Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 JHtffigtitifrlftfrií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Erlend fiskiskip, löndun og þjónusta að hefur mikið vatn runnið til sjávar frá árinu 1922 þegar Alþingi setti lögin, sem banna erlendum fiskiskipum að landa afla sínum í íslenzkum höfnum og fá þar þjónustu. Nú, tæpum sjö áratugum síðar, eru landsfeður farnir að tala um það í fullri alvöru að nema þessi gömlu lög úr gildi. Gífurlegar breytingar hafa orðið í íslenzku þjóðfélagi frá 1922. Þá var fiskveiðilandhelg- in aðeins 3 mílur og fjöldi er- lendra skipa stundaði veiðar við landið, stundum upp í kartöflu- görðum eins og það var kallað áður fyrr. Höfuðrökin fyrir setningu laganna 1922 voru þau að gera útlendingum físk- veiðar á íslandsmiðum eins erf- iðar og kostnaðarsamar og unnt væri og bæta þar með sam- keppnisstöðu landsmanna sjálfra. íbúar voru aðeins 96.386 talsins 1922. Afli ís- lendinga þetta ár var 157.311 tonn þar af 127.138 tonn bol- fiskur. Afli útlendinga á ísland- smiðum var taisvert meiri, eða 267.542 tonn, þar af 227.352 tonn bolfiskur. Það var engin furða, að • landsmönnum yxi í augum sókn útlendinga í auðlind hafsins og vildu draga úr henni eins og kostur var. En lögin virðast lít- 11 áhrif hafa haft í þá veru, a.m.k. er frá leið, því stóraukin togaraútgerð og bættur tækja- kostur auðveldaði sókn á ís- landsmið. Islendingar urðu því að leita nýrra leiða til að .tryggja sér yfirráð yfir auðlindinni. Stærsta og merkasta skrefíð í þá átt var setning laganna 1948 um vís- indalega verndun landgrunns- ins, sem fól í raun í sér íslenzk jÆrráð yfír hafsvæðinu um- hverfis landið og fískistofnun- um. A landgrunnslögunum var útfærsla fískveiðilögsögunnar síðan byggð, í 4 mílur 1952, í 12 mílur 1958, í 50 mílur 1972 og loks í 200 mílur 1978. Það er þessi þróun, sem í raun hefur gert úrelt lögin frá 1922 um bann við löndunum erlendra skipa í íslenzkum höfn- um. Islendingar hafa full yfir- ráð yfír hafsvæðunum um- hverfis landið og auðlindinni og keppa ekki lengur við útlend- inga um veiðarnar og sölu af- urðanna af Islandsmiðum. Sú mikilvæga breyting hefur og orðið, að fiskveiðar við landið eru ekki lengur fijálsar, því Alþingi hefur sett lög um há- marksafla og kvótakerfið í því skyni að vernda fiskstofnana. Afleiðingin er sú, að framboð á fiski er langtum minna en eftir- spurnin og fiskvinnsluna skortir sárlega hráefni. Stórt skref var stigið til að auka löndun aflans heima með stofnun fiskmarkað- anna og gefa þannig fiskvinnsl- unni færi á því að bjóða í físk- inn á móti kaupendum erlendis. Þetta hefur gefizt vel að mörgu leyti, aukið hagkvæmni í vinnsl- unni, leitt til sérhæfíngar, ekki sízt hjá mörgum smáum fyrir- tækjum, sem sprottið hafa upp. Á móti hefur komið, að verðið hefur hækkað svo, að vinnslan á erfitt með að rísa undir því. Útgerðarmenn og sjómenn hagnast hins vegar á háu fisk- verði. Nú blasir við enn veruleg skerðing á afla og það hefur í för með sér að fiskvinnsluna skortir stórlega hráefni. Það þýðir einnig minnkandi vinnu landverkafólks og jafnvel at- vinnuleysi sums staðar. Það er því tími til kominn að leita úr- bóta og ein leiðin getur verið sú, að heimila erlendum fiski- skipum að landa afla sínum í íslenzkum höfnum og selja hann. Það færir fiskvinnslunni hráefni og íslenzkum höndum verk að vinna. Algerlega er óljóst, hvort er- lend fískiskip