Morgunblaðið - 21.11.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 21.11.1991, Síða 9
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1991 Góð ávöxtun í október Raunávöxtun fyrir október var sem hér segir: Kjarabréf. .8,2% Markbréf. .8,6% Tekjubréf. .8,1% Skyndibréf. .6,4% <2» I > X c- 5 VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS FHF > HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI; (91) 689700 - AKUREYRI. S. (96) 11100 K106ITÍCH 256 Grátóna myndlesari fyrir IBM samhæfðar tölvur Skýringar á aukinni starf- semi Bragi Hannesson, for- stjóri Iðnlánasjóðs, segir m.a. í Iðnlánasjóðstíðind- um um aukningn á starf- senii sjóðsins 1991: „Þessi þróun á sér stað á sama tíma og fjárfest- ingar Iiafa dregist saman í iðnaðinum og atvinnu- lífið almennt átt við mót- byr að stríða. Skýringanna á þessarl þróun þjá Iðnlánasjóði er víða að leita. I fyrsta lagi hefur átt sér stað mikil endur- skipulagning á starfsemi sjóðsins sem hófst 1989 með úttekt, er fram- kvæmd var af ráðgjafa- fyrirtækinu Price Water- house/IKO. í framhaldi af hcnni varð skipulags- breyting hjá Iðnlánasjóði með skýrt afmarkaðri skilgreiningu á hlut- verki, markmiði og skipulagi sjóðsins. I öðru lagi hefur verið uimið að stefnumótun Iðnlánasjóðs með upp- byggingu sérstakra framkvæmdaáætlana fyrir hina ýmsu þætti starfseminnar. I þriðja lagi hefur sér- staklega verið hugað að markaðsmálum sjóðsins og Iánastarfsemin gerð víðtækari en áður var. Með þessu hafa fleiri fyr- irtæki átt leið að lánum frá Iðnlánasjóði og á boð- stólum hafa verið fleiri tegundir lána.” Þörf fyrir fjármagn til langs tíma Síðan segii- Bragi Hannesson: „Hin mikla eftirspurn eftir lánum í Iðnlánasjóði segir okkur, að þörf er fjármagns til langs tíma hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum. Kemur þar bæði til, að margir Bragi Hannesson Mikil aukning hjá Iðnlánasjóði Mikil aukning hefur orðið á starfsemi Iðnlánasjóðs á líðandi ári. Lánabeiðnir í lok september sl. námu 2.576 m.kr. en voru á sama tíma í fyrra 1.030 m.kr. Aukning 150%. Samþykktar umsóknir á fyrstu 10 mánuðum ársins námu 1.145 m.kr. en geta orðið um 1.700 m.kr. í heild á árinu. Staksteinar glugga í skýr- ingar Braga Hannessonar, forstjóra Iðn- lánasjóðs, á þessari aukninau. liafa ekki átt aðgang að slíku fjármagni vegna þess að þeir áttu ekki' heima í ákveðnum sjóði, auk þess sem mjög háir vextir á skammtímalán- um knýja meim til þess að leita nýrra og hag- kvæmari leiða til þess að leysa fjármagsþöiif fyrir- tækja sinna. Öll er þessi þróun í takt við það sem hefur verið að gerast í nálæg- um löndum, þar sem öflugir fjárfestingarlána- sjóðir hafa fengið nýtt hlutverk, sem er ekki bundið við þrönga skil- greiningu á fjárfestíngu í húsum og vélum heldur er litið á eðlilega þörf viðskiptamannshis á kuigtíinafjármagni. Með þessari stefnu er verið að búa fyrirtæRjun- um ákveðið öryggi og auðvelda og styrkja alla áætlunargerð tíl lengri tíma.” Vaxtamunur erlítiU Forstjóri Iðnlánasjóðs víkur þvínæst að litíum vaxtamun sjóðsins: „Þar sem Iðnlánasjóð- ur hefur verið rekinn samkvæmt viðskiptaleg- um sjónarmiðum, hefur tekist að byggja upp og ávaxta verulegt eigið fé í sjóðnum. Þetta hefur leitt til þess, að Iðnlána- sjóður nýtur hagstæð- ustu kjara á lánamörkuð- um, sem viðskiptamenn síðan njóta góðs af, þar sem vaxtamunur er minni hjá Iðnlánasjóði en almemit gerist á lána- markaðinum. Kjörvaxtakerfi sjóðs- ins sem býður fjárhags- lega traustum viðskipta- mönnum betri kjör er auk þess trygging fyrir því, að um hagstæð lán sé að ræða, þar sem álagi sjóðsins er haldið í al- gjöru lágmarki. Samkeppni lánastofn- ana um viöskiptamcnn hlýtur að snúast um framboð hinna hagstæð- ustu lána. Til þess að hafa slík lán til boða þurfa innlán að vera með bestu markaðskjörum, rekstrarkostnaður í hófi og tap á útlánum í lág- marki. Lánastofnun sem þannig er á vegi stödd getur skilað góðum hagnaði með lítílli álagn- ingu.” Viðskiptamað- urinnífyrir- rúmi Grein Braga Hannes- sonar í Iðnlánasjóðstíð- indum lýkur með þessum orðum: „Framtíðarsýn Iðn- lánasjóðs byggist á því, að þessi grundvallaratr- iði séu til staðar. Þeir sem fylgst hafa með Iðn- lánasjóöi siðustu árin liafa séð, að viðleitni stjórnenda lians hefur beinst að því aö afla hon- um hagstæðra innlána og byggja upp hóp traustra viðskiptamamia með því að taka upp kjöi'vaxta- kerfi, sem mimika mun tapshættu í útíánum. Það ætti að vera fyrir- tækjunum hvatning að eiga viðskipti við slíka lánastofnun, því að minni áliætta er þar á því, að tapi vegna Iélegra við- skiptamanna sé velt yfir á aðra viðskiptaniemi í formi hærri vaxtamunar. Hin mikla eftirspurii eftir lánum hjá Iðnlána- sjóði er til marks um það, að lánasjóður sem rekimi er með bankaleg og viöskiptaleg sjónann- ið að leiðarljósi hefur miklu hlutverki að gegna á ljármagnsmarkaðin- um.” HBF ALMENNUR FUNDUR UM SKATTAMÁL verður haldinn á vegum Kaupþings hf. fímmtudaginn 21. nóvember n.k. að Holiday-lnn I. hæð kl. 20:30. Fundurinn ber yfírskrifiina „Réttur sparnaður, lægri skattar“. Steingrimur Ari Arason hagfr., aðstmaður fjármálaráðherra • Stefna ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Elvar Guðjónsson 1 Spamaðarleiðir einstaklinga. Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur • Ahrif mismunandi sparnaðarleiða á skatta. Sigurður Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar, hagfræðingur • Jaðarskattar, tvísköttun lífeyris. Fundarstjóri: Guðmundur Hauksson forstjóri Kauppings hf. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, stmi 689080

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.