Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Trompetleikarinn Trogrim Sollid. Norskur jazz á Púlsinum NORSKI jazz trompetleikarinn Torgrim Sollid heldur í kvöld, fimmtudag, tónleika á Púlsinum við Vitastíg ásamt íslenskum jazztón- listarmönnum. Sollid er hér á vegum Nord-Jazz og Jazzdeildar FÍH, en hann verður gestakennari við þessa mánaðar. Torgrim Sollid hóf feril sinn sem trommuleikari og lék lengi á trommur með kvartett Jan Garb- arek. Árið 1975 skipti hann yfir í trompet og hefur starfað sem trompetleikari og tónskáld æ síðan. Sollid hefur rekið eigin hljómsveitir ,-^uk þess að koma fram sem einleik- ári með stórsveitum og að leika með erlendum gestum í Noregi. Tónlistarskóla FIH dagana 20.-25. Hann starfaði lengi með bandaríska saxafónleikaranum Warne Marsh, ferðaðist með honum um Bandarík- in og lék inn á plötur. Tónleikar Torgrim Sollid á Púls- inum hefjast kl. 21.30. Með honum leika Kjartan Valdimarsson á píanó, Sigurður Flosaon á saxafón, Þórður Högnason á kontrabassa og Pétur Grétarsson á trommur. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU EYJU SIGURÐARDÓTTUR, Skarðsbraut 15, Akranesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Erla Karlsdóttir, Alfreð Viktorsson, Sigþóra Karlsdóttir, Þórður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, sem heiðruðu minningu mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS Þ. KRISTJÁNSSONAR, sem lést þriðja þessa mánaðar. Guð blessi ykkur öll. Gróa Asmundsdóttir, Kristján Baldvinsson, Gunnlaugur Baldvinsson, Halldóra Kristjánsdóttir, Baldvin Þ. Kristjánsson, Hallur Kristjánsson, Kristján Ingi Kristjánsson, Elías Kristjánsson, Ásmundur Gunnlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Gróa Gunnlaugsdóttir, Gunnhildur Gunnlaugsdóttir, Inger Hallsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jóhannes Vilhjálmsson, Gunnur Helgadóttir, Birgetta Bonnde, Guðleif Stefánsdóttir, Þórhildur Kristjánsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Erling H. Halldórsson, Sören L. Sörensen og barnabarnabörn. Blomberg þvottavélarnar hlutu hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF hönnunarverðlaun fyrir framúr- skarandi glæsilega og hugvit- samlega hönnun. Við bjóðum nú gerð WA-230 með kostum, sem skapa henni sér- stöðu: * Tölvustýrður mótor * yfirúðun * alsjálfvirk magnstilling á vatni * umhverfisvænt sparnaðarkerfi. Verð aöeins kr. 69.255 stgr. Aðrar gerðir frá kr. 58.615 stgr. é i, : Einar Farestveít&Co.hf. Borgartúni28 ®622901 og 622900 Lánastofnun fyrir konur í atvinnulífi HÉR á landi er stödd Michaela Walsh, en hún var ein af stofnendum Women’s World Banking eða Alþjóðlegrar lánastofnunar kvenna, og var hún fyrsti forseti stofnunarinnar. Hún er hér til að kynna stofn- unina og starfsemi hennar. Það er áhugahópur um stofnun slíkrar iánastofnunar á íslandi sem stendur fyrir heimsókninni og fimmtu- daginn 21. nóvember nk. verður haldinn upplýsingafundur um lána- stofnun kvenna, í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst hann kl. 20.30. Að sögn Michaelu Walsh var Alþjóðlega lánastofnunin stofnuð árið 1979, vegna stöðu kvenna varðandi öll banka- og fjárhags- mál, með 15 milljón króna styrk frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna og með 150 þúsund króna framlagi frá hverjum stofnanda. Þessi stofnun er lánatryggingasjóð- ur, sem veitir lánafyrirgreiðslur til kvenna í atvinnulífinu. Aðildarstofnanir Alþjóðlegrar lánastofnunar kvenna eru milli 50 og 60 og starfa í yfir 40 löndum. Sameiginlegt hlutverk trygginga- lánakerfís lánastofnunarinnar er að veita fjármagni í minni fyrirtæki, sem rekin eru af konum. Fyrir hvert lán, sem aðildarstofnunin styður tryggir lánastofnunin 50% af heild- arupphæð þess, aðildarstofnunin 25% og viðskiptabanki.sem samið hefur verið við, 25%. Að sögn Helgu Thorberg, sem er í áhugahópi um lánastofnun kvenna, hafa þreifíngar verið í Lagafellssókn tekur að sér rekstur Mosfellskirlgu Mosfellsbæ. Stórátak var gert í sumar í frágangi lóðar við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Skipt var um jarðveg í hlaði kirkjunnar og hellulagt með hitalögnum. Þá var byggð áhaldageymsla framan við kirkj- una og nýtt hlið sett upp, einnig var útilýsing