Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Alfheiður Jóns- dóttir — Minning Hún Alla er dáin, þrautunum er lokið, hjómaði í eyru mér seint á sunnudagskvöldið 10. þ.m. Það var Þórunn systir hennar sem hringdi. Mig setti hljóða, ég átti ekki von á að heyra lát Öllu svo fljótt. Þó ég vissi hversu veik hún hafði verið síðustu vikur, hélt ég í vonina um að hennar andlegi og líkamlegi kraftur gæti sigrað. Það voru aðeins tveir mánuðir síðan hún fylgdi Hannibal föður- bróður sínum til grafar, þá reyndar í hjólastól. Fyrir aðeins þremur vik- um ráðgerði hún að fara með bama- bömum sínum og mér í leikhús til að sjá Búkollu, en skömmu áður en leikhúsdagurinn kom, versnaði henni svo mikið, að tengdadóttir hennar varð að fara með bömunum í hennar stað. Fáum dögum síðar, aðeins 10 dögum áður en hún dó, heimsótti ég hana, þá var hún mál- hress og hafði krafta til. að sýna mér myndir af bömum og bama- bömum. Ekki óraði mig fyrir að það væri í síðasta sinn sem ég fengi að sjá hana. Alla er horfin yfir móðuna miklu aðeins minningarnar um gáfað og tápmikið barn og konu, eigum við eftir. Fullt nafn Öllu var Álfheiður Kristín. Hún var fædd í Hafnarfirði 2. ágúst 1928, fyrsta barn hjónanna Jóns V.G. Valdimarssonar vélsmiðs frá ísafirði og Sigríðar Ásgeirsdótt- ur gullsmiðs. Foreldrar Jóns voru hjónin Valdimar Jónsson bóndi, son- ur Jóns Jónssonar hákarlafarmanns frá Melum í Ámeshreppi og Helgu Guðmundsdóttur Jónssonar bónda frá Kjörvogi, og Elín Hinriksdóttir bónda í Tungu í Dalsmynni, Jóhann- essonar bónda að Kleifum í Skötu- firði og Sigríðar Arnórsdóttur próf- asts í Vatnsfirði. Foreldrar Sigríðar vom Ásgeir Einarsson bóndi, sonur Einars Hálf- danarsonar bónda Hvítanesi Hálf- danarsonar prests að Eyri við Skut- ulsfjörð (ísafirði) og bróður Helga Hálfdanarsonar lektors og sálma- skálds, og kona hans Halldóra Pét- ursdóttir Zar, um ætt hennar veit ég því miður ekki. Þegar Alla var ársgömul fluttu foreldrar hennar ásamt henni aftur til ísafjarðar og næstu tvö árin vom heimili okkar í sama húsi, með sameiginlegt eldhús svo ég þekkti Öilu náið frá þeim tíma. Þegar hún varð tveggja ára gaf Hannibal henni bók með stórum og litlum bókstaf á hverri síðu alla í litum. Þessa bók lagði Alla varla frá sér og spurði stanslaust um hvað stafirnir hétu. Næsta vetur þekkti hún alla stafina. Hún olli vinnustöðvun oftar en einu sinni þegar fólk heyrði hana tauta og benda á bókstafi sem hún sá. „Þekkir þetta litla barn stafina,” hrópaði stúlka í verslun sem ég var stödd í ásamt Öllu, þegar ég játaði því, tók hún Öllu á handlegg sér og sýndi henni alla þá bókstafi sem hún fann í búðinni, Alla þekkti þá alla og fékk verðlaun. Næstu tvo vetur fékk hún að fylgjast með þegar hún vildi, þar sem ég var að kenna 6 ára börnum að lesa og skrifa. Þannig varð Alla læs fjög- urra ára. Þegar Alla var á þriðja ári dó Halldóra móðir Sigríðar og þau fluttu skömmu síðar í íbúð hennar ásamt tveimur börnum, Álfheiði og Arnóri. Halldór fæddist litlu síðar og Hörður næsta ár á eftir. Sigríð- ur átti son fyrir hjónaband sem ólst upp hjá móður hennar og Gunnhildi systur hennar, þau voru áfram í sama húsi ásamt bróður Sigríðar, Ásgeiri. Sumarið sem Hörður var á fyrsta ári fór Alla að passa bræður sína. Hún kom á morgnana með Hörð í vagnirium