Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 21 irtæki. Yfirleitt er það nú svo að útgefendur borga eða leggja út í kostnað vegna útgáfa sinna. Ég hef ekki áður heyrt um að listamennirn- ir þurfi að borga með sér til að fá samning. Sinfóníuhljómsveitinni láð- ist algerlega að leita til íslenskra útgefenda um útgáfu verka sinna. Er það ekki fullkomlega óeðlilegt að ekki séu kannaðir möguleikar á sam- starfi við íslenska útgefendur áður en hlaupið er til og borgað með sér til útlends útgáfufyrirtækis? Ég full- yrði að íslenskir útgefendur gætu náð sama árangri að öllu leyti með útgáfu á verkum í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar íslands og hið útlenda fyrirtæki. Steinar hf., fyrirtæki mitt, hefur nú undirritað útgáfusamninga vegna útgáfu á verkum fjögurra hljóm- sveita á erlendri grund. Hef ég í samvinnu við tónlistarflytjendurna lagt fram mikla og ólaunaða vinnu til þess að ná þessum samningum auk þess sem fyrirtækið hefur lagt út í verulegan kostnað vegna þessa. Er núverandi ríkisstjórn tilbúin til þess að láta okkur njóta jafnréttis á þessu sviði á við áðurnefnt fordæmi með Sinfóníuhljómsveit íslands? Þó oft svíði undan því óréttlæti sem gætir í viðhorfum ráðamanna til hinna ýmsu tegunda tónlistar, er það lítið borið saman við þá mismun- un sem á sér stað milli tónlistarinnar í heild og annarra listgreina. Ljót- asta dæmið í þessu sambandi tengist þeirri staðreynd að íslensk tónlist, ein allra listgreina, ber virðisauka- skatt. A fundi Sambands tónlistar- Steinar Berg ísleifsson „Þó oft svíði undan því óréttlæti sem gætir í við- horfum ráðamanna til hinna ýmsu tegunda tón- listar, er það lítið borið saman við þá mismunun sem á sér stað milli tón- listarinnar í heild og annarra listgreina.” framleiðenda með einum ráðherra ríkisstjórnarinnar nýverið, kallaði ráðherrann þetta svívirðu og hafði algerlega rétt fyrir sér. En hvernig skyldi standa á því að þessi svívirða var samþykkt af Alþingi íslendinga af þessum sama ráðherra og öðrum fylgismönnum síðustu stjórnar, þeg- ar virðisaukaskattslögin fóru í gegn- um þingið? Þegar fyrir lá að afnema ætti virðisaukaskattinn af bókum kom fram tillaga um að hann skyldi einnig felldur af hljómplötum. Sú til- laga var felld. Samt var það svo, að eftir að tón- listarframleiðendur höfðu vakið sér- staka athygli þingmanna á þessu óréttlæti, náðist þverpólitísk sam- staða um að fella niður virðisauka- skatt af íslenskum hljómplötum. Þetta mál strandaði á elleftu stundu þegar einn maður, Ólafur Þrándur Þórðarson, eyðilagði þennan mögu- leika með því að bæta flotgöllum við undanþáguna. Auðvitað eru flotgall- ar og önnur öryggistæki sjómanna allra góðra gjalda verð. Það var hins vegar lúalegt af Ólafi Þrándi að nota þá til að hindra framgang þess að öllu listafólki væri gert jafnt undir höfði og að allar listgreinar væru undanþegnar virðisaukaskatti, þar á meðal tónlistin eins og full samstaða var um í þinginu. Ölafur Þrándur Þórðarson vissi mætavel að engin samstaða var um að opna fyrir und- anþágur á öðrum flokki, s.s. öryggis- búnaði, þó að sjálfsögðu megi færa gild rök fyrir því að búnaður sem bjargað getur mannslífum eigi rétt á slíkum undanþágum á sama hátt og verk sem auðga mannlífið. Virðisaukaskattur af íslenskri tónlist á þó ekki eingöngu við um sölu á íslenskum