endurnýjuð. Tókust þessar framkvæmdir vel og þykir mikil bót frá því sem áður var. Breytingar hafa orðið á yfírstjórn Mosfellskirkju sem staðsett er í Mosfellsdal. Kirkjan, sem er sjálfs- eignarstofnun, var byggð fyrir erfðafé Stefáns heitins Þorláksson- ar. Samkvæmt erfðaskrá skipa biskupinn yfir íslandi, sýslumaður og þjónandi sóknarprestur yfir- stjórn kirkjunnar en nú mun í ráði að stjórnin afhendi sóknamefnd Lágafellssóknar umboð og mun hún taka að sér rekstur og viðhald kirkj- unnar. Nokkrar nýjungar verða teknar upp í safnaðarstarfí Lágafellssókn- ar í hauststarfí safnaðarins og má þar nefna að fólki gefst nú kostur á að eiga kyrrðarstund í erli hvers- dagsins í kirkjunni en hún verður opin á þriðjudögum og fímmtudög- um frá klukkan 17 til 19. Fyrirbænastundir verða haldnar einu sinni í viku með ritningalestri, bæn og altarisgöngu. Er gert ráð fyrir að hægt verði að koma með Athugasemd BORIST hefur eftirfarandi at- hugasemd frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna: „Þann 15. nóvember 1991 birt- ist í Morgunblaðinu fréttatilkynn- ing frá blaðafulltrúa Flugleiða, sem ber fyrirsögnina „Reglur heimalanda gilda”. Þar segir svo: „Venjan sé að reglur heimalanda leiguvélanna gildi þegar áhafnir sinni leiguflugi.” Þetta er rangt og er rétt að minna blaðafulltrúann á að fyrir fáum árum leigðu Flugleiðir Scan- air í Svíþjóð DC-8-þotu með áhöfn. Flugvél þessari var að sjálfsögðu flogið eftir þeim vinnutímareglum sem í gildi voru hjá Scanair, en ekki þeim sem giltu hjá Flugleið- um.” óskir um bænarefni. Síðasta sunnu- dag í október heimsótti séra Jónas Gíslason vígslubiskup söfnuðinn og prédikaði í Mosfellskirkju en hann mun leiða. biblíulestra í safnaðar- heimilinu síðari hluta janúar. Er þar um að ræða stutt námskeið sem verða þijá til fimm laugardags- morgna. Séra Sigfínnur Þorsteinsson sjúkrahúsprestur verður með erindi um sorg og sorgarviðbrögð þann 17. nóvember nk., auk þess munu Gideon-félagar kynna starfsemi sína við guðsþjónustu sáma dag. Af öðru starfí má nefna barnastarf fyrir þriggja til níu ára börn og tíu til tólf ára börn. Þá verða áfram mömmumorgnar þar sem mæður koma saman með ung börn sín. Framkvæmdastjóri var ráðinn Jóhann S. Björnsson og hóf hann störf í byijun október. Þá tók Þuríð- ur Hjaltadóttir við starfi húsmóður í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur í Mosfellsprestakalli er séra Jón Þorsteinsson. VK -------*-*-*-------- ■ LIONESS UKL ÚBB URINN Ýr í Kópavogi hefur hafið nýtt starfsár. Fastir liðir í starfmu eru kirkjuferð og kaffí á etir á haust- mánuðum og nýársfagnaður í jan- úar fyrir eldri borgara bæjarins. Á síðasta starfsári færðu lionessur Heilsugæslustöð Kópavogs tölvu- vog og dýnur fyrir mæðraskoðun- ina. Þá styrktu þær samtökin Vímulaus æska og Krísuvíkur- samtökin. Þær veittu blindum ung- mennum styrk til náms og styrktu sjúka til utanlandsfarar. Einnig gáfu þær myndbandstæki í sam- býli. í frétt frá lionessunum kemur fram, að þær séu Kópavogsbúum þakklátar fyrir góðar móttökur, þegar þær hafa barið að dyrum hjá þeim. Morgunblaðið/Júlíus Michaela Walsh, ein af stofnend- um Alþjóðlegrar lánastofnunar kvenna. gangi milli þeirra og banka, um samvinnu um slíka stofnun hér á landi. Jólasveina- land opnað í Blómavali JÓLASVEINALANDIÐ í Blóma- vali verður opnað fimmtudaginn 21. nóvember. Þessi ævintýra- heimur er fastur liður í undir- búningi yngstu barnanna fyrir jólin ár hvert. Að þessu sinni er óvenju vel vand- að til verksins í Jólasveinalandi og íbúarnir á ferð og flugi við jóla- undirbúninginn. Blómaval býður nú í fyrsta skipti upp á skipulagðar heimsóknir í Jóla- sveinalandið kl. 11. f.h. alla virka daga. Forstöðumenn dagvistar- stofnana og skóla eru vinsamlegast beðnir að panta heimsóknartíma. Eins geta foreldrar komið með börnin sín á þessum tíma og slegist í förina. (Fréttatilkynning) Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! MAZDA 323 STATION NÚ MEÐ ALDRIFl ! 1600 cc vél með tölvu- stýrðri innspýtingu, 86 hö • Sídrif • 5 gírar • Vökva- stýri • Álfelgur o.m.fl. Verð kr. 1.099.000 stgr meö ryövöm og skráningu. MAZDA - ENGUM LÍKUR ! Opið laugardaga kl. 10-14. iflF^iP HF SKÚLAGÖTU 59. S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.