Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 52
MORGUNDLAfílD, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: IIAFNA RSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Kærðir fyr- ir kynferðis- brotgegn 12- *14 ára telpum Rannsóknarlögregla ríkisins hefur fengið til meðferðar mál þar sem tveir menn í Reykjavík eru grunaðir um að hafa misnot- að kynferðislega nokkrar telpur á aldrinum 12-14 ára. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru mennirnir, hvor í sínu lagi, taldir hafa veitt telpunum áfengi á heimilum sínum. Að minnsta kosti annar þeirra er talinn hafa átt við þær mök en í hinu til- vikinu er talið að um annars konar kynferðislega misnotkun hafi verið .að ræða. Rannsóknarlögreglan fékk málið til meðferðar í fyrradag. I gær var Morgunblaðinu tjáð að rannsóknin væri að hefjast en mennirnir hefðu hvorki verið handteknir né yfir- heyrðir. -----» ------ Þoka lokaði flug- völlum í gær: jflVær vélar lokuðust inni á Akureyri Morgunblaðið/Árni Sæberg í óperunni Grunnskólanemendum á höfuðborgarsvæðinu var boðið á sýningu á inn boðið á sýningu á föstudag. Mikill spenningur var hjá sýningar- Töfraflautunni í íslensku Óperunni í gær. Rúmlega 470 gestir voru á gestum enda flestir að fara í fyrsta skipti í Óperuna. sýningunni og komust ekki allir að sem vildu, en þeim verður í stað- u™t2laáFAkI.ereðyrr1uiír Landsbanki og íslandsbanki lækka vexti um 1% og sparisjóðirnir um 0,5%: vegna mikillar þoku á höfuð- borgarsvæðinu, en aðeins var flogið til Akureyrar og Egils- staða. Einnig þurftu tvær vélar, sem voru að koma frá Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn, að snúa til Glasgow. Að sögn Einars Sigurðssonar, hlaðafulltrúa Flugleiða, fóru þrjár vélar til Akureyrar í gær og ein til Egilsstaða. Tvær vélar voru enn á Akureyri í gærkvöld, og sagði Einar að ekki væri von á þeim aftur til Reykjavíkur fyrr en í dag vegna vaxandi þoku og ísingar í lofti. Það voru því um 250 farþegar, sem ekki komust leiðar sinnar í innan- landsfluginu í gær. í millilandafluginu urðu tvær vélar á leið frá Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn að snúa til Glasgow, en þær lentu í Keflavík laust eftir kl. 20 í gærkvöld. Lækkum vexti ekki frekar vegna tregðu bankanna - segir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri SPRON SPARISJOÐIRNIR lækka vexti um 0,5% af öllum flokkum útlána í dag og Islandsbanki og Lands- banki Islands um 1%. Vextir Landsbankans og íslandsbanka eru áfram 1-2% hærri en vextir sparisjóðanna og Búnaðarbanka Islands. Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, segir að þeir treysti sér ekki til frekari vaxtalækkunar nú vegna tregðu bankanna, annarra en Búnaðar- bankans, til að Iækka vextina, þar sem þeir séu þegar farnir að finna fyrir því að lántakendur séu farn- ir að leita til þeirra í auknum mæli. Ragnar Onundarson, fram- Verksmiðja Stálfélagsins auglýst til sölu erlendis kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, segir að gerð hafi verið áætlun til áramóta í bankanum sem feli í sér að aðlögun nafnvaxta að lækkandi verðbólgustigi verði lokið um áramót. Ekki væri hægt að skýra frá því nú hvernig þessi þróun yrði nákvæinlega. Forvextir víxla hjá íslandsbanka og Landsbanka eru eftir breytingu 17,5%, en hjá sparisjóðunum 16% og Búnaðarbanka Íslands 15,5%. Vextir áyfirdráttarlánum eru hæst- ir hjá Islandsbanka 20,75%, hjá Landsbanka 20,5%, sparisjóðunum 19,5% og Búnaðarbanka 18,75%. Vextir óverðtryggðra skuldabréfa í B-flokki verða 18,5% í Landsbanka, 17,75% í Íslandsbanka, 16,5% hjá sparisjóðunum og 16,25% hjá Bún- Móttöku brotajárns haldið áfram til að tryggja viðskiptasambönd