Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^Mayuuutti Endurkoman Sagan er skrifuð í beinu fram- haldi af Dómsdeginum sem birtist í Velvakanda 17. október, en vegna fjölda áskorana sá ég mig tilneydd- an til að halda áfram með söguna. Kristnu mönnunum hafði verið vísað frá hliðinu. Því að þeir breyttu ekki eftir Kristi í sínu lífi og stóð- ust ekki kröfurnar inn í Paradís. Gyðingarnir höfðu ekki orðið varir við þá kristnu, sem voru að reyna að jafna sig við hliðið eftir að hafa fengið úrskurðinn. Einn múslimi, sem hafði verið skotinn niður, á leið sinni til Mekka var að bíða þarna við hliðið eftir vinum sínum, sem einnig höfðu verið skotnir niður. Gyðingurinn frá Auschwitz: Hvað er réttlæti og hvað er lög- mál? Er það í lögmálinu að-Messías komi tvisvar, fæðist og komi síðan í skýjum himinsins með lúðra- blæstri og englasöng. Fyrir þá kristnu. Þá kannast ég nú einfald- lega ekki við svona lagað í helgirit- unum hans Móses, Lögmálinu, sátt- málanum um setningar og ákvæði fyrir ísrael (5. Mós. 18:15-22, Ma. 4:4-6) og ekki heldur í Torah-helgi- ritunum. En hefði hann Messías okkar komið í skýjum eins og sagt er frá í spádóminum Daníels (Dan. 7:13), hefðu forfeður okkar einfaldlega ekki getað hugsað sér að krossfesta hann Messías (1. Kor. 2:8). Og ekki held ég að þeir kristnu fari að myrða hann. Þegar mannsonur- inn birtist þeim í skýjum (Mark. 13:24-27), þá koma þeir kristnu menn heldur ekki til með að velja milli Messíasar (Jesús Lúk. 23:14) sem lýst var að leiddi þjóðina af- vega og einhvers ræningja (Barrab- as Jh. 18:40). Þegar hann kemur í skýjunum. Það virtist vera sem þetta.allt sé gert svo einfalt fyrir þá kristnu að ég get hreint út sagt ekki trúað því. Það er engu líkara en þeir fá þetta allt á silfurfati. Frelsun gegnum krossinn. Og svo birtist hann þeim hvorki meira né minna en í skýjum og tekur við þeim kristnu eingöngu (Jh. 14:6-7 og Matt. 13:41-43). Gyðingurinn frá Treblinka spyr kristintrúarmennina: Hvernig á Guðs ríkið að koma? Þar sem Krist- ur fæddist sem maður hjá forfeðr- um okkar, en forfeður okkar voru látnir krossfesta hann til þess að uppfylla spádómana (Sálm. 22, Jes. 53). En í raun og veru var ekki hægt að krossfesta hann öðruvísi en forfeður okkar tryðu ekki á hann, til þess að þeir sem á hann tryðu fengju frelsun í gegnum krossinn (Heb. 10:10, Róm. 5:6-10) síðan kemur Kristur í skýjum (Dan. 7:13) til þeirra kristnu með Guðs ríkið tilbúið niður af himni (Op. 21:1—5), en ekki fyrir okkur Gyð- inga. En er Guð nokkuð réttlátur gagnvart okkur? Músliminn greip þá fram í: Getur Allah (Guð) nokkuð látið Hann Messías koma öðruvísi. Hann fæðist á jörðinni? Annar kristintrúarmaðurinn: Það hefði ekkert orðið neitt sem heitir frelsunaráform gegnum krossinn ef Jesús hefði ekki fæðst sem mað- ur og síðan verið krossfestur (Heb. 10.10), hann kæmi síðan í skýjun- um'og tæki á móti okkur kristnu mönnum eingöngu. En var ég ekki búinn að segja ýkkur frá þrenningarkenningunni á leiðinni upp? Um að Guð væri Son- urinn, Faðirinn og Hinn heilagi andi. Gyðingurinn frá Auscwhitz: Nei, þú varst ekki búinn að segja okkur frá því en er Guð allt þetta? Músliminn: Ég hef nú ekki heyrt annað eins, en ef Hann (Messías) kemur sem maður, sairjkvæmt kór- aninu, munið þið kristnu menn að öllum líkindum myrða Hann? Og ef Messías kemur í skýjum? Sem ég á nú ekki von á, munu all- ir trúa á Hann, enda yrði þá enginn dæmdur. Því að allir myndú trúa á Hann. En Hann kemur örugglega ekki í skýjum þegar himinninn er heiðskír. Það er algjör ógjörningur að reyna skilja þessar tvær ' sögur Dómsdaginn og Endurkomuna eða hvað þá reyna komast að einhverri niðurstöðu annarri en að koma í skýjum sé í raun og veru táknræn merking. Annars stangast á tvenns konar spádóma í Biblíunni í Gt. Mik. 5:1—3 og hins vegar Dan. 7:13. Sama er einnig uppi á ten- ingnum í Nt. Op. 12:5, 19:11—16 og hins vegar Mark. 13:24—27. En Guð getur ekki verið óréttlát- ur og mismunað mönnum eins og