Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 33 Bústaður Félags Norð- manna í Heiðmörk eftir Else Miu Einarsdóttur Bústaður Félags Norðmanna á Islandi og vina Noregs - Nordmann- slaget - stórskemmdist í eldi mið- vikudaginn 23. október sl. Bústaður- inn ber nafnið Torgeirsstaðir í höfuð- ið á Torgeir Andersen:Rysst sem var sendiherra Noregs á íslandi á árun- um 1945 til 1958. Það var fyrst og fremst Andersen-Rysst sendiherra og konu hans Ruth að þakka að húsið var gefið og flutt hingað til íslands. Gefendur voru Norræna félagið í Noregi, Mathissen skógar- eigandi á Eidsvol og Hið norska skógræktarfélag. Sagan hófst reyndar með því að formaður Hins norska skógræktar- félags Nils Ringset og fylkisskóg- ræktarstjórinn í Tromso komu hing- að í boði sendiherrans sumarið 1950. Rétt er að geta þess að Torgeir Andersen-Rysst og kona hans voru áhugamenn um skógrækt. Einmitt um þetta leyti hafði Nordmannslaget verið úthlutað svæði í Heiðmörk til skógræktar. Félagið gekkst nú fyrir hópferð félagsmanna sinna þangað til að marka upphafið og voru þá einnig komnir á staðinn skógræktar- frömuðirnir frá Noregi sem áður voru nefndir ásamt Andersen-Rysst sendiherra og dóttur hans, Þórunni. Landsskikinn í Heiðmörk hlaut nafn- ið Torgeirsstaðir. Um leið og sendi- herrann þakkaði heiðurinn kom hann með þá fyrirspurn hvort skógrækt- arfélagið norska gæti útvegað Nord- mannslaget á íslandi fjallabúsað úr timbri. Formaðurinn tók vel í fyrir- spurnina og aðeins þremur árum síðar - 1953 - var húsið risið af grunni. Félagarnir unnu sjálfboðavinnu við að grafa grunninn og steypa plötuna. Enn í dag er varðveitt kvik- mynd sem sýnir þá að þessu verki. Frú Ruth Andersen-Rysst afhenti húsgögn í bústaðinn að gjöf: Borð, bekki, hornskápa og forláta, gamla, norska kistu. Nordmannslaget hefur lagt kapp á að halda bústaðnum sem best við öll árin sem hann hefur staðið í Heiðmörk og veitt félagsmönnum og gestum þeirra ómælda ánægju og skjól. Landsspildan umhverfis bústaðinn er nú vaxin myndarlegum trjám er teygja sig hátt yfir höfuð manna. Á hveiju ári er farið í Heið- mörk til að hreinsa svæðið og gróð- ursetja nýjar tijáplöntur. Fjölmargir félagar í Nordmannslaget taka þátt í þessu ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Og bömin sem áður komu með pabba og mömmu sækjast nú eftir að heimsækja bústaðinn í Heið- mörk þegar þau hafa sjálf stofnað til fjölskyldubanda. í augutn Norð- manna á íslandi og vina Noregs er bústaðurinn ómetanlegur til fjár. Skógarsvæððið í kringum bústað- inn og víðar um Heiðmörk - grið- Breiðholtskirkja. „En nú þarf að endur- reisa Torgeirsstaði í Heiðmörk hið allra fyrsta. Eyðileggingin eftir eldsvoðann er hins vegar svo mikil að óvíst er hvort hægt er að gera við gamla húsið.” land Reykvíkinga - er í dag lýsandi dæmi um það að hér má rækta skóg með góðum árangri. Bústaðurinn er ósvikinn norskur timburkofi gerður úr ótilhöggnum tijám eins og Norðmenn hafa notað allar götur frá miðöldum. En nú þarf að endurreisa Tor- geirsstaði í Heiðmörk hið allra fyrsta. Eyðileggingin eftir eldsvoð- ann er hins vegar svo mikil að óvíst er hvort hægt er að gera við gamla húsið. Félagar í Nordmannslaget vonast til þess að þeim berist aðstoð sem allra víðast að við endurreisnar- starfið á næstu mánuðum og árum. Höfundur er formaður Félags Norðmanna á íslandi. SJÁLFAN ÞIG UM SKATT- FRELSI Jón Grímur Jónsson gerði tímamótasamning við sjálfan sig. Hann ákvað að kaupa sér Launabréf og getur nú greitt sjálfum sér laun með nýjum hætti. Launin eru vextirnir af bréfunum, sem eru greiddir fjórum sinnum á ári, og verðbætur leggjast við höfuðstólinn þannig að hann heldur verðgildi sínu. Þar að auki eru Launabréfin skattfrjáls. Eigandi þeirra greiðir hvorki eignarskatt af höfuðstólnum né tekjuskatt af vöxtunum. Það eru fleiri en Jón Grímur sem geta notið árangurs erfiðis síns og skapað sér og sínum meiri tíma og ánægju. Farðu að dæmi hans: Festu fé þitt í Launabréfum, bréfum sem eru skattfrjáls tekjulind og einvörðungu byggð á ríkistryggðum eignum. Kynntu þér kosti Launabréfa hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum Landsbréfa í útibúum Landsbanka íslands um allt land. B FYRIRLESTUR á vegum Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykja- vík, verður í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Ólöf Helga Þór, námsráðgjafí og fyrrverandi formaður samtakanna, fjallar um makamissi. Er þar bæði átt við missi maka við dauða og við hjónaskilnað. Fyrirlesturinn er öllum opinn og á eftir verður boðið upp á umræður og viðtöl fyrir þá sem þess óska. Einnig skal á það bent að Ný dögun hefur opið hús í Laugarnes- kirkju öll þriðjudagskvöld kl. 20-22. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24, sími 679200 Löggilt veröbréfafyrirtæki Aöili aö Verðbréfaþingi íslands AUK/SlAk117d21-19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.