Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Gunnar Þorsteinsson verður með kynningu í Yalaskjálf kl. 21 í kvöld. Spádómarnir rætast VLT3000 TÍÐNIBREYTAR MEÐ VVC ÖRTÖLVUSTÝRINGU VLT® 3000 tíðnibreytarnir írá Danfoss veita nákvæma og stiglausa hraðastýringu á öllum gerðum riðstraumsmótora. Nákvæm hraðastjórnun og fullkomið eftirlit skila bættri nýtingu. betri vinnuhraða og auknu rekstraröryggi á: • færiböndum — hagkvæmur vinnuhraði og aukin gæði; • vatnsdælum — stöðugur þrýstingur við breytilegt flæði; • loftræstikerfum — hæfileg loftskipti við breytilegt álag; • frystingu —fullkomin stjórn á frystihraða; • blöndun — rétt blanda með nákvæmri hraðastýringu; • framleiðsluvélum — aukin afköst með auknum hraða; • vélasamstæðum — samhæfð hraðastýring margra véla. VLT' 3000 er stökk inn í framtíðina • Nýtni mótors jafngóö og við nettengingu • Rafeindastýrö mótorvöm • 160% startvægi • Útgangstenging viö keyrslu ótakmörkuö • Vöm gegn yfirspennu og skammhlaupi • Auðveld stjómun og eftirlit á skjá • Auöveld uppsetning viö allar aöstæöur • Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta • Skjót afgreiösla (lagervara) • 18 mánaöa ábyrgö = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 SlMI 624260 íslensk tónlist — fram- vörður framtíðar eftir Steinar Berg Isleifsson Veruleg vakning er meðal allra þeirra aðila sem tengjast sköpun og framleiðslu á íslenskri tónlist. Reynd- ar nær þessi vakningarbylgja langt út fyrir raðir þeirra sem með beinum hætti eru viðriðnir tónlistarfram- leiðslu þ.e. höfund, flytjendur og út- gefendur, því þess sjást greinilega merki að almenningur er vel með á nótunum og er meðvitaður um þá fjölbreytni, gæði og fagmennsku sem nú einkennir íslenska tónlist og flytj- endur hennar meiri en nokkurn tíma áður. Einnig er áberandi að fólk virð- ist í vaxandi mæli gera sér grein fyrir mikilvægi þess að íslensk tón- list skjóti enn sterkari rótum en áður meðal þjóðarinnar, þar sem hún mun verða einn helsti framvörður þjóðar- innar í þeirri varnarbaráttu sem þeg- ar er hafin og miðar að því að við höldum okkar helsta séreinkenni í samfélagi þjóðanna, móðurmálinu. Það má færa gild rök fyrir því að meðvitund íslendinga almennt og tengsl við íslenska tónlist séu mjög sterk. Þetta kom greinilega fram í þeim jákvæðu viðbrögðum sem urðu við kynningarátaki íslenskra tónlist- arframleiðenda, „íslensks tónlistar- sumars”, á liðnu sumri. Þetta átak er örugglega eitt ódýrasta og jafn- framt árangursríkasta kynningar- átak sem gert hefur verið. Heildar- kostnaður var kr. 240.000, þ.e. kr. 80.000 frá hverjum aðila um sig; útgefendum, flytjendum og höfund- um, en það var kostnaðurinn af prentun bola, veggspjalda og lím- miða. Lykillinn að því hversu vel tókst til var fyrst og fremst það for- dæmi sem Rás 2 sýndi, þegar dag- skrárstefnu var breytt á þann hátt að frá 17. júní til 17. ágúst var helm- ingur af heildartónlistarflutningi Rásarinnar íslensk tónlist. Viðbrögð hlustenda við þessu nýmæli urðu svo góð að fyrst á þessu tímabili varð heiidartónlistarflutningur íslenskrar tónlistar mun meiri en 50%. Aðrar útvarpsstöðvar urðu einnig við beiðni tónlistarframleiðenda um að auka hlutfall íslenskrar tónlistar og um- fjöllun um hana auk sjónvarpsstöðv- anna beggja og prentmiðlanna; Stað- reyndin var nefnilega sú að íslend- ingar vilja fremur íslenska tónlist en erlenda fái þeir valkostinn. Fram að „Islensku tónlistarsumri” hafði hlut- fall íslenskrar tónlistar á öldum ljós- vakans verið frá 5-15% og farið hæst í 20-25% vikurnar fyrir jól, þegar íslensk útgáfa nær hámarki sínu. Það er vert að staldra við þess- ar tölur og huga að því hvort ekki felist alvarleg villa í uppskrift þeirri sem íslenskar útvarpsstöðvar hafa fylgt hvað hlutfallsblöndu íslenskrar og erlendrar tónlistar varðar í tónlist- ardagskrám sínum? Annars er það merkilegt, svona eftir á að hyggja, að sérstakt kynningarátak hafi þurft til þess að fá íslenskar útvarpsstöðv- ar til þess að flytja íslenska tónlist í auknum mæli fyrir íslendinga. En