Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Erfíðleikar koma upp hjá þér í dag, en þér tekst að greiða farsællega úr þeim áður en dagurinn er að kvöldi kominn. Það stoðar lítið að gera veður út af smámunum. Naut (20. apríl - 20. maí) Beittu allri þeirri lagni sem þú átt til í því skyni að ná tak- markinu sem þú hefur sett þér. Gefðu þér góðan tíma til að setja þig inn í minnstu smá- atriði. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Ef þú leitast alltaf við að hafa síðasta orðið ýtirðu vandamál- inu aðeins á undan .þér. Veittu smáatriðunum nána athygli í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. jútí) HÍ6 Eyddu ekki hugsunarlaust fyrir þig fram. Þér gefst gott tæki- færi til að koma inálum þínum fram núna, en þú verður að fylgja því eftir með mikilli vinnu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Heimilisvandamál veldur þér áhyggjum í dag. Þú ættir að þiggja boð sem þér berst um að komast burt um tíma. Farðu á gamlan uppáhaldsstað og sinntu félagsskyldum þínum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Smáatriðin fara í taugarnar á þér í vinnunni. Reyndu að halda ró þinni og æðruleysi. f dag verður þú að líta á hlutina í stóru samhengi. Vog (23. sept. — 22. október) Þetta verður góður dagur hjá þér, nema hvað þér hættir til að eyða of miklu. Þér gengur vel við skapandi verkefni sem þú hefur með höndum. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) 9KI6 Nú kemur kornið sem getur fyllt mælinn. Taktu hlutina ekki of alvarlega og leyfðu kímnigáfunni að njóta sín. Heimilishagir þínir blómstra. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Athugasemd sem einhver lætur falla kann að særa þig. Þú ættir samt ekki að gera úlfalda úr mýflugu og varpa skugga á dag sem gæti orðið hinn ánægjulegasti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þó að einn af vinum þínum virðist fyrirferðarmikill kemur fyrir lítið að predika yfír honum núna. Þú nýtur þess að eiga gott heimilislíf. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Vinnurfélagi þinn gerir miklar kröfur til þín, en þetta er að- eins hluti af starfi þínu. Þú færð góðar fréttir í kvöld og átt góðar stundir með gömlum vini. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) f dag þarftu að glíma við afleið- ingar þess sem gerðist í gær. Það sem fram fer á bak við tjöldin er þér hagfellt fjárhags- lega. Stjórnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi hyggjast ekki á traustum grunni • visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI þ/)6 £ieSk/LTI F&w\ rONO*N.. éetseread læs/e> u (*ag. LJÓSKA SMÁFÓLK Náðirðu fyrsta dæminu, herra’ Það er brot, er það ekki? Ég skrifaði „sex af einni og liálfri tylft af hinu”. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í sveitakeppni er talið réttlæt- anlegt að segja alslemmu sem vinnst í 56% tilfella. Alslemma suðurs nær því hlutfalli ekki al- veg: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ K4 ♦ K43 ♦ Á10987 ♦ Á43 II Suður ♦ Á1098765 ¥ÁD2 ♦ 2 ♦ K2 Vestur Norður Áustur Suður — — — ' 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar* Pass 4 hjörtu* Pass 4 grönd Pass 5 lauf* Pass 7 spaðar Pass Pass Pass ' fyrirstöðusagnir ” 3 lykilspil Alsemma vinnst ef spaðinn fellur 2-2 (40, 70%), eða ef vest- ur hefur byrjað með skakkt há- spi|, drottningu eða gosa. Þá segir reglan um „takmarkað val” að rétt sé að svína fyrir hitt háspilið. Fyrirframlíkur á því að vestur eigi blankt háspil eru u.þ.b. 12%, svo slemman rétt skríður yfír 50%. Það er því nóg á spilin lagt að segja 6 spaða. En hvernig skyldi vera best að spila hálfslemmuna? Eina hættan er sú að vestur haldi á öllum trompunum fjór- Norður ♦ K4 VK43 ♦ Á10987 Vestur *A43 Austur ♦ DG32 ♦ - V 75 VG10986 ♦ KDG4 ♦ 653 ♦ G85 _ . ♦ D10976 Suður ♦Á1098765 VÁD2 ♦ 2 ♦ K2 En það má tryggja sig gagn- vart þeirri legu með því að spila smáum spaða eða blindum og láta fjarkann duga ef vestur lætur lítið! Sú öryggisspila- mennska kostar stundum slag en tryggir vinning í þessari legu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Podolsk nálægt Moskvu kom þessi staða upp í viðureign sovéska stórmeist- arans Leonids Júdasins (2.595) og landa hans, alþjóðlega meistar- ans Kíselovs (2.510), sem hafði svart og átti leik. 16. - Bc3!, 17. bxc3 - bxc3, (Hvítur tapar nú skiptamun.) 18. Dxc3 - Dxbl+, 19. Kd2 - Db2, 20. e5 - Dxt3+, 21. Kxc3 - Kd7 og svartur vann endataflið auð- veldlega vegna liðsmunarins. Úr- slit mótsins voru nokkuð óvænt, en hlutskarpastur varð Jakob Murey. Hann er fæddur og uppal- inn í Sovétríkjunum, flutti til ísra- el fyrir meira en áratug, en teflir nú undir frönsku flaggi. Murey er nú aftur orðinn aufúsugestur í fæðingarlandi sínu og virðist kunna því vel, því þetta var hans langbezti árangur um langt skeið: 1. Murey 9 v. af 11 mögulegum, 2. Júdasín 8‘/2 v. 3. Zaitsev 7'/2 v. 4.-5. Kiselov og Savon 7 v. 6. Belov 6V2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.