Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1991 'f' A Islandsbanki: Raunvextir óverð- tryggðra útlána 1% hæiTi en verðtryggðra ÍSLANDSBANKI hefur tnarkað þá stefnu að raunvextir verðtryggðra lána á næsta ári verði að jafnaði 1% lægri en vextir af óverðtryggðum lánum. Hingað til hefur verið stefnt að því að jafnvægi ríki á milli óverðtryggðra og verðtryggðra útlána þegar til Jengri tíma sé litið, en Ragnar Onundarson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka, segir að þetta sé gert til að hvetja lántakendur til að taka verðtryggð Ián. Með því skapist meira jafnvægi á efnahagsreikningi bankans og for- ráðamönnum Islandsbanka finnist eðlilegt að þeir njóti þess í kjörum sem vinni með þeim að þessu leyti. Ragnar sagði að fólk hefði metið það þannig að það væri hagstæðara að vera með óverðtryggð lán og það hefði á vissum tímum verið rétt mat. Nú ætlaði íslandsbanki að reyna að stýra eftirspurninni eftir þessu. Hann sagði að bankamenn væntu þess að raunvextir myndu lækka á næstunni vegna aðgerða stjórnvalda. Bönkum og sparisjóðum er ekki heimilt að lána verðtryggt til skemmri tíma en þriggja ára, en hins vegar má verðtryggja innlán sem eru til sex mánaða eða lengri tíma. Ragnar sagði að bankamir hefðu óskað eftir því að þetta breytt- ist og að lán til lengri tíma en tveggja ára mætti verðtryggja. Beiðni þar að lútandi hefði verið komið á fram- færi við Seðlabankann og vonandi yrði þessi ákvörðun íslandsbanka til þess að það yrði talið fólki í hag að breyta þessum mörkum. Aðspurður hvort það skyti ekki skökku við að íslandsbanki vildi I auknum mæli verðtryggja útlán þeg- ar stöðugleiki væri meiri í íslensku efnahagslífi en oft áður, sagði Ragn- ar, að sveiflur væru enn miklar og það skipti máli að fá fólk til að vinna með bönkunum að þessu leyti. Ragnar sagðist telja að verðtrygg- ing yrði óþörf í lok næsta árs þegar krónan yrði tengd við Evrópu- gjaldmiðilinn. Þá skipti ekki máli hvort verðtrygging yrði afnumin eður ei, hún myndi ekki telja þar sem þá yrði verðbólga að vera eins og í helstu viðskiptalöndum og mark- aðsaðstæður myndu tryggja það. Morgunblaðið/Þorkell Rússneska oliuskipið Valniera kom með 16 þús. tonna svartolíufarm til Islands á þriðjudag og dældi olíunni á tanka í Laugarnesi og Orfirisey í gær og fyrradag. Er þetta fyrsti olíufarmurinn frá rúss- neska fyrirtækinu Ural. Fyrirtækið tók að sér að útvega olíufélögunum svartolíu sem ríkisútflutnings- fyrirtækið Soyus Nefte gat ekki staðið skil á, en olíufélögin hafa átt viðskipti við Soyus Nefte allt frá --------------------- árinu 1953. Samningar að hefjast við rússneskt einkafyrirtæki um svartolíukaup: Sýnist við geta fengið keypta alla þá olíu sem við þurfum - segir Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs ALLT ÚTLIT er fyrir að íslensku olíufélögin gangi til samninga við rússneska útflutningsfyrirtækið Ural I fyrri hluta desember um kaup á allri svartolíu sem félögin þarfnast fyrir næsta ár, að sögn Kristins Bjömssonar, forstjóra Skeljungs. Ural, sem er einkafyr- irtæki með höfuðstöðvar í Moskvu, bauð íslensku olíufélögunum við- skipti þegar viðskiptin við ríkisútflutningsfyrirtækið Soyus Nefte strönduðu í sumar. Skeiðarár- hlaup tal- ið í rénun SKEIÐARÁRHLAUP er talið vera í rénun, en þó mældist rennsli árinnar 1.800 rúm- metrar á sekúndu í gær. Snorri Zóphóníasson jarð- fræðingur sem fylgist með hlaupinu