JxTa^víðlirs^IjfísianSbanka' 19,75% hjá Landsbanka, 19% hjá sparisjóðunum og 17,75% hjá Bún- aðarbankanum. Lækkun skuida- bréfavaxta íslandsbanka tekur gildi frá 1. desember, en um hana er til- kynnt með 10 daga fyrirvara. „Við treystum okkur ekki til að fara lengra núna vegna þess að bankarnir, nema Búnaðarbankinn, hafa ekki fylgt á eftir með vextina niður, þannig að við erum að verða varir við aukinn þrýsting á okkur um lántökur af því lántakendur sjá sér hag í því. Við þorum ekki að fara lengra niður, þannig að við verðum að bíða þangað til hinir sýna meiri iit,” sagði Baldvin. BÚSTJÓRI þrotabús íslenska stálfélagsins hf. hefur ákveðið að aug- 'lýsa verksmiðju stálfélagsins til sölu í alþjóðlega fagtímaritinu Metal Bulletin. Að sögn Helga Jóhannessonar bústjóra er verksmiðjan öll til sölu að undanskildum málmtætara sem er á kaupleigu hjá sænsku fjár- mögnunarleigufyrirtæki en kvaðst hann þó vonast til að kaupleigusamn- '^gurinn gæti fylgt sölunni ef af henni verður. „Mikil hætta er á að mikil verð- mæti í formi viðskiptasambanda og þekkingar starfsmanna fari forgörð- um ef þetta dregst á langinn,” sagði Helgi. Þrotabúið hefur haldið áfram brotajámsmóttöku í verksmiðjunni þrátt fyrir stöðvun framleiðslunnar, " sém er liður í að varðveita viðskipta- sambönd fyrirtækisins að sögn Helga. Alls hafa átta starfsmenn vinnu við bókhald hjá þrotabúinu og við móttöku og vigtun brotajárnsins. Tekið er fram í fyrrnefndri auglýs- ingu að salan sé háð samþykki ís- lenskra stjórnvalda. Helgi sagði að veðhafar leituðu nú sambands við hugsanlega kaupendur í Evrópu. Enn sem komið væri hefði þó enginn gert tilboð til bústjóra. Stærstu veðhafarnir eru Skandin- aviska Endskilda Banken og Nord- banken í Svíþjóð og Mees & Hope- bankinn í Hollandi. Helgi sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um að hefja framleiðslu í fyrirtækinu og sagði það helst á valdi Mees & Hope, sem ættu veð í brotajárni og fram- leiðslu verksmiðjunnar. „Búið myndi ekki hagnast neitt á því,” sagði hann. Helgi vildi ekki áætla mögulegt söluverð verksmiðjunnar og sagði að verðlagning hennar væri komin und- ir ákvörðun veðhafa en veðhafafund- ur verður haldinn fljótlega. Sjá einnig viðskiptablað B4 Aðspurður hvort það væm for- sendur til að fara með vextina meira niður, sagði Baldvin að verðbólgan væri á niðurleið. Lánskjaravísitalan hefði lækkað um 0,2% núna og það þýddi að síðustu þrjá mánuði væri verðbólgan ekki nema í kringum 1,6%. I hæsta lagi væri hægt að tala um 2-3% verðbólgu og þá hlyti auðvitað að eiga að fara með vextina lengra niður. Ragnar Önundarson sagði að með áætlun Islandsbanka tækist að rétta þann mismun sem hefði myndast fyrr á árinu á milli vaxta á verð- tryggðum innlánum og óverðtryggð- um útlánum. Nafnvextir hafi verið alltof lágir framan af árinu og það sé ekkert leyndarmál að bankarnir hafi siðustu þijá mánuði verið að bæta sér upp þann skaða sem þeir hafi orðið fyrir fyrstu átta mánuði ársins. Verðbólgan á seinni hluta ársins yrði um 6% miðað við láns- kjaravísitölu og við það miðuðust vextirnir. Aðspurður hvernig á því stæði að vextir Islandsbanka og Landsbanka hefðu nú í nokkrar vikur verið tals- vert hærri en sparisjóðanna og Bún- aðarbankans, en frá 1. nóvember hafa til dæmis forvextir víxla Búnað- arbankans verið 3 prósentustigum lægri, sagði Ragnar að íslandsbanki og Landsbanki væru með nálægt 65% heildarútlána og því finnist honum eðlilegra að þessari spurn- ingu væri beint til Búnaðarbanka og sparisjóðanna sem hafi treyst sér til þess að fara fram úr markaðnum að þessu leyti. Ef til vill væri það af samkeppnisástæðum. _L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.