munu að ráði landa afla sínum hér, en það má aftur á móti ganga út frá því sem vísu, að mörg þeirra munu leita eftir hvers kyns þjónustu, t.d. viðgerðum og kosti. íslenzkur málmiðnaður hefur lengi hvatt til þess, að viðgerðir á erlendum skipum verði heimilaðar og hefur m.a. bent á, að smiðjur í Færeyjum og Noregi hafí af þeim miklar tekjur og vinnu. Bæjarfélög víðs vegar um land eru þess mjög hvetjandi að lögunum verði breytt til að blása nýju lífí í fábrotið atvinnulíf og vinna gegn samdrættinum sem fyrir- sjáanlegur er í sjávarútvegi. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lög- unum frá 1922. í þeim er fyrir- vari um áframhaldandi löndun- arbann úr skipum, sem veiða úr sameiginlegum fiskstofnum, er ekki hefur verið samið um nýtingu á. Allar horfur eru því á, að innan tiðar verði horfið frá stefnumörkuninni frá 1922 og sem í raun varð úrelt með út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Því fyrr sem nýju lögin ná fram að ganga því fyrr færa þau ný verkefni til fiskvinnslunnar, verkstæða og hvers kyns annarra þjónustu- fyrirtækja. Magnús L. Sveinsson formaðuP Verslunarmannafélags Reykjavíkur: Lengri afgreiðslutími staðfest- ir góða afkomu verslunarinnar Verslunarmenn leggja fram kröfur sínar á morg-un „ÞAÐ að kaupmenn skuli stöðugt sækjast eftir því að lengja af- greiðslutímann og.þar með auka launagreiðslur með 80% álagi á dagvinnutímakaup sýnir ótvírætt að verslunin er miklu betur stödd en látið hefur verið í veðri vaka,” sagði Magnús L. Sveinsson for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, aðspurður um viðbrögð við fréttum af þeirri þróun sem orðið hefur í verslunarmálum í Reykjavík undanfarið með sífellt lengri afgreiðslutíma. „Þetta kemur raunar heim og saman við niðurstöður könnunar sem Versl- unarráð Islands hefur gert og sýndi að meðalhagnaður í verslun hafi verið 16% á síðasta ári. Eg hygg að það þætti gott í mörgum öðrum starfsgreinum miðað við það sem talað er um núna,” sagði Magnús. Verslunarmenn leggja fram kröfur sínar í komandi samn- ingum á fundi með viðsemjendum á föstudag. Magnús L. Sveinsson kvaðst hljóta að álykta. að verslunin í land- inu væri tiltölulega vel í stakk búin til að hækka dagvinnulaun verslunarfólks. „Við erum fúsir til samstarfs og viðræðna um ha- græðingu sem skili sér þannig að hluti af þessum miklu næturvinnu- greiðslum verði færður yfír á dag- vinnunlaun fólksins,” sagði Magn- ús. Hann sagðist aðspurður ekki vera að ræða um vaktavinnusamn- ing enda yrði slíkt aðeins til að lækka laun en ekki til að koma á raunverulegum vöktum nema af- greiðslutími væri kominn upp í tvöfaldan dagvinnutíma. Magnús segir að sú þróun sem nú er að verða í átt til sífellt lengri afgreiðslutíma verslana í Reykja- vík komi ekki á óvart. Undanfarin misseri hafi verslanir í nágrana- sveitarfélögum verið hafðar opnar fram eftir kvöldum og um helgar og ekki það hafí ekki gengið til lengdar að Reykjavík eitt sveitar- félaga á svæðinu hefði þrengri reglur hvað þetta varðar. Hins vegar sagði hann það mikið áhyggjuefni að auk þess sem vin- nutíminn sé orðinn óhemjulangur færist í vöxt að vinnuveitendur vilji láta vinnudaginn hefjast síðar og standa fram til 10-11 á kvöldin. Magnús sagðist telja það ánægjulegar fréttir að hópbónus- samningar í fískvinnslunni hefðu skilað fiskvinnslufólki 60-70% álagi á dagvinnulaun og kaup- máttaraukningu á þjóðarsáttar- tímanum