Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991 Árshátíðir °g mannfagnaðir HðTEi. mm S. 11440 '?■■= o=c =£-.::.tg='c=jo=o= Hugleiðingar að lokn- um Degi frímerkisins Husqvarna SAUMAVÉLAR • 7 GERÐIR • • ALLIR NYTJASAUMAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • • NÁMSKEIÐ • » VIÐGERÐARÞJÓNUSTA - • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA STAÐ • VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Simi 679505 ________Frímerki______________ Jón Aðalsteinn Jónsson Á Degi frímerkisins 9. okt. sl. gaf íslenzka póststjórnin út fimm ný frímerki í tilefni dagsins - eða svo skyldu menn halda. Ekki verður samt séð af tilkynningu hennar, að svo hafi verið - og þó, eins og brátt verður vikið að. Enginn getur neitað því, að skip- amerki þau, sem út komu þennan dag, eru hin fegurstu. Þau verða líka áreiðanlega mikið notuð á bréf næstu mánuði, enda rétt burðar- gjald undir almenn bréf innan lands og til Norðurlanda. Þyrfti því engan að undra, þótt þau seljist fljótlega upp á pósthúsum landsins. Auk þess verða þau eftirsótt af öllum þeim íjölmörgu frímerkjasöfnurum um víða veröldu, sem hafa skips- mótíf sem sérsöfnun. Póststjórnin hefur svo látið útbúa sérstaka gjafamöppu, sem hún kall- ar svo, með einni áttblokk af merkj- unum. Er einkar smekkleg, en lát- laus kápa utan um, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Á fremri kápu að innanverðu og svo á aftari kápu er í stuttu máli rakin saga póstskipaferða til og frá íslandi. Er talið, að þær hefjist 1778 eða tveimur árum síðar en reglugerð Danakonungs um póstferðir á ís- landi var gefin út. Á fremri kápu segir, að póststjórnin sé með þess- ari útgáfu að minnast Dags frí- merkisins 1991. Þá eru í þessari möppu stækkaðar myndir af þeim Aquamaster HAGSTÆTT VERÐ! Takmarkað upplag Fjórir ógnvaldar ryksins. Turbomaster Uppistandandi ryksuga með innbyggðum teppabankara. Vatnssuga Teppaþvottur þrjáríeinni! krj*^40.- kr. 19.990,- Compact Electronic kr.'H<^6.- kr 19.990,- Dubl-Duty Deluxe Létt, hljóðlát og nett kr.j^20- kr. 11.990,- Handryksuga (hleðsluvél) fyrir þu'iiogblauir. ki4 895. HEIMILISKAUP H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÍLKAKS • Suðurlandsbraut 8 - Sími 814670 fjjóstskip • Frimcrki gefitt út 9. oitóbcr 1991 ' Póu- timmjUaofiwiti fjórum póstskipum, sem hér koma við sögu, og rakinn ferill þeirra. Allur texti er að sjálfsögðu á ís- lenzku. Hins vegar hefði að ósekju mátt þýða hann á ensku og jafnvei þýzku, þar sem öruggt má telja, að erlendir safnarar, ekki sízt mótíf- safnarar, vilji eignast þessa möppu. Enda þótt póststjórnin ætlist til, að þetta sé gjafamappa, hefur þess þegar orðið vart, að menn líta á hana sem frímerkjahefti, enda ekki óeðlilegt. Prentsmiðjan Oddi hefur hannað og prentað möppuna af al- þekktri smekkvísi. Trúlega hefur póststjórnin, eins og því miður oft áður, verið hér heldur svifasein, því að mappan kom ekki fram fyrr en um eða eft- ir hádegi sjálfan útgáfudaginn. Og hvergi mun hennar hafa verið getið fyrir þann dag. Heldur var þetta klaufalegt, enda fór svo, að flestir þeir, sem láta stimpla frímerki á útgáfudegi, misstu af slíkri stimpl- un á möppunum. Jafnvel var það svo, að póstmenn sjálfir vissu ekki um þessa möppu. Ég hitti sjálfur útibússtjóra hér í Rvík morguninn eftir. Varð ég fyrstur til að segja honum fréttir af þessari gjafa- möppu! Hver mappa er seld á 350 kr., þ.e. með 110 kr. „yfirverði, ef ég má orða það svo. Þá hef ég frétt, að upplagið sé ekki nema 5 þús. eintök. Er því ljóst, að hér verður fljótlega um eftirsóttan hlut að ræða, nema póststjórnin bæti síðar við upplagið. Eitt er svo enn, sem ég verð að minnast stuttlega á í samb. við skipafrímerkin. Komið hefur i ljós, að vinnubrögð ensku prentsmiðj- unnar eru mjög slæm. Verulegur litarmunur við prentun hefur komið fram í einhvetjum hluta upplags. Hef ég sjálfur séð dæmi þessa. Slíkt er vitaskuld óafsakanlegt, enda hlýtur póststjórnin að kvarta undan þessu, og þá ekki síður fyrir það, að sama prentsmiðja prentaði einn- ig fyrr