Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Félagsmiðstöðin Fjörgyn: Kynnig á tillögum að umferð um Fannafold Morgunblaðið/Ámi Sæberg Golfheimur opnaður í Skeifunni Vetraraðstaða fyrir kylfinga hefur verið opnuð í Skeifunni 8. Þar geta kylfíngar komið og sleg- ið, púttað, leikið í golfhermi, reynt sig í glompum eða æft innáskotin. Jóhann Valgarðsson og Sævar Egilsson sem eiga og reka staðinn sem kailast Golfheimur og er til húsa í Skeifunni 8. Gólfflötur húsnæðisins er 850 fermetrar en alls hafa kylfíngar rúmlega 1.000 fermetra til umráða. í húsnæðinu eru átta afmörkuð svæði, svoköll- uð búr, til að æfa sveifluna og slá í net, 18 holu púttvöllur, sem sést á myndinni, og auk þess æfínga- svæði þar sem menn geta slegið upphafshögg, æft innáskotin og högg úr glompum. Einnig er golf- hermir sem menn hafa aðgang að og veitingasala. Golfheimur er opinn alla daga vikunnar frá klukkan 8 að morgni og fram til klukkan 23.30 á kvöldin. Aftur til fortíðar: myndum og matargerð FRÖNSK veisla verður í kvik- myndum og matargerð í Há- skólabiói, Oðinsvéum og Perl- unni dagana 21.-30 nóvember. Háskólabíó mun sýna franskar kvikmyndir og veitingahúsin bjóða matargestum upp á franska rétti. Bjarni Ingvar Ámasson, veit- ingamaður í Brauðbæ, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að franskur matreiðslumeistari, Francois Fons, réði ríkjum í Óðinsvéum á meðan á frönsku veislunni stæði. Myndu hann og aðrir matreiðslumeistarar hússins hafa alls kyns nýstárlega gómsæta rétti á boðstólnum. Gaml- ir klassískur franskir réttir verða hins vegar á matseðli Perlunnar. Franskir tónlistarmenn munu skemmta á gestum á veitingastöð- unum tveimur í tilefni Frönsku veislunnar. í franskri bíóveislu eru fímm kvikmyndir. Þær eru Hinir saklausu (André Téchine leikstýrir), íslands- togarinn ( Pierre Schoendoerffer leikstýrir), Vertu sæll Bonaparte (Youssef Chahine leikstýrir), Segðu honum að ég elski hann (Claude Miller leikstýrir) og Tvöfalt líf Ver- oniku ( Krzysztof Kieslowski leik- stýrir). Friðbert Pálsson, forstjóri Há- skólabíós, lagði áherslu á síðastt- öldu kvikmyndina á kynningarfundi um Frönsku veisluna. Myndin fjall- ar um tvær konur sem fæðast í tveimur ólíkum löndum, Frakklandi og Póllandi. Þær eru eins útlits og hafa báðar mikla tónlistargáfu. Líf þeirra tengist með þeim hætti að önnur nýtir sér ómeðvitað reynslu og visku hinnar. Perlan, Sparisjóðirnir og Fróði munu gangast fyrir barnadögum laugardaga og sunnudaga yfír að- ventuna í Perlunni. Verður þar ýmislegt til skemmtunar. Nefna má tónlist og kynningar á barna- bókum. Þá munu íslensku jólasvein- arnir koma í heimsókn. Fundað um umhverf- isvemd á miðhálendi Dómsmálaráðuneytið, sam- gönguráðuneytið og umhverfis- ráðuneytið gangast fyrir ráð- stefnu um ferðamennsku og umhverfisvernd á miðhálendi ís- lands á Hótel Borg föstudaginn 22. nóvember, frá kl. 11 til 18. Jafmnikilvægt að varðveita íslenska tónlist og handritin á sínum tíma - segir Jónatan Garðarsson útgáfusljóri hjá Steinum hf. JÓNATAN Garðarsson, útgáfustjóri hjá Steinum hf., hefur unnið nánast sleitulaust að því að lagfæra upptökur og velja íslensk dægur- lög frá árunum 1950-1980 til útgáfu undanfarin tvö ár. Með útgáfu á 180 lögum frá þessum tíma á 9 geisladiskum og kasettum undir heitinu Aftur til fortíðar er