægt að ræða um íþrótt- ir og líkamsrækt án þess að gera sér grein fyrir því að líkaminn er engin eilífðarvél sem þolir allt álag. Það vita allir en gleyma að tala tillit til þess. Þegar farið er að kanna hvaða þáttur takmarkar hámarks afreksgetu íþróttamanna, þá eru það íþróttameiðsli. Ef við horfum til mestu afreksmanna okkar Islendinga þá tökum við eft- ir því að þeir eru sífellt frá æfing- um og keppni vegna meiðsla. Þeir þurfa að hætta iðkun keppnis- íþrótta löngu fyrir tímann og ná ekki þeim árangri sem vænst er, vegna þess að álagsmeiðsli eru sí- fellt að taka sig upp aftur og hindra markvissa uppbyggingu og þjálfun. Eru íþróttameiðsli og íþróttaslys fylgifiskur íþróttanna eða má koma í veg fyrir þau? Með því að stunda fjölbreytta og skipul- agða þjálfun þar sem áhersla er einnig lögð á æfingu til að fyrirbyggja meiðsli má fækka álags- meiðslum og ná betri árangri. Oft gera þjálfarar sér ekki grein fyrir því hvaða álag þeir eru að leggja á íþróttamenn. Þeir þjálfa á sama hátt og þeir voru þjálfaðir og nýta sér ekki þá þekkingu sem til stað- ar er. Einkenni álagsmeiðsla koma ekki fram strax og oft ekki fyrr en löngu eftir að íþróttaiðkun er hætt. Sum íþróttameiðsli koma fram meðan á áreynslunni stendur svo sem tognanir, skrámur og fl. Við tognun á liðbandi eða vöðva trosnar eða rifnar vefurinn sem orsakar blæðingu, hreyfihindrun og verk. Þá er mikilvægt að hætta strax íþróttaiðkuninni og kæla hið skaðaða svæði með ís, binda teygjubindi um skaðann og hvíla svæðið í hálegu. Best er að halda áfram kælingu reglulega fyrstu tvo sólarhringana. Það má alls ekki fara í heitt bað eða setja hitapoka á svæðið, því það örvar blæðinguna og getur þannig aukið skaðann og lengt endurhæfingartímann. Eftir æfingar koma oft harð- sperrur. Þær eru merki um það að viðkomandi hafi tekið vel á og koma oft þegar ekki er teygt á vöðvum eftir að æfingu er lokið. En harðsperrur geta einnig verið einkenni sem fram koma þegar lík- amanum ér misboðið. Þær geta verið merki um bólgur í vöðvasina- festingum, slit í vöðvaþráðum eða sprungnar háræðar. Það á því ekki að vera markmið með líkamsrækt að fá harðsperrur. Hvaða tegund líkamsræktar á að stunda? Það er mikilvægt að fólk finni sér einhveija íþrótt sem það hefur gaman af. Oft á tíðum hefur fólk ekki tíma til að læra undirstöðuna í einhverri íþróttagrein og fær leiða þar sem því fínnst það ekkert fá út úr þessu og nær aldrei tökum á íþróttinni. Þá þarf að vera þolin- móður. Betra er að hafa ekki of miklar væntingar í upphafi. Það gerast engin kraftaverk af sjálfu sér. Til að ná árangri í einhveiju sem maður tekur sér fyrir hendur þarf að gefa sér tíma. Þegar fólk byijar að stunda lík- amsrækt verða oft miklar framfar- ir í upphafi. Síðan tekur við tíma- bil þar sem viðkomandi finnst sem ekkert gangi. Þá verður að gera sér grein fyrir því að þetta gerist hjá flestum. Þá er ráðið að breyta þjálfunarálagi eða stunda aðra teg- und íþróttar með í einhvern tíma. Þegar byijað er að stunda lík- amsrækt er mikilvægt að skrá hjá sér allar þær afsakanir sem maður lætur sér detta í hug til að losna við að æfa sig. Það er oft Ötrúlegt hvað maður er fljótur að koma sér undan því að koma sér af stað. Eins og maður er ánægður og líð- ur vel þegar maður er búinn að hreyfa sig. Að lokum Aldrei verður komið í veg fyrir íþróttameiðsli eða álagskvilla, en nauðsynlegt er að koma í veg fyr- ir þau ef hægt er. Það verður best gert með því að vita hveijar eru orsakirnar, stunda fjölbreytta þjálfun og gleyma ekki upphitun °g teygjuæfingum. Á þann hátt er best unnið fyrirbyggjandi. Þegar einstaklingar byija að stunda líkamsrækt er mikilvægt að setja markið eki of hátt. Marg- ir halda að hægt sé að breyta illa þjálfuðum líkama í stæltan og þróttmikinn skrokk á skömmum tíma. Það er alveg ljóst að það tekur vikur, mánuði og ár að kom- ast í góða þjálfun. Að viðhalda lík- amlegu ástandi krefst einnig mik- illar þjálfunar. Það sem fólk finnur aftur á móti fljótlega er að líkam- inn er fljótur að snúa vöm í sókn og maður finnur að líkamsástandið er betra en áður og það er sú hvatning sem á að hvetja mann áfram. Höfundur er sjúkraþjálfari og starfar við vinnuvernd. Gauti Grét- arsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.