gyðingum eða öðrum. Lúk. 17:20—21. „Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríkið kæmi. Hann svaraði þeim: „Guðs ríkið kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríkið er innra með ykkur.” Heimildin Biblían, Gods will and the world, Pagans and the Christians, City of God, Basic Judaism og The Koran. Þorsteinn S.T. Rafvirkjar ALLAN sólariiritiÉn % Neyóarbiónusfa fyrir heimili os fyrirfæki allan sólarhrinsinn. Dyrasímabjónusta. m.a. síónvarpssímar. Uiðhald o& endurnýjun raflasna. ^Haukur &• Qiafur Rafverktakar ^ 674506Jf Royal skyndibúðingur Látið t.d. súkkulaði og vanillu- búðing í mislit lög í há glös með þeyttum rjóma. Táknmál Biblíunnar Kæri Velvakandi Hinn 13. nóvember birtist í pistli þínum grein frá efasemdarmanni þar sem hann ijallar um gildi frá- sagnar hinnar helgu bókar gyðinga og þá um leið allra sem trúa á að Guð sé einn og hann sé uppspretta allra annarra trúarbragða. Sennilega eru fá umræðuefni í Biblíunni sem oftar hafa leitt til orðaskipta en einmitt þetta við- fangsefni sem efasemdarmaðurinn nefnir, sögunar um Adam og Evu. Það var ekki fyrr en undirritaður komst yfir bók sem gefin er út af Baha’íum að ég skildi vísdóminn með þessari sögu og kom niðurstað- an mér verulega á óvart. Bókina las ég á dönsku og heitir hún „Nogle besvarende spörsmal”. í þessari bók er sérstakur kafli sem fjallar um þetta tiltekna efni. Því miður er ekki nægjanlegt pláss hér til þess að endursegja það sem í bókinni stendur um útskýringu þessa til- tekna máls. Það er ljóst að margt af því sem í hinni helgu bók stend- ur er á líkingamáli, þar er verið að skýra ákveðna andlega hluti sem ekki verða skýrðir með öðru móti en orðum og hugtökum. Þannig er lagt út af því að Adam er andi hans í merkingu orðsins andlegur maður, Eva á hinn bóginn skoðast sem sál mannsins. Tréð, það góða og vonda, í frásögninni verður að skoðast sem veröld mannsins, í veröld Guðs er allt fullkomið en í veröld mannsins finnst bæði gott og vont, mikið ljós og eins staðir þar sem algjör skort- ur er á ljósi, það köllum við myrk- ur, það er andstæðan við ljósið og það vonda er skortur á því góða. Slangan í frásögninni merkir sam- bandið við hinn mannlega heim, það er í hinum mannlega heimi sem valið stendur milli hins rétta og ranga, þannig er það í hendi hvers og eins hvort hann hlýðir reglum og lögum Guðs, þannig er merking slöngunnar bundin hveijum og ein- um. Lífsins tré er merking fyrir hið hæsta plan í veröld tilverunnar, reglu og lög Guðs og alltumliggj- andi stöðu opinberunar Guðs í hvert sinn. Þegar hinn andlegi og sálar- legi hluti Adams (mannsins) var bundinn heimi hins efnislega manns má lauslega segja að sálin og and- inn hafi gengið út úr heimi algjörs friðar og inn í heim baráttu, erfið- leika, þroska. Því miður er þetta fátækleg tilraun að sýna örlítinn hluta á stórfenglegri skýringu Abd- ul Baha á þessu dulda fyrirbrigði, sem er miklu ítarlegii. Fyrir þá sem hafa áhuga á hinum ýmsu viðfangsefnum í trúarlegu samhengi vil ég eindregið benda á nefnda bók. Fyrrverandi efasemdamaður. S.J. Skuggi horfinn Skuggi er týndur. Hann fór að heiman frá sér, Hraunbraut 17 Kópavogi, miðvikudaginn 13. nóv. Skuggi er svartur og loðinn. Hann er ekki með ól en er eyrnarmerktur og númerið er: R1H091. Þeir sem verða varir við Skugga, vinsamlega hafi samband í síma 16738 (dag- inn) og 40510 (kvöldin). Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fást keyptar, hvort sem er til einkanota eöa birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA” Aðalstrœti 6. sími 691150 101 Reykjavík SYN 1 N G á prenttækjum frá AM International AM International. dagana 20. 21. og 22. nóvember n.k. í húsakynnum Multigraphics okkar að Skipholti 33. Varityper Við kynnum og sýnum: Multi 1960XE-CD offset prentvél Otto B. Arnar hf. Multi SP888 plötugerðartæki Skipholti 33 Reykjavík Varityper 4000/5300 setningartæki Símar624631 - 624699

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.