Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 Frumvarp félagsmálaráðherra um starfsmenntun í atvinnulífinu; Hver verður mótleikur menntamálaráðherra? - spyr Svavar Gestsson Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur nú á nýjan leik lagt fram frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Félags- málaráðherra mælti fyrir þessu frumvarpi 5. mars síðastliðinn og leggur nú frumvarpið fram óbreytt. Þáverandi menntamálaráð- herra, Svavar Gestsson, taldi sig þá geta stutt þetta frumvarp. í gær sagði Svavar Gestsson blaðamanni Morgunblaðsins að hann hann myndi flytja breytingartillögur við þetta frumvarp félagsmálaráð- herra. Frumvarp sjávarútvegsráðherra: Erlend veiðiskip fái að landa og sækja þjónustu „Erlendum veiðskipum er heimilt að landa eigin afla og selja i íslenskum höfnum og sækja þangað alla þá þjónustu er varðar útgerð skipsins,” segir í 1. mgr. 3 greinar að frumvarpi til laga um rétt til veiða í efnahagslögsögu Islands sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þótt gert sé ráð fyrir því að erlend veiðiskip geti landað hér afla og sótt þjónustu er kveðið á um í 3. grein laganna að: „Sjávar- útvegsráðherra er þó heimilt að takmarka heimildir samkvæmt 1. mgr. vegna skipa, er stunda veiðar úr njrtjastofnum sem veiðast bæði innan og utan íslenskrar efnahags- lögsögu, hafi íslensk stjómvöld ekki gert samning um nýtingu viðkomandi stofns við stjómvöld hlutaðeigandi ríkis. Má takmarka heimildir við nauðsynlega neyðar- þjónustu.” Á engan hátt er útlendum veiði- skipum heimiluð veiði í íslenskri lögsögu með þessu fmmvarpi því að í 1. gr. er áréttað: „Erlendum skipum eru bannaðar allar veiðar í efnahagslögsögu íslands eins og hún er ákveðin í lögum nr. 41, 1. júní 1979, um landhelgi, efnahags- lögsögu og landgrunn. Erlendum skipum er óheimilt að vinna afla í efnahagslögsögu íslands. Fmmvarp þetta hefur undanf- arið verið í smíðum í sjávarútvegs- ráðuneytinu en rétt þótti að doka við og bíða niðurstaðna af samingaviðræðum um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Og í fyrri viku taldi sjávarútvegsráðherra fært að kynna frumvarpið í ríkis- stjóm. Gustavsberg I athugasemdum með fmm- varpinu kemur m.a. fram: „Með því að heimila frjálsari aðgang að íslenskum höfnum er komið til móts við þær breytingar til fijáls- ræðis í verslun og viðskiptum milli landa sem orðið hafa á síðari árum. Með þeim fyrirvara sem gerður er varðandi löndun afla úr sam- eiginlegum fiskistofnum verður ekki annað séð en að breyting þessi geti orðið okkur til hags- bóta. Sú rýmkun á reglum um komu erlendra skipa til hafna sem hér er gert ráð fyrir mun án efa leiða til aukinna viðskipta við er- lend veiðiskip.” Það kemur m.a. fram í frumvarp- inu að markmiðið er að: „Hvetja til aukinnar starfsmenntunar í at- vinnulífinu.” Og þessum markmið- um skal m.a. náð með: „stuðningi við skipulega starfsmenntun; undir- búning, náms- og kennslugagna- gerð.” Einnig með „frumkvæði og mótun heildarstefnu varðandi starfsmenntun í atvinnulífinu sam- kvæmt ákvörðun starfsmennta- ráðs.” I öðrum kafla frumvarpsins er m.a. kveðið á um starfsmenntaráðið en gert er ráð fyrir því að félags- málaráðherra skipi sjö manna ráð til tveggja ára. Einn fulltrúi skal skipaður