séð fyrir endann á endurútgáfunni í bili en Jónatan segir söfnun íslenskrar tónlistar ekki ómerkara verk en handritasöfnunina á sínum tíma. Meðal útgáfuefnisins eru gamlar upptökur laga sem ekki hafa heyrst í mörg ár en njóta enn mikilla vinsælda jafnt hjá ungu kynslóðinni og þeim sem eldri eru. Steinar hf. keypti útgáfurétt á dægurlaga yfír á stafrænar kasett- öllu hljóðrituðu efni frá Fálkanum, íslenskum tónum, Tóniku, SG- hljómplötum og Takti, fyrir um það bil tveimur árum en þá tók að sögn Jónatans við mikil vinna við að fara í gegnum hljóðritanirnar. „Við kom- umst að því að farsælasta lausnin til þess að verðveita upptökumar væri útgáfa af einhveiju tagi og ákváðum, eftir nokkrar bollalegg- ingar, að byija á því að gefa út dægurlög frá árunum 1950 til 1980 og flokka í þijá flokka eftir hverjum áratugi fyrir sig. Útgáfunni skipt- um við í þrennt, þrír geisladiskar með 20 lögum og kasettur komu út í fyrra, aðrir þrír diskar og kasettur í vor og síðasta útgáfan fyrir skömmu.” Helstu dægurlagasöngvarar og hljómsveitir Jónatan færðj upptökur um 1000 ur en aðeins um 180 lög voru gefin út. Útgáfan nær að hans sögn til allra helstu dægurlagasöngvara og hljómsveita frá 1950 til 1980. „Af lögum má nefna Litlu fluguna með Sigfúsi Halldórssyni sem talin er vera fyrsta íslenska dægurlagið en lagið fékk vængi í fyrsta skiptið sem það var leikið í útvarpi. Þá má telja upp lög með Alfreð Claesen, Soffíu Karlsdóttur yfír í lög Trúbrots, Hljóma og allra þeirra hljómsveita sem verið hafa síðustu þijátíu árin.” Tíminn sem fór í að laga upptök- ur, hreinsa plötur og taka af þeim smelli, var að sögn Jónatans ómæld- ur en útkoman framar björtustu vonum. Jónatan segir að sumar upptökurnar hafí verið í svo slæmu ástandi þegar farið var að vinna úr þeim að þær verði ekki spilaðar aftur. „Við teljum okkur vera að bjarga stórum hluta af . íslenskum menningarverðmætu, þ.e.a.s. tón- listarverðmætum, með útgáfunni,” segir Jónatan,„því þó menn tali um dægurmenningi í dálítið niðrandi tón er hún engu að síður sú menn- ing sem almenningur neytir dags daglega, meðvitandi eða ómeðvitað, í miklum mæli,” bætir hann við og minnir á að mörg þeirra laga sem nú hafí verið gefín út hafi ekki feng- ist lengi og séu kærkomin mörgum af eldri kynslóðinni. Tónlistin hefur einnig fengið góðan hljómgrunn meðal ungs fólks sem er að sögn Jónatans sérstaklega hrifíð af tíma- bilinu milli 1960 og 1970. Gleðileg viðbrögð „Gleðileg fínnast mér líka við- brögð sjálfra tónlistarmannanna sem ég hef haft samband við í því skyni að afla upplýsinga um hvar upptökumar hafí verið gerðar, um höfunda laga eða texta, hljóðfæra- leikara og fleira sem á þarf að halda því oft fylgja litlar upplýsingar upp- tökunum. Flestir hafa verið afar fúsir að rifja upp og láta í té upplýs- ingar og margir þakklátir fyrir að munað sé eftir þeim, einhver hafí áhuga á að rifja upp tónlistina og halda henni til haga,” segir Jónat- an. --------- —.