Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 RAB AUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Hárgreiðsla Nemi og/eða sveinn óskast. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Uppiýsingar á staðnum í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, milli kl. 16.00 og 18.00. Hárgreiðslustofa Siggu Finnbjörns, Engihjalla 8, Kópavogi. Sérverslun Sölu- og skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfskraft, á aldrinum 25-50 ára, hálfan daginn. Starfsreynsla og menntun í verslunarstörfum skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Sérverslun - 3419” fyrir 26. þessa mánaðar. Iðntœknistofnun vinnur að tœkniþróun og aukinni fram- leiðni i íslensku atvinnulifi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf gceðaeftirlit, þjón- usta, frœðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hceft starfsfólk til að tryggja gceði þeirrar þjónustu sem veitt er. Staða forstjóra Iðntæknistofnunar Laus er til umsóknar staða forstjóra Iðn- tæknistofnunar. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og fyrri störf, sendist til Iðntæknistofnunar merktar: Stjórn Iðntæknistofnunar, Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. iðntækmstofnun ■ I IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS Keldnaholt, 112 Reykjavík Sími (91) 68 7000 Alþingistíðindi Útgáfudeild Alþingis óskar að ráða tíma- bundið starfsmann til að vinna við útgáfu Alþingistíðinda. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi háskólapróf (helst í íslensku) og geti hafið störf nú þegar. Auk háskólaprófs er nauðsynlegt að viðkom- andi hafi einhverja reynslu í vinnu með tölvu. Um er að ræða fullt starf og talsverða yfirvinnu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Alþingis. Umsóknum skal skila til Jóns Sigurgeirsson- ar, útgáfustjóra, Vonarstræti 8, sími 16725, fyrir 25. þ.m. og veitir hann jafnframt allar frekari upplýsingar um starfið. TILKYNNINGAR Frá Bæjarskipulagi Kópavogs Hellusteypan - deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi á lóð Hellusteypunn- ar við Hagasmára auglýst hér með sam- kvæmt gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Deiliskipulagið miðar að því að á lóðinni verði byggð tvö tveggja hæða hús fyrir atvinnu- starfsemi. Skipulagsuppdráttur, skýringarmyndir ásamt greinargerð verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 21. nóvember til 19. des- ember 1991. Athugasemdum eða ábendingum, ef ein- hverjar eru, skal skila skriflega til Bæjarskipu- lags innan auglýsts kynningartíma. Skipulagsstjóri Kópavogs. Auglýsing um kosningarétt íslenskra ríkis- borgara, sem búsettir eru erlendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa íslendingar, sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis, kosningarétt hér í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Eftir það falla menn sjálfkrafa af kjörskrá nema sér- staklega sé sótt um að fá að halda kosninga- rétti. Einungis þeir, sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á íslandi, geta haft kosninga- rétt hér. Kosningaréttur fellur niður ef íslend- ingur gerist ríkisborgari í öðru ríki. Kosninga- rétturinn miðast við 18 ára aldur. Reglur þessar gilda með sama hætti um kjör forseta íslands. Þeir, sem búsettir hafa verið erlendis skem- ur en átta ár, talið frá 1. desember næstum fyrir kördag, munu verða teknir á kjörskrá án umsóknar. Þurfa því þeir, sem flust hafa af landinu eftir 1. desember 1983, ekki að sækja um skráningu á kjörskrá miðað við 1. desember 1991. Þeir, sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár (þ.e. fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1983) þurfa að sækja um það sérstaklega að verða teknir á kjörskrá. Úm- sókn skal senda Hagstofu íslands á sérstöku eyðublaði. Sé umsókn fullnægjandi skráir Hagstofa íslands umsækjanda á kjörskrár- stofn. Slík skráning gildir fjögur ár og þarf þá að endurnýja hana með nýrri umsókn. Eyðublöð fyrir slíkar umsóknir fást í sendiráð- um íslands erlendis, sendiræðisskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og hjá fasta- nefndum við alþjóðastofnanir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstof- unnar. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita um- sókn sína. Umsókn þarf að hafa borist til Hagstofu ís- lands fyrir 1. desember nk. til þess að um- sækjandi verði tekinn á kjörskrá fyrir næstu kosningar. íslendingar, sem búsettir eru erlendis, verða skráðir á kjörskrá þar sem þeir seinast áttu lögheimili samkvæmt þjóðskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. nóvember 1991. ATVINNUHÚSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði Óska eftir að taka á leigu iðnaðarhúsnæði u.þ.b. 200 fm. Lofthæð þarf að vera nálægt 4 metrum auk góðra innkeyrsludyra. Æskileg staðsetning Ártúnshöfði eða Múlahverfi. Vinsamlegast sendið upplýsingar til auglýs- ingadeildar Mbl. mektar: „HG - 900” eða hafið samband í síma 44617 eftir kl. 19.00, fyrir 29. nóvember. TIL SÖLU Einbýlishúsalóðir Til sölu og afhendingar strax stórar einbýlis- húsalóðir á besta stað í Setbergshlíð í Hafn- arfirði. Frábært útsýni. Einstaklega hagstætt verð og greiðsiuskilmálar. SH VERKTAKAR Stapahrauni 4, Hafnarfirði, simi 652221. ÓSKASTKEYPT Fiskeldisker Vil kaupa nokkur fiskeldisker. Ýmsar stærðir koma til greina. Upplýsingar í síma 98-71250 á daginn (Þórir). Góð 4ra herb. íbúð óskast Reglusama fimm manna fjölskyldu vantar góða 4ra herbergja íbúð. Mjög góðri um- gengni heitið. Góð meðmæli. Ársfyrirframgreiðsla. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 4. desember merkt: „GB - 9622”. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Útboð Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir til- boðum í raflagnir í 57 íbúðir við Laufengi í Grafarvogi. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu H.N.R., Suðurlandsbraut 30, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 12. des- ember kl. 14 á skrifstofu H.N.R. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun nema á vorönn 1992 Innritun fer fram fimmtudag 21. og föstudag 22. nóv. kl. 13.00-18.00 í Iðnskólanum í Reykjavík. Þetta nám er í boði: 1. Dagnám 1. Samningsbundið iðnnám (námsssamningur fylgi umsókn). 2. Grunndeild í málmiðnum. 3. Grunndeild í rafiðnum. 4. Grunndeild í tréiðnum. 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í bókiðnum. 11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í húsasmíði. 13. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 14. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 15. Framhaldsdeild í rafvirkjun/rafvélavirkjun. 16. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 17. Almennt nám. 18. Tölvubraut. 19. Tækniteiknun. 20. Tæknibraut. (Lýkur með stúdentsprófi). 2. Meistaranám 3. Öldungadeild 1. Grunnnám í rafiðnum. 2. Rafeindavirkjun. 3. Tölvubraut. 4. Tækniteiknun. Innritun fer fram gegn gjaldi sem er kr. 7.900,- í dagnámi og kr. 13.000,- í kvöldnámi. Innritun er með fyrirvara um þátttöku. Nauðsynlegt er að umsókn fylgi staðfest afrit af gögnum um fyrra nám. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á Ennisbraut 29, efri hseð, Ólafsvík, þinglýstri eign Sigríðar G. Halldórsdóttur og Magnúsar Gunnlaugssonar, fer fram eftir kröfum Tryggingastofnunnar ríkisins, Byggingarsjóðs ríkisins og Hróbjarts Jónatanssonar hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. nóvember 1991 kl. 10.00. Þriðja og síðasta á Ólafsbraut 42, Ólafsvík, þinglýstri eign Birgis Vilhjálmssonar, fer fram eftir kröfum Tryggingastofnunar rikisins, Byggingarsjóðs ríkisins og Ævars Guðmundssonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 28. nóvember 1991 kl. 10.30. Þriðja og síðasta á Hamraenda 1, Stykkishólmi, þinglýstri eign Bjarg- ar hf., þrotabús, fer fram eftir kröfum Byggðastofnunar og Iðnlána- sjóös, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 28. nóvember1991 kl. 13.30. Þriðja og síðasta á Flesjustöðum, Kolbeinsstaðahreppi, þinglýstri eign Ingólfs Gíslasonar, fer fram eftir kröfum Sigríðar Thorlacius hdl., Ólafs Axelssonar hrl. og Búnaðarbanka (slands, á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 28. nóvember 1991 kl. 15.00. Sýslumaður Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Bæjariógetinn I Ólafsvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.