kvaðst telja að það hefði náð hámarki í fyrrinótt. „Mér sýnist rennslið hafa minnkað. Við mælum aftur á morgun. Það er svolítið vatn farið að renna niður svokailaða Sæluhúsakvísl, sem er fimm kílómetra vestan Skeiðarár, eða mitt á milli Gígjukvíslar og Skeiðarár. Rennslið þar er þó ekki nema 2-3 rúmmetrar og upptökin eru á sama stað í jökl- inum,” sagði Snorri. Forráðamenn olíufélaganna áttu viðræður við fulltrúa Urals í Ant- werpen í síðustu viku og að sögn Kristins Bjömssonar, forstjóra Skeljungs, bendir allt til að olíufé- lögin geti fengið keypta þá olíu sem þau þurfa á sambærilegum kjörum og verið hafa og sagði hann að hugsanlega myndu olíufélögin einn- ig kaupa gasolíu af rússneska fyrir- tækinu. Ural hefur einnig hlaupið undir bagga og útvegað olíufélög- unum svartolíu sem ríkisútflutn- ingsfyrirtækið gat ekki afhent og kom olíuskipið Valniera á vegum Urals til Reykjavíkur á þriðjudag með 16 þús. lesta svartolíufarm. „Ég geri fastlega ráð fyrir að við göngum til samninga við Ural á næstu vikum eða fyrir 15. desem- ber um kaup á svartolíu,” sagði Kristinn. Um er að ræða svipað magn svartolíu og félögin kaupa á þessu ári eða 85-130 þúsund lestir og að sögn Kristins býðst olíufélög- unum olían á svipuðum kjörum og í ár. „Við teljum að samningar við þetta fyrirtæki verði auðveldari en við ríkisfyrirtækið sem olíufélögin hafa átt viðskipti við,” sagði hann. Sagði Kristinn að síðan ætti eftir að koma í ljós hvort olíufélögin keyptu gasolíu af rússneska fyrir- tækinu en þar sem olíuviðskipti yrðu gefin fijáls um áramót ættu félögin eftir að ákveða hvort þau vildu standa sameiginlega að inn- kaupum á henni. Sagði hann aug- ljóst hagræði að sameiginlegum innkaupum á svartolíu. „Við fáum ekki annað séð en að við getum fengið þá olíu keypta sem við þurfum. Þar er fyrst og fremst um að ræða svartolíu og teljum við að það séu mjög góðir möguleikar á að samningar geti tekist við Ural um að olíufélögin kaupi af þeim svartolíu,” sagði hann. Um tildrög samningaviðræðn- anna við Ural sagði Kristinn að margir starfsmenn Nefte hefðu hafíð störf hjá Ural á árinu og þeir hefðu haft samband við íslensku olíufélögin í sumar og boðið fram þjónustu þegar allt gekk á afturfót- unum hjá ríkisútflutningsfyrirtæk- inu. „Þegar ekkert virtist ætla að rætast úr viðskiptunum við Nefte ákváðum við að hitta fulltrúa Ur- Jóhannes Nordal seðlabankastjóri: Ekkí tímabært að slaka á innlánsbindingn bankanna Ástæða til að endurskoða reglur um bindi- og lausa- fjárskyldu, segir bankastjóri Islandsbanka JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri segir að ekki sé fært að slaka á almennri innlánsbindingu innlánsstofnana eins og Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Landsbankans, sagðist telja nauðsynlegt í frétt Morgun- blaðsins í gær. Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka, segist taka undir það sjónarmið að reglur um bindiskyldu og lausafjárskyldu eigi að vera sveigjanlegar og taka tillit til efnahagslegra aðstæðna hveiju sinni. