Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 ©1968 UnlverMl Press Syndicate „þakJctx. ybkarfyrir gnd/s/egt kt/éem/ c gser £/g i/e/t <xé Qc/örri<jnc/ur ðhem/nt/- sér v&L." ... að hugsa til hans á kvöld- in. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1991 Los AngelesTimes Syndicate Og þú sem kannt ekki að búa til mat! Með morgimkafiinu Það stendur: Arnljótur er ekki nógu góður í lestri. HÖGNI HREKKVÍSI ,..ÖG GAKXTU Svo V£u " FKÁ BA£>INU." — Þessir hringdu . . Frábærar greinar Hugsandi manneskja vildi koma á framfæri þakklæti til Jónínu Michaelsdóttur fyrir grein hennar „Þjóðarsálin” í Lesbókinni sl. laugardag. Hún sagði greinina 'rábæra og helst ætti að sndurprenta hana. Sömuleiðis var lún ánægð með greinina „Fólkið í andinu” sem birtist í Velvakanda fyrir skömmu. Þessi sama manneskja ■ vildi hins vegar lýsa megnri óánægju með orðskrípið „hausateikningar” sem notað var í texta þar sem fólk var spurt hvort það þekkti persónurnar á ákveðinni mynd. Sagði hún þetta orð vera niðrandi þar sem talað væri um hausa á dýrum en ekki mönnum. Kvenmannsgleraugu Kvenmannsgleraugu í svörtu hulstri töpuðust föstudaginn 15. nóv. Annaðhvort einhvers staðar í Breiðholti eða fyrir utan Verslunarskólann. Gleraugun eru í gylltri umgjörð. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 73575. Upplýsingar um kvæði Unnur hringdi og vill vita hvort einhver kannist við kvæði sem hún lærði fyrir löngu en man nú einung- is brot úr. Hún vill einnig fá að vita hver höfundur kvæðisins er. Hendingarnar sem Unnur man eru á þessa leið: Mig vantar arineld og yl í mína sál. Æ komdu nú í kveld og kynntu hjá mér bál. Ég glópsku minnar geld því gatan er svo hál. Æ komdu nú í kveld og kynntu hjá mér bál. Þeir sem hafa upplýsingar um kvæðið vinsamlegast hafi samband við Unni í síma 689953. Ökufól íslendingar kunna alls ekki að fara eftir akstursmerkjum að sögn ökumanns sem hringdi. Hann sagði það t.d. vera áberandi á bílastæðum þar sem málaðar væru örvar til leiðbeiningar að íslendingar virtust ekki átta sig á þeim. Að mati ökumanns myndi þetta ekki eiga sér stað erlendis. Tannlækningaferðir til Englands Ásgeir er að reyna að hafa upp á Kristínu sem skrifaði eitt sinn í Velvakanda og lýsti ferð sinni til Englands til tannlækninga. Hann biður hana að hafa samband við sig í síma 96-41094. Seðlaveski Ljósbrúnt seðlaveski tapaðist 13. nóv. fyrir utan verslunina Völustein í Faxafeni milli klukkan 17-18. í veskinu voru meðal annars ökuskírteini, ávísunarhefti og samkort. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Lilju í síma 652062. Kvenfrakki tekinn í misgripum Þann 26. okt. var kvenfrakki tekinn í misgripum fyrir annan sams konar frakka í veitingasalnum Skrúði á Hótel Sögu. Þetta er dökkblár særiskur ullarfrakki, vörumerki JUNESCO. í vösunum á frakkanum sem tekinn var voru hanskar og skilkislæða og sá frakki var beltislaus, frakkinn sem skilinn var eftir er hins vegar með belti og númeri minni. Er stærri frakkans sárt saknað af eiganda sínum. Ef viðkomandi kona ber þetta augum er hún vinsamlega beðin um að hafa samband við gestamóttöku Hótels Sögu. FRAMHALDSTILVERA Fyrir nokkrum árum birtist í Kirkjuritinu grein eftir Heimi Steins- son þar sem hann segir þetta líf „tilveru til dauða”, að dauðinn sé endir allrar tilveru, og að framhalds- líf sé ímyndun ein og nú í Morgun- blaðinu 8. nóvember er grein eftir séra Steinþór Þórðarson þar sem hann boðar langan svefn eftir dauð- ann, síðan lúðraþyt og þá munu all- ir þeir sem í gröfunum eru ganga fram og þeir sem hið góða hafa gjört munu rísa upp til lífsins, en þeir sem drýgt hafa hið illa munu rísa upp til dóms. Þarna er gjört ráð fyrir að einstaklingurinn axli ábyrgð á misgjörðum sínum og að fyrirgefn- ingir, sé ekki án skilyrða. En er það annars ekki sorglegt að í íslenskri kirkju sé enn boðaður svefn og jafn- vel endir allrar tilveru eftir dauðann á þessum síðustu tímum upplýsinga, sálarrannsókna og þekkingarleitar. Kirkjuþing segir að kenningin um möguleikann á endurholdgun sam- Víkveiji Jólaundirbúningurinn er alltaf að færast fram. Á árum áður var í desember byrjað að telja niður dagana til jóla. Götur voru skreytt- ar hálfum mánuði fyrir jól. Núna eru komnar