af félagsmálaráðherra án tilnefningar. Þrír fulltrúar skulu til- nefndir af samtökum atvinnurek- enda og þrír fulltrúar af samtökum launafólks. í þessum kafla frum- varpsins er einnig kveðið á um að: „Starfsmenntun í atvinnulífínu skal heyra undir félagsmálaráðuneytið. Starfsfræðsla í fiskvinnslu skal þó heyra undir sjávarútvegsráðuneyt- ið.” Málamiðlun Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um tengsl starfsmenntunar í atvinnulífinu við almenna fullorð- insfræðslu en fyrrverandi mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson, hefur ekki farið dult með þá skoðun að menntun og fræðsla ætti að vera eins og kostur væri á undir forsjá menntamálaráðuneytis. Það varð að samkomulagi milli ráðherr- anna Svavars Gestssonar og Jó- hönnu Sigurðardóttur, 24. febrúar 1989, að setja sérstakra löggjöf um starfsmenntun í atvinnulífinu sem heyrði til verksviði féjagsmálaráðu- neytis og aðra er heyrði til verk- sviði menntamálaráðuneytis. Niðurstaðan varð sú að þáver- Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram áður boðað frumvarp til laga um fullvinnslu botn- fiskafla um borð í veiðiskipum. í bráðabirgðaákvæði í lögunum er gert ráð fyrir að skipum sem hófu fullvinnslu afla fyrir gildi- stöku laganna skul veittur frest- ur til 1. september 1996 til að fullnægja kröfum laganna. I greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að í sjávarút- vegsráðuneytinu hafi lengi verið uppi hugmyndir um að gera aukn- ar kröfur til þeirra fískiskipa sem vinna botnfiskafla um borð til að 5 Veljið aðeins það besta — veljicI heildarlausn frá Gustavsberg í baðherbergið Gustavsberg Fæstíhelstu f* I JLliI Er Jón Baldvin í þjónustu Antíkrists? Spádómarnir rætast andi menntamálaráðherra lagði fram frumvarp til laga um almenna fullorðinsfræðslu sem var vísað til menntamálanefndar. Þáverandi og núverandi félagsmálaráðherra lagði fram sitt frumvarp um starfsmennt- un í atvinnulífinu sem var vísað til félagsmálanefndar. Hvorugt frum- varpið kom úr nefnd og dagaði uppi. í umræðum á Alþingi hinn fimmta dag marsmánaðar 1991 lýsti Svavar Gestsson þeirri skoðun sinni að það væri að mörgu leyti æskilegt að vera með eitt samfellt endurmenntunar- og fullorðins- fræðslukerfi, bæði utan vinnumark- aðar og innan. Hins vegar lægi það fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hefðu iðulega samið um ákveðin starfstengd námskeið. Og það hafi þeir gert í tengslum við eða að nokkru leyti undir forræði félags-. málaráðuneytis. Niðurstaðan hefði því orðið samkomulagið sem var undirritað 24. febrúar 1989. Svavar Gestsson sagðist geta með mjög góðri samvisku staðið að frumvörp- unum báðum, annars vegar sem flutningsmaður og hins vegar sem Svavar Gestsson stuðningsmaður ríkisstjómarinnar. í samtali við Morgunblaðið í gær lagði Svavar Gestsson áherslu á þá skoðun sína að fullorðinsfræðsla ætti að vera með þeim hætti að þeir sem nytu starfsmenntunar í atvinnulífinu gætu nýtt sér hana í skólakerfinu og öfugt. Svavar taldi ástæðu til að spyija, hver yrði mót- leikur núverandi menntamálaráð- herra. Hvort ekki mætti vænta frumvarps um fullorðinsfræðslu úr hendi Ólafs G. Einarssonar? Athugasemd I'rá útflutningsráði FÍS MMnCI Fiskvinnsla á sjónum tryggja betri nýtingu þess afla sem veiðist og auka gæði afurðanna. