Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Enn um nýtt álver eftir Rúnar Guð- bjartsson Nú er allt í óvissu um byggingu nýs álvers, íslendingar bíða, með öndina í hálsinum, eftir því, hvað hinir útlensku herrar ákveða að gera og hvenær. Mér finnst sú stefna sem hefur ráðið ferðinni í stóriðjumálum síð- ustu þrjá áratugina vera búin að ganga sér til húðar. Það er, að við getum ekki hjálparlaust byggt upp okkar áliðnað. Ég man það þegar umræðan um álverið í Straumsvík fór fram þá heyrðust raddir sem töldu að við ættum að standa einir að byggingu álversins. Þá var ein aðalröksemdin gegn þvi sú, að við kynnum ekki til verka, það átti kannski við þá, en ekki núna. Við erum búin að vera með í áliðnaðinum, að hluta til í aldarfjórðung, og eigum alveg að geta reist, rekið og selt afurðir okkar í áliðnaði eins og við höfum gert í okkar fiskiðnaði. Önnur röksemd var líka sett fram, í þá daga, og er notuð enn af þeim sem ráða ferðinni núna, eins og þá. Að þetta sé svo mikil fjárfesting, að við íslendingar ráð- um ekki við þetta einir, og að það sé ekki hægt að skuldsetja þjóðina svona mikið og að áhættan sé of mikil. Þess vegna sé best að „kaupa” útlenska íjármálamenn til að koma með peningana. Og í stað- inn selja þeim í hendur, ódýrt, auð okkar íslensku fallvatna, láta þá taka áhættuna, við losnum við hana og taka lán til verksins. Mín skoðun er sú, að það fæst enginn erlendur fjármálamaður _til að koma með einn dollar til Is- lands, nema hann sé 100% öruggur um að fá einn og hálfan dollar til baka plús alla þá vexti sem hann þarf að borga af fjárfestingarlán- um, sem hann tæki hjá þriðja aðila. Að sjálfsögðu vill hann fá eitthvað fyrir sinn snúð. Að taka sjálfir lán til verksins er fyllilega réttlætanlegt, þegar um, svona arðbæra fjárfestingu er að ræða, að minnsta kosti hefur út- lendingunum ekki flökrað við því, fram að þessu, ástæða fyrir hiki þeirra í dag er sú, að lántökukostn- aður er í augnablikinu of hár. Þeim finnst þeir ekki græða nógu mikið enda þurfa þeir að deila gróðanum með okkur. En frá okkar bæjardyr- um séð þá þarf lántökukostnaður- inn ekki að vera of hár, ef við stönd- um að þessu einir, því þá þurfum við ekki að deila kökunni með út- lendingunum. Við erum búin að vera leiksoppar í þeim stóriðjuleik sem búið er að há síðasta áratuginn og búnir að spila okkur út í horn, búin að eyða stórfé í orkuverið við Blöndu, sem við eigum enga möguleika á að nýta nema með stóriðju. Efalaust þegar ákvörðun var tek- in um að reisa Blönduvirkjun, hefur verið hugsað til Alusuisse um sam- vinnu. Þeir höfðu, fyrir 25 árum, fengið frábæran samning við okkur um orkuverð, þegar þeir eru búnir að afskrifa álverið og gull okkar íslensku fallvatna streymir áreynslulaust í gullgeymslur bank- anna í Sviss, þá vantar okkur sár- lega að treysta efnahagslífið með aukinni stóriðju, okkar hagsmunir eru í veði. Hvað gera Svisslending- ar, þeir segja, „nei takk”, við höfum ekki áhuga, okkar hagur er að láta hænuna „okkar” verpa gulleggjum án nokkurrar áhættu og auðvitað láta þeir sína hagsmuni ganga fyr- ir. Þetta á að sjálfsögðu við um aðra útlendinga líka, sem fjárfesta hjá okkur. Enn ein rök hef ég heyrt að við íslendingar getum ekki rekið svona stórt fyrirtæki, vegna þess að alls- konar flokkadrættir og rígur myndi gera okkur erfitt fyrir, þ.e. að við þurfum að hafa eitthvert erlent yfír- vald, til að við höldum okkur á mottunni. Mér finnst svona hugsún- arháttur hættulegur og eigi ekki við rök að styðjast. Hvað er nú til ráða, við eigum sjálfir að reisa okkar