þakka ber það sem vel er gert og því eiga íslenskar útvarpsstöðvar þakkir skildar fyrir þann góða stuðn- ing sem þær veittu á „íslensku tón- listarsumri” og vonandi verður fram- hald þar á. Ráðamenn þjóðarinnar virðast gera sér nokkra grein fyrir því að í þeirri landamæralausu framtíð, sem nú virðist bíða okkar, muni alls kyns múrar falla. Þetta eru fyrst og fremst múrar sem reistir hafa verið til að hefta frelsi, viðskipti og samskipti ýmiskonar, sem verða opin í nýrri heimsmynd og fjarri þeim hugmynd- um sem einangrunarmúramir voru reisti á. Jafnframt virðast ráðamenn þjóðarinnar gera sér grein fyrir því að um leið og þessir múrar falla verður að gæta þess að þær stoðir séu styrktar sem þjóðararfleifð okkar stendur á og gera okkur að íslending- um. Hér gegnir íslenskan, tungumál okkar, viðamesta hlutverkinu og mikilvægast af öllu er viðhald þessa þjóðareinkennis sem skilur okkur frekar en nokkuð annað frá öðrum þjóðum og gerir okkur að íslending- um. Þetta skilja ráðamenn og þetta skilur almenningur þessa lands. Reyndar fínnst mér mörg merki benda til þess að þorri fóHcs skilji þetta betur en ráðamenn þjóðarinnar. | Það er mikil gróska í íslensku tón- listarlífi, hvert sem litið er. Heiðurinn að þessu á hinn mikli fjöldi fólks sem starfar að tónlistarsköpun og þeim þáttum sem henni tengjast. Fyrst og fremst ber þó að þakka hina miklu almennu þátttöku í íslensku tónlist- arlífí, því ef landsmenn sæktu ekki tónleika og keyptu ekki afurðirnar væri fátæklegra um að litast á þessu sviði. En hvað með ráðamennina margnefndu? Eiga þeir ekki þakkir skilið? Hafa þeir ekki með frum- I kvæði sínu og ákvarðanatökum lagt undirstöður að þessu gróskumikla tónlistarlífí? Því fer ijarri og má full- yrða að með frumkvæðisskorti, ákvarðanaleysi eða röngum ákvörð- unum hafi þessir svokölluðu ráða- menn vegið alvarlega að rótum ís- lenskrar tónlistar svo að jafnvel má flokka athafnir þeirra undir skaðræð- isverk. Það sem blasir fyrst og fremst við er sú mismunun, sem á sér stað bæði á milli „æðri” og „óæðri” tón- listar annars vegar og hinna ýmsu list- og menningargreina hins vegar. Hvað varðar „æðri” og „óæðri” tónlist, þá er slíkt auðvitað ekki til. Notkun slíkra hugtaka er hættuleg og flokkun tónlistar eða annarrar listar á þennan hátt er afleiðing menningarsnobbs þar sem hæfileik- inn til að skilja á milli þess sem er góð og vond list hefur tapast. Þann- ig er öll tónlist sem kemur úr ákveð- inni átt dæmd vond en tónlist sem kemur úr annarri átt dæmd góð, samkvæmt fyrirfram ákveðnu mati og ber vott um fordóma. Þetta er sérstaklega einkennandi hvað tónlist varðar fremur en aðrar listgreinar. Þannig er orðið dægurlag til dæmis niðrandi í merkingn sinni og segir raunverulega að um einnota skyndi- framleiðslu sé að ræða á meðan orð- in sígild tónlist undirstrika eilífðar- endinguna. Við ákvarðanatöku hefur hugur ráðamanna verið meira og minna mengaður af þessum hugtök- um og því hefur skapast veruleg mismunun hvað varðar stuðning rík- isins við ólíka þætti íslenskrar tónlist- ar. j Þáð vita sennilega fáir að útgáfa íslenskrar tónlistar er að hluta til styrkt af ríkinu því Tónverkamið- stöðin fær greiddar 4,5 milljónir sam- kvæmt fjárlögum. Hvað er það sem réttlætir að eitt útgáfufyrirtæki sé styrkt en önnur ekki? Margir muna eflaust eftir því að Sinfóníuhljómsveit íslands fékk sér- stakan styrk frá síðustu ríkisstjórn að upphæð 3 milljónir króna. Styrk- urinn var veittur til þess að Sinfón- íuhljómsveitinni yrði kleift að gera útgáfusamning við erlent útgáfufyr- Grænt númer RSK 996311 Ríkisskattstjóri hefur nú tekið í notkun grænt númer. Með þessari nýjung er boðið upp á betri símaþjónustu um land allt. Sá sem hringir í grænt númer ríkisskattstjóra greiðir aðeins gjald fyrir staðarsímtal. Nýtið ykkur þessa nýju þjónustu RSK! Grænt númer: 996311 t / RSK RÍKISSKATTSTJÓRI VONDUÐ HNIFAPOR -Slök og í heilum settum. -Þýskt hágæðaslól. Sendum í póstkrölu. RAMMA GERÐIN KRINGLUNNI SÍMI, 689960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.