en á sama tíma hefði kaupmáttur launa afgreiðslufólks hins vegar fallið. „Það sýnir að við verðum að komast út úr því samningsformi sem verið hefur og hefur tekið mið að afkomu físk- vinnslu en ekki einstakra starfs- greina,” sagði Magnús L. Sveins- son. Hann sagðist aðspurður ekki líta á það sem áfellisdóm yfír for- ystu verslunarmanna að samning- ar fiskvinnslufólks hefðu skilað þeim mun betri hækkunum en verslunarmenn hefðu náð fram og sagði að niðurstaðan úr því dæmi hefði skilað meiri hækkunum en menn hefðu séð fyrirfram. Hins vegar hefðu allir hagnast á þjóðar- sáttarsamningunum og með lækk- aðri verðbólgi og auknum stöðug- leika auk þess sem kaupmáttur hefði að meðaltali hrapað um 15-16% árið fyrir gerð þeirra samninga, í febrúar 1990. Dræmt á loðnumiðunum: Loðnan dreifð og stendur nú djúpt -segir Geir Garðarsson skipstjóri á Helgu H LOÐNUVEIÐARNAR hafa gengið illa það sem af er vertíð- inni en nú eru átta skip á loðn- umiðunum auk þess að rann- sóknarskipið Bjarni Sæmunds- son leitar loðnu norður af Kol- beinsey. Geir Garðarsson skip- stjóri á Helgu II segir að loðnan sé dreifð og standi nú djúpt en skipið hefur veitt um 500 tonn á síðustu tveimur dögum sem telst léleg veiði. „Þetta hefur verið léleg veiði hjá öllum skipunum hérna. Ætli Súlan sé ekki með mestan afla eða um 700 tonn enda búin að vera hér lengst,” segir Geir Garðarsson en er Morgunblaðið ræddi við hann seint í gærkvöldi var Helga II stödd norður af Sléttu. „Auk þess hamlar nokkuð veiðum hve mikið er af-smáloðnu og hólf lokuð af þeim sökum.” Geir segir að þrátt fyrir mikla leit loðnuskipa á miðunum hafí lít- ið fundist af veiðanlegri' loðnu. Hvað framtíðina varðar segir Geir að erfítt sé að spá í þessa veiði eins og er en hann vonar að veið- in fari að glæðast á næstunni. „Við lifum allir í voninni hér enda annað ekki hægt,” segir hann. Vaka berst fyrir hags- mumim námsmanna eftirElsuB. Valsdóttur Þessa dagana er starfandi nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins sem hefur það hlutverk að semja frumvarp til laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Námsmenn eiga tvo fulltrúa í þeirri nefnd. f sumar komu fram hugmyndir um breytingar á Lánasjóðnum sem fæstir gátu sætt sig við. Þær gengu í meginatriðum út á að setja 4% vexti á námslánin, afnema tekju- tengingu endurgreiðslna og að lána ekki einstaklingum undir 20 ára aldri. Námslán beri ekki vexti Vaka hafnar þeirri kröfu að námslánin beri vexti. Lán til fram- færslu eru ekki fjárfestingarlán, þau eru ætluð til að tryggja öllum jafnan rétt til náms óháð efnahag. Það er lykilatriði að sjóðurinn gegni áfram því hlutverki sínu að vera á þann hátt félagslegur jöfnunarsjóð- ur. Arðsemi þess fjármagns sem sett er í sjóðinn á hveijum tíma skilar sér kannski ekki í krónum og aurum heldur því sem ætti að vera jafnmikils virði; betur mennt- uðum einstaklingum, þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Hertar endurgreiðslur Eitt af vandamálum sjóðsins er hve hægt endurgreiðslur námslána skila sér og eins áð á þeim verða viss afföll. Vaka telur eðlilega kröfu að lánin séu greidd að fullu til baka og leggur til hertar endurgreiðslur sem útfærist þannig: Endurgreiðsl- ur verði tengdar við tekjur þ.a. Ián- þegi greiði ákveðið hlutfall tekna sinna til sjóðsins. Fyrsta árið yrði þetta hlutfall 4%, en hækkaði um 0,15% á ári í 15 ár og héldist svo í 6,25%. Langflestir yrðu búnir að greiða lánið sitt til baka áður en því marki yrði náð. Markmiðin með þessueru: 1) Að stytta endur- „Markmiðin með þessu eru: 1) Að stytta endur- greiðslutímann. 