skreytingar á götur um miðjan nóvember. Og væntanlega byrja jólalögin að glymja í ljósvak- anum fljótlega. Er þetta ekki of snemmt? XXX Heimsókn forráðamanna banda- rísku fyrirtækjanna Amax og Alumax hingað til lands í vikunni var mjög ánægjuleg. Þeir sögðu fulluin fetum, að álverið myndi rísa. Það væri aðeins spurning um tíma. Fyrirtækin hafa veðjað á Island sem starfsvettvang vegna þess að hér er næg orka, landið er vel staðsett í miðju Atlantshafi, stöðugleiki er í stjórnmálum, dómskerfið traust og ekki sízt vegna þess að þjóðin er dugleg og vel menntuð. Fyrir þetta eru fyrirtækin tilbúin að borga hátt verð. Heimsókn álforstjóranna var góð tilbreyting frá svartsýnistalinu sem hefur verið ráðandi á Islandi und- anfarnar vikur. Einnig tekur hún rýmist ekki boðskap kristinnar kirkju. Getur verið að íslensk kirkja hafi gleymt kjarnanum í boðoskap Jesú Krists? Það eru mörg orð í Bibl- íunni en kjarni kristninnar er þessi: „Elska skaltu náungann sem sjálfan þig.” Sé þetta boðorð ekki haft i heiðri mætti líta svo á að kristnitaka á íslandi hafi í raun enn ekki farið fram. Að þessari jarðvist lokinni er sagt að öllum sé leyft að stíga inn í ljó- mann, en allir vilja það ekki vegna þess að þeir finna vanmátt sinn af því að þeir hafa ekki verið hlýðin börn föðurins meðan þeir stigu niður til jarðarinnar og voru þar lítinn tíma. Þeir hafa farið svo margir í felur af því þeir halda að augu Guðs sjái þá ekki. En sá sem veit að augu Guðs hvíla á sér, hann vandar allt sitt verk, allt sitt tal, allar sínar gjörðir. Hann veit að hann muni verða kallaður heim á hinar grænu lendur lífsspekinnar og hann þráir skrifar af öll tvímæli um að árásir stjórnar- andstöðunnar á Jón Sigurðsson iðn- arráðherra á Alþingi á dögunum voru tilhæfulausar. XXX Landsliðinu í handknattleik gékk illa á nýafstöðnu móti í Ung- veijalandi. Það kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að nokkra af beztu leikmönnum okkar vantaði í liðið, undirbúningurinn gekk brösu- lega af ýmsum ástæðum og óvissa var fram á síðustu stundu hvort ferðin yrði yfirleitt farin vegna pen- ingaskorts. Víkveija sýnist að starfsaðstaða Þorbergs Aðalsteinssonar landsliðs- þjálfara sé óviðunandi vegna fjárs- korts HSÍ. Ef ekki rætist úr fljót- lega á ísland sáralitla möguleika í B-heimsmeistarakeppninni í Aust- urríki í vetur. XXX * Iþróttafréttamönnum sjónvarps hefur tekist illa upp við val á leikjum, sem sýndir hafa verið beint frá ensku knattspyrnunni í vetur. Það er hending ef skemmtilegur það af öllu hjarta að hafa hreinar hendur, hreinan vilja og hreina hug- sjón og umfram allt hreinan kær- leika. Guð er kærleikur og boðskapur Krists er kærleikur. Þess vegna eru margir í ríki himnanna sem vilja fóma sér niður í dal vanþroskans (jarðarinnar) til að lýsa, leiða, hugga og fræða börn jarðar því þar er neyð og þar er mæða. Himnarnir munu halda áfram að senda fórnandi sálir til jarðarinnar hvað sem kirkjuþing ályktar um möguleikann á endurholgun. Kirkjan er íhaldssöm stofnun sem leitar til fortíðar eftir uppörvun, en nútíðin leitar sannleikans og Guðs síns hvar sem hann er að finna, gerir hreint innanhúss og utan og opnar allar hurðir og glugga fyrir innstreymi kærleika og ljóss. Pétur Magnússon leikur kemur á skjáinn. Enda varla furða, því Arsenal virðist vera í sérstöku uppáhaldi þar á bæ. í fyrra léku Liverpool og Leeds skemmti- legasta leik keppnistímabilsins en þessi tvö afbragðs lið hljóta ekki náð fyrir augum íþróttadeildarinnar að þessu sinni. xxx Aíþróttasíðum Morgunblaðsins í gær mátti sjá tvær fréttir sem voru mjög athyglisverðar, ef þær eru lesnar í samhengi. Annars veg- ar var það frétt þess efnis að Ás- geir Elíasson Iandsliðseinvaldur hefði valið landslið íslands gegn Frakklandi og hins vegar frétt um að tveir efnilegustu menn Stjörn- unnar hefðu áhuga á því að ganga í Fram. Þegar fréttin um landslið Ásgeirs er lesin hlýtur sú spurning að vakna hjá lesendum hvort áhugi ungu leik- mannanna á því að ganga í Fram sé m.a. sprottinn af því að landslið- seinvaldurinn velur nær eingöngu menn úr því félagi í landsliðið. Þetta er spurning sem forystumenn knattspyrnunnar ættu að velta fyr- ir sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.