á árinu tvö frímerki í flokki Merkra íslendinga, og þeirri prent- un mun einnig hafa verið eitthvað' áfátt að þessu leyti. yel má vera, að prentunarkostnaður sé eitthvað minni hjá Englendingum en annars staðar, en ófært er, að hann komi niður á gæðum frímerkjanna, jafn- vel þótt einhveijir safnarar fái hér tækifæri til að leita að afbrigðum!! „Sjómannaskólafrímerkið, sem einnig kom út 9. okt. sl., gagnrýndi ég nokkuð, enda hefði ég sjálfur helzt kosið að sjá gamla Stýrimann- askólann á frímerki, að ég tali ekki um frímerki með mynd Markúsar F. Bjarnasonar. Þegar ég ritaði þessi gagnrýnisorð, hafði ég að sjálfsögðu ekki hugmynd um, að póststjórninni hafði borizt að láni frá gömlum skipherra Landhelg- isgæzlunnar litmynd af Sjómanna- skólanum í Rauðarárholti. Mér, sjálfum landkrabbanum, var vita- skuld einnig ókunnugt um, hvað það er, sem einkennir sérstaklega sjómannaskóla frá öðrum skólum. TOSHIBA Ný kynslóð örbylgjuofna ...”.~.. Toshiba kynnir nýja kynslóð örbylgjuofna búna fjölda tækninýjunga, sem gera matreiðsluna enn auðveld- ari. Komdu og kynntu þér þessa vinsælu ofna. Verð frá kr. 22.705, - stgr. íslenskar leiðbeiningar fylgja, ásamt fjölbreyttu kvöld- námskeiði án endurgjalds hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara, sérmenntaðri í matreiðslu í ör- bylgjuofnum. Toshiba örbylgjuofninn er mest seldi ör- bylgjuofninn á Islandi. Hagstæð kjör. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar (91)622901 - 622900. (Næg bílastæði). Nú veit ég það eftir útskýringu þessa skipherra og gamla nemanda Stýrimannaskólans. Það er einmitt sú mikla fánastöng, sem stendur fyrir utan skólann. Hún er notuð til þess að kenna nemendum skól- ans að nota það merkjamál með flöggum, sem sæfarendur hafa „tal- að sín á milli um aldir, þegar skip þeirra mætast á höfum úti. Þessi stöng kemur því miður ekki fram á afmælismerki Sjómannaskólans, hvað svo sem hefur valdið því. Heyrt og séð I blaði Landssambands finnskra frímerkjasafnara Filatelisti, eru fróðlegar greinar um áhugaefni frí- merkjasafnara. Ritið er að vonum mest á finnsku. Á einum stað er stuttur þáttur á sænsku, sem nefn- ist Samlarspalten, og er þá einkum ætlaður þeim, sem skilja ekki eða illa finnsku. Þar ræð ég nokkuð við og les því þennan lesendadálk og oft bæði til gagns og skemmtunar. í þessum dálki mátti nýlega lesa um gamalt lím á frímerkjum. Þar er einmitt vikið að vandamáli, sem safnarar þekkja vel til og upp kem- ur þegar ónotuð frímerki eru orðin gömul. Dálkahöfundur bytjar hug- leiðingar' sínar á þessa leið: „Lím eða ekki lím, það er spurningin. Hann bendir á, að margs konar breyting verði á líminu með aldrin- um. Límið tekur að springa og frí- merkin að vindast upp og pappírinn verður stökkur. „Alkunna er,” segir hann, „að bæði í dýra- og sterkju- lími geta verið sýruleifar, sem eyði- leggja pappírinn og lita upp frí- merkið. Límskemmdir hetja bæði á laus frímerki og eins á póstsending- um. Enginn getur varið frímerki á sendingum fyrir límskemmdum. Síðan heldur höfundur áfram og stingur upp á ráði, sem ekki er víst, að allir safnarar vilji fara eftir, enda þótt það stöðvi einmitt lím- skemmdirnar. Hann segir svo að lokum: „Aftur á móti væri ástæða til að þvo límið af gömlu ónotuðu frímerkjunum. Einungis á þann hátt geta óstimpluð frímerki varð- veitzt komandi kynslóðum. Því mið- ur er núverandi verðlagning sálræn hindrun fyrir slíkum hugsunar- hætti. Þvegin, óstimpluð merki ættu að vera skráð á hærra verði í listum en merki, sem eru með lími. Ef póstminjasöfn gengju í fararbroddi fyrir þessari framkvæmd, ættu safnarar fljótlega að fylgja á eftir.” Hér lýkur orðum finnska safnarans, en hvað segja íslenzkir safnarar um þessa uppástungu? Blöndunartækin frá damixa tryggja rétt vatnsmagn og hitastig með einu handtaki. Veljið aðeins það besta - veljið damixa blöndunartæki fyrir eldhúsið og baðherbergið. damixa m Fæstihelstu byggingarvöruverslunum umlandallt. Höfóar til .fólksíöllum starfsgremum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.