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir viðurlög Seðlabankans ekki sett í fjáröflunarskyni fyrir bankann eða ríkið. „Utlán bankanna hafa farið nokkuð umfram það sem eðlilegt má telja. Það er ekki síst vegna þess að útlán til heimila og einstaklinga hafa aukist verulega á þessu ári,” segir hann. „Nú eru þær aðstæður í þjóðfélag- inu að fyllsta ástæða er til að endur- skoða þessar reglur,” sagði Valur Valsson. Hann sagði að þegar opnað yrði fyrir fijálsar §ármagnshreyfing- ar til og frá Islandi, og erlendum bönkum leyft að opna hér útibú að vild, yrði líka nauðsynlegt að endur- skoða reglurnar og samræma þær eftir því sem unnt væri evrópskum reglum. „Að minnsta kosti er nauð- synlegt að tryggja að íslenskar regl- ur íþyngi ekki íslenskum bönkum í þessari samkeppni. Slíkt leiðir ein- ungis til þess að atvinnulífið og heim- ilin í landinu beri óeðlilegan kostnað af lántökum,” sagði Valur. Hann kvaðst einnig vera sammála því sjón- armiði Sverris að við núverandi að- stæður væri ekki líklegt að þótt slak- að yrði á reglunum leiddi það til óeðlilegrar útlánaaukningar. Jóhannes Nordal sagði að ef ætti að slaka á þessum reglum yrði að bíða eftir öðrum ráðstöfunum sem kæmu í staðinn. „Það stafar ekki síst af því að það er mikið útstreymi fjár úr Seðlabankanum vegna halla ríkissjóðs. Þeir peningar koma líka inn í bankakerfið. Á meðan sú skuld er mikil og ekki eru komnar fram ráðstafanir er ekki tímabært að slaka á. Þar að auki eru bankarnir mjög missettir og myndi almenn lækkun hafa í för með sér þensluáhrif sums staðar. Þó ég eigi ekki von á að þeir bankar sem eru með þrengsta lausafjárstöðu myndu auka útlánin þá gætu aðrir gert það.” Jóhannes benti á að Seðlabankinn hefði nýlega lækkað innlánsbindingu bankanna sem hefði í för með sér aukið lausafé bankanna frá byijun nóvember og fram yfir áramót. 75% þeirra tekna sem Seðlabank- inn innheimtir í formi refsivaxta renna til ríkisins. Sagði Jóhannes að það hefði engin áhrif á ákvarðanir bankans um þessi mál og væri að- eins hluti af skattlagningu ríkisins. „Ég hygg að margir reki upp stór augu þegar þeir sjá að þessar sektir bankanna séu tekjustofn fyrir ríkis- sjóð fremur en stjómtæki fyrir Seðia- bankann. Væntanlega munu margir draga í efa að slíkur tekjustofn sé réttlætanlegur,” sagði Valur. Friðrik Sophusson sagði að 50% af hagnaði Seðlabankans rynnu til ríkissjóðs og því væri ekkert óeðlilegt við það að hluti þeirra viðurlaga sem bankamir greiða til Seðlabankans rynni til ríkisins. als,” sagði hann. Kristinn sagði að þrátt fyrir yfirlýsingar Jeltsíns Rússlandsforseta um síðustu helgi um útflutningsbann á olíu frá Rúss- landi hefði Ural ótvíræða heimild til útflutningsviðskipta. „Við höfum haft samband við þá aftur og feng- ið þau svör að þeir hafi eftir sem áður næga olíu til að bjóða okkur. Mér sýnist að við séum búnir að leysa svartolíuskortinn sem blasti við og síðan á eftir að koma í ljós hvort við kaupum meira af þeim,” sagði Kristinn. Fyrir dyrum stendur undirritun viðskiptasamnings íslands og rússneska lýðveldisins í byrjun desember. Sagði Kristinn að olíufé- lögin væru öll af vilja gerð að að- stoða við að sala á íslenskum afurð- um gæti átt sér stað til Sovétríkj- anna. „Ef það gæti liðkað fyrir að við keyptum meira af þessu fyrir- tæki á sambærilegum kjörum og best gerast á Vesturlöndum held ég að forráðamenn allra olíufélag- anna vilji leggja sitt af mörkum,” sagði hann og að þá kæmu gasolíu- viðskipti hugsanlega til greina. Sérblað um klæðnað karla MORGUNBLAÐINU í dag fylgir sérblað með yfirskriftinni „Karlmenn og klæðnaður”. í blaðinu er á átta síðum fjallað um ýmislegt sem tengist tísku- straumum í karlmannafatnaði og þróun hans o.s.frv. Sjá blað C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.