Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 11 Draugafætur Bókmenntir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Páll Pálsson: Á hjólum. Skáld- saga 194 bls. Forlagið 1991. Þetta voru draugafætur ídrauga- leikfimi, þeir sem ég horfði á í rúm- inu högguðust ekki, þeir voru steindauðir. Samt rann bióð enn um æðarnar og ég fann . . . (35). Eigandi draugafótanna er Jón Sigurðsson 'liðlega tvítugur maður sem verður fyrir því óláni að hrapa ofan í kjallaratröppur á fyllerí, og afieiðingin; fætur sem ekki hagg- ast. Fatlaðir einstaklingar hafa hing- að til ekki leikið aðalhlutverk í ís- lenskum skáldsögum né miklar vangaveltur verið um líf hins fatl- aða. Umræðan í þjóðfélaginu hefur heldur ekki verið mikil en þó verið vaxandi síðustu árin. Viðtöl við ein- staklinga sem hafa lent í alvarleg- um slysum og fatlast hafa birst af og til. Samt sem áður staðreynd að þjóðfélagið er lítt hannað fyrir þá sem ekki eru fullfrískir á tveim- ur jafnfljótum. Páll Pálsson hefur ekki sent frá sér skáldsögu í tæpan áratug en skrifaði talsvert í blöð, meðal ann- ars viðtöl. Utangarðsunglingar voru viðfangsefni tveggja fyrri bóka hans: Hallærisplanið (1982) og Beð- ið eftir strætó (1983). Söguþráður- inn er tiltölulega einfaldur; fyllerí er áberandi í fyrri bókinni og dóp í þeirri seinni, vesen í báðum en undirtónninn er gagnrýni á þjóðfé- lagið sem ýtir unglingum með vand- amál til hliðar. Að mörgu leyti sverja þessar bækur sig til nýraun- sæisins svokallaða sem einkenndist ekki síst af því að skrifa átti á ein- földu tungumáli fjöldans um vanda- mál dagsins. Gallinn var bara sá að skáldskapargildið vildi víkja og frásögnin vaTrð flöt. Á hjólum er beint framhald af fyrri bókum Páls, áfram er til um- fjöllunar fólk sem er hálf utangarðs í þjóðfélaginu en frásagnartækni höfundar er til muna fyllri en í fyrr- greindum bókum. Það er Jón sjálfur, aðalpersónan, sem skrifar söguna og frásögnin er bundin við hann eingöngu og lesandinn fær litla innsýn inn í huga annarra persóna. Hann hefur frá- sögn sína 27 dögum eftir slysið en byrjar strax að lýsa aðdragandan- um að hinum örlagaríka atburði og frásögnin er hæg og nákvæm, spennan er mögnuð upp þar til ris- inu er náð; slysinu. Þá fylgir á eft- ir • frásögn af sjúkrahúsvistinni. Fyrst gjörgæslan þar sem hann var með óráð í 27 daga, þá bæklunar- deildin og loks endurhæfingardeild- in þar sem mottóið er „Enginn er búinn þótt hann brotni”. Þegar þessu er lokið er bókin hálfnuð og við tekur líf utan spítalans, líf í hjólastól. Jón á erfitt með að sætta sig við þann förunaut og sveiflast frá bjartsýni um að geta stigið í fæturna á ný, til svartnættis. Allan tímann sem Jón er á spítal- anum fer sögumaður tiltölulega hratt yfír sögu og frásögnin er oft nánast hlutlaus. Þrátt fyrir þetta mikla áfall skynjar lesandinn aldrei sársaukann almennilega — jafnvel þunglyndið sem hellist yfír hann verður óraunverulegt. Þessi fjar- lægð og hlutleysi veldur því að frá- sögnin líkist skýrslu yfír líkams- ástand sjúklings en tilfinningalífið verður utangátta. Það er eins og einhver utanaðkomandi skrifi sög- una en ekki persónan sjálf. Texti bókarinnar er einfaldur, skýr og fræðandi og ber mikinn keim af texta blaðamanns, þar sem markm- iðið er að upplýsa lesandann með einföldum og ljósum texta. Þegar Jón er niðurbrotinn, sár eða reiður útskýrir hann um leið hegðun sína og atferli svo ekkert fari nú á miili mála og lesandinn skilji hvað er að gerast. Auðvitað er það hann sem segir söguna og hans vitund því ráðandi en það verður eitthvað svo lítið eftir fyrir lesandann að ráða í. Ogsvo vareinmitt eitt afþvísem Páll Pálsson fór hrikaiega í pirrurnar á mér á þessum tíma: fólk var sífellt að gefa mér einhver helvítis ráð [. ■.] Einsog éggæti ekki neitti Vissulega var þetta gert af góðum hug og vissulega þurfti fóik tíma, alveg einsog ég sjálfur, til að venjast því að ég væri ekki lengur sjúklingur þótt ég sæti áfram í hjólastól. Ég hugsaði bara ekki út íþað þá. (105) Sagan er hins vegar