2) Að draga úr afföllum og 3) Að þyngja ekki' greiðslubyrðina rétt eftir að fólk kemur úr námi heldur gefa því færi á að koma undir sig fótunum, kaupa húsnæði o.s.frv.” greiðslutímann. 2) Að draga úr af- föllum og 3) Að þyngja ekki greiðslubyrðina rétt eftir að fólk kemur úr námi heldur gefa því færi á að koma undir sig fótunum, kaupa húsnæði o.s.frv. Þessi hug- mynd sparar sjóðnum 300—400 milljónir. Gert er ráðfyrirsérstöku MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1991 27 Moigunblaoið/KUA Fundurinn á Hótel Sögu var fjölmennur og þar mátti sjá marga sveitarstjórnarmenn víða af landinu auk starfsmanna Ríkisskipa. Undirbúningsnefnd vínnur að stofnun hlutafélags um Ríkisskip: Þjónustugjöld þurfa að hækka um 40-50% til að komast á núllið - segir Guðmundur Einarsson forstjóri Á FUNDI sem Starfsmannafélag Ríkisskipa efndi til á Hótel Sögu í gærkvöldi var samþykkt samhljóða ályktun þess efnis að unnið skyldi að stofnun hlutafélags um rekstur Ríkisskipa. Jafnframt var skipuð níu manna undirbúningsnefnd á fundinum sem vinna skyldi að þessu máli og efna síðan til formlegs stofnfundar hlutafélagsins. Fundurinn var mjög fjölsóttur og auk starfsmanna Ríkisskipa voru sveitarstjórnarmenn víða af landinu áberandi meðal fundarmanna. Fundarstjóri var Ellert B. Schram ritstjóri en framsögumenn voru þeir Eyjólfur Konráð Jónsson alþingis- maður, Hjörtur Emilsson gjaldkeri Starfsmannafélagsins, Eiríkur Greipsson frá Flateyri og Jón Kristj- ánsson alþingismaður. Hjörtur Emilsson sagði í ræðu sinni að ástæða þess að starfsmenn Ríkisskipa hefðu forgöngu um mál þetta væri sú að þeir þekktu best mikilvægi þeirrar þjónustu sem fé- lagið veitir og þyrfti að veita áfram. Eigið fé Ríkisskipa um síðustu ára- mót var um 455 milljónir króna en stærstu eignir voru skipin, vöru- skemma, um 800 gámar og ýmis tæki. Framlag ríkisins til reksturs Ríkisskipa hefði stöðugt minnkað að raungildi á undanfömum árum. Það væri um 235 milljónir króna í ár en færi í 204 milljónir á næsta ári. í máli Hjartar kom fram að þær hugmyndir hefðu komið upp meðal starfsmanna hvað nýtt hlutafélag varðar að eigendur þess yrðu í fyrstu starfsmennirnir sjálfír auk þeirra aðila sem byggja á þjónu’stu Ríkisskipa auk þess að æskilegt væri að ríkið yrði eignaraðili fyrstu árin en seldi síðan hlut sinn. Eyjólfur Konráð Jónsson greindi fundarmönnum frá því hvernig hlutaíjárlöggjöfin er byggð upp og hvaða möguleikar væru í stöðunni. Hann taldi ekki óeðlilegt í þessu máli að farin yrði sú leið sem farin var við uppbyggingu fyrjrtækja í Þýskalandi að lokinni seinni heims- styijöldinni. Það er að allir starfs- menn fengju. gefin hlutabréf eða þyrftu að greiða lítið fyrir þau og þeim sem lengi hefðu starfað hjá félaginu en væri komnir á ellilaun gæfíst kostur á að verða hluthafar einnig. Eiríkur Greipsson sagði að um- ræðan um Ríkisskip að undanförnu hefði markast nokkuð af fordómum en það væri að hans mati mikil- vægt að það hlutverk sem félagið hefði sinnt á undanförnum árum yrði áfram við lýði. Jón Kristjánsson sagði að Ríkis- skip væri sú lífæð sem mestu máli skipti fyrir atvinnulíf á Austfjörðum þar sem strandlengjan þar væri löng og vegakerfíð oft sundurskor- ið. Fólk