------------ Megintilgangur ráðstefnunnar er að fá fram sjónarmið hinna ýmsu aðila, opinberra stofnana, samtaka í ferðaþjónustu og áhugafélaga um útivist, sem tengjast beint eða óbeint ferðamennsku og umhverfís- vernd á hálendi íslands, um það hvemig best megi tryggja samspil ferðamennsku og umhverfísvemdar á hinu viðkvæma hálendi íslands. Eiður Guðnason umhverfísráð- herra setur ráðstefnuna en inn- gangserindi flytur Þóra Ellen Þór- hallsdóttir, líffræðingur. Aðrir frummælendur eru: Magús Oddsson, Halldór Bjamason, Stein- unn Harðardóttir, Guðmundur Pét- ursson, Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir, Hörður Sigurbjarnason, Steingrím- ur R. Friðriksson, Kári Arnórsson, Kári Kristjánsson, Herbert Hauks- son, Þóroddur F. Þóroddsson, Jón Birgir Jónsson, Þorgeir Andrésson og Órn Sigurðsson. Þórhallur Jós- epsson stjórnar pallborðsumræðum og Arnþór Garðarsson tekur saman niðurstöður. Ráðstefnustjóri verður Magnús Jóhannesson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jónatan Garðarson. Jónatan segir að honum fínnist ekki síður miklvægt að varðveita íslenska tónlist, dægurlög, sönglög og einsöngslög, og gera ráðstafanir með að færa tónlistina yfir á varan- leg bönd eða diska en þegar hand- rit voru tínd úr íslenskum kotum og afrituð. „Því þó okkur í dag fínnst þetta ef til vill ekki mjög merkilegt er það svo að engin veit t. d. hvernig tónlist var flutt fyrir 500 ámm á íslandi.” Landsbanki íslands: Skuld borgar- innar rúmur 1,5 milljarður BANKASTJÓRN Landsbanka ís- lands hefur með fréttatilkynningu staðfest að skuld Reykjavíkur- borgar við bankann sé 1.556.412 milljónir króna cn ekki 2,9 millj- arðar eins og kom fram í frétt DV s.l. laugardag. Að sögn Markúsar Arnar Antons- sonar borgarstjóra, eru nokkrar sveiflur á stöðu borgarinnar milli mánaða. Um síðustu áramót var skuldastaðan rúmlega 1,4 millj. og er gert ráð fyrir að hún verði sú sama í lok desember næstkomandi. KYNNING a tillögum að umferð um Fannarfold í Grafarvogi á veg- um Borgarskipulagsins stendur yfir félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Foldahverfi. Tillögurnar verða kynntar fram til 29. nóvember og er óskað eftir athugasemdum og ábendingum íbúanna. Kynningin er opin alla virka daga frá kl. 9 til 19. Að sögn Ivars Eysteinssonar ark- itekts hjá borgarskipulaginu, var það samkvæmt ósk íbúanna við Fannafold, sem lögðu fram undir- skriftarlist í skipuiagsnefnd máli sínu til stuðnings, að gatan var lok- uð rétt vestan við Jöklafold. Þegar til átti að taka urðu íbúar í götunni óánægðir með lokunina og mót- mæltu henni jafnvel sumir þeirra sem áður höfðu farið fram á lokun. Flestir sem mótmæla búa við Jökia- fold og þar austan við en þeir sem mæla með lokuninni búa vestast. „íbúarnir sóttu um lokun aðeins austar en samþykkt var í skipulags- nefnd en samt austan við Jökla- fold,” sagði ívar. „Núna er verið að leysa þetta mál með því að setja fram þijár tillögur, þar sem gert er ráð fyrir annarskonar útfærslu á þessari samþykktu lokun. Önnur tillaga gerir ráð fyrir þrengingu en engri lokun og loks sú þriðja sem gerir ráð fyrir lokun aðeins ofar við sjálfa Jöklafoldina.” Óskað er eftir áliti íbúanna og jafnframt öðrum hugmyndum frá þeim. „Þær verða síðan allar lagðar fyrir skipuiagsnefnd að nýju, sem metur hvaða afstað verður tekin í lokin,” sagði ívar. Morgunblaðið/Júlíus Sigmar B. Hauksson, Einar Thoroddsen, Helgi Sigurðsson og Bjarni Ingvar Árnason bragða á Cha- berlay rauðvíni frá því í sumar, en þetta splunkunýja vín verður á boðstólum í frönsku veislunni. Háskólabíó, Brauðbær og Perlan: Frönsk veisla í kvik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.