Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 „Er þetta hin nýja Evrópa” Króatar í biðröð eftir vatni. Myndin var tekin í borginni Dubrovnik en um hana hefur júgóslavneski sambandsherinn setið frá því í byrj- un októbermánaðar. eftirHrafn Jökulsson LITLI hundurinn skalf og nötr- aði. Hann hljóp fram og aftur; tiplaði yfir glerbrot, múrsteina og sprengjuflísar. Um nóttina hafði öflug sprengja lent á bíl- skúr við venjulegt hús við venju- lega götu í borginni Osijek í Króatíu. Sprengjan sprakk í fimm metra fjarlægð frá hunda- kofa sem stóð við aðaldyrnar; múrsteinsveggur í bílskúrnum sundraðist, rúður í húsinu sprungu, bíllinn í innkeyrslunni var ónýtur - en örlögin höfðu hagað því svo til að litli hunda- kofinn var óskemmdur. En íbúi hundakofans - Triggy, 12 ára gömul tík - fékk taugaáfall. Og nú hljóp þessi litli, ólánlegi hund- ur, áreiðanlega bastarður aftur í ættir, fram og aftur. Ég kallaði á Triggy og strauk hendi eftir snögghærðum búknum, fann skjálftann sem hafði heltekið lík- amann. í húsinu bjó kona milli fertugs og fimmtugs. Henni hafði tekist að skýla sér bak við vegg þegar glerflísar þeyttust inn í húsið. Ég hafði stoppað við þetta hús af tilviljun. Ég og samferðamaður minn, ljósmyndari frá Nýja-Sjá- landi, vorum að spyrja til vegar. Þetta var morguninn eftir sprengjuregnið, tvö samstæð hús í götunni höfðu orðið fyrir eldflaug- um. Það gekk kraftaverki næst að íbúar þessara húsa slyppu ómeiddir - lifandi. Konan sýndi mér vegginn sem hún hafði skýlt sér bak við. Hún hafði ekki tíma til að forða sér ofan í kjallarann. Rúður sprungu á báða vegu við hana. Hún var ótrúlega róleg og yfirveguð og ég hafði orð á því við hana. Hún brosti: „Ég er í Þjóðvarðliði Króa- tíu og var heima í stuttu fríi. Ég hef verið í fremstu víglínu og er orðin því vön að sprengjur falli allt í kringum mig. Fyrst var það hræðileg lífsreynsla, en þetta venst, þetta venst.” Þetta var hins vegar fyrsta reynsla Triggy af sprengjuregni; ég veit ekki hvort þessi litli hundur getur vanist því. Kannski geta allir vanist öllu. í næsta húsi bjó lögreglumaður. Daginn áður höfðu foreldrar hans komið í heimsókn frá Zagreb. „Svona voru þau boðin velkom- in,” sagði hann og sýndi mér svefn- herbergið þeirra. Eldflaug hafði brotið sér leið gegnum 25 senti- metra þykkan útvegginn. Glerbrot og sprengjuflísar á stærð við rýt- inga höfðu skorist djúpt ofan í rúm- dýnuna. Tveimur mínútum áður hafði manninum tekist að bjarga foreldrum sínum ofan í kjallara. Móðir hans var gömul kona, lot- in í herðum. Tárin runnu niður kinnarnar, fundu sér farveg í djúp- um hrukkum. „Ég var heppin,” sagði hún og tók utan um son sinn. „Hann bjargaði lífi okkar. Hvað er eiginlega að gerast í landinu okk- ar?” Þessa nótt hafði ég gist á hóteli við aðaltorgið í Osijek. Mér varð ekki svefnsamt, hlustaði á drunur í sprengjum sem var varpað á borg- ina, fann jörðina nötra og hljóð- bylgjur sem voru eins og óstöðv- andi öldur. Þessum sprengjum var ekki varpað á hernaðarlega mikil- væga staði, eins og það heitir á tæknimáli: þeim var varpað í blindni á íbúðahverfí