Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 37 Sigurlaug Guðmunds- dóttir - Minning í dag er til moldar borin föður- systir mín, frú Sigurlaug Guð- mundsdóttir. Með Laugu, en svo var frænka mín ávallt nefnd, er gengin ein af þeim alþýðukonum, sem lifðu tímana tvenna. Heiðvirð og sam- viskusöm og hélt heimili af miklum myndarskap, þótt ekki væri alltaf úr miklu að moða. Sigurlaug fæddist að Heyholti í Borgarfirði 22. des. 1905. Móðir hennar var Halldóra Vilhjálmsdóttir verkakona, d. 1959 og faðir Guð- mundur Bjarnason smiður, d. 1929. Þau fluttu til Borgarness 1919 og byggðu þar hús við Borgarbraut sem stendur enn í miðbæ Borgar- ness. Lauga ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt syni Halldóru, Friðrik Þórðarsyni, kaupmanni í Borgar- nesi, d. 2. ágúst 1977. Upp úr 1930 fluttist Lauga til Reykjavíkur. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Jóni Vigfússyni, f. 12. ágúst 1899, d. 6. desember 1979. Jón vann m.a. við mjólkur- flutninga til húsa í Reykjavík frá Korpúlfsstaðabúinu í nokkur ár, síðan hjá Reykjavíkurborg í fjölda ára við sandnámið á Ártúnshöfða. Síðustu æviárin vann Jón við vöru- afgreiðslu Hafskip á Eiðisgranda. Alls staðar innti Jón störf sín af hendi af mikilli samviskusemi og snyrtimennsku. Jón og Lauga eignuðust tvær dætur. Maríu, flugfreyju, er fórst með flugvélinni Hrímfaxa við Osló í apríl 1963, og Esther, sem var búsett í Bandaríkjunum og Þýska- iandi, en flutti til íslands fyrir nokkrum árum og bjó með móður sinni og annaðist hana af mikilli alúð og umhyggjusemi. Jón og Lauga ólu einnig upp dóttur Maríu, Sigurlaugu Halldórs- dóttuh og var hún augasteinninn þeirra'og-mikil huggun íþeim harmi er dótturmissirinn oili. Eg vil að lokum þakka Laugu og Jóni þá miklu vináttu og hlýhug er þau ávallt sýndu mér og minni fjölskyldu. Það eru margar góðar endur- minningar sem bijótast fram í hug- ann, ekki síst frá þeim tíma er ég dvaldi hjá þeim vetrarlangt fyrsta skólaárið í Reykjavík, en í þá daga var vegalengdin til Borgarness lengri og torfærari en í dag. Halldór Sturla Friðriksson Þ.ÞORGRfMSSON &C0 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 steinsteypu. Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni mJ .aiubic B'ts 11 nnnni mntrtöd buimöd íifitfi Snjóþotur með bremsum (minni). Litir: Rautt, blátt, svart og appelsinugult. kr. 1.186,- stgr. Snjóþotur með bremsum (stærri). Litir: Rautt, blátt, svart og appelsinugult. kr. 1.383,- stgr. Sleðar með bremsum. Lltlr: Svart og lilla. Kr. 2.384,- stgr. Sleðar með stýri og skóflubremsu. Litir: Svart og rautt. Kr. 4.989,- stgr. TURBO sleðar með sírenu og bllkkljósi. Kr. 6.587,- stgr. /TiGm CLASSIC: Blár/svartur. kr. 7530,- stgr. GT: Svartur, með fjöðrum á framskiði og sjálfinndregna snúru á kr. 8.947,- stgr. Mesta úrval landsins af sleðum og snjóþotum VERSLUN, SIMI679890

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.