Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1991 25 [ Shevardnadze skipaður utanríkisráðherra Sovétríkjanna: Kveðst vilja vera með í því að manna „götuvígi friðarins” - « « § » fflvj ■ I * IH <1 ' ,/ - ;":l h iji 'í ! 1 1 1 1 f % f ? f \ l|M’ f I 4 1 4 m: ■■■ . ! [ 8 f% M- - m4- jUfiL'ýJ’ Vm ijtí* .4» * Heuter Shevardnadze flytur ávarp á svölum ráðhússins í Moskvu er sovéskir harðlínukommúnistar reyndu að ræna völdunum í ágúst. sig inn í málin. Ég hef það eftir samstarfsmanni hans í utanríkis- ráðuneytinu að fyrst eftir að hann kom þar til starfa hafi hann lagt dag við nótt til að setja sig inn í starfið. Hann las samninga Sovét- ríkjanna við erlend ríki yfir og lagði stund á þjóðarétt,” sagði Voslensk- íj- Shevardnadze sagði skömmu eftir valdaránið í ágúst að hann vildi ekki verða utanríkisráðherra í ríki sem væri að leysast upp. Eiga þau rök ekki við lengur? „Sov- étríkin eru ekki bara að leysast upp, þau hafa nú þegar orðið upp- lausninni að bráð,” segir Búkovskíj. Um þessi sinnaskipti Shevardnadze segir Voslenskíj: „Það er ljóst að átta til níu lýð- veldi munu tilheyra Sovétríkjunum áfram. Flest geta þau ekki leyft sér fullkomið sjálfstæði af efna- hagslegum ástæðum. Kasakhstan er reyndar stórt land en ætti á hættu að Kínverjar reyndu að sölsa það undir sig. Úkraína getur stað- ið á eigin fótum og framtíð lands- ins er óljós. En maður getur ekki endalaust beðið eftir skýrari línum. Þess vegna var rétt hjá She- vardnadze að taka boðinu nú, jafn rétt og það var að hafna því skömmu eftir valdaránið.” Ferill Shevardnadze í Georgíu Á árunum 1972 til 1985 var Shevardnadze innanríkisráðherra Georgíu og síðar flokksleiðtogi. „Hann var blóðugur stjórnandi,” segir Búkovskíj. „Honum var falið að útrýma spillingu. Hann innleiddi pyntingar og aftökur. Vestrænir fjölmiðlar vilja ekki tala um þetta. Ég reyndi að benda á þetta þegar Shevardnadze varð utanríkisráð- herra í fyrra sinnið. En fjölmiðlun- um fannst að frásagnir af þessu gætu spillt sambandinu við Sovét- ríkin.” Voslenskíj er ekki á sama máli: „Hann var ósköp venjulegur sovéskur ráðamaður á Brezhnev- tímanum. Hann var hvorki fijáls- lyndur né sérlega harðneskjulegur. Hann var enginn ívan grimmi, svo mikið er víst. Georgíumenn voru engu að síður ekki mjög hrifnir af honum. Seinna var hann ekki gerður að yfirmanni KGB, varnar- málaráðherra eða innanríkisráð- herra Sovétríkjanna heldur utan- ríkisráðherra og það gefur til kynna hvernig honum fórst stjóm- in í Georgíu úr hendi.” Moskvu, Washington. Reuter. EDUARD Shevardnadze, sem hefur verið skipaður utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, kvaðst í gær hafa ákveðið að taka við embættinu vegna þess að hann hefði viljað „manna götuvígi frið- arins”. Embættismenn og frétta- skýrendur í Washington segja að þótt skipun Shevardnadze í emb- ættið kunni að gleðja James Bak- er, starfsbróður hans í Banda- ríkjunum, muni hann í náinni framtíð gegna álíka hlutverki og „fyrsti stýrimaður á Titanic”. Hann fái það verkefni að aðstoða Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta við að bjarga því sem eftir er af völdum Sovétstjórnarinnar. Shevardnadze sagði í viðtali við sovésku fréttastofuna Interfax að