venjulegs, óvopnaðs fólks. Ummerki stríðsins eru alls stað- ar í Osijek. Ljósmyndarinn benti á hús í kringum okkur sem höfðu orðið fyrir eldflaugum: „Sjáðu, þær koma úr öllum áttum. Serbarnir hafa næstum því umkringt borg- ina.” Við hittum ungan mann, Tom- islav, sem sýndi okkur borgina. Tomislav er í hópi þeirra þúsunda sem eru á biðlistum eftir að kom- ast í Þjóðvarðliðið. Króatar gætu mannað 800.000 manna her en þeir hafa ekki vopn nema fyrir brot af þeim fjölda. „Það er skrýtið að sjá borgina sína verða sprengjum að bráð,” sagði Tomislav. „Hér var ég alinn upp, héðan á ég næstum allar mín- ar minningar. Þama lék ég mér í boltaleik þegar ég var strákur, um þessa götu leiddi ég fyrstu kær- ustuna mína þegar ég var ungling- ur, þarna er skólinn minn. Og nú er sprengjum varpað á borgina mína, það er verið að sprengja burtu minningar mínar.” Af íbúum Króatíu eru um það bil 12% af serbnesku bergi brotnir. Belgrad-stjórnin hefur rekið stríðið undir því yfirskini að hún sé að vemda Serbana í Króatíu. „Nú eru skólabræður mínir ýmist í króatíska eða serbneska hernum,” sagði Tomislav. „Áður vorum við vinir, það voru engin vandamál, en nú beijumst við upp á líf og dauða. Þetta er allt svo skrýtið, svo fárán- legt.” Tomislav var beiskur út í um- heiminn, eins og flestir Króatar sem ég talaði við: „Ef Evrópuband- alagið væri einhvers virði, þá hefði það stöðvað stríðið hérna fyrir löngu. En EB lætur Serbana teyma sig á asnaeyrunum. Hugsjónin um sameinaða Evrópu er vissulega fal- leg; en ef ekki er hægt að stöðva þetta stríð - hvers virði er EB þá? Hvað ætlar EB að gera næst þegar stríð brýst út í Evrópu? Staðreynd- in er sú að stærstu löndin þora ekki að gera neitt af því þau hafa minnihluta innan sinna vébanda sem krefjast sjálfstæðis. England hefur Norður-írland, Frakkar hafa Korsíku, Spánveijar hafa Baskana. Þessi lönd þora ekki að gera neitt sem getur kynnt undir frelsiskröf- um þessara þjóða. Þetta stríð hefur sýnt okkur að við eigum ekki marga vini; við höfum ekki olíuauðlindir eins og Kúvæt - það hentar engum að hjálpa Króötum.” Tilveran er stundum kynleg og furðulegt hvað fólk leggur á sig til þess að reyna að lifa eðlilegu lífi í trássi við blákaldan veruleikann: Osijek virtist að mestu yfirgefin, það var neglt fyrir glugga, sand- pokar voru hvarvetna - og mitt í þessari auðn gengum við Ný-Sjá- lendingurinn fram á Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Osijek. Já, Upplýsingamiðstöð ferðamanna var enn þá opin. í hálfrökkvuðu herbergi sátu tvær konur, á veggj- um voru auglýsingar um skoðunar- ferðir: Vukovar, Vinkovci - tvær hersetnar borgir í rústum. Meðan félagi minn keypti kort af borginni spurði ég aðra konuna: „Koma margir ferðamenn til Osijek núna?” Hún hugsaði sig aðeins um: „Nei, alls engir. Hingað kemur enginn lengur.” Svo hélt hún áfram að ráða krossgátu. Það var léttara andrúmsloft í fréttamannamiðstöðinni. Ungur og glaðbeittur starfsmaður, Igor, sýndi mér frétt í króatísku blaði. Þar stóð að utanríkisráðherra ís- lands hefði gefið út yfirlýsingu í þinginu um að ekki kæmi til mála að breyta