og hina hangandi í honum sinn til hvorrar handar. Þetta gerði hún fjögurra til fimm ára gömul. Hörður svaf mikið betur úti, og garðurinn hjá okkur var lok- aður svo þau voru örugg þar. Mamma tók líka gjarnan á móti sonarbörnum sínum. Síðla dags fór svo Alla heim aftur, með hópinn sinn. Eftir að Hörður hætti að vera í vagni kom hún leiðandi alla þrjá bræður sína. Eftir að við mamma fluttum suð- ur 1936 kom Alla við að vori og hausti, á leið til og frá Hveragerði. hún var sendill hjá Guðrúnu systur minni, sem var þar símastjóri. Eg kom þar oft, og ég dáði Öllu fyrir dugnað og athygli, við sendilsstörf- in. Þá var fólk út um allt í tjöldum í Hveragerði á sumrum og Alla þekkti alla og mundi hvar hver var. Svo eignaðist Alla systkini sem þurfti að hjálpa við að passa, svo bræður hennar komu til send- ilsstarfanna í Hveragerði, Arnór og Hörður hver á eftir öðrum, en Alla var heima. Eftir að Alla lauk barna- og unglingaskólanámi á Isafírði kom hún til okkar mömmu, lærði vélritun og kvenna- og barnafata- saum. Eftir það fór hún að vinna hjá Farmanna- og fiskimannasam- bandinu, á skrifstofu hjá Guðmundi Jenssyni frænda okkar, og frá okk- ur flutti hún til Guðmundar og konu hans, þar sem hún fékk stærra húsjdáss. Árin liðu í gleði og sorg. Alla sýndi ávallt sama dugnaðinn þegar sorg og mótlæti kvöddu dyra. Alla og Guðmbndur Erlendsson hófu búskap og áttu saman þijá efnilega syni, Jón Erlend, Þórarinn Flosa og Gunnar Smára, en þegar sá yngsti var aðeins 9 mánaða gam- all skildi Alla við Guðmund. Jón og Sigríður tóku yngsta barnið sem ólst upp hjá þeim til 12 ára, en Alla hafði hina tvo með sér. Hún varð matráðskona í skólum, fyrst að Eiðum síðan að Hólum í Hjalta- dal og síðast í mötuneyti í Grundar- firði. Þar kynntist hún Karli Back- mann Stefánssyni, giftist honum og eignaðist með honum tvo syni Stefán og Hörð, en þegar Hörður var á fjórða ári missti hún Karl. Nú eru þeirra synir líka uppkomn- ir, Hörður 23 ára. Síðustu 15 árin hefur hún búið með Hreiðari Hálfdanssyni ættuð- um frá Dýrafirði. Hann hefur reynst henni og sonum hennar mjög vel, nú síðast í veikindum hennar gerði hann henni mögulegt að _ vera heima, og stundaði hana ásamt sonum og tengdadætrum til hinstu stundar. Þökk sé þeim öllum. Eftir að Alla keypti húsið á Ásvallagötu 48 fór hún aftur að gæta barna ásamt sonum sínum, nú sem dagmamma. Þau eru orðin mörg dagmömmubörnin hennar Öllu því mikil var aðsóknin. Hún vann við það þangað til hún var fiutt á spítala fársjúk í ágústmán- uði. Rétt áður en hún ætlaði með mér norður í Vaglaskóg í sumarhús símamanna. Við mennirnir áætlum en _Guð ræður. Ég drúpi höfði í hljóðri þökk fyr- ir öll árin, og bið henni Guðs bless- unar, kæru frænku minni. Hreið- ari, sonum hennar, systkinum, Álf- heiði Amórsdóttur og öllum fjöl- skyldum þeirra, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigríður Valdemarsdóttir Ég fæ tár í augun þegar hugsa um að Alla amma sé dáin. Hún passaði mig þegar ég var iítil og þegar ég hætti í Ölluskóla byijaði Ema systir mín og svo seinna Ein- ar bróðir minn. Hún var jafn góð við okkur öll. Hún var alltaf í góðu skapi og fann upp á svo mörgu skemmti- legu. Á morgnana þegar það var kalt og dimmt úti eins og núna, kveikt hún alltaf kertaljós. Ég hugsa oft um hvað mér fannst gam- an hjá Öllu. Við eigum fullt af fal- legu skrauti sem við bjuggum til hjá henni. Einu sinni þegar það vantaði topp á jólatréð þá fann _______________________ j Leiðrétting í minningagrein um Þorstein Ö. Stephensen í Morgunblaðinu í gær féll niður eftirnafn eins höfundar. Þar sem stóð Geir átti að standa. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, ODDNÝ STELLA ÓSKARSDÓTTIR, Hellisgötu 5, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. nóvember. - Óskar John Bates, Nikulás Óskarsson, Óskar Kristinn Óskarsson, Þuríður Óskarsdóttir, Una Nikulásdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðír, amma og langamma okkar, MARÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Hringbraut 39, lést í Landspítalanum þriðjudaginn 19. nóvember. Jón Veturliðason, Eyjólfur Jónsson, Helen Brynjarsdóttir, Kristinn Jónsson, Björk Aðalsteinsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Jóhannes Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR SIGURGÍSLADÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést í Landspítalanum 20. nóvember sl. Börnin. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, IÐUNN KRISTINSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum 19. nóvember. Þórhildur Ágústsdóttir, Erling Klemenz Antonsson og barnabörn. t Ástvinur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES RAFN JÓNSSON, Frostafold 20, lést í Landspítalanum 19. nóvemer. Ólafia S. Helgadóttir, Anna Helga Hannesdóttir, Ásdís Eva Hannesdóttir, Jónas Kristinsson, Ingimundur H. Hannesson, Þórlaug B. Stefánsdóttir, Jón Hafsteinn Hannesson, Birna Björnsdóttir, Eva Björk Hannesdótjtir ,, og barnabörn. ----------------------—-...........-......■ ■ t Elskulegi maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, MAGNÚS INGI HALLDÓRSSON, Brautarholti 12, ísafirði, er lést af slysförum 14. nóvember, verð- ur jarðsunginn laugardaginn 23. nóv- ember kl. 14.00 frá ísafjarðarkapellu. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Guðbjörg Hjartardóttir, Halldór Ingi Magnússon, Hjörtur Rúnar Magnússon, Helga Guðrún Magnúsdóttir, Halldór Magnússon, Inga Magnúsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Steinunn Björg Halldórsdóttir, Helga Rut Halldórsdóttir, Sara Halldórsdóttir. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNATAN BJÖRNS EINARSSON, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 18. nóvember. Útförin fer fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hins látna, geta látið líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Þórðardóttir, Torfhildur Torfadóttir. t ÞORKELLSKÚLASON húsamíðameistari, Hátúni 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Bergþóra Gísladóttir, Skúli Þorkelsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Elfn Þorkelsdóttir. t Eiginmaður minn, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN MAGNÚSSON, ketil- og plötusmiður, Suðurgötu 18, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Guðrún Einarsdóttir, Lúðvík G. Björnsson, Þórdis Garðarsdóttir, Einar G. Björnsson, Júlíanna M. Nilsen, Maria K. Björnsdóttir, Jens Elisson, barnabörn og barnabarnabörn. | WKSnCHHNMHHMMMnn Geir Botg. Moi'gunblodið biðsL ul- sökunar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.