Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 13 Um sumt verða menn aldrei á einu máli, ekki einu sinni á bestu heimilum. þannig er því einnig farið hjá Norðurlandaþjóðunum. En rétt eins og góð systkini erum við sammála um æði margt. Nú á dögum þurfa Norðurlanda- búar ekki að sýna vegabréf þegar þeir ferðast milli Norðurlanda. l>eir geta líka flust búferlum milli land- anna og sótt um vinnu án þess að þurfa atvinnuleyfi. Jieir geta líka stundað nám hjá norrænum grannþjóðum. Lan^ar að stunda nám í clönskum liáskóla? Ef til vill hefur þér einhvern tíma flogið í hug að fara utan í nám. E»ér gæti þótt það spennandi tilbreyting, en ástæðan kann líka að vera, að fagið sem þig langar að læra er ekki kennt í háskólanum eða þeirri menntastofnun þar sem þú stundar nám þessa stundina. Norðurlandabúar eiga aftur á móti margra kosta völ. þeir hafa til dæmis rétt á að sækja um inngöngu í allar æðri menntastofnanir á hinum Norðurlöndunum. Auk þess eru veittir sérstakir styrkir, sem létta róðurinn. Ef þú hlýtur NORDPLUS-styrk- inn færðu fjárhagsaðstoð til náms og framfærslu í eina eða tvær annir. Aþekkt kerfi stendur til boða unglingum á aldrinum 16— 19 ára. í því felst að nemendur og kennarar í menntaskólum og verkmenntaskól- um eiga þess kost að stunda um hríð nám í skóla annars staðar á Norður- löndum. þetta er nefnt NORDPLUS- junior. Lan^ar þig að leggja stund á rannsóLnir í Finnlandi? Norræni vísindaháskólinn NorFA er nýr þáttur í norrænni samvinnu. Hlutverk NorFA er m.a. að stuðla að bættri menntun i rann- sóknastarfi. E»ar að auki er tilgangurinn með NorFA sá, að styrkja tengslin milli vísindamanna og auka alþjóðasam- skipti með því að veita fólki tækifæri til náms í öðru norrænu landi. Langjar þigj að verða kennari í Noregi? Á Norðurlöndum er sameiginlegur vinnumarkaður. í því felst að íslendingar hafa rétt á að 'Sækja um störf t.d. í Noregi eða Finnlandi. Til að gera fólki hægara um vik, verða sambærileg próf frá Norður- löndunum innan tíðar gerð jafngild. Ef þig langar til, gætirðu t.d. orðið kennari hvar sem er á Norður- löndum. Langar þig í sumarvinnu í Svíþjóð? Gætirðu hugsað þér að vinna í verk- smiðju í SvíþjóðP Eða annast lasburðá og aldrað fólk á elliheimili í finnska hluta Lapplands? Langar þig ef til vill frekar í heyskap á norskum bóndabæ? Eða til að smyrja '’smorrebrod” á krá í Danmörku? E»itt er valið. Nordjobb er ætlað að miðla ungu fólki á aldrinum 18 — 26 ára sumar- vinnu annars staðar á Norður- löndum. Tilgangurinn er annars vegar sá, að ungmennin kynnist því hvernig er að búa og starfa í öðru norrænu landi og hins vegar sá, að styrkja tengslin milli landanna. Viltu vita meira? E»etta eru einungis örfá dæmi um árangur af norrænu samstarfi. Ef þú vilt fá að vita meira um NORDPLUS eða Nordjobb, þá skaltu fylla út meðfylgjandi seðil og við sendum þér svo frekari upplýsingar. Láttu verða af þvi! JáF ég vil endile^a íá að vita meira um NORDPLUS oó Nordjoth. Ég lief líka álmga á að fræðast betur um Norrænu ráðlierranefndina. Sendið mér því 'Gránslost” upplýsin^arit ráðlierranefndarinnar. Naín: _____________________________________ Heimilisfang:______________________________ Hástáritun:-------------------------------- Sendu seðilinn til Nordiska Ministerrádet, Informationsavdelninj>en, Store Strandstrasde 18, DK-1255 Kobenhavn K, Danmark. Burðargjald er 26 kr. )rræna raonerrane ‘íntli m Norræna ráðherranefndin er samstarfsstofnun ríkitt idannaJiram.O£sjálfsstjóuiarsva;ðanna-l'a:royjaA'>rænland‘.o£ÁfHndsevj».~ Samstarfið nær til fiestra sviöa (i)Oðtélai’sms, að utanrikis- og varnarmálum undanskildum. Ákvarðanir nefndarinnar eru bindandi fvrir öll ríkin. 1 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.