hljómplötum. Einn- ig er um þá staðreynd að ræða að hljómleikar íslensks tónlistarfólks eru skattlagðir ef þeir eru skilgreind- ir af yfirvöldum sem dansleikir. Hér er á ferðinni mál sem fengið hefur mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna Stuðmanna og Rokkhátíðarinnar í Húnaveri. Það verður að teljast ákaf- lega undarlegt að fjármálaráðuneytið skuli senda frá sér stríðsyfirlýsingu á hendur aðstandenda Rokkhátíðar- innar í Húnaveri á sama tíma og þungarokkstónleikar erlendra hljóm- sveita í Kaplakrika njóta fullrar und- anþágu. Endalaust má teygja skil- greiningar á því hvað teljast hljóm- leikar og hvað dansleikir, en það sem skiptir þó höfuðmáli er að flutningur íslenskrar tónlistar á að vera undan- þeginn virðisaukaskatti á sama hátt og leiksýningar og sýningar á ís- lenskum kvikmyndum eru það. Nú er AJþingi komið saman á nýjan leik. I tímaþrönginni á ioka- dögum síðasta þings var aðeins einn Þrándur í götu þess að nefnd sví- virða yrði leiðrétt og því mætti ætla að þrátt fyrir mörg aðkallandi mál sýni þingmenn íslensku tónlistarfólki og almenningi þá virðingu að jafna samkeppnisaðstöðu íslenskrar tón- listar á við aðrar listgreinar. Á síð- asta ári töpuðu útgefendur, höfundar og flytjendur íslenskrar tónlistar tug- um milljóna vegna stjórnvaldsað- gerða sem mismunuðu gróflega sam- bærilegum samkeppnisgreinum og listgreinum. Það má ekki viðgangast að óréttlætinu sé viðhaldið með að- gerðarleysi. Hvað með þingmennina, sem svo drengilega reyndu að vinna málið á síðustu dögum þingsins sl. vor? sumir hvetjir eru orðnir ráðherr- ar, en þýðir það að menn verði um leið að tapa hugsjónum sínum og hugmyndum sem þeir börðust fyrir meðan þeir voru óbreyttir þingmenn? Voru þeir ekki kosnir til að fylgja sannfæringu sinni? í stefnuskrám allra stjórnmálaflokkanna, sem sæti eiga á Alþingi, er skýrt kveðið á um að þeir muni beijast á móti þeirri mismununum sem álagning virðis- aukaskatts á íslenska tónlist er. Samt eru þetta sömu stjórnmálaflokkarnir og komu þessari mismunum á og er það brot á stjórnarskránni, þar sem skýrt er tekið fram að ekki megi mismuna samkeppnisgreinum með stjórnvaldaðgerðum. Er það kannski satt sem einn ráðherrann sagði, að menn hefðu orðið fegnir þegar Ólaf- ur Þrándur tæklaði íslenska tónlist með flotgöllunum? „Þetta er nefni- lega of gott mál til þess að það sé hægt að vera á móti því,” sagði hann. Það er kannski svona sem lýðræðið virkar í reynd á hinu háa Alþingi. Hæstvirtu þingmenn, þið þekkið málið en gerið ykkur kannski ekki grein fyrir skaðanum sem þið valdið íslenskri tónlist, íslensku tónlistar- fólki, útgefendum og íslensku þjóð- inni. Er ekki kominn tími til að tengja og klára málið þannig að ekki líði önnur jól þar sem íslensk tónlist sit- ur ekki við sama borð og aðrar list- og menningargreinar? Það væri hrein og bein svívirða eins og þið vitið. Höfundur er formadur Sambands hljómplötuframleidenda. Mikið úrval af austurlenskri gjafavöru úr messing, á ótrúlegu verði. Blómavasar, kertastjakar, skrautmunir. Jolaböm á öllum aldri flykkjast í þennan skemmtilega ævintýraheim jólanna. Margir gera ser dagamun og útbúa eigin skreytingar í tilefni eins skemmtilegasta tíma ársins. Eigum allt efni til aðventuskreytinga og fjölbreyttar tilbúnar aðventuskreytingar. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.