stóriðju, ann- aðhvort með öðru ríkisfyrirtæki svipuðu og t.d. Landsvirkjun, eða láta Landsvirkjun sjá um þetta eins og orkuverin. Einnig mætti hugsa sér almenningshlutafélag með þátt- töku ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga. Við eigum að hanna tvær systur- verksmiðjur, að stærð svona svipað- ar og álverið í Straumsvík, og reisa þær hvora á eftir annarri á þeim stöðum á landinu, þar sem það er sannarlega hagkvæmast fyrir þjóð- arbúið, t.d., aðra á Norðurlandi og hina á Aústurlandi. Ég er ekki hræddur um að ekki fáist nóg fólk til að starfa við þenn- an áliðnað, út um land. Því að, al- veg eins og fólkið flutti til hinna ýmsu þéttbýlisstaða hringinn í kringum' landið, þegar því bauðst góðar tekjur við fískiðnað, þá mun ■ ÚTGEFENDUR kennslubóka og annars námsefnis í 12 Evrópul- öndum hafa bundist samtökum og stofnað samstarfshóp evrópska kennslubókaútgefenda, EEPG (European Educational Publish- ing Group). Aukin evrópsk sam- vinna er nú í sjónmáli og enda þótt sameiginlegur markaður þýði alls Rúnar Guðbjartsson „Við eigum að hanna tvær systurverksmiðj- ur, að stærð svona svip- aðar og álverið í Straumsvík, og reisa þær hvora á eftir ann- arri á þeim stöðum á landinu.” sagan endurtaka sig við tilkomu áliðnaðarins. Hvorki Eimskipafélag íslands, Flugfélag íslands, Loftleiðir né jafnvel kaupfélöginn hefðu verið stofnuð, ef núverandi stóriðjustefna heði verið við lýði á þeim tímum. Til gamans svona í lokin. Upp- hæð fjárfestingarlána til að reisa, 80.000 tonna álver (um 400 milljón- ir dollara), er lítið hærri en sú upp- hæð, sem Flugleiðir þurftu að taka að láni við að endurnýja flugflota sinn, ásamt flugskýli á Keflavíkur- flugvelli (um 350 milljónir dollara). Og þurftu ekki einu sinni ríkis- ábyrgð til. Höfundur er flugstjóri. ekki að menningarleg landamæri séu úr sögunni er ljóst að nánari samvinna Evrópuþjóða verður að veruleika. Einungis eitt bókaforlag frá hvetju landi hefur rétt til þátt- töku í EEPG og er Mál og menn- ing meðal stofnaðila, segir í frétta- tilkynningu. \%\ m,\ wm\ms iium/i/Mi imiuut /i iiií iinsmii wm\ni■*M£. / ^ " .■V'-vl'vj ■ ■ ...: rJ 4' 10* Kópal innanhúss- málning er með flmm gljástig 1 ■ i \ [ j i í r > Kópal Tónn 4 Kópal Glitra 10 Kópal Birta 20 Kópal Flos 30 Kópal Geisli 85 Gefur matta áferð. Hentar einkar vel þar sem minna mæðir á, t.d. í stofum, borðstof- um, í svefnhcrbergi og á loft. Hefur örlítið meiri gljáa cn KÓPAL TÓNN og þar af lciðandi betri þvotthcldni. Hentar vcl þar scm mcira mæðir á. Gcfur silkimatta áfcrð. Hentar vcl þar sem mæðir talsvcrt á veggflcti, t.d. á ganga, barna- hcrbcrgi, cldhús, og þar scm óskað cr eftir góðum gljáa. ftmo -is Hefur gljáa sem kemur að góðum notum á lcikher- bcrgið, stigaganga, barnahcrbcrgi, baðhcrbcrgi, þvotta- hús o.fl. Hcntar einnig á húsgögn. Gcfur rnjög gljáandi áferð og hentar þar sem krafist er mikillar þvotthcldni og styklcika, t.d: í bílskúrinn, í gcymsluna og í iðnaðarhúsnæði. Hcntar cinnig á húsgögn. KÓPAL er samheiti á innan- hússmálningu sem uppfyllir kröfur um ómengandi máln- ingarvöru til innanhússnota á Norðurlöndum. KÓPAL yflrmálning er vatnsþynnan- leg, fæst með fímm gljástigum og í staðallitum og nær ótelj- andi sérlitum skv. KÓPAL tónalitakortinu. KÓPAL yfírmálning er auðveld í með- förum, slitsterk og áferðar- falleg og seld í öllum málning- arverslunum landsins. mélningt —það segir sig sjdlft - .nuiiKicJ fTföfi rnjMiíJgUfiJB Jrn‘ f/■•■■■■• r —-r!-:--------\-----------\ || -------- I H Uti /fÆ/i\i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.