Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 31 Á fljúgandi ferð Morgunblaðið/Rúnar Þór Félagamir Sævar, Stefán og Birgir urðu sér úti um stóra gúmmíslöngu, sem þeir nota til bruna niður brekkurnar, en þegar ljósmyndari hitti þá voru þeir á fleygiferð niður brekkuna við Eikarlund. Fóstrunemar fá styrk úr bæjarsjóði: Ekki hlutverk bæjar- ins að veita námsstyrki - segir Björn Jósef Arnviðarson bæjarfulltrúi SAMÞYKKT var á fundi bæjarstjórnar í fyrradag að veita nemum í svokölluðu „dreifðu og sveigjanlegu fóstrunámi” við Fósturskóla Islands styrk sem nemur 70 þúsund krónum á hvern uemenda. Styrkveitingin tekur til 7 starfsmanna sem starfa á dagvistum Akureyrarbæjar og stunda þetta nám. Sex fulltrúar bæjarstjórnar samþykktu styrkveitinguna, tveir voru á móti og þrír sátu hjá. í bókun bæjarráðs segir að styrkveitingin sé samþykkt í ljósi þess að hér sé um að ræða ófag- lærða starfsmenn Akureyrarbæjar sem með ærnum tilkostnaði eru að sækja sér menntun, sem bæj- arfélagið sé í brýnni þörf fyrir. Styrkirnir verða greiddir í febrúar á næsta ári og fjárveiting verður tekin upp í fjárhagsáætlun þess árs. Nokkrar umræður urðu um styrkveitingu þessa á fundi bæjar- stjómar og lýstu Birna Sigur- björnsdóttir og Björn Jósef Arnvið- Kaupfélag Eyfirðinga: Ákveðið að kaupa vélar til að pakka vatni á plastflöskur Verslanakeðjur í Bandaríkjunum farnar að selja vatn í fernum frá mjólkursamlaginu STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga ákvað á fundi í gær að festa kaup á pökkunarvélum til að pakka vatni á plastflöskur. Kostnaður er áætlað- ur um 25 milljónir króna, en stefnt er að því að vélarnar verði tilbún- ar til vinnslu í mars á næsta ári og unnt verði að hefja útflutning vatns á plastflöskum í júni. I Mjólkursamlagi Kaupfélags Ey- firðinga hefur vatni verið tappað á femur í tveimur stærðum, 0,5 lítra og 0,2 lítra, um nokkurt skeið, en vatnið hefur einkum verið selt til Bandaríkjanna og einnig til Bret- lands. „Við höfum allt þetta ár verið að vinna að því að koma okkar vatni inn í verslanir í Bandaríkjunum, en það er töluverð vinna. Það hefur tekist, en þá er eftir að markaðs- setja varning okkar sem kemur inn í þessar búðir og er sú vinna að hefjast. Við gerum þó ekki ráð fyrir að kosta miklu til þeirrar vinnu fyrr en við erum farin að pakka í plast- flöskur," sagði Magnús Gauti Gauta- son kaupfélagsstjóri. Hann sagði vatn sem flutt væri út til Bandaríkjanna frá samlaginu hið eina sem pakkað væri í fernur, en nær öll sala á vatni þar í landi væri í plastflöskum. „Plastflöskum- ar eru þær umbúðir sem almenning- ur í Bandaríkjunum þekkir, en þar sem við erum eini aðilinn sem selur vatn í femum höfum við ákveðna sérstöðu sem hjálpar líka, við lendum í minni beinni samkeppni við flösku- vatnið, þó svo það vinni á móti okk- ur á öðrum sviðum,” sagði Magnús Gauti. Hann sagði að ákveðnir möguleik- ar virtust vera að opnast fyrir vatn í fernum í Bretlandi, en of snemmt væri að fullyrða nokkuð um árang- ur. Horft væri til fleiri landa varð- andi útflutning vatns, en enn sem komið væri hefði árangur náðst á þessum tveimur markaðssvæðum. Stefnt er að því að pökkunarsam- stæðan verði komin í notkun í mars á næsta ári og er þá gert ráð fyrir að hægt verið að hefja útflutning á vatni í plastflöskum í júní, en nokk- um tíma þarf til að kanna gæði vatnsins áður en það er selt utan. arson, Sjálfstæðisflokki, sig mót- fallin styrkveitingunni. Sigfríður Þorsteinsdóttir, Framsóknarflokki, sagði skynsamlegra að nota þetta fé, sem næmi tæplega hálfri millj- ón króna til að vinna að því að fá þetta nám norður. Heimir Ingimarsson, formaður bæjarráðs, sagði að ákveðið hefði verið að styrkja þessa aðila þar sem þeir ættu ekki kost á styrk SF fræðslusjóði STAK og fræðslusjóð- ur Einingar hefði ekki hug á að veita þeim styrk þár sem þeir væru á leið út úr félaginu. Birna Sigurbjömsdóttir kvaðst óttast að styrkveitingin hefði for- dæmisgildi, vissulega væri þörf á fólki sem hefði fóstrumenntun, en hið sama gilti einnig um aðra starfshópa. Fjölmargir þyrftu að sækja suður til að afla sér mennt- unar og væri skynsamlegra fyrir bæjarstjóm að stuðla að því að P boði væru fleiri námsmöguleikar í bænum en veita einstökum hópum styrki til náms. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, sagði það ekki hlut- verk bæjarins að veita slíka náms- styrki. Vissulega væri málið gott og umrætt starfsfólk hefði starfað vel og lengi hjá dagvistum bæjar- ins og því bæri að fagna að það sækti sér viðbótarmenntun. Það breytti hins vegar ekki því að á engan hátt væri rökrétt að bærinn veitti námsstyrki, sérstaklega þeg- ar um væri að ræða nám sem láns- hæft væri hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Hann sagði að ein- ungis væri um eina styrkveitingu að ræða, hún væri ekki ávísun til þeirra sem sækja myndu þetta nám á næsta ári. Sáttafundur í mjólkursamlagsdeilunni: Bjartsýni á lausn NOKKUÐ virðist hafa miðað í samkomulagsátt á fundi Verka- lýðsfélags Húsavíkur og Iðju, fé- lags verksmiðjufólks, og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna með sáttasemjara í gær. Tveir fundir voru haldnir og lögðu fulltrúar verkalýðsfélag- anna fram hugmynd til lausnar deilunni á síðari fundinum. Deiluaðilar voru bjartsýnni en áður á að lausn væri í sjónmáli er Morgunblaðið hafði tal af þeim eftir fundinn í gær, en þeir vildu ekki láta uppi um hvað væri rætt. Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, sagði að verkalýðsfélögin hefðu varpað fram hugmynd á fundinum sem vonast væri til að leitt gæti til lausnar á deilunni. Hún sagði að félögin ætluðu ekki að hvika frá fyrri kröfu sinni um að starfsnám ófaglærðs starfsfólks í mjólkursam- lögum væri metið til launa, „en það er auðvitað hægt að útfæra þetta á mismunandi vegu,” sagði hún. Hjörtur Eiríksson, framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna, sagði að jákvæður Háskólinn á Akureyri: Ráðstefna um þýðing- ar, mál og menningu Dr. KENEVA Kunz flytur opinberan fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri á laugardag, 23. nóvember kl. 14, en hann nefnist: „Segðu það á íslensku! - þýðingar, málið og menningin”. Þetta er hinn fjórði og síðasti í röð fyrirlestra um íslenskt mál sem Háskólinn á Akureyri og Samtök móðurmálskennara, Norðurlandsdeild, hafa gengist fyrir undanfarnar vikur í tengsl- um við endurmenntunarnámske- ið fyrir kennara. Allir fyrirlestr- arnir hafa verið vel sóttir af al- menningi og er stefnt að því að taka upp þráðinn að nýju eftir áramót. Dr. Keneva Kunz starfar um þessar mundir hjá Orðabók há- skólans við EB-þýðingar og þar að auki sem sjálfstæður þýðandi og blaðamaður. Hún hefur ný- lega lokið doktorsprófi í þýðing- arfræði við Kaupmannahafnar- háskóla. Allir eru velkomnir á fyrir- lesturinn meðan húsrúm leyfir. (Frcttatilkynning) Morgunblaðið/Kúnar Þ6r Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari og samningamenn litu í blöðin í fundarhléi. andi svifi yfir vötnum. „Það kom fram jákvætt innlegg frá verkalýðs- félögunum sem við munum skoða,” sagði hann. Fulltrúar sambandsins fóru yfir hugmyndina t gærkvöld. Af hálfu þess hefur komið fram að launahækkanir komi ekki til greina nema til komi einhver hagræðing í rekstri mjólkurbúanna. Hjörtur stað- festi að hugmynd verkalýðsfélag- anna væri á þeim nótum, en sagðist ekki geta tjáð sig frekar þar um. Fundur í deilunni verður haldinn fyrir hádegi í dag, fimmtudag. BRÉFA- BINDIN l frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. ^ iMúlalundurlL„____1 jSÍMI: 62 84 50 3 v>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.