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að fullvinnsla afla um borð í fiski- skipum verði háð sérstöku leyfi sem sjávarútvegsráðuneytið veiti. Fullvinnsluleyfí verður veitt þeim skipum sem fullnægja eðlilegum kröfum til nýtingar, vörugæða og vinnuaðstöðu. „Með frumvarpinu er því ekki verið að leggja til opin- bera takmörkun á útgáfu slíkra vinnsluleyfa. Engu að síður er lík- legt að auknar kröfur muni hægja á þeirri þróun að fískvinnslan flytj- ist út á sjó.” MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi frá Félagi is- lenskra stórkaupmanna: „Útflutningsráð FÍS mótmælir þeim ósannindum umboðsmanns SÍS (íslenskra sjávarafurða hf.) í Flórída, sem birtist í Mbl. sl. laug- ardag, 16.11., að nýir útflytjendur freðfisks undirbjóði SH og SÍS á Bandaríkjamarkaði um allt að 20%. Það er lágmarkskrafa, að þessi fulltrúi SÍS, titlaður ræðismaður íslands, opinberi fullar sannanir fyrir staðhæfingum sínum. Ella skoðast þær hreinn rógburður. Það er reynsla þeirra útflytj- enda, sem hafa keppt við SH og SÍS, að undirboð og lágt verð hafi löngum fylgt þeim sanitökum. Og þau hafa nánast verið eftirlitslaus fram á síðustu ár, þegar nokkrir smærri útflytjendur eru farnir að veita þeim aðhald. Með útflutningsfrelsi því, sem núverandi viðskiptaráðherra hafði forgöngu um, er brotið blað í við- skiptum íslands við umheiminn. Nú þurfa stóru útflutningssamtök- in að standa á eigin fótum án ein- okunarforréttinda og án þess að geta í friði greitt umboðsmönnum sínum í Flórída og annars staðar „viðunandi” umboðslaun. Þar gild- ir nú samkeppni og allir hlutaðeig- endur verða að standa sig gegn lágmarksþóknun. Hins vegar er alkunna, hversu óhófleg umboðs- laun íslensku fyrirtækin í Banda- ríkjunum hafa tekið um áratuga skeið (oftast 11%) og þannig byggt upp stórfyrirtæki og verkshiiðjur fyrir fjármuni tekna úr íslenskum vösum. Það liggur í augum uppi, að lík- lega eru fáir íslenskir fískframleið- endur svo vitlausir að vilja selja vöru sína allt að 20% undir mark- aðsverði. Við þekkjum a.m.k. enga slíka. Að lokum er rétt að fram komi, að enginn íslenskur freðfiskur er seldur á Bandaríkjamarkaði undir sumum af_þeim vörumerkjum, sem fulltrúi SIS í Flórída lætur sig hafa að nefna í grein sinni. Við fögnum því, að SÍS og SH hafa ekki lengur „þau tök sem þau áður höfðu á frystihúsunum”, svo notuð séu eigin orð SÍS-fulltrúans, en því miður eru þau tök ennþá of sterk.” ♦ ♦ ♦ teuzcv Heílsuvörur nútímafólks IMiS 111 hbl -■nfíod eeoq- nHiid Menntamálaráðuneyti: 3,7 milljónir úr Þróunar- sjóði leikskóla MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nýlega úthlutað styrkjum fyrir árið 1991 til þróunarverk- efna í leikskólum, en með því er átt við nýjungar, tilraunir og ný- breytni í uppeldisstarfi. Á fjárlög- um þessa árs eru veitt 3.740.000 kr. til Þróunarsjóðs leikskóla, en alls bárust 9 umsóknir úr sjóðnum samtals að fjárhæð 9,2 milljónir. Uthlutun úr sjóðnum að þessu sinni hlutu Kópasteinn, Kópavogi, Hálsaborg, Reykjavík, Fálkaborg, Reykjavík, Leikskólinn Mýri, Reykja- vík, Hraunkot, Hafnarfirði, Leikskól- ar í Hafnarfirði og leikskólarnir Síð- usel og Flúðir ú Akureyrí. * ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.