ástandið í Sovétríkjunum sé mun alvarlegra nú en fyrir valdaránstil- raun sovéskra harðlínukommúnista í ágúst. „Ég gat ekki látið nægja að fylgjast með utan vallar,” sagði hann. „Við verðum að manna götu- vígi friðarins, því öllu mannkyninu stafar mest hætta af óstöðugleika í Sovétríkjunum.” Sættir sig síður við auðmýkingu en Pankín Þótt aðeins séu liðnir ellefu mán- uðir frá því Shevardnadze sagði af sér sem utanríkisráðherra hafa Sov- étríkin gjörbreyst. Efnahagur landsins hrynur stjórnlaust á sama tíma og völdin færast í auknum mæli frá miðstjórnarvaldinu í Kreml til einstakra lýðveld undir forystu Rússlands. „Ekkert bendir til þess að þetta embætti eigi sér mjög langa fram- tíð í núverandi mynd,” sagði einn af embættismönnum George Bush Bandaríkjaforseta. „Það er vissu- lega spurning hversu miklu hann getur fengið áorkað nú.” Bandaríski stjórnmálaskýrand- inn Kim Holmes tók dýpra í árinni. „Þetta er eins og að verða fyrsti stýrimaður á Titanic,” sagði hann. í Washington var litið á fyrir- rennara Shevardnadze, B_orís Pank- ín, sem pólitískan léttvigtarmann og tekið var til þess að hann veitti ekkert viðnám þegar Borís Jeltsín, forseti Rússlands, fyrirskipaði miskunnarlausan samdrátt í ráðu- neyti hans. Flest bendir til þess að Pankíns verði aðeins minnst fyrir að sætta sig þegjandi og hljóða- laust við hveija auðmýkinguna á fætur annarri. Hann féllst á að starfsfólki utanríkisráðuneytisins yrði fækkað um helming og á Aust- urlandaráðstefnunni í Madrid í síð- asta mánuði gat sovéska sendi- nefndin ekki einu sinni greitt hótel- reikninga sína. Bandaríkjamenn og Spánveijar gerðu það fyrir hana án jiess að láta mikið á því bera. Olíklegt er að Shevardnadze sætti sig við slíka auðmýkingu. Hann nýtur mikillar virðingar er- lendis, auk þess sem skapast hafa vináttutengsl milli hans og James Bakers. Þeir hittust 29 sinnum á tveimur árum og lögðu báðir áherslu á að halda vináttunni eftir afsögn Shevardnadze. Liður í baráttu Sovétstjórnarinnar fyrir völdum Nú, þegar Shevardnadze tekur við embættinu á ný, kann svo að fara að tengsl hans við Jeltsín verði enn mikilvægari en sambandið við Baker. Þeir stóðu sem kunnugt er saman umkringdir vegatálmum í byggingu rússneska þingsins þegar sovéskir harðlínukommúnistar reyndu að ræna völdunum í ágúst. „Helsta verkefni hans kann að verða að fást við lýðveldin og tryggja að miðstjórnin í Moskvu haldi hlutverki sínu. Pankín var það augljóslega um megn,” sagði bandaríski Sovétfræðingurinn Dim- itri Simes. Þó er talið ólíklegt að Sovét- stjórnin endurheimti þau völd, sem hún hefur þegar glatað, og margt bendir til þess að Sovétríkin haldi áfram að liðast í sundur. „Stjórn Bush leggur nú æ meiri áherslu á að koma á tengslum við lýðveldin en ekki miðstjómarvaldið. Það ætti ekki að breytast,” sagði Sovétfræð- ingurinn Francis Miko. Simes telur að Shevardnadze sé mikill vandi á höndum. „Gorbatsjov reynir nú alit sem hann getur til að tryggja Sovétstjórninni völd. Skipun Shevardnadze í embætti utanríkisráðherra er eitt af síðustu tækifærum hans til þess.” í BAKSTURINN í VEIÐITÚRINN í BOLLANN Á SKÍÐUM í HEITA POTTINN Á TOPPINN Islenskt og gott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.