á Austfjörðum hefði því miklar áhyggjur af framtíð Ríkis- skipa og hann fyrir sitt leyti fagn- aði því að umræður um að breyta íélaginu í hlutafélag væru nú komn- ar á skrið. Að Ioknum framsöguræðum gafst fundarmönnum kostur á að beina fyrirspurnum til Guðmundar Einarssonar forstjóra Ríkisskipa. Guðmundur var m.a. spurður að því hve þjónustugjöld Ríkisskipa þurftu að hækka mikið til að koma rekstri félagsins niður á núllpúnktinn. Hann svaraði því til að líklega þyrfti 40-50% hækkun þeirra en það væri mun meira en markaður- inn þyldi. Guðmundur var einnig spurður afhveiju félagið væri ekki með farþegaflutinga á sínum snær- um eins og á árum áður. Guðmund- ur svaraði því til að slíkt hefði alls ekki reynst hagkvæmt en sjálfsagt væri að hlutafélagið skoðaði þennan möguleika í framtíðinni. 18 mánaða fang- elsi fyrir nauðgnn SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan mann í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað 16 ára gamalli stúlku á heim- ili sínu í Breiðholti milli jóla og 'nýárs í fyrra. Hann er einnig dæmd- ur til að greiða stúlkunni 500 þúsund króna miskabætur. Móðir manns- ins og maður hennar voru stödd á heimilinu þegar nauðgunin átti sér stað. í frásögnum af atburðinum hjá lögreglu og fyrir dómi þótti maðurinn verða margsaga. Vitnisburður móður hans og manns henn- ar þótti ekki trúverðugur eða óvilhallur enda í andstöðu bæði við frásögn stúlkunnar og þess dæmda. Framburður stúlkunnar, sem kom heim og saman við frásagnir manns sem hún leitaði ásjár hjá eftir atburðinn, lögreglumanns sem kom á vettvang og rannsókn á fatnaði og líkama stúlkunnar, var því lagður til grundvallar og talið sannað að maðurinn hefði þröngvað enni til holdlegs samræðis með ógnunum Elsa B. Valsdóttir öryggiskerfí handa þeim sem hvað lægstar tekjur hafa og þola ekki þunga greiðslubyrði. Hlutalán Vaka telur eðlilegt að gefa náms- mönnum kost á að taka minna lán en þeim býðst samkv. úthlutunar- reglum. Þó lánin dugi mörgum ekki til framfærslu eru aðrir sem hafa minni fjárþörf og ættu þeir að geta takmarkáð lántöku sína sjálfír. Breytt tekjumeðferð í dag er það þannig að hafi náms- maður í sumarleyfí tekjur umfram ákveðið mark skerðist lánið hans um 50 aura fyrir hveija krónu sem hann vinnur sér inn umfram. Þessi upphæð er í dag u.þ.b. 145.000 fyrir námsmann í leiguhúsnæði. Þetta kerfí hvetur námsmenn ekki til að afla sér tekna í sumarleyfinu en þeim sem það gera er refsað með skertu láni. Vaka telur eðlilegt að kerfið hvetji menn til vinnu og tekjumeðferðinni verði breytt þann- ig að frítekjumarkið svokallaða verði hækkað verulega en umfram- tekjur dragist að fullu frá veittu láni. Mikilvægi iðnnáms Vaka telur það hættulega stefnu að miða lánshæfni við ákveðinn ald- ur. Verði þeirri reglu beitt mun hún aðallega bitna á iðnnemum og fólki í stuttu starfstengdu námi. Iðn- menntun er mjög mikilvæg fyrir þjóðfélagið og því ætti að hvetja fólk í þannig nám með því að hafa það lánshæft. Höfundur er formaður Vöku og fulltrúi félagsins í nefnd um LIN. Maðurinn og stúlkan hittust í fyrsta skipti á veitingastað í borg- inni þetta kvöld. Þau fóru saman í leigubíl á ananð veitingahús en komu við á heimili mannsins sem ætlaði að ná sér þar í peninga og áfengi en í stað þess fór fólkið inn og ræddi um stund við móður mannsins og mann hennar. Hinn dæmdi bað stúlkuna að ræða eins- lega við sig í herbergi sínu