býsna ná- kvæm í lýsingum á öllu sjúkdóms- ferlinu og aðstæðum fatlaðra sem og þeirri staðreynd að þjóðfélagið er annað í augum þess sem ferðast um í hjólastól en þess sem hefur fullan mátt. Höfundur hefur kynnt sér aðstæður fatlaðra af nákvæmni og áreiðanlega opnar þessi bók augu þeirra sem ekki til þekkja hvað smæstu mál geta orðið stór og bjargarleysið algjört ef hreyfí- geta manns er skert. Oðru hvoru er frásögnin' brotin upp með stuttum textabrotum sem hafa yfir sér draumkenndan blæ og eru afmarkaðir með skáletruðum texta. í þeim fær örvæntingfn mál. Sjálf aðalfrásögnin er einnig rofin þrisvar-fjórum sinnum með upp- broti í stíl og þá um leið verður angistin áþreifanleg: en ég er ekki sofandi, ég er vakandi, glaðvakandi og þetta er enginn draumur, þetta er staðreynd, ég get ekki gengið, en það er bara núna, ég get ekki gengið núna, en ég skal geta það, ég skal komast á fætur, ég skal geta gengið... (143) I þessum köflum hverfur þessi fjarlægi sögu- mannstónn og núið verður ríkjandi og útskýringar látnar lönd og leið. Saga Jóns á sér áreiðanlega margar hliðstæður í þjóðfélaginu og öll ytri umgjörð hennar hefur yfír sér sannverðugan blæ en það er eins og vanti tilfinningar og líf. Það helgast ekki síst af því að per- sónusköpun er grunn, flestar per- sónurnar eru dregnar fáum dráttUm þannig að þær eru fremur týpur en persónur af holdi og blóði. Það á oftar en ekki við Jón líka. Bestu kaflar bókarinnar eru þegar tilfínn- ingarnar fá að skila sér út í textann og þurri blaðamannstónninn lætur undan. Nokkur dæmi Þú gerir alltaf góð kaup hjá Ellingsen. Notfærðu þér vikutilboð á ýmsum gagnlegum vörum. Nylon mittisjakki, tegund )ack. Góður jakki með hettu í kraga. Stórir vasar. Litur blár. Tiivalinn bflstjórajakki. Verð kr. 4.980- Sterkar og traustar verkfæratöskur úr málmi. Góð hlrsia fyrir þá sem gera kröfur um stóra og sterka tösku sem þolir hnjask og ilia meðferð. Tvær stærðir á tiiboðsverði kr. 1.996-og 2.595- Hitamælar sem mæla veturinn. Hver vill ekki fylgjast með hita-stiginu utandyra á þessum árstíma. Tilboðsverð frá kr. 265- Vatteraðar þykkar vinnu- skyrtur, köflóttar úr baðmuil. Grimmsterkar og þægilegar. Verð kr. 3.200- Loðfóðruðu barnastígvélin frá Nokia þykja góð í okkar veðráttu á þessum árstíma. Litur biár og rauður. Stærðir 21-27. Verð kr. 2.621- Vandað verkfærasett í tösku með 84 atriðum. Hentugt fyrir athafnamanninn eða til iðnaðar. Allt á vísum stað. Einstakt tilboðsverð kr. 6.960- Enn eru til nokkrar ullarpeysur úr síðustu sendingu frá Le Lauret í Frakklandi. Frábært verð frá kr. 2.978- tll 3.978-. Næsta sending á leiðinni. Nærfötin frá Fínuil úr 100% angóruull á börn og fullorðna. Dæmi: dömubuxur kr. 2.825-, stuttermabolir kr. 2.160-, barnabuxur í st. 2 kr. 1.195-, bolur kr. 1.660- Verkfæratöskur, léttar og meðfæriiegar úr sterku plastefni. Verð frá kr. 721- VdAUUI ÍIIII rVUIUcl|clKKI. Tískujakkinn í vetur. Köflótt fóður og viðfest hetta. Litur dökkgrænt. Einstakt verð kr. 6.900 - og 7.900-. Dyramottur og dreglar í úrvali. Dæmi: Gúmmímottur 60x80 sm. tilboðsverð kr. 2.145-, kókos- mottur 40x68 sm. tiiboðsverð kr. 863-, skipadregili með tökkum undlr, 1 mtr. breiður, tllboðsverð pr.m. 1.420- SENDUM UM ALLT LAND Hollenskur kuldagalli með loðfóðri. Endurskinsborðar og laus hetta. Einnig til með regnheldu efni á öxlum og f. neðan hné. Verð frá kr. 9.393- Polyfilla og önnur viðgerðarefni ásamt málningu og málningar- verkfærum í úrvaii. Dæmi: 1/2 kg. Polyfilla inni kr. 96-, 2kg. inni kr. 347-, tilbúið í túpu 330 gr. kr. 175-. Öll málningarverkfæri á vikutilboði. Snjóskófla og strákústur í setti á einstöku tilboðsverði. Ótrúlegt tilboðsverð kr. 1.989- fyrir bæði áhöldin. Gæða vara sem endist lengi. Snjóýta og sterk skófla í setti á einstöku tilboðsverði. Ótrúlegt tilboðsverð kr. 3.290- fyrir bæði áhöldin. Snjóýta með léttri snjóskóflu tillboðsverð 3.792- Opið laugardag frá 9 til 14. Grandagarði 2, Rvík, sími 28855, grænt númer 99-6288.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.