Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1991 Niðurstaða sjúkraskýrslna á Vogi: Fjórðungi íslenskra karla hætt við vímuefnavanda Vínveitingahúsum fjölgaði úr 37 í 148 á áratug LÍKIJR eru á því að 27,8% allra karla og 11,5% allra kvenna á ís- landi greinist einhvern tímann á ævinni með áfengissýki eða annan vímuefnavanda. Þetta kemur fram í niðurstöðum tölulegra upplýs- inga úr sjúkraskýrslum frá Vogi síðastliðin átta ár, sem kynntar voru í gær. Upplýsingarnar voru unnar upp úr tæplega 10 þúsund sjúkraskýrsl- um þeirra einstaklinga, sem komið hafa á Vog frá því í ársbyrjun 1984, er sjúkrahúsið tók fyrst til starfa. I upplýsingunum kemur m.a. fram að hlutfall kvenna á Vogi hefur hækkað úr 21% árið 1984 upp í 25% árið 1990. Meðalaldur kvenna sem fara í meðferð á Vogi hefur lækkað lítillega og var í fyrra 35,1 ár miðað við 36,4 ár árið 1984. Meðalaldur karla á Vogi er 34,3 ár og hefur fjöldi þeirra lækkað úr 486 einstaklingum árið 1984 í 391 einstakling í fyrra. Hlutfall þeirra kvenna, sem komu á Vog í fyrsta skipti, hækkaði úr 24,4% árið 1984 í 29,5% árið 1990. Flestir þeirra, sem dvöldust á Vogi í fyrsta skipti, voru á aldrinum 20 og 29 ára. Einnig kemur fram að misnotkun kannabis-efna virðist hafa minnk- að. Árið 1984 komu 230 karlar og 77 konur á Vog, sem höfðu misnot- að þessi efni, miðað við 163 karla og 54 konur árið 1990. Árið 1984 komu alls 117 einstaklingar í með- ferð vegna amfetamín-misnotkunar miðað við 122 einstaklinga árið 1990. Þá hafði þeim sem komu í fyrsta sinn fækkað úr 37 körlum og 18 konum í 30 karla og 9 konur. Að sögn Guðbjörns Björnssonar, læknis á Vogi, hefur almenn neysla á áfengi aukist verulega en dreifst á miklu fleiri neytendur, og eru konur t.d. farnar að neyta meira áfengis en áður fyrr. Hann segir að um þriðjungur þeirra tæplega tvö þúsund einstaklinga, sem koma í meðferð, séu að koma í fyrsta sinn. Guðbjöm segir að enn hafi ekki komið í ljós hver áhrif bjórinn hafi almennt og sé full snemmt að segja til um það. Bjórinn leiði hins vegar til stöðugri drykkju en áður tíðkað- ist. Það kom einnig fram í máli for- svarsmanna Vogs að gífurleg fjölg- un hefur átt sér stað á veitingahús- um með vínveitingaleyfi á síðustu VEÐUR IDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 (gær) VEÐURHORFUR íDAG, 21. NÓVEMBER YFIRLIT: Við norðurströnd landsins er 955 mb lægð, sem hreyfist austnorðaustur. Lægðarsvæði suður af Hvarfi er vaxandi og þok- ast norðaustur. SPÁ: Strekkingur og rigning við suðurströndina, annars hæg breyti- leg ótt og að mestu þurrt. Hiti frá *4 til +4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suðlæg átt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Skúrir eða slydduél um sunnan- og vestan- vert landið en annars þurrt að mestu. Hiti O til 5 stig. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TAKN: 0 Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Y Skúrir * V El E= Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Snjókoma j 7 prurriuV6aur VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hftí veður Akureyri 2 rigning Reykjavík 5 rigning Björgvin 2 snjóél á síð. klst. Helsinki 44 súldásíð. klst. Kaupmannahöfn 42 skýjað Narssarssuaq 3 þoka Nuuk 44 léttskýjað Ósló +4 léttskýjað Stokkhólmur 0 heiðskírt Þórshöfn 5 rlgn. á sfð. klst. Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 4 skýjað Barcelona 12 léttskýjaö Berlfn 5 mistur Chicago vantar Feneyjar 11 rignlng Frankfurt 6 rigning Glasgow 2 mlstur Hamborg 3 skýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 3 alskýjað Madríd 10 skýjað Malaga 14 léttskýjað Meliorca 12 rign. á sið. klst. Montreal 12 þokumóða NewYork 12 heiðskírt Orlando vantar París 4 i 1 Madeira 18 alskýjað Róm 18 skýjað Vin 6 rigning Washington 14 léttskýjað Winnipeg 49 léttskýjað / ' A'-. Morgunblaðið/KGA Frá vinstri: Grettir Pálsson, Þórarinn Tyrfingsson og Guðbjörn Björnsson er þeir kynntu niðurstöður upplýsinga úr sjúkraskýrslum á Vogi. árum, eða úr 37 í kringum 1980 í 148 á árunum 1989-1990. Ástæða þess að tölur hafi ekki hækkað eft- ir að bjórinn var leyfður sé líklega það öfluga forvamarstarf, sem unn- ið er um allt land. Sundstaðir í Reykjavík: __ Aætlað rekstrartap 90 milljónir á næsta ári SAMKVÆMT fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundaráðs vegna ársins 1992 verða sundstaðir í Reylyavík reknir með 90 milljóna króna tapi það ár. Hefur stjórn Iþrótta- og tómstundaráðs samþykkt tillögu Júl- íusar Hafstein, þar sem lagt er til að rekstur sundstaðanna verði endurskoðaður. í tillögunni segir að: „í framlagðri fjárahgsáætlun vegna ársins 1992 er samanlagður rekstur fjögurra sundlauga borgarinnar, þ.e. Sund- hallar, Vesturbæjarlaugar, Laugar- dalslaugar og Breiðholtslaugar áætl- aður með tapi sem nemur rúmlega 90 milljónum króna. Á síðastliðnum árum hefur í síauknum mæli hallað á borgarsjóð vegna rekstrartaps sundlauganna. Það er orðið tímabært að snúa þeirri þróun við. Með aukinni hagræðingu í rekstri og hækkun á gjaldskrá frá áætlaðri gjaldskrá næsta árs væri hægt að koma rekstri sundstaða borgarinnar í jafnvægi. Það er markmið sem borgaryfirvöld eiga að setja sér vegna reksturs þessara stofnana. Með hliðsjón af framansögðu er lagt til að rekstur sundstaðanna verði endurskoðaður.” Nýtt helgarblað Friðriks Friðrikssonar: Viðræður um sam- vinnu við Stöð 2 í bið FRIÐRIK Friðriksson, eigandi Pressunnar, hefur átt viðræður við fulltrúa Stöðvar 2 um samstarf við útgáfu á nýju helgarblaði. Frið- rik segir að þau mál séu í biðstöðu þar sem Stöð 2 sé að kanna útgáfu helgarblaðs í félagi við aðra aðila innan Nýmælis, undirbún- ingsfélags að stofnun nýs dagbiaðs. Hann kveðst munu gefa út helg- arblað hvort sem Stöð 2 á þátt í þeirri útgáfu eður ei og áformað sé að blaðið komi út um áramótin. Friðrik sagði að hann hefði kynnt fulltrúum Stöðvar 2 þessa hug- mynd, einkum vegna hugmynda þeirra um Sjónvarpsvísi, en ljóst hefði verið eftir samtöl sem hann átti við þá að þeir myndu fyrst láta reyna á útgáfu með Nýmæli. Hann sagði öll áform um útgáf- una væru óbreytt. Hann sagði að útgáfan yrði byggð á sama stofni og Pressan en hún myndi líklega þýða fjölgun starfsmanna. „Það er ljóst að við þurfum að styrkja rit- stjómina,” sagði Friðrik. Rúmlega 8.000 hafa séð Hvíta víkinginn RÚMLEGA 8.000 manns hafa séð Hvíta víkinginn, eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem frumsýnd var 2. nóvember síðastliðinn í Háskólabíó. „Þetta er sæmileg aðsókn eftir tæpar þrjár vikur,” sagði Björn Bjömsson kynningarfulltrúi mynd- arinnar hér á landi. „Aðsóknin er svipuð og að öðrum íslenskum myndum. Fer hægt af stað en er jöfn og þétt og ég spái því að hún verði á svipuðu róli áfram.” Aðsókn að íslenskum kvikmyndum hefur verið á bilinu 10 til 15 þús. áhorf- endur að undanförnu, að sögn Bjöms. Gerð myndarinnar kostaði um 400 milljónir króna og var hún kostuð af Norrænu sjónvarpsstöðv- unum. Um þessar mundir er verið að hefja sýningar á henni á Norður- löndum. Ef mæta á kostnaði þurfa 570 þús. áhorfendur að sjá myndina í kvikmyndahúsi en auk þess eru uppi hugmyndir um gera nokkra sjónvarpsþætti, sem sýndir verða síðar. -----•------- Brids: Tveir heims- meistaranna spila á Ítalíu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson halda í dag áleiðis til Campione á Italíu þar sem þeir munu taka þátt í stór- móti í brids. Sextán völdum bridspörum var boðin þátttaka á mótinu og eru sex þeirra ítölsk en 10 víðsvegar að úr heiminum. íslendingum var boðin þátttaka eftir sigurinn á heimsmeist- aramótinu í Yokohama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.