en þeg- ar liann gerði sig líklegan til að nauðga henni hljóp hún út úr íbúð- inni. Maðurinn elti hana fáklæcidur út sló haha b^ lltó naíiú'húúbu&a’ £ með sér inn í íbúðina og kom síðan fram vilja sínum við hana inni í herberginu. Stúlkan sagði að móðir mannsins og maður hennar hefðu ekki sinnt beiðnum sínum um hjálp enda hefði sonurinn verið æstur og ógnandi í garð allra viðstaddra. Hún hefði því ákveðið að veita ekki frekari mót- spyrnu. Við læknisskoðun fundust áverkar á stúlkunni, auk þess sem föt hennar höfðu orðið fyrir skemmdum í átökum við manninn. i l’élur,. Gudgeirssou r sakadómai-i . kvað upp aóminn. Dagsbrún leitar verkfalls- heimildar DAGSABRÚN hefur boðað til félagsfundar í Borgarbíó kl. 17 í dag en fundarefnið er verkfalls- hcimild til handa stjórn og trún- aðarmannaráði félagsins. Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar segir að ástæð- an fyrir því að leitað er eftir verk- fallsheimild nú sé sú að engin al- vara virðist vera af hendi vinnuveit- enda í sérkjaraviðræðum við Dags- brún á undanförnum vikum. „Við erum búnir að hlusta á almennt spjall um hagfræði og stöðu þjóðar- búsins frá viðsemjendum okkar í fjórar vikur og þeir virðist bara vera að teygja tímann. Slíkt gengur ekki lengur,” segir Guðmundur. Leikskólar í Árbæ, Artúnsholti og Selási: Foreldrar vilja að hag- ur starfsfólks verði bættur FULLTRÚAR foreldrafélaga barna í fjórum Icikskólum í Árbæ, Ártúnsholti og Selási hafa afhent Markúsi Erni Antonssyni, borgar- stjóra, undii-skriftarlista 279 for- eldra sem vilja að hagur starfs- fólks barnaheimila í hverfunum verði bættur í því skyni að fá festu í starfsmannahald. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, í For- eldrafélagi Heiðarborgar, sagði að þess væri farið á leit við Dagvist barna og borgarstjórn að athuga leið- ir til þess að bæta aðbúnað starfs- fólks í því skyni að ná festu í starfs- mannahald leikskólanna. Hún sagði að erfítt væri að fá fólk til starfa á leikskólum í hverfunum og ör manna- skipti væru á mörgum deildum. Dæmi væru um að starfslið endurnýj- aðist á þriggja mánaða fresti á sum- um deildum. Fram kom að víða er skortur á starfsfólki á barnaheimil- um en ástandið er að sögn Guðlaug- ar ívið verra á þessu svæði en ann- ars staðar í borginni og tími til kom- inn að vekja athygli á ástandinu. Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, tók á móti listunum á miðviku- daginn. Að sögn Guðlaugar ætlar hann að koma þeim til skila en benti janframt á að erfítt væri um vik varðandi launakröfur. Guðlaug sagði að stefnt væri að því að halda opinn fund með Dagvist barna um málið. Heitt vatn fundið í Hvammsvík 5-8 sekúndulítrar af 85 gráðu heitu vatni hafa fundist við boranir í Hvammsvík í Hvalfirði á um 1.100 metra dýpi. Að sögn Óskars Bjartmarz, stjórnarmanns hjá Lög- reglufélagi Reykjavíkur, sem er eig- andi Hvammsvíkur, eru taldar nokkrar líkur á að meira sé að finna á um 1.500 metra dýpi en í frekari boranir verður ráðist eftir nokkra mánuði. Óskar Bjartmarz sagði að Lög- reglufélagið hugsaði sér að nýta vatnið til að hita upp landið og auka nýtingarmöguleika þess en ef 15 sekúndulítrar fyndust við Hvammsvík væri það talið nægja til hitaveitu fyrir Kjósina alla. í Hvammsvík er rekin fiskeldisstöð til áramóta auk þess sem almenn- ingier.sel^ur aðgangur að golfyelli og veiðiaðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.