Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1991 41 mamma stjörnu sem ég hafði búið til hjá Öllu. Við eigum líka fallega skreytta jólastjörnu sem hægt er að kveikja á sem Hreiðar bjó til og gaf okkur. Góði guð, passaðu Öllu vel. Hanna Það var mikið lán og gæfa að fá að kynnast kvenskörungnum Álfheiði Jónsdóttur. Fyrir sex árum tók hún yngsta Ijölskyldumeðlim okkar í sína umsjá á daginn og gerði það svo vel að aðdáunarvert var og verður aldrei fullþakkað. í þessi sex ár hefur hún kennt henni marga dýrmæta hluti, sem til eftirbreytni eru. Orð hennar voru lög og oft heyrðum við þessa setningu sagða af miklum þunga: „Jú víst, hún Alla mín sagði það.” Þar með var það útrætt mál og enginn vogaði sér að mótmæla. Hún lærði ótrúlegustu hluti í hannyrð- um, prjónaði, heklaði, saumaði og perlaði fallega hluti á unga aldri, sem prýða heimili okkar. Álfheiður hefur gætt barna í mörg ár á heimili sínu á Ásvalla- götu. Hún varð strax þekkt í Vest- urbænum, sem frábær dagmamma. Því var ætíð mikil ásókn í að fá dagvistun hjá henni og komust færri að en vildu. Við vitum öll sem hjá henni áttum börn hve það tók hana sárt að þurfa að neita ein- hverju barni um dagvistun. Hún var dagmamma af Guðs náð, og kom- ast flestir sprenglærðir uppeldis- fræðingar ekki með tærnar þar sem hún hafði hælana. Því var barna- hópurinn alltaf stór sem hún gætti. Þrátt fyrir fjölda barna á öllum aldri voru aldrei læti og hamagangur í kringum hana. Henni var lagið að gera hina verstu óþekktarorma að litlum kurteisum og prúðum ein- staklingum, sem urðu ábyrg gerða sinna. Alla hafði mikla útgeislun og hlýju, var glettin og spaugsöm og sá alltaf broslegu hliðarnar á öllum hlutum. Þess vegna var alltaf kátt og skemmtilegt andrúmsloftið á heimilinu, mikið hlegið og spjall- að. Hún var ættuð að vestan og bar málfar hennar vott um það. Hún talaði kjarngóða íslensku við börn- in, aldrei smábarnamál. Þess urðum við fljótt áskynja heima hjá okkur, t.d. var talað um hundslappadrífu, ekki snjódrífu, einnig voru buxur ætíð nefndar brækur svo eitthvað sé nefnt. Ásvallagata 48 var hreint undra- og óskaland allra barna bæði innan sem utan dyra. Garðurinn var svo vel hirtur og fallegur að aðdáunar- vert var. Þegar minnst var á það við Öllu, sagði hún af lítilæti: Æ hann Hreiðar minn er svo duglegur að hjálpa mér. Hreiðar maðurinn hennar, var óskaplega natinn og flinkur við alla hluti og voru þau ákaflega samhént í öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur. Hann sá um öll leiktæki barn- anna, byggði hús handa þeim, Litla- Bæ, og bjó til falleg jólaljós, sem börnin fengu í jólagjafir. Fyrirjólin breyttist húsið og garðurinn í undr- aland jóla, þar sem allir unnu af mikilli elju við framleiðslu jólagjafa og föndur. Ljósin loguðu síðan langt fram eftir vetri og veittu birtu og yl í skammdeginu. Að sumarlagi breyttist garðurinn í suðrænan aldingarð þar sem allir unnu að garðrækt og föndri eftir getu og aldri. Það var alltaf spennandi og mik- il tilhlökkún að fara til Öllu. Aldrei í öll þessi ár kom sá dagur að neit- að væri að fara. Hins vegar komu margir frídagar, sem beðið var um að fá að fara til hennar. Það eru óendanlega margar ljúfar og skemmtilegar minningar, sem við eigum um þessa góðu konu. Með þakklæti í huga kveðjum hana og vottum Hreiðari ög allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Sigríður Ragna Sigurðar- dóttir og fjölskylda. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN M. SVEINSSON, Hrafnistu v/Kleppsveg, áður Austurbrún 25, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Sveinn Kristinsson, Elín Snorradóttir, Þorkell Kristinsson, Guðrún Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Drápuhlíð 38, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Þorsteinn Þorsteinsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Kristmann Eiðsson, Þórhildur Þorsteinsdóttir, Juan Carlos Roldan. Margrét Leifsdóttir. t Eiginkona mín og móðir, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, Krabbastíg 1a, Akureyri, sem lést 12. nóvember, verður jarðsungin föstudaginn 22. nóv- ember kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Jóhannsson, Aðalbjörg Jónsdóttir. Móðir okkar, HRAFNHILDUR EINARSDÓTTIR, Hallkelsstaðahlíð, Hnappadal, verður jarðsungin frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 23. nóv- ember kl. 14.00. Ferð verður frá B.S.Í. kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi. Börn hinnar látnu. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR í LOGA vélsmíðameistari, Aðalstræti 115, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 23. nóv- ember kl. 14.00. Aðalheiður Kolbeins, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. t Sambýlismaður minn, sonur og bróðir, ÞORLEIFUR ARASON slökkviliðsstjóri, Skúlabraut 2, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Hildur Gunnarsdóttir, Guðlaug Nikódemusdóttir og systkini hins látna. t Elskuleg móðir mín, ÁSA SIGURÐARDÓTTIR, Öldrunarstofnun Flateyrar, sem andaðist 15. nóvember sl., verður jarðsungin frá Flateyrar- kirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaugur P. Kristjánsson, Flateyri. Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar og bróður, EGGERTS GARÐARSSONAR, Krummahólum 4, Reykjavík. Arndís Sölvadóttir, Sóley Eggertsdóttir, Örlygur Eggertsson, Erling Eggertsson, Fjóla Eggertsdóttir, Garðar Hannesson, Hilda Guttormsson, Sölvi Guttormsson og systur hins látna. Minning , Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. v____--------------/ VANTAR ÞIG SENDIBIL??? Vantar þig sendibíl allan daginn, hálfan daginn eða bara hluta úr degi? Er með kúlubens. Reynið viðskiptin. Það gæti borgað sig. Hafið samband við auglýsingadeild Mbl. og leggið inn nafn og síma merktan, „N.S. 91”, og ég læt heyra í mér. Ný og glœsileg hesthús til sölu með 20% afslœtti til 15. desember! Til sölu nokkur 6-7 hesta hús og eitt 22 hesta lúxushús að Heims- enda í Vatnsendalandi. Húsin skilast fullfrágengin með hlöðu, kaffi- stofu,salerni, og vönduðum innréttingum. Sér rafmagn fyrir hvert hús. Gerði, taðþró og allt annað utanhúss er einnig fullfrágengið. Verð á 6-7 hesta húsi aðeins kr. 1.560.000. stgr,- Verð á 22 hesta húsi aðeins kr. 5.850.000. stgr.- Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í síma 65 22 21. Rfl SH VERKT4KAR HF STAPAHR^UN 4,220 HAFNARFJÖRÐUR, SÍMI 652221 !. .4 1»i,u8 f51 ö 0 'lj o 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.