landamærum innan Júgó- slavíu. „Svo er þess krafist að öllum hernaði verði hætt,” sagði Igor. „Sko til. Það voru líka myndir af utanríkisráðherranum þínum í sjón- varpinu í gær. Er hann ekki með skegg? Mikið væri gaman ef ísland yrði fyrst til þess að_ viðurkenna Króatíu. Veistu hvað! Ég á vinkonu á Islandi. Viltu skila til hennar kveðju frá mér?” Og nú reif Igor minnisbók upp úr vasa sínum: „Lát- um okkur sjá, hún heitir Bryndís Emilsdóttir, Laugarásvegi 16.” Þessari kveðju er hér með komið á framfæri. Þegar ég og vinur minn frá Nýja-Sjálandi ókum burt frá Osij- ek, gegnum bleika akra og brunnin þorp, gat hann ekki orða bundist: Þetta er viðurstyggilegt stríð. Þeir drepa alla sem þeir geta, börn- in líka. í Osijek lenti sprengikúla úr skriðdreka á stúlkubarni: smaug gegnum glugga á íbúðarhúsi og sundraðist á líkama stúlkunnar. Og þetta er látið viðgangast af hinum vestræna heimi undir lok 20. aldar. Er þetta hin nýja Evr- ópa?” Honum var orðið heitt í hamsi en það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Maðurinn trúir á yfirburði sína en um leið vita allir að það er hægt að slökkva allt líf á jörðinni. Ætli menn hugsi nokkurn tíma út í það að mannkynið getur dáið út, sprengt sig í tætlur - en það verð- ur samt líf á jörðinni. Líf án hinnar miskunnarlausu mannskepnu.” Ég gæti best trúað því að hundinum Triggy fyndist þetta prýðileg hugmynd. ------»-■».»----- Vísnatón- leikar í Nor- ræna húsinu VÍSNAPARIÐ Jens og Dorthe halda öðru sinni vísnatónleika í Norræna húsinu föstudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Jens og Dorthe koma frá Dan- mörku og hafa þau sungið saman í nokkur ár í Danmörku og víðar á Norðurlöndum. Á efnisskránni eru norrænar vísur af ýmsu tagi og þau leggja áherslu á að ná góðu sam- bandi við áheyrendur með léttum og skemmtilegum flutningi. Dorthe hefur að baki tónlistar- menntun og leikur jöfnum höndum á gítar, píanó, harmonikku og strengjahljóðfæri og útsetur tónlist- ina við vísurnar. Jens leikur á gítar og flautu. Þau hafa komið fram í sjónvarpi og útvarpi og gefnar hafa verið úr snældur með söng þeirra. Aðgangur er ókeypis að tónleik- unum. LÍF OG FJÖR I BORGARKRINGLUNNI ALLA FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA Ingi Gunnar Jóhannsson, trúbador, og Jónas Þórír, píanisti, leika og syngja. Vörukynningar. Getraunaleikur Demantahússins í fullum gangi. Handunnin skrautkerti unnin á staðnum. Simpsonljölskyldan á ferðinni. Blöðrur og leikföng í tilefhi af opnun Tómstundahússins. Jólasveinar ganga um gólf og taka lagið. Skóburstun. Nýjar teiknimyndir með íslensku tali. Sýnikennsla í notkun Swix skiðaáburðar og um- hirðu svigskiða frá kl.13.00-15.00 á laugardag. Aímælisbarn dagsins leyst út með gjöfúm á laugardag. Allar jólagjafir á einum stað. OPIÐ FÖSTUDAG FRÁ 10-19 OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 10-16 IRNARNUNA FULL BÍIÐ AF VÖRUM Síðasti móttökudagur jólapantana er 22. nóvember íwm& PÓNTUNARLISTARNIR Hólshrauni 2, Hafnarfirði, sími 